Alþýðublaðið - 01.05.1962, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1962, Síða 3
PRÓFESSORAR SEGJA: VÍSINDI f STAÐ OAMALLA BÖKA! PRÓFESSOR í stærðfræðivís- indum, Lonsoth að nafni, kom Iiing að í febrúarbyrjun og hefur frá þeim tíma kennt á námskeiði í Há- skóla íslands, — en það námskeið var einkum ætiað mönnum, sem tekið hafa háskólapróf í stærð- fræði eða eru komnir langt í stærðfræðinámi. Háskólarektor, Ár mann Snævarr, og Leifur Ásgeirs- son, stærðfræðiprófessor kynntu próf. Lon'soth fyrir blaðamönnum í gær, en hann er senn á förum héðan. Háskólamennirnir töluðu mjög um gildi raunvísinda á þessum tímum og próf. Leifur Ásgeirsson taldi íslendinga fljóta sofandi að feigðarósi í þeim efnum. Taldi hann, að góðir stærðfræðihæfileik ar liefðu farið forgörðum hér á liðn um öldum, og nútíminn gerði is- lenzkum stærðfræðingum ekki lieldur hátt undir höfði. Hann nefndi Vilhjálm Ögmundsson, bónda á Narfeyri á Skógaströnd, sem dæmi um mikinn hæfileika- mann á sviði stærðfræði, og sagði hann mundi hafa verið efni í stærð fræðing á heimsmælikvarða, ef hæfileikar hans liefðu fengið að njóta sín. Próf. Leifur vakti at- hygli á því, að íslendingar yndu vel við að ylja sér við forna frægð en hirtu lítt um að geta sér góðan orðstír á þeim sviðum, sem nú væru nauðsynlegust en stærðu sig af skriffinnsku karla á 12. öld. *— Hann sagðist ekki vera að draga úr gildi fornbókmenntanna, þótt hann hvetti landa sina til að líta raun- særri augum á menningu þjóðar- innar, sem með því einu héldist við, að þjóðin reyndi á hverjum tíma að gera sitt bezta á þeim svið- um menningar og mennta, sem til- heyrði samtíðinni. Háskólarektor sagði, að Háskól- inn vildi bæta í þær eyður, sem væru í raunvísindanámi hérlendis enn sem komið er. Hvernig þessar úrbætur færu bezt, væri nú rætt af háskólamönnum, og víst væri um það, að úr öllu yrði ekki bætt í einu vetvangi. En hann sagðist leggja á það sérstaka áherzlu, að koma próf. Lonsoth hefði verið háskólanum sérlega kærkomin, en próf. Lonsoth kom hingað á vegum vísindadeildar. Atlantshafsbanda- lagsins, — en sú deild vinnur, eins ' og nafnið bendir til að eflingu vís- inda í löndum bandalagsins. Próf. Lonsoth er prófessor við ríkisháskólann í Oregon í Corvall- is í Bandaríkjunum. Hann er af norskum ættum, en hefur að öllu leyti alizt upp í Bandaríkjunuhi Nú, þegar kennslu lýkur á hann von á foreldrum sínum hingað til lands, og mun hann fara með þeim, konu sinni og syni að skoða Noreg og um önnur Evrópulönd. Prófessor Leifur Ásgeirsson sagði við blaðamenn í gær í lok viðtalsins við prófessor Lonsoth: „Við verðum að opna dyrnar út í heiminn". Hann lagði þá enn á það áherzlu, að það tjóaði ekki að stinga höfðinu í sandinn og stæra sig af íslendingasögunum á meðan aðrar þjóðir kepptust við að né sem lengst í vísindum nútímans. Jouhaud tórir enn PARÍS, 29. apríl. (NTB-AFP) DA GAULLE forseti mun taka á- kvörðun nm það innan tíðar hvort náða skuli eða lífláta Jouliaud fv. hcrsliöfðingja. Þrátt fyrir orðróm, sem var á kreiki um, að Jouliaud hefði verið tekinn af lífi, sat hann enn í Santa-fangelsinu í París á laugardagsmorgun. Sumar heimildir herma, að ekki verði tekin ákvörðun um örlög Jouhauds fyrr en málaferlunum gegn Salan er lokið. Salan neitar enn að svara spurningum dómara í bráðabirgða yfirheyrslunum. Salan hefur krafizt þess, að de Gaulle forseti, Debré, fyrrverandi forsætisráðherra og margir aðrir þekktir stjórnmálamenn og lier- foringjar beri vitni í réttarhöld- unum. Talið er liarla ósennilegt, að gengið verði að þessari kröfu Salans. Þá er talið, að ef Salan fái ekki vilja sínum framgengt muni hann reyna að gera upp sakirnar við stjórnmálamenn og herforingja fjórða og fimmta lýðveldisins í réttarhöldunum, og reyna að rett- læta gerðir sínar á grundvelli stefnu Frakka í Alsír síðan stríðið gegn frelsishreyfingunni hófst fyr ir sjö árum. ISLENZKA VHiÐUR FORMAÐUR norræna félagsins í Noregi, Henrik Groth, skýrði blaða mönnum frá því í gær, að í haust yrði tekin upp kennsia í nútíma- íslenzku í menntaskólanum í Nor- egi. Groth, sem er einnig forstjóri stærsta bókaútgáfufyrirtækis Nor- egs, sagði, að í sumar kæmi út hjá forlagi hans fyrsta kennslubókin í nútíma-íslenzku, sem gefin verð- ur út á Norðurlöndum. Henrik Groth kom hingað til Reykjavíkur á sunnudaginn og heldur fyrirlestur í liátíðarsal há-, skólans kl. 8.30 í kvöld um „Norð urlönd og heiminn” (Norden og Verden). Á fimmtudaginn fer hann til Akureyrar og heldur fvr- irlestur á vegum deildar norræna félagsins þar. Á fundi með blaðamönnum sagði Groth, að í sumar mundi Ivar Orgland, fyrrverandi sendi- kennari Norðmanna við háskól- ann hér, stjórna íslenzkunám- skeiði, sem 50 menntaskólakenn- arar taka þátt í, og verður þar lögð áherzla á réttan framburð. í haust verður síðan hin nýja kennslubók í nútímaíslenzku tek- in í notkun í norskum mennta- skólum, en hana hafa þeir Magnús Stefánsson og Ivar Eskeland tekið saman. í bókinni verða kaflar um hljóðfræði, málfræði og ísland nú á dögum, leskaflar og orðasafn. — Kennslubókin er á nýnorsku. Forn-íslenzka er nú kennd einn tíma á viku í þrjá vetur í norsk- um menntaskólum, en nemendur I þurfa ekki að taka próf í íslenzkri málfræði. Groth sagði, að eftir um j 10 ár ættu 5 þúsund norskir stúd- entar að geta lesið íslenzku, og hugmyndin væri sú, að gera ís- lenzku að skyldunámsgrein. Henrik Groth hefur tvisvar áð ur komið til íslands, sem fulltrúi á fundi norrænu menningarmála- nefndarinnar og formaður For- eningen Norden á fulltrúafundi norrænu félaganna. Fyrirlesturinn, sem Groth held- ur í kvöld, mun fjalla um menn- Frh. á 5. síðu. OHRAÐ FRÉTTIR ★ OTTAWA: Viðræður forsætis ráðherranna Diefenbakers og Mac- millans um fulla aðild Breta að Efnahagsbandalaginu og efnahags- mál samveldisins hófust í Ottawa á mánudagsmorgun. ★ WASHINGTON: Formaður þingflokks Kristilegra demókrata í Vestur-Þýzkalandi, Heinrich von Brentano, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, ræddi í 50 mínútur við Kennedy forseta á mánudag. v. Brentano kvaðst ekki hafa mót- mælt viðræðum sendiherra Rússa í Washington og Rusks utanríkis- ráðherra heldur bent á leiðir til lausnar Berlínarvandamálinu. ★ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur sýnt Skugga-Svein 45 sinn- um að þessu sinni, við met aðsókn. Síðasta síðdegissýn- ingin verður í dag. Leikur- inn verður aðeins sýndur 3— 4 sinnum enn og er óhætt að hvetja alla þá, sem ætla að sjá leikinn að tryggja *ér miða í tíma. Myndin er af Haraldi Björnssyni og Valdimar Helgasyni í hlutverkum sín- um. VILJA 6 og 6 MMMtttMUUtMHMMHMMV F.Í. flytur í Bændahöllina FLUGFÉLAG íslands hefur nú flutt allar skrifstofur sínar í nýtt húsnæði I Bændahöllinni. Þar hef- ur félagið til umráða alla 4. hæð- ina. Skrifstofurnar verða opnaðar á miðvikudag 2. maí. Þetta er raunverulega í fyrsta sinn, sem allar skrifstofur félags- ins eru á sama stað, en áður hafa þær verið víða um bæinn. Aðal- skrifstofan flytur af Reykjavíkur- flugvelli, skrifstofurnar úr Lækjar götu 6b og bókhaldið af Lindar- götunni. Þetta er langþráður áfangi, sem félagið nær með þessum bústaða- skiptum, en annar maí hefur áður verið merkilegur dagur í sögu fé- lagsins. Það var 2. maí fyrir um það bil aldarfjórðungi, að fyrsta flugferðin var farin hér innan- lands, og 2. maí 1957 komu skrúfu- þotur þess, Hrímfaxi og Gullfaxi í fyrsta sinn til landsins. MUMtMMMHMUMUI LONDON, 29. apríl (NTB — Reuter). VERZLUNARRÁÐ fimm bæja á norðurströnd Bretlands hafa hafið baráttu fyrir sex eða tólf mílna fiskveiðilandhelgi við Bretlapd. Arthur Dunn ofursti, formaður sérstakrar nefndar, sem stófnuð hefur verið í þessu markmiði, sagði um helgina, að þriggja mílna landhelgin veitti brezkum fiski- skipum enga vernd gegn erlend- um togurum. ) Krafan um stækkun landhelg- innar verður tekin upp á hinum árlega fundi verzlunarráðs Bret- lands í næsta mánuði. Krafizfc verður sex-mílna landhelgi og auk þess 6 milna belti þar sem fisk- veiðar verða bannaðar útlending- um á vissum svæðum og árstímum. í tillögunni, sem fram verður borin, segir, að á síðustu árum hafi erlendir togarar eyðilagt mjög dýrmætan veiðibúnað Breta. Þeir fimm bæir, sem fremst standa í baráttu þessari, eru Whitby, Searborough, Filey, Brid- lington og Hornsea. Kommar klufu Framhald af l. siðu. allt of mikill einhliða kommúnist- ískur áróður. En síðara ávarp Guð- mundar var þó fullt af skömmum og áróðri gegn stefnu ríkisstjórn- arinnar og í ávarpinu tekin alger afstaða gegn liinum minnstu tengslum við Efnahagsbandalag Evrópu. Þá voru einnig í því kröf- ur um tafarlausa brottför varnar- liðsins. Jón Sigurðsson lagði til, að gerðar yrðu ítarlegar tilraun- ir til þess að ná samkomulagi um ávarpið EN KOMMÚNISTAR NEITUÐU AÐ BREVTA EINU EINASTA ATRIÐI í SÍNU UPP- KASTI. Var þá ljóst, að kommúnistar höfðu evgan áhuga á samkomu- lagi um 1. maí. — Er málið var lagt fyrir 1. maí nefnd, bar Jón Sigurðsson fram tillögu um það, að kröfugöngunefnd yrði falið að gera úrslitatilraun til þess að ná samkomulagi um ávarpið. En sú tillaga var felld með 10:19 atkvæð- um. Var ávarp kommúnista síðan (samþykkt með örfárra atkvæða meirihluta. Greinilegt er, að ætlun kommún- ista hefur vrið að nota hátíðahöld- in fyrsta maí til áróöurs gegn rík- isstjórninni og þeim flokkum ér að henni standa. Hins vegar vUdu full trúar lýðræðissinna, þeir Jón |(Sig- urðsson og Guðjón Sigurðsson, að 1. maí ávarpið yrði helgað kjara- málum verkalýðsins eingöngu, — Það vildu kommúuistar ek.;i 'fall- ast á. r Lýðræðissinnað fólk í verkalýðs- hreyfingunni hefur tækifærí til þess í dag 'að sýna hug sian til klofningsstarfs kommúnista. Fjöl- mennið á útifundinn á l ækjar- i torgi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. maí 1962 * <

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.