Alþýðublaðið - 04.05.1962, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 04.05.1962, Qupperneq 4
Guðni Guðmundsson: ERLEND TIÐINDI osnmgum STJÓRNMÁL virðast aldroi tiggja í láginni í Bandaríkjunum, iþví að aldrei líða meira cn tvö ár á milli meiriháttar kosninga. ;í>að er dálítið málandi, að þar er talað um „to run for“ (bókstaf •lega „hlaupa eftir“) kosningu í í|)etta eða hitt embættið og niður- staðan er sú, að alltaf eru ein- hverjir „að hlaupa" og gefa blöð imi eitthvað til að skrifa um. Sum ir hlaupa stöðugt og virðast al- drei stanza, og nái þeir ekki kosn ingu eru þeir kallaðir „also-rans“, þ.e.a.s. „hann bauð sig líka fram, «n . ..“ Nú líður senn að kosningum enn einu sinni hjá þeim fyrir vestan. í nóvember verður kjörið í ríkisstjóraembætti og þingsæti og hlaupin eru þegar byrjuð fyrir alllöngu og á sumum stöðum fara fram á næstunni undankosningar lijá flokkunum um frambjóðend ur til hinna ýmsu emþætta, svo sem í Texas, þar sem demókratar niunu velja á milli G manna, sem allir telja sig vel til þess íallna að vera frambjóðenduh ílokksins við ríkisstjórakosningarnar í nóv <ember. Athyglin beinist þó aðallega að tveim ríkjum New York og Kali- forníu. í New York-ríki er nú ríkisstjóri Nelson Rockefeller, og ætlar hann að leita eftir endur- ■kjöri í haust, en það er meira í húfi fyrir hann en embættið eitt, .því.að eitir frammistöðu hans fer hvort hann hefur von um fram- boð fyrir repúblikana við forseta- kosningarnar 1964 gegn Kennedy. Eftir hinn mikla sigur Roberts JYagner, borgarstjóra New York borgar, á sl. vetri er enginn demó krati talinn honum líklegri til að geta staðið sig svo vel gegn -Bgokefeller. Undanfarið hefur því aðallega verið talað um W’agner sem hugsanlegan mót- frambjóðanda „Rockys" og fyrir skemmstu voru látin síast úrslit skoðanakönnunar sem demókrat ar höfðu látið fara fram í rikinu, sem Wagner reyndist hafa meira fylgi en Rockefeller, eða 43% á móti 41%, en 16% óákveðnir. "Eftir að þessar tölur spurðust út, \'4r talið einsýnt, að Wagner mundi fara fram gegn Roekefell (Nú gerðist það hins vegar um síðustu helgi, að Wagner tilkynnti að hann mundi ekki verða í kjöri ; til ríkisstjóraembættis í nóvemb ; er. Það er nú einu sinni gamalt . bragð stjórnmálamanna að láta .ggnga á eftir sér og vera akki of fijótir að gefa skýlausar yfirlýs ingar í slíkum íilfellum, en í , þetta skipti virðist þó ástæða til að trúa, því að Wagner var svo ROBERT WAGNER afdráttarlaus í neitun sinni, að liann hefur tæplega nokkurn möguleika á að snúa við aftur blaðinu. Það er því svo að sjá, sem hann sé aftur orðinn beirrar skoðunar, að Rockefeller sé of sterkur andstæðingur fyrir sig. Ef svo er, þá hefur þessi ákvörð un ef til vill meira að segja, en maður skyldi halda við íyrstu sýn Demókratar eru þess fullvissir, að Kennedy muni verða endur- kjörinn sem forseti 1964, og þeir hugsa nú aðallega um að styrkja aðstöðu hans á þingi. Ef það tekst, verður það í fyrsta sinn síðan 1934, að flokkur, sem hefur forsetann, vinnur í millikosning- um. Þeir vona sem sagt, að vin sældir forselans muni færast yfir á frambjóðendur þeirra. Repú- blikanar hafa hins vegár boðið víða fram sterka frambjóðendur til ríkisstjóraembætta, og það er engan veginn óhugsandi, að þau framboð geti vegið eitthvað upp á móti vinsældum Kennedys. Á- standið er því raunverulega þarin ig nú, að útlitið er mjög óvisst. Mikið er að sjálfsögðu komið undir því hvað repúblikanar gera fram að kosningum. Þeir hafa átt í miklum erfiðieikum' með stefnu undanfarið, enda skortir þá algjörlega forustumann. Þeir virðast algjörlega klofnir í aft urhaldssaman og frjálslyndan arm. Rockefeller er frjálslyndur, þó að hann hafi upp á síðkastið verið að reyna að þurrka af sér þann stimpil og vilji heldur láta kalla sig einfaldlega repúblikana, en hægri armurinn hefur sér að leiðarljósi afturhaldsmanninn Barry Goldwater. Það er einmitt í þessu sambandi, sem ákvörðun Wagners er veigamikil. Það er vitað mál, að Wagner er eini demókratinn í New York ríki, sem nokkurn möguleika hef ur gegn Rockefelier í nóvember, og gæti þannig eyðilagt mögu- leika hans á að verða írambjóð andi repúblikana við' forsetakosn ingarnar 1964. Ef Rockefeller kemur vel út úr nóvemberkosn- ingunum, þá heldur frjálslyhdi 19 útskrifast úr Iðnskóla Akraness armurinn áfram að dafna, en tap hjá honum í nóvember hefði hugs anlega getað dæmt repúblikana til að hafa íhaldsmann að íram bjóðanda 1964. Hugsanlegt er, að Kennedy muni reyna að hafa á- hrif á Wagner í þá átt að taka ákvörðun sína aftur, en :í dag virð ist ekki líklegt að það íakist. Annar þekktur repúblikani er að berjast fyrir sínu pólitíska lífi. Það er Nixon, fyrrverandi vara- forseti, sem 5. júní slæst um repúblikana-framboðið til ríkisstjóra þar við ríkan íhalds- mann Shell að nafni. Það er nokk urn veginn öruggt, að Nixon sigr ar í þeirri undankosningu en hugs anlegt er, að Shell fái nægilega mörg atkvæði til þess, að stuðn ingsmenn hans sjái sér leik á borði að greiða Nixon ekki at- kvæði í nóvember. Ef Nixon tap ar kosningunni í nóvember gegn núverandi ríkisstjóra, demókrat anum Brown, þá má búast við, að hans pólitíski ferill sé úti. En slíkur ósigur mundi líka verða til þess, að afturhaldsmenn í repú blikanaflokknum yrðu háværari í kröfum sínum um íhaldsmann í framboð til forsetaembættis 1964 og þá helzt Barry Goldwater. Sumir halda því jafnvel fram, að í því efni mundu þeir njóta stuðningshinna frjálslyndari afla sem mundu þá vonast til þess að mikill ósigur Goldwaters fyrir Kennedy mundi taka vindinn úr seglum íhaldsmanna. • Þriðji repúblikaninn, sem boð inn er fram til ríkisstjóraembætt is og talað hefur verið um sem hugsanlegan frambjóðenda 1964, er Romney sá, sem framleiðir Bamblerbíla, en hann er í fram boði í Michigán og á við ramman •reip að draga. Hann hefur hins vegar litla reynslu í stjórnmáluin og er algjörlega óþekkt stærð. Framboð hans 1964 gæti senni- lega aðeins orðið ef enginn hinna þriggja íyrrnefndu væru taldir hafa möguleika á sigri, eða ef þeir sjálfir þyrðu ekki að hætta pólitískri "ramtíð sinni í baráttu við Kennedy. IÐNSKÓLA Akraness var sagt upp laugardaginn 14. apríl. Skóla stjórinn, Sverrir Sverrisson á- varpaðinemendur og afhenti próf skírteini. Á skólaárinu höfðu nem endum og kennurum Iðnskólans verið sköpuð betri starfsskilyrði en áður, enda lét núverandi bæjarstjórn gera miklar endur bætur á skólahúsinu. Að þessu sinni var í fyrsta sinni hafin verk leg kennsla við skólann fyrir nem endur í Jbifvélavirkjun, húsasmíði og .vólvirkjun og hafinn undirbún ingur að .slíkri kennslu fyrir raf virkja, í vetur störfuðu S kennarar við skólann auk skólastjóra, og voru nemendur 63 í 4 bekkjum. Skól inn var í fyrsta skifti í vetur dag skóli og störfuðu 1. og 2. bekkur fyrir áramót, en 3. og 4. bekkur eftir áramót. Vegna inflúensu varð að fresta prófum um viku, en þeim lauk 4. apríl. Á 1. bekkjarprófi var Guðmund ur Bragi Torfason efstur með eink. 8,99, í 2. bekk Atli Marinós son 8,76, í 3. bekk Huldar Ágústs son 9,40, en það er hæsta aðal- einkunn í skólanum nú. Burtfararprófi luku 19 nemend- ur, af þeim eru 8 í vélvirkjun, 4 í húsasmíði, 3 í netagerð, 1 í blikksmíði, 1 í bólstrun, 1 í hús- gagnasmíði og 1 í rafvirkjun. Hæstu einkunn á burtfarar-. prófi hlaut Guðmundur Jón- mundsson vélvirkjanemi, 9,32 en næsthæstu Þorsteinn Ragnarsson blikksmíðanemi 9,13 Við skólaslit afhenti skólastjóri Guðmundi Jónmundssyni bókar- verðlaun frá Iðnaðarmannafélagi Alcraness fyrir hæstu einkunn á burtfararprófi og Þorsteini Ragn assyni bókaverðlaun frá Iðnskól anum fyrir ágætiseinkunn á burt- fararprófi. Fyrir hönd brautskráðra nem enda flutti Þorsteinn Ragnars- son nokkur ávarpsorð og færði skólanum að gjöf mynd af kenn erum og nemendum 4. bekkjar 1962; Skólastjóri þakkaði gjöfina og vinarþel nemenda til skólans, cinnig færði hann öllum nemend um og öllu starfsliði skólans þakk ir fyrir ánægjulegt samstarf n skólaárinu. hdan Hellisanði 2. maí. NOKKRIR bátar eru á sjó frá Hellissandi og er nú alls aflamagn- ið frá áramótum orðið 2730.3 lest- ir í 223 róðrum. Aflahæstur er Arnkell með 645 tonn í 67 róðr- uni, þar næst koma Tjaldur með 560 tonn í 67 róðrum, Ilamar með 540 tonn í 71 róðri, Sæborg með 499 tonn í 64 róðrum, og loks Svala með 456,2 tonn í 54 róðrum. Tíöarfar hefur verið ágætt á Hellisandi og nær liggjandi sveit- um undanfarnar vikur. í vorleys- ingunum versnuðu vegir um byggðarlagið allmjög, og eru veg- ir jiú víða slæmir eða illfærir með öllu. Ágætt veður var liér 1. maí og fóru hátíðahöldin fram með sóma, og var margt gert til skemmtunar, meðal annars var fengin hljóm- sveit úr Reykjavík til að skemmta. Einnig sýndi danspar úr Reykja- vík tvist, og vakti það óskerta at- hygli áhorfenda. Flaug Bjöm Páls- son með þessa skeinmtikrafta báð- ar leiðir. ðWWWWWWWMMIWWWWWMMMWWWWMMWWWW Soffía Ingvarsdófíir: Engar sjoppur við skólana 1 HVERT sinn er rls upp nýr barnaskóli eða unglinga- skóli hér í borg, er það segin saga, að sjoppa sprettur upp jafnsnemma í næsta nágrenni við hann. Sjoppur hafa reynst skólun um sannkallaðar klakstöðvar ómenningar. Þangað safnast nemendur í frímínútum og öðrum hléum til sælgætis- kaupa, gosdrykkjaþambs og sígarcttureykinga. Auk þessa komast óharðnaðir unglingar þar einatt I kynni við drukkna menn og slangurlýð er gjarnan leita á slíka staði. Skólarnir gera sitt til að draga úr þessu sjoppurápi, en ekki er hægt að hnappsitja unglinga í hverju hléi enda skólalóðir yfirleitt ógirtar og sízt getur skólinn ábyrgzt nem endur á leið úr og í skólann. Skólarnir áminna foreldra um að láta böm og unglinga ekki hafa peninga með sér í skólann daglega enda allt slíkt óþarft, því flestir skólar hafa komið á hjá sér mjólkurdreif ingu, en mjólkin er afhent eftir miðum, scm greiddir eru hálfsmánaðarlega. Þá er til þess ætlast og brýnt bæði fyr ir foreldrum og börnum að þau hafi með sér smurt brauð í skólann. Sjoppur í nágrenni skóla ber að banna með öllu. Alþýðuflokkurinn telur, að þetta sé stórt uppeldislegt vandamál hér í borg, og því beri borgarstjórn og borgar- lækni að beita sér fyrir lög- gjöf, sem banni sjoppur í ná- grenni skóla, séu aðrar leiðir ekki færar til að ná settu marki. iWWWWVtWWVWWWWVWtWWWWWWWWWW 4 4. maí 1962 ALt>YÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.