Alþýðublaðið - 04.05.1962, Side 5
STJÓRN Rauða
__________ Kross íslands
hefur k j ö r i ð
fyrrverandi formann s i n n ,
Þorstein Scheving Thorsteins
son lyfsala, heiðursfélaga
RKÍ og var honum nýlega af-
lient heiðursskjal af því til-
efni.
Þorsteinn Scheving Thor-
steinsson hefur setið í stjórn
Rauða Kross íslands frá upp-
hafi, eða frá 1924, og verið
fomaður hans frá 1947 og
þar til hann lét af stjórnar-
störfum í september s.l. Eng-
inn maður hefur unnið eins
mikið fyrir Rauða Kross ís-
lands og mótað stafsemi fé-
lagsins eins og íiann.
Á myndinni sést Þorsteinn
Scheving Thorsteinsson með
heiðursskjalið. (Ljósm.: P.
Thomsen).
OÐINN VIÐ
verki
DRAKK EKKI
TRÉSPlRA
ÖLVAÐUR maöur var um síðustu
helgi fluttur á Landsspítalann, og
töldu læknar að hann hefði drukk-
ið tréspíritus. Kvaðst maðurinn
skyndilega hafa misst sjónina, og
bentu öll einkenni til þess, að
hann liefði neytt fyrrnefnds
vökva. Nú er rannsókn í máli
þessu lokið, og talið öruggt að
maðurinn hafi alls ekki drukkið
tréspíra.
Maður þessi fór af spítalanum í
fyrramorgun, og þá heill heilsu.
Þorlákshöfn, 3. maí.
FISKVEIÐARNAR virðast nú
vera að deyja út, en menn geta
verið ánægðir eftir ágæta vertíð.
Friðrik Sigurðsson mun nú vera
aflahæstur Þorlákshafnarbáta með
um 800 tonn.
Bátarnir eru hættir netaveiðum.
Einn bátur var að koma að í gær-
dag með 5—6 tonn. .— N.B.
Var hann tekinn til yfirheyrslu, og
hélt þá við fyrri framburð sinn,
hann hefði keypt áfengi af leigu-
bílstjóra, en álitið var að það
hefði verið tréspíri.
Gat maðurinn gefið einhverja
lýsingu á þessum bílstjóra, og
náðist hann. Viðurkenndi sá, að
hafa selt manninum eina flösku af
brennivíni nokkrum klukkustund-
unyáður en hann var fluttur á
spítala.
Þá hefur það einnig sannast, að
maður þessi sat að sumbli ásamt
fleira fólki allt kvöldið. Kom hann
með eina brennivínsflösku í sam-
kvæmið, og er taiið víst, að þá
flösku hafi hann keypt af leigubíl-
stjóranum, en ekkert meira eftir
að hanh fór frá fólkinu.
Það er því talið fullsannað, að
maður þessi hafi ekki látið annað
en íslenzkt brennivín inn fyrir
sínar varir, og blindan stafað af
öðrum orsökum.
Fallegur
KraftmikiII
Ódýr
ORKA H.F.
Laugaveg 178
/ ••
Skipstjórinn
fái 153.000
ISRONDINA
VARBSKIPIÐ Oðinn
í gærkvöldi að ísröndinni við aust
urströnd Grænlands, og snemma i
morguir átti varnarliðsþyrlan, sem
Óðinn flutti, að sækja danska sjúkl
inginn á lóranstöðinni skammt frá
Kulusuk.
Þyrlan flýgur með sjúklinginn
um borð í Óðinn og verður síðan
haldið til íslands aftur og sjúk
ingurinn fluttur í sjúkrahús hér.
Ferð Óðins gekk að óskum, en
hvasst var nokkuð. Ekki er búizt
við honum aftur fyrr en á laugar-
daginn.
HÆSTIRÉTTUR hefur kveöið upp
dóm í máli er Magnús H. Gíslason
höfðaði gegn Bæjarútgerð Nes-
kaupstaðar vegna vanskila á
greiðslum útgerðarinnar á því fé
Magnúsar, er bar að leggja í Líf-
eyris- og dánarbótasjóð árin 1957
—1959. Er útgerðinni gert að
greiða Magnúsi kr. 153.156.70 auk
vaxta af hinum sundurliðuðu
greinum heildarupphæðarinnar.
Til tryggingar greiðslu fjárins fær
Magnús sjóveðrétt í bv. Gerpi,
NK 106.
Svo var mál með vexti, að Magn
ús H. Gíslason var skipstjóri á bv.
Gerpi á árunum 1957 — 1959, en
þá var skipið gert út af Bæjarút-
gerð Neskaupstaðar. Kjarasamn-
ingar þeir, er giltu um kaup Magn
úsar, ákváðu skipstjórum afla-
verðlaun, 2.25% af nánar tilteknu
aflaverði. Einnig var útgerðaraðili
skyldugur til að greiða til Lífeyr-1
is- og dánarbótasjóðs yfirmanna á i
skipum Félags íslenzkra botn-
vörpuskipaeigenda 0.5% af afla-
verði. Þessi framlög eru ekki tal-
in til skattskyldra tekna hlutað-
eigenda.
Verði vanskil á greiðslu til sjóðs
ins af hálfu útgerðaraðilja, og
sjóðfélagi hætti þátttöku í sjóðn-
um af þeirri ástæðu, þá hækki afla
verðlaun skipstjóra um 1.25% upp
í 3.5% frá því að vanskil hófust.
Ef sættir verða ekki milli skip-
stjóra og útgerðar vegna van-
skila sem þessara á 14 dögum, þá
hækkar aflaverðlaun eins og get-
ur að framansögðu.
Símfóníutónleikar
Simfóníuhljómsveit íslands hélt
þrettándu hljómleika sína í vetur,
í Háskólabíói í gærkveldi undir á-
gætri stjórn Róberts A. Ottósson-
ar. Fjögur verk voru á efnis-
skránni öll mjög vel leikin.
Vorsimfónía Schumanns var vel
leikin, þó að mér finnist hún í
daufara lagi á köflum. Wagner var
vel leikinn og Polowits dansar Bo
rodins tókust afbragðsvel. Söngur
Fílharmóníukórsins var góður, en
vantar tilfinnanlega. —
Hljómleikunum lauk með marzi
Hindemith, skemmtilegu
og vel flúttu. G.G.
Nú urðu vanskil á greiðslu Bæj-
arútgerðar Neskaupstaðar á fé
Magnvisar í Lífeyris- og dánarböta-
sjóð árin 1957 — 1959, Árið 1960
tilkynnti svo Magnús, að hann
myndi hætta þátttöku í sjóðnum,
ef ekki yrði að gert innan 14 daga.
Hlutaðeigendur sinntu ekki frek-
ar málinu, og innan 14 daga hóf
Magnús mál á hendur útgerðinni.
í undirrétti var stefnda gert a3
greiða Magnúsi kr. 148.416.05 auk
málskostnaðar. Þessu áfrýjuðu -
báðir aðilar til Hæstaréttar, sem
kvað upp dóm enn hagstæðari
Magnúsi, því að greiðslur hækk-
uðu til hans, auk þess sem hanu
fékk sjóveð í Gerpi.
Utankjörstaðakosning er hafin.
Þeir sc<m ekki verða heima á kjör-
degi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og
í Reykjavík hjá borgarfógeta. Er-
lendis er hægt að kjósa hjá ís-
lenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum, sem tala íslenzku. Kosn-
ingaskrifstofa borgarfógeta í
Reykjavík er í Hagaskóla, skrif-
stofan er opin alla virka daga kl.
10—12, 2 — 6 og 8 — 10. Sunnudaga
kl. 2-6
Siglufirði, 2. maí.
TEKIN var í notkun klukkan é
í gær yfirbyggð sundlaug, sem hef-
ur verið í smíðum s. 1. 4 ár. Húa
er mjög glæsileg og til fyrirmynd-
ar á alla vegu.
Sigurjón Sæmundsson, bæjar-
stjóri, ílutti stutta ræðu við opnun-
ina, Lúðrasveit Siglufjarðar lék og
Helgi Sveinsson, formaður íþrótta
bandalags Siglufjarðar, flutti þakb
ir fyrir hönd íþróttamanna fyrir
þennan mikla áfanga. — J.M.
Vegir ófærir á
Snæfellsnesi
Stykkishólmi, 3. maí.
HÉR hafa'allir vegir verið ófærir í
nokkra daga, og komast engir bíl-
ar á milli — hvorki suður né út á
Snæfellsnes. *
Sums staðar er vegurinn horf-
inn á köflum. Einkum er ástandið
slæmt suður í Hreppum, en þar
hefur vegurinn þurrkazt út. Er nú
unnið að því að laga vegina.
i Áburðarflutningum til bænda
hér í nærsveitum er nú lokið, en
áburðurinn hefur verið fluttur á
skipum hingað.
' Einn bátur hætti róðrum í dag,
en tveir voru hættir áður. Einn
bátur er að búa sig á síldveiðar.
Nú eru þrír bátar á netaveiðum.
Formaðurinn |
gekk aftur
Þau tíðindi gerðust á fram- !
haldsaðalfundi Vélstjórafé- ]
lags íslands í vetur, að for-')
maður félagsins Egill Hjörv- )
ar sagði af sér formennsku !
og kvaðst mundu fela Gísla !
Ilafliðasyni að taka við af Í
sér. í fyrrakvöld var haldinn ) [
fundur í félaginu — hinn !!
fyrsti síðan. Stýrði Egill þá ! I
fundi eins og ekkert hefði í
skorizt og hann aldrei sagt
af sér formennsku. Er farið
var að inna hann eftir því, i;
hvort hann væri ekki hætt- j)
ur formcnnsku kvað hann í
svo ekki vera og gaf eftirfa^-
andi skýringu: Gísli Ilafliðá-
son fékkst eftki til starfans
en auk þess kom til greiná
Bergsveinn Bergsveinsson,
en ég treysti honum ekléi
fyrir starfinu. Þess vegná
varð ég að vera áfram. Þessi
yfirlýsing Egils Iljörvar'S
vakti mikla furðu fundad-
manna og urðu út af henrfi
miklar deilur á fundinum.
Þykir framkoma Egils öH
vera hin furðulegasta.
f
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. maí 1962 £