Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 7
*W\WWVW»WiWWWWWWiWVW\»%WWMAWW»iWW»VWWWWWi%WWWWViVWWM WmWMWMMVMWWWWWWWWWWWVV’ l I. FJÓBIR ÁRATUpiR er ek’.ú langur tími í þjóðarsögu, en þeg ar miklar breytingar eiga sér stað meffal þjóða, virðist tíma- skeið miklu Iengra en þegar fátt gerist og allt hjakkar í sama fari. — Tæpir fjórir áratugir eru liðnir síðan verkafólk hóf fyrst fána á loft og tók sér há- tíðisdag, 1. maí, að hætti er- lendra alþýðusamtaka. Þetta er ekki langur tími, en svo miklar breytingar hafa átt sér stað, að það er eins og löng saga hafi gerst, að við höfum lifað langt tímabil. Manni er þetta Ijós- ast þegar rætt er við ungt fólk. Það veit ekki upp úr hverju verkalýðssamtökin eru sprottin. Það eygir ekki ástæðurnar fyrir þeim samtökum, sem eru því oftast hið eina sverð, hinn eini skjöldur. Þaff spyr: Ilvers vegna? Það segir: Af hverju? — Og stund um þegar maffur svarar, fullyrö ir það: „Þessu trúi ég ekki“ Við þetta tækifæri ber ég fram spurningarnar: Hvernig var þetta? Af hverju var þetta gert? Ég svara ekki spurningunum sjálfur, bregð aðeins upp fjór um myndum. Ég tek orðrétt um mæli f jögurra manna og kvenna sem ég hef rætt við, einn þeirra, verkamann, fyrir nokkru, en þrjár konur fyrir fáum dögum: Verkamaffurinn lýsir eyrar vinnunni, leitinni að atvinnu, umkomuleysinu og kvíðanum. Lýsing hans á við tímabilið eft ir 1920 og allt til 1939 með mismunandi blæbrigðum. Saga hans er dregin mjög saman: II. „Og þá hóf ég þunga göngu, sem stóð óslitið í mörg ár,“ seg ir hann. „Ég gekk um eyrina í Reykjavík og snapaði eftir vinnu, elti alla þá, sem höfðu yfir einhverju að segja, en fyrst og fremst verkstjórana. Ég var nafnlaus verkamaður í stór um hóp annarra verkamanna. Ef okkur tókst ekki að fá eitt hvað aff gera í dag, þá fengum við ekkert aff éta á morgun. Við vorum allir ofurseldir sömu ör lögum. Þetta var erfitt líf og niffurlægjandi. Ég fór oft að heiman eldsnemma að morgni, án þess að nokkuð matarkyns væri til á heimilinu. Svo rölti ég um eyrina, gægðist inn í pakkhúsin, fruktaði fyrir verk- stjórunum, hafði baukinn í hend inni og rétti fram með bros- grettu á andlitinu. Oftast fékk ég ekkert. Þá var gangan heim erfiff. Ég reyndi að næla mér í fiskbröndu til þess að koma ekki tómhentur heim. Ég vissi að konan beið heima, jafnvel bak við gardínuna eða hún hlustaði eftir fótataki í stigan um, hvort ég kæmi of snemma heim. Erfiðasta spurningin, sem mætti okkur var alltaf þögul. Þó að hún væri ekki mælt af vörum, þá hljóöaði hún þannig: „Fékkstu nokkuð?“ — Og ég svaraði: „Ekkert að gera í dag, en líkast til á morgun.' Stundum fannst mér kenna of mikillar bjartsýni í svarinu, svo að ég bætti viff: „Eða ég vona það“ — Það var alveg sama hvaff maffur fékk að gera.. Vinnan, hver sem hún var, var hrein og bein gnðs- gjöf. Ég sá oft lasburða menn sligast við vinnuna. Byrðarnar á bökum þeirra of þungar. Hraðinn og vinnuharkan of mik il. Enginn þorði að gefast upp. Ef hann gerði það var hann af- skrifaður. Þá var enginn kaffi tími, engin hvíldarstund, eng- inn tími til að rétta úr bakinu.“ Þetta er lýsing verkamanns- ins. Og hann bætti við: „ÞETTA MÁ ALDREI KOMA FYRIR AFTUR.“ III. Kona, sem nú er tæplega sex tug gaf mér þessa lýsingu: „Ég tók það til bragðs 1922 að falast eftir vinnu við fisk- vérkun. Ég hafði aldrei þvegið fisk, en treysti því, að ég mundi fljótt læra handtökin. Unnið var frá kl. 6 til 6. Fyrsta daginn vildi það iflér til happs, að ég var sett við hliðina á góðri stúlku. Ég hafði ekki haft vit á því, að búa mig hlífðarfötum, en hún bætti úr því. Það var frosið á körunum og við brut- um af þeim klakann. Síðan hófst vöskunin og þannig stóðum við í 12 tíma við vöskunina alltaf með rennblautar hendurnar af ísköldu vatninu, nema í eina stund, þegar við borðuðum. Verkstjórinn gekk um harffur á brún, alveg eins og hann væri alltaf reiður. Þó að við hefðum akkorff, þá rak hann umsvifa- laust þær, er ekki voru afkasta miklar. Við fengum engan á- kveðinn kaffitíma, en mátt- um halla okkur upp að fiskstafl anum og sötra í okkur kalt kaff ið, sem við komum með. Þarna voru stúlkur frá 17 ára og konur allt aff sjötugu. Þær afköstuðu misjafnlega miklu. Kaupiff var svo lítiff, að enginn dagur mátti falla úr, og þær sem minnstu afköstuðu gátu ekki lifað á því. Þegar togararnir komu vorum við teknar í uppskipun á fiskin um. Þá vorum við settar niður í fisklestarnar og látnar taka fiskinn úr þeim og leggja nótt við dag en sama kaup gilti allan sólarhringinn.. Togarafiskurinn var beinharffur af salti og þeg ar við hreyfffum hann, hrundi saltið yfir okkur. Það smaug gegnum vettlingana, fór niður um hálsmáiið á bak og brjóst. Þegar ég var komin heim á kvöldin svo uppgefin að óg stóð varla á fótum, þvoði ég mér um handleggi, brjóst og bak og logsveið. Ég fékk sina skeiðabólgu í báða úlfnliði og gigt í aðra öxlina -- og enn er ég ekki laus við þetta. Við vor uni ambáttir, unnum á hverri stund aðeins fyrir bitanum, sem viff gleyptum, ekkert þar fram yfir. Við vorum réttindalausar ambáttir. Þarna voru ekkjur, er unnu fyrir börnum sinuffl. Al- drei skildi ég hvernig hægt var að láta fleiri en einn munn lifa af vinnu einnar konu. Enginn skilur það nú. Seinna vann ég á öðrum stað, þar fengum við frían saltfisk og eldstæði. Það var alltaf saltfiskur í allan mat. Ég fór að tala um það, að viff ættum að aura saman í kjötmál tíð einu sinni á viku. Þá sögðu ekkjurnar: „Þið getiff það kann ski, einhleypu stúlkurnar. Við getum það ekki. Við fáum frían fisk. Ilann nægir.“ — Einu sinni komu fulltrúar frá Verkakvenna félaginu. Verkstjórinn tók gummíslöngu, sem hékk á krana og dældi vatni á konurnar. En þær hörfuðu ekki. Fiskverkun minni lauk þannig, að ég fékk hálsbólgu. Þegar ég kom aftur sagði verkstjórinn: „Hirtu plögg in þín. Hér höfum við ekkert að gera með fólk sem Iiggur í bælinu“ Þetta sagði verkakonan, sem vann í fiski fyrir tæpum fjórum áratugum og hún bætti við. „ÞETTA MÁ ALDREI KOMA FYRIR AFTUR.” IV. Vinkona mín varð ekkja inn an við þrítugt. Maöur hennar dó á Vífilsstöðum frá fjórum börnum þeirra. Hún segir þann ig frá sinni þyngstu göngu: „Mér fannst að ég gæti ekki tekiff á móti vetrinum án stuðn ings einhversstaðar frá, og eng in tök voru á því, að ég gæti leitað vinnU utan heimilisins. Ég hugsði um þetta öllum stundum og lá andvaka með tárin í aug unuin. Loks sá ég enga aðra Ieiff en leita hjálpar. Ég bjó mig til þeirrar þyngstu göngu, sem ég hafði farið á ævinni. Eg gekk niður Frakkastíg inn Laugaveg. Ég stefndi á skrifstofu fátækra fulltrúa. Það fór ekki mikiö' fyrir henni þá. Ég gekk upp tvö eða þrjú þrep og knúði dyra. Ég heyrði sagt: „Kom inn,“ og ég opnaði dyrnar. Þeir voru þarna báðir: Samúel stóff við skrifborð, en Jón sat á stól. Ég á móti vetrinum með svona á- stæóur.“ Jón horfði alvarlegur á mig úr sætí sínu, jafnvel eins og hann væri hryggur. Mér fannst ég njóta samúðar hans. Samúel stóð kyrr, horfði aðeins á mig. Hann var þessu svo sem van- ur. Þetta var ekkert nýtt fyrir hann. Loks sagði hann þurr- lega: „Hvað haldið þér að þér komizt af með minnst?“ Nú átti yfirheyrslan að byrja. Eg vildi ekki meiri styrk en það naumasta, sem dyggði til þess að ég gæti haldið Iíf- inu í börnunum: „Eru ekki ein hverjar reglur, sem farið er eftir?“ spurði ég'. En svo bætti ég viff. „Eg vil aðeins biðja um það, að ég þurfi ekki að sækja hjálpina vikulega — heldur einu sinni í mánuði." Eg ætiaði að segja meira, reyna að skýra þetta betur út en röddin brast mér. Jón virt- ist verffa óþolinmóður. Loks sagði hann: „Þaff er sjálfsagt að hún fái það, sem henni verð ur úthlutað einu sinni í mán- uffi. „Við athugum þetta mál, sagffi Samúel. „Þér fáið að vita um úrslitin.“ Eg hikaði. Eg hafði mest kviðið fyrir því, að þeir færu að tala um IIEIMILISSKOÐ- UN, en þeir minntust ekki á neitt slíkt. HEIMILISSKOÐ- UN var í því fólgin, að fá- tækrafulltrúarnir komu heim og skoðuffu heimilin hátt og lágt. Þá barst fregnin um hverfið og börnin kölluðu: — „Þau eru á bænum.“ „Þau þiggja!“ „Þau eru upp á aðra komin.” — Og þá komu börnin stundum heim blóðug og rif- in. Eg kannaffist við þetta. Eg kvaddi og fór. Það var dögg í augum mér. Eg sá illa leiðina heim, niður Laugaveg, upp Frakkastíg. Það titraði á mér hakan alla leiðina. Það var einhvers konar ólga í hálsin- um á mér. Eg fékk hjálp. Og það leið langur tími þar til heimilisskoð Erindi Vilhjálm: S. Vilhjálms- sonar í Rikisútv arpinu 1. maí heilsaði og þeir tóku þurrlega kveðju minni. Ég kveinkaði mín undan augnatiliti þeirra, enda var ég eins og logandi kvika. „Ég er komin hingað til þess aff leita mér hjálpar um tíma. Maðurinn minn er á VífilSltöð um, en við eigum fjögur börn. Elzta telpan hjálpar til í húsi og fær þar að borða, en að öðru leyti erum viff bjargarlaus. Ég sé ekki fram á að ég geti tekiff un fór fram. Þeir komu ejnn dag, skoðuffu allt. Vildu ráff- stafa börnunum út og suður. Sögðust nú taka af mér styrk- inn. Eg hafffi unnið við þvotta og skúringar. Þegar þeir fóru að ráðstafa börnunum, sagði ég: „Eg á ekkert til nema þessi föðurlausu börn, og ég vil fá aff ráðstafa þeim sjálf.” — Þá var ég meff frostbólgu í hönd- um. En nu voru þær næstum eins og hlaup á að iíta, því að ég- hafði fariff frá stórþvotti í næsta húsi. Þannig lauk ekkjan máli sínu. Að lokum sagði hún: — „ÞETTA MÁ ALDREI KOMA FYRIR AFTUR.” IV. Og enn ein mynd. Ljósmóðir, sem ég ræddi við fyrir helg- ina, sagði: „Eg var sótt til konu í barns nauð. Þaff var um nótt og hjónin áttu heima í saggakjall- ara. Konan lá í rúminu, maður inn var á fótum og gekk um gólf. í rúminu fyrir ofan kon- una Iágu þrjú börn, ung, en eitt lá á gólfinu með ein- hverjar druslur utan um sig. Eg tók börnin úr rúminu og faöirinn fór með þau í eldhús- kompuna, svo fór ég að sinna konunni. Hún eignaöist fallegt bam og hraust. Þegar ég hafði laugaff barniff, ætlaffi ég að fá föt þess. Þau voru ekki til. Eg tók svuntuna af mér og sveip- aði henni um það, svo fór ég úr gólftreyjunni og vafði henni utan um það'. Konan sagði: „Eg er svo svöng. Mig sker fyrir brjóst.” „Eg skal elda handa þér hafragraut,“ sagði ég. „Ilvar er það?“ „Eg held aff það sé ekkert til,” sagffi konan. „Það er ekkert til, endurtók maðurinn og horfði á gólfið. Eg fór að leita. Það var ekk- ert til, ekki nokkur skapaður hlutur. Maðurinn hafði fengið eina viku á mánuði í atvinnu- bótavinnu. Eg fór lieim og ég og sambýliskona mín tókum xir skápunum okkar og ég fór með það heim til konunnar. — Eg talaði svo viff fátækrafulltrú- ana. Maðurinn hafði neitað að leita hjálpar. Úrslitin urðu þau, að hann fékk tvær, vikur, eina viku að auki. Það var siður þegar fjölgun átti sér stað lijá verkamannafjölskyldum. ' Eg kom í skúr. Þar voru fimm börn. Tjaldað var af citt hornið. Þar voru þrír drengir veikir, tveir reyndust með lungnabólgu. Konan eignaðist barn sitt, en ekkert var til. Eg var sótt í annan stað. Þar var ekki ljós, ekki vatn, ekki olía til. Maffurinn kveikti á hverri eldspítunni á fætur ann arri meffan ég tók á móti barn- inu. Eg get sagt margar fleiri sögur. Þessi örbyrgð stafaði ckki nema einstaka sinnum af óreglu, hehlur af atvinnuleysi, af réttindaleysi, og örbyrgð. ÞETTA MÁ ALDREI FRAM- AR VERÐA.” V. Upp úr þessum jarðvegi spruttu verkalýðssamtökin. Upp úr honum reis fáninn, er vígður var á Árbæjartúninu 1922, en blafeti í fyrsta sinn á götum Reyfejavíkur 1. maí Framhald á 12. síftu I WViiiWiiÍiiiWiiiiiiiiiiiiiiiÍiiiViiiiMiWVWiWiiÍiiÍiiiÍiiiiiÍiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiWVÍiWWWWW tWWWWWWWWWiWWiWWVWWVWVWWiWWV WV t ALÞÝÐUBLA9IÐ - 4. maí 1962 J í ' ~1' ^ ' '( T35

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.