Alþýðublaðið - 04.05.1962, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 04.05.1962, Qupperneq 13
Aðalfundur Styrktarfél. vangefinna AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna áriS 1962 var hald- inn í Breiðfirðingabúð föstud. 30. mars. Lögð var fram skýrsla stjórn- arinnar um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Síðan síðasti aðalfundur var haldinn hafa félaginu bætzt 19 nýir félagar, þar af 3 ævifélagar. í félaginu eru nú 568 félagar, þar af 112 ævifélagar. í fyrra árs skýrslu voru félagar taldir 440, en voru þá 549, þar af 109 ævi- félagar. Félagið rekur skrifstofu að Skólavörðustíg 18 í Reykjavík, Skrifstofustjóri hefur verið séra Ingólfur Þorvaldsson og hefur hann séð um skrifstofuhaldið sem fyrr og haft sér til aðstoðar stúiku öðru hvoru. Störf skrif- stofunnar liafa að langmestu leyti verið í þágu fjáröflunar starfseminnar, happdrættis, merkjasölu o. fl. Heð bygging- arframkvæmdum og Jeikskóla- lialdi hafa fjársýslustörfin að sjálfsögðu færzt mjög í aukana. Skrifstofan veitir upplýsingar varðandi vangefna og leitast við að leysa ýmis vandamál þeirra cftir föngum. Fjáröflun félagsins var með sama hætti og árið á undan. Efnt var til hapþdrættis um 3 Volks- wagen-bifreiðar og var árangur mjög sæmilegur. Þá var stofnað til merkjasölu með sama hætti og undanfarin ár með dágóðum árangri eins og jafnan fyrr. Auk* þessa hefur félagið haft minn- ingarspjöld á boðstólum, en hagn aður af þeim hefur verið fremur lítill. Félagið varð fyrir óhappi í sambandi við söngskemmtun ítalska drengsins Róbertinos, og beið nokkurn halla í því sam- bandi, svo sem reikningar fé- lagsins bera með sér. Merkasti áfanginn, sem náðst hefur í málefnum vangefinni síð- an síðasti aðalfundur félagsins var haldinn er án efa hækkun sú á gosdrykkja- og ölgjaldinu, sem nú er orðin að lögum. Svo sem kunnugt er var gjald þetta þre- faldað og tími sá, sem gjaldið vcrður innheimt tvöfaldaður. Félagið hefur á síðastliðnu ári tekið þátt í stofnun öryrkja- bandalags íslands og er nú með- limur í því sambandi. Frá því á síðasta aðalfundi liafa konur í félaginu haldið 9 fundi, þar af 2 gestafundi. Fund- ina hafa sótt að meðaltali 50 manns. Á dagskrá fundanna hef- ur jafnan verið eitthvað til fróð- leiks og skemmtunar. Á þessu tímabili hafa konurnar haft baz- ar tvisvar og kaffisölu jafnframt og einu sinni kaffisölu eingöngu. Tekjur af þessari fjáröflun, sem mun vera nálægt 140 þús. hafa allar runnið í sérsjóð kvenna. Úr honum hafa verið veittar nærri 200 þús. krónur' á árinu eitthvað til allra heimila vangef inna i landinu. Reikningar sjóðs ins fylgja reikningum félagsins og eru endurskoðaðir með þeim. í sjóðstjórn eru nú: Kristrún Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir og Stefanía Vilhjálmsdóttir. Nú um mánaðamótin lætur sr. Ingólfur Þorvaldsson af störfum hjá félaginu, samkvæmt eigin ósk. Séra Ingólfur hefur starfað hjá félaginu síðan á öndverðu ári 1959. Stjómin ' þakkar séra Ingólfi fyrir mikið og vel unnið starf í þágu félagsins og árnar honum allra heilla. Ársreikningur félagsins voru lagðir fram og skýrðir af skrif- stofustjóra félagsins, sr. Ingólfi Þorvaldssyni, er mælti að lok- um árnaðarorð til félagsins. — ! Reikningar félagsins voru samþ. samhljóða og athugasemdalaust. Endurkjörin var í stjóm félags ins frú Kristrún Guðmundsd., en í stað frú Fanneyjar Guðmunds dóttur, sem baðst undan endur- kosningu, var kosin frú Svein- björg Klemensdóttir. Auk formanns, sem eins og áð ur er getið færði sr. Ingólfi Þorvaldssyni þakkir stjórnarinn- ar, fluttu Aðalsteinn Eiríksson námstjóri frú Kristrún Guð- mundsdóttir gjaldkeri félagsins o.fr. Ingólfi Þorvaldssyni þakkir ir fyrir ágætlega unnin störf í þágu fél. og honum og konu hans árnaðaróskir. HVAÐ MEINAR BISKUP? BISKUP hefur gefið út bækling um Votta Jehova og núna 30. marz hefur hann birt grein í flestum blöðum bæjarins, sem hann kallar „Svar til Votta Je- hova”. Þegar þessi tvenn skrif biskups eru borin saman koma í ljós mótsagnir, sem fróðlegt er að athuga. í biskups bæklingi stendur á blaðsíðu fimm: „Vottar Jehova segja, að Jehova (svo nefna þeir guð sinn) hafi hafnað kirkjunni árið 1877" o. s. frv. Hér segir biskup að Jehova sé guð Votta Jehova en ekki sinn guð þvi annars hefði hann ekki kallað Jehova þeirra guð. í blaðagrein biskups (30. marz) segir biskup í grein þrjú, þav sem hann skýrir Jehova nafnið. Guðinn, sem þeir (Vottar Jeho- va) boða, á nafnið að nokkru leyti sameiginlegt með Bibli- unni og kristinni guðstrú, en litið annað. v Með öðrum orðum er nafnið Jehova biblíulegt. En hvað með kristna guðstrú? Jú, samkvæmt skrifum biskups á kristin guðs- trú nafnið að nokkru leyti sam- eiginlegt með Vottum Jehova (Biblían getur ekki átt nafnið að nokkru leyti). En hvað með bisk- UP? Jú, í bæklingnum segir bisk- up að það sé þeirra guð en ekki sinn. Skrítið! Biskup lifir þó af- ttú biblíunnar eða hvað? Og samt liafnar har.n guði hennar. Skrífið! Lifir hann á öðru'’ Ltf ir hann ef til vill á áhugaleysi fólksins á trúmálum? Margt fleira álíka furðulegt kemur í'ljós við samanburð þess- ara tveggja skrifa biskups, eins og t. d. í kaflanum: Ekki kristin- dómur (í bæklingnum á blaðsíðu þrettán). Þar telur biskup upp sjö atriði, sem sýna, að Vottar Jehova eru ekki kristnir. Þriðja atriðið er: „Þá segja þeir og að Jesús hafi ekki orðið Messias fyrr en við skírnina og hann liufi ekki risið líkamlega upp frá dauðum. Þetta er eitt af þeim sjö atr- iðum, scm sýna að Vottar Jeho- va eru ekki kristnir. í blaðagrein biskups kveður samt við annan tón. í lið númer sjö, segir biskup loks hverju kristnir menn trúa og segir hann orðrétt: „Skírnin markar þátta- mót í jarðneskri sögu Jesús, Þar af kemur hann fram sem guðs smurði!” / Almenningi til fróðleiks þyðir hebrezka orðið Messías hinn smurði og gríska orðið Kristur þýðir líka hinn smurði. Skrítið! Kristnir menn trúa að Jesús hafi fyrst orðið Messias við skírnina, en Vottar Jehova eru ekki kristnir vegna þess að þeir halda því fram. , Hvað jólasveina hátíðinni við- kemur, sem kölluð er jól, álit ég að jafnvel biskup landsins sjái lítið kristilegt við hana eins og hún er haldin í dag. Öðrum til fróðleiks má geta þess, að dýrkendur ljósguðsins Mitra, héldu fæðingardag Mitra hátíðlegan 25. desember. Mitra- trúin náði hápunkti sínum 275 — 300 e. kr. í þeim hluta heimsins, sem síðar var kallaður hinn lcristni heimur, þegar Aurelian í Róm gerði Mitratrú að ríkistrú (dýrkun hinnar ódauðlegu sólar — Sol invictus). Minjar Mitra- trúar hafa fundizt mjög viða og jafnvel í Þýzkalandi, sem sýnir, EINS og kunnugt er, æfa Þjóð- verjar unga menn í her- skyldu á sérstökum skólaskip- um, sem m. a. hafa komið í heimsókn hingað til lands. Hafa skólaskip þeirra siglt yfir 200 þúsund sjómílur í þessu mark- miði síðan 1958—1959. Hitt hefur ef til vill ekki verið í heimsfréttunum að undan- förnu, að um borð í hverju skóla skipi er að finna „fjórfætta sjó- Qða“ — einkum hunda og ketti. Myndin er af einum slíkum, sem gegnir sinni „herskyldu" á freigátunni „Hipper". Ekki kunnum við þó að greina frá því, hvern titil þessi ber, en frétzt hefur af skips- hundi á „Gorch Fock“, sem ber nafnið Whisky og hefur nýlega verið útnefndur undirliðþjálfi. að útbreiðsla hennar náði ut fyr- ir Rómaveldi. Jól voru fyrst haldin af kristn- um mönnum um 350 e. kr. og þurfti þá aðeins að breyta nafn- inu Mitra í Krist, svo út kærni kristileg hátíð. Kristilegt, ekki satt? Jafnvel þótt vitað sé með vissu að Jesús fæddist ekki í desember. Merkilegt! G. H. G. ALþÝÐUBLAÐlÐ - 4. maí 1962 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.