Alþýðublaðið - 04.05.1962, Síða 16

Alþýðublaðið - 04.05.1962, Síða 16
9 HALLDOR Kiljan LAXNESS kom til Eeykjavíkur í gær- morgun með Gullfossi. Alþýðu- blaðið hringdi að Gijúfrasteini gær og spurði Laxness frétta af hinu nýja leikriti, um næstu verkefni og óskaði honum allra heilla á sjöunda ævitugnum. — Hvernig tóku Hafnarstúd- entar nýja leikritinu? (Laxness las hið n ý j a leikrit sitt, PRJÓNASTOFAN SÓLIN, á fundi með íslenzkum stúdent- um á sextugsafmæli sínu á 2. í páskum). — Ég las í hálfan þriðja tíma, — og fékk mjög gott hljóð. — Hefur eitthvað verið á- kveðið um útgáfu leikritsins eða sýningar á því? — Nei, ég hef ekkert skipt mér af því. Aðeins haft ánægj- una af því að skrifa leikritið. — Voruð þér byr jaðir á þessu leikriti, áður en þér fóruð utan? — Nei, ekki staf, en ég hafði það í höfðinu. — Hvernig ieikrit er . . .? — Það er bezt að láta aðra dæma um verkið, hvernig það er. Ég skrifaði það. verjalandi skömmu áður en ég fór til Hafnar. — Og hélduð þar upp á af- mælið? — Nei, ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt og gerði það ekki heldur núna. — Hvar voruð þér í vetur? — Við höfðum íbúð í Vín, en vorum á ýmsum stöðum. Ég var til dæmis í París í desember, seinna í Prag, á Ítalíu og i Ung- — Verðið þér lengi heima? — Ég hef aldrei nein plön. — Hafið þér eitthvað nýtt í höfðinu, sem segja mætti frá? — Ég er ekki vanur að segja fá því, sem ég ætla að gera fyrr en ég er búinn að því og jafnvel þá læt ég aðra um að tala um verk mín. — Við fáum þá kannski að sjá það seinna? — Velkomnir heim. II ARNI PETURSSON, kennari, hef- ur verið skipaður skólastjóri búnaðarskólans að Hólum í Hjalta- dal frá 1. júní n. k. Árni hefur ver- ið kennari við Hólaskóla s.l. 10 ár og kennt búfjárrækt, náttúrufræði og efnafræði. Alþýðublaðið átti símtal við hinn nýskipaða skóla- stjóra í gær. Hann sagði, að búnaðarskólinn að Hólum yrði starfræktur með sama sniði í sinni stjórnartíð eins og verið hefði síðustu árin. Skól- inn hefst 15. október að hausti, ef nægur nemendafjöldi hefur sótt um skólavist, en nemendur þurfa að vera orðnir 16—17 ára. 18 nem- endur hófu skólagöngu að Hólum á síðastliðnu hausti, en af þeim hafa 7 heltst úr lestinni. Einn hætti námi sökum veikinda, en hinir 6 gengu burt í vetur vegna ósam- komulags við skólayfirvöld og þá einkum skólastjórann Gunnar Bjamason. Árni Pétursson sagði í gær, að þessum piltum hefði verið gefinn kostur á að koma aftur í skólann, og hefðu sumir þeirra haft hug á því, en hætt svo við það á síðustu stundu og ákveðið að leggja í ann- að nám. Árni Pétursson er næst elztur í starfi kennara, sem nú starfa við' Háskóla. Sá þeirra, sem lengst hef- ur kennt, lætur af störfum fyrir aldurs sakir eftir næsta ár. Árni stundaði nám við Búnaðarskóla í Kaupmannahöfn og lauk þaðan kandidatsprófi. GAINAGERÐIN: Sjálfstæðisflolikurinn boðar það | t Morgunblaðinu i gær, að borgar- j mwwwwwwwwiwwtw Saga mtslí til næsta bæjar LISSABON - Telpuhnokki í Sebadelhe í Portúgal meidd-; ist illa í síðastliðinni viku, þegar sprengikúla sprakk á heimili hennar. Rannsókn leiddi í ljós, að kúian var frá tímum frönsku innrásarinnar á valdaskeiði Napóleons! Vö«v, vvvw v . - VW virVVVv' stjórn Reykjavikur ætli að full- gera gatnakerfi borgarinnar á næstu 10 árum og malbika allar þær götur, sem eftir er að mal- bika nema í þeim hverfum, sem gerð verða byggingarhæf síðustu þrjú ár áætlunarinnar, þ. e. 1970 — 1972. — Þetta hljómar vel og vissulega hefði borgarstjórn mátt gera slíka áætlun, fyrr. En vinnu- brögð meirihluta borgarstjórnar undanfarin ár í gatnagerðinni spá ekki góðu. Lítum í síðustu ársskýrslu bæj- arverkfræðings, sem er fyrir árið 1960. í lienni segir, að samanlögð lengd gatna 1960 hafði verið 164.4 km. Á 52.0 km. hafi þá verið mal- bikslitlag og hafði sú lengd auk- izt um 0.9 km. i árinu. En mal- bornar götur voru þá alls 112.4 km að lengd. Var þetta þó bezti árang- ur, sem náðst hafði í malbikun hjá meirihluta borgarstjórnar. Árið áður voru aðeins malbikaðir 0.8 km. og árið þar áður 0.7 km. Með þessum vinnuhraða tekur það því nokkuð á annað hundrað ár að malbika þær götur borgar- innar, sem enn er eftir að malbika. Það er eðlilegt, að menn séu van- trúaðir á áætlanir íhaldsins þegar reynslan er ekki buröugri en þetta. Njarðvfkur- Iistinn LÍSTI Alþýðuflokksins við hrepps- nefndarkosningarnar í Njarðvík- um hefur verið ákveðinn þannig: 1. Ólafur Sigurjónsson, hrepps- stjóri. 2. Helgi Helgason, verkamaður. 3. Ólafur Thordarsen, fríhafnar- stjóri. 4. Sigurður Ásmundsson, bifreið- arstjóri. 5. Sólbjörg Vigfúsdóttir, húsfrú. j 6. Gunnar Kristjánsson, varð- stjóri. 7. Hilmar Þórarinsson, rafvirki. 8. Kristján Pétursson, ráðningar- stjóri. 9. Guðbergur Sveinsson, verka- maður. 10. Eiríkur Þorsteinsson, vélstjóri, Frambjóðendur Alþýðuflokksins til sýslunefndar eru, Guðmundur Finnbogason og Gunnar Steind'órs- son. Njarðvíkurhreppur mun nú vera næst fjölmennasti hreppur lands- ins með um 1400 íbúa. WWWWWWWWWWWWWWWWWWM WWWWWWHMtMtHWWMMtHMWWHWWW A-LISTA SKEMMTUN / LIDÓ ★ KVOLDSKEMMTUN A-listans verður í Lido I kvöld kl. 9. Þar verða fyrsta flokks skemmtiatriði, flutt þrjú stutt ávörp og dans að til kl. 1. Óperusöngvararnir Guðmundur Jónsson og Kristinn Ilallsson syngja glunta og Ævar Kvaran leikari skemmtir. Ávörp flytja: Soffía Ingvarsdóttir, Björgvin Guð- mundsson og Eggert G. Þorsteinsson. Pétur Pétursson setur skemmtunina. Þeir, sem enn liafa ekki sótt boðsmiða á flokksskrifstofuna, eru beðnir að gera það sem fyrst í dag. — Borðpantanir í Lido. :! m m ap* E®* i tT < * 1 Í5 i Í h I 43. órg- — Föstudagur 4. maí 1962 — 100. tbl. \I\D NÓI AWfil A

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.