Alþýðublaðið - 11.05.1962, Page 4

Alþýðublaðið - 11.05.1962, Page 4
»HW mWMVWtWWW mWWUWMWWAWWWWWVW mer í hug Þegar ég sá gömlu konuna, sem eitt sinn hafði hrafnsvart hár og roffa í vöngum, að ell- in er ekkert lan>b a3 leika sér við. Nú var þessi kona, sem citt sinn hafði mikla búsýslu, orðin veikt skar með gamlar hendur í skauti. Hárið er orð- ið hvítt og þunnt, og vangarn- ir kinnfiskasognir. Hvernig getur ellin farið svona illa með fórnarlömb sín? Fer hún líka svona illa með þig, scm gengur ungur og hraustur úti í sólskininu í dag? Þér ! finnst það ótrúlegt! En ein- hvern tíma voru þeir ungir, sem hökta um í dag á göml- um, fúnum fótum. Hvað er þessi elli? Ég lsct Jeanne Oterdahl um að svara því. Sænski rithöfundurinn Jeanne Oterdahl er sjálf rúin- lega áttræð. Nýlega kom út ný bók eftir hana, bókin nefn- ist á sænsku FRÁN EN 'UT- SIKTSPUNKT (Af SJÓNAR- HÓLI). í þessari bók ræðir Jeanne Oterdahl um ellina. Eg leyfi mér að yfirfæra á íslenzku einn kafla úr þess- ari bók. í fyrstu köflunum ræðir frk. Oterdahl um komu ell- innar. Hún segir frá því, hvernig sjón, heyrn og mál- ið með sljóvgast, og hvernig hrukkurnar koma ein af ann- arri, tennurnar bila, og tii- finningin dvínar. En þrátt fyrir þetta allt, þarf mann- eskjan ekki að vérða ljót. Hún tekur til dæmis orð þekkts málara um H. C. Andersen: „Óvanalega fallegt andlit,“ sagði málarinn um andlit Andcrsens, sem alla tíð var talinn mjög ófríður. Og svo íalar Oterdahl um „rósirnar í desember." „Mér hefur verið sagt, að franskt skáld hafi, áttrætt, sagt þetta: „Minnið er okk- ur gefið til þess, að við get- um alitaf átt rósir í desem- ber.” Á gráum degi, þegar himininn er lágskýjaður og rökkvað um miðjan dag skjóta þessi orð upp kollin- um í vitund minni. Götur og vegir eru þakin brúngráu aur lcrapi, nýr, mjúkur snjór fell- ur jafnt og þétt. Utan við gluggann minn slást ræíils- Iegir spörvar um fáein korn. Það er desember eins og hanu er upp á sitt versta, Ijótur og vonarsnauður. Nú er líka desember í mínu lífi, og minn desember er líka vonar- snauður. grár og ljótur. Mér finnst framtíðin líka grá og ljót. Eg er einmana. Allir, sem mér þótti vænt um, eru horfnir. Eg bý við þröngan kost. Eg finn til hér og þar. Sá á bágt, sem er einmana, gamall og hrumur. Eg á bágt. Eg nýt þess að hugsa um það. En þessi áleitnu orð vilja ekki láta mig í friði. Rósir í desember! Eg sétla að setjast r.iður og datt Steinunn Ölafsdóttir - Nokkur minningarord - hugsa um þetta. Eg ætla að rifja upp. Einkennilegt, — hvernig mynd getur skotið upp kollinum úr hirzlunni, þar sem hið liðna er geymt. Eg sé litla telpu, hún gef- ur verið þriggja eða fjögurra ára, sem kollsteypist niður af steintröppum. Óp hennar heyrist í gegninn lokaðar dyrnar. Maður hrindir dyr- unum upp, hleypur niður og tekur barnið upp. Það hefur ekki meitt sig, það er bara hrætt. Hann heldur á telp- unni inn fyrir, hún situr á hnjám hans, ekkinn hljóðn- ar, liún finnur óendanlegt ör- yggi gagntaka sig, hún er barnið í föðurfaðmi. Á föð- urtrúin á fullorðinsáruuum rætur sínar að rekja til þessa? Nú genghr hún við vinar- hönd á grænwh, mjóum stíg, fram hjá eskitrjánum þrem á bakkanum fyrir neðan litia kofann, þar sem sumarhús bernsku hennar stóð. Engið er þakið blómum. — Hvað heitir þetta, mamma, og hvað heitir þetta? Fyrir neð- an glitrar á bláan fjörðinn, himininn er skýr með Ijósum skýjum. Það er sumar um- hverfis mömmu og mig. Merkilegt — það er þó svo langt síðan, cn þetta suniar lifir. Eg finn ilm þess, ég er komin aftur til bess. Hver myndin fylgir á cftir annarri, myndir frá bernsku árunum, myndir frá æskuár- um. Það eru sjáifsagt ein- hverjar, sem ekki myndu gleðja, en ég læt þær aftur niffur í skrínið. Hvers vegna skyldi ég ekki unna mér þess, að kalla aðeins "hið góða frarn, ég sesn fékk að lifa svo góða byrjun. Eg man eftir því kvcldi, þegar ég varð þess fyrst vör, að ástin hafði snortið, hjaría mitt. Eg hafði ekki vitað', að það væri svo ljúft að elska. Það varð ekkert úr bví, en samt. Eg vildi ekki hafa far- ið á mis við það, sem aðeins varð ininning. Það verður haust í lífi mínu. Veturinn kemur. Minn ingarnar verða sjálfsagt færri, en frá þeim árum kem ur líka eitthvað, sem gleður. Vingjarnlegt andlit, vingjarn I > leg orð. ... Eg veit ekki, hvað ég hef setið hér lengi, meðan blaut- ur snjórinn féll jafnt og þétt og rökkrið þéttist. Eg veit bara, að það er rétt, það, sem franska skáldið sagði. Sá, sem viil muna, getur fengið rósir til að springa út í desembcr.” —o— Það er gott, þegar ellin er svona mild. En sumum er ekki leyft að muna. Sumir verða aftur lítil börn, sem kalla á mömmu. Og, þegar þessi „börn” eru með hvítt hár og Iúnar, gamlar liend- ur, þá — hvað er ellin þá?” H. í DAG verður jarðsungin í Hafnarfirði frú Steinunn Ólafs- dóttir, kona Sigurðar Ólafssonar kennara. Frú Guðrún Steinunn Ólafsdóttir, eins og hún hét fullu nafni, var fædd í Ytri-Njarðvík 15. apríl 1885, dóttir Ólafs Jafetsr sonar útvegsbónda þar og konu hans Elínar Þorsteinsdóttir. Hún ólst upp með stórum systkina- hópi, og lifa ein sjö þeirra, fimm systur og 2 bræður. Einn þeirra systkina var Jafet Ólafsson skip- stjóri, sem fórst í mannskaða- veðri 1906. 31. marz 1906 giftist Steinunn eftirlifandi manni sínum, Sigurði Ólafssyni kennara og settust þau hiónin að í Hafnarfirði, og þar hafa þau búið alla stund sío- an eða 56 ár, og þar stundaði Sigurður, maður hennar, kennslu lengst af. Þetta er í örstuttu máli sú hliðin á lífi Steinunnar Ólafsdótt- ur, sem að almenningi snýr, fá- brotin og einföld, eins og líf svo fjölmargra, og flesta, íslenzkra húsmæðra er. Störfin, sem unn- in eru fyrir heimilið og fyrir börnin láta ekki mikið yfir sér og eru unnin í kyrrþey, en eru þó svo óendanlega mikils virði, ekki einasta fyrir þá, sem þessara starfa njóta heldur einnig fyrir þjóðfélagið í heild. — Steinunn 1 og Sigurður maður hennar eign- uðust 8 börn. Eitt dó ungt, en 7 komust til fullorðinsára. * Uppeldi barna sinna, og gæzlu heimilisins, rækti hún svo af bar, að allra kunnugra dómi, og alla I tíð hefur hún látið sér annt um 1 hag og afkomu barnanna, einnig eftir að þau höfðu náð fullorð- ins aldri. Þó að þessi störf mættu sýnast ærin, fyrir eina konu, þi lét hún þó ekki þar við sitja. i áratugi var hún ötull og óþreyt- andi baráttumaður fyrir áhuga- málum hafnfirzkra verkakvenna og Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. í baráttunni fyrir hagsmunamál- um verkakvenna var hún í broddi fylkingar allt frá upphafi, var ein af stofnendum Verkakvennafé- lagsins Framtíðin 1925 og fylgd- ist vel með störfum þess, og lagði þar fram sinn ómælda skerf alla stund síðan meðan kraftar entust og raunar lengur. Hef ég orð þeirra, sem gerst mega um þetta vita fyrir því að enn búi félagið að starfi Steinunnar, og svo mun lengi verða Nokkrum árum eftir að Verka- ■ kvennafélagið Framtíðin var stofnað, var hún ein af þeim á- hugakonum, sem beittu sér fyrir stofnun Kvenfélags Alþýðuflokks ins í Hafnarfirði. Um starf henn- ar þar er mikið það sama að segja og starf hennar í verkakvenna- félaginu, hún starfaði þar af frá- bærum áhuga, með lífi og sál. Á hugi hennar fyrir því, að bæta • hag þeirra, sem erfitt áttu í lífs- baráttunni, og hjálpa þeim, var mikill, um það er mér kunnugt, því að ósjaldan ræddi hún við mig um þessi áhugamál sín. Steinunn Ólafsdóttir átti alltaf samleið með Alþýðuflokknum. Hún trúði því og treysti, og var þess raunar full viss, að starf hans myndi þoka þeim málefnum í rétta átt, sem hún hafði áhuga á. Hún kunni vel að meta það sem vel var gert, cn hún var líka alls-ófeimin að segja það sem henni bió í brjósti, þeg ar henni þótti eitthvað vangert eða öðru vísi en hún taldi réttast en eldlegum áhuga sínum fyrir vexti og viðgangi ílokksins hélt bún til liinstu stundar. Steinunn var prýðilega greind kona og gerði sér skýra grein fyr ir hlutunum. Hún var skapsíór nokkuð, en trölltrygg, þar sem liún tók því. Hún var hlédræg og lítið fyrir að koma fram opinber lega, en störfin vann hún af jafn miklum dugnaði og með jafn mikilli ánægju fyrir því, Steinunn var líka listhneigð kona, og hef ég heyrt til þess tekið hve handa vinna hennar, bæði fyrir heimili hennar og barna, hafi verið smekkvís og vönduð. Ég votta öldruðum eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum innilega samúð um leið og ég flyt hinni látnu sæmdarkonu hug lieilar þakkir samstarfsmanna hennar allra. Emil Jónsson Bíla- og búvélasalan er flutt úr Ingfólfsstræti 11 crð Eskihlíð B kJjálfstæðisflokkurinn óttast það nú mest af öllu í þeirri kosningabarátftu, er nú stendur yfir, að Rcykvíkingar telji íhaldið öruggt með meiri- hlutann. Það hefur nefnilega verið svo við margar undan- farnar kosningar, að Sjálfstæð- isflokknum hefur tekizt að koma því inn hjá fólki, að þaS væri hætta á glundroða og sundrung, ef Sjálfstæðisflokk- urinn missti meirihlutann og alltaf hefur Morgunblaðið getað talið kjósendum trú um, að Siálfstæðisflokkurinn væri al- veg að missa meirihlutann. En svo gerðist það í síðustu kosn- ingum, að Sjálfstæðisflokkur- inn fékk 10 bæjarfulltrúa af 15 og öllum er það ljóst nú, að enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn tapi fylgi er óhugsandi, að hann tapi 3 fulltrúum í einu. Þess vegna telja' Reykvíkingar það víst nú, að Sjálfstæðisflokkur- inn haldi meirihlutanum. En þessi staðreynd hefur komið Sjálfstæðisflokknum í mikinn vanda. Flokkurinn getur nú ekki beitt aðalkosningabragðinu þ. e. því, að sundrungaröflin undir forustu kommúnista séu að ná völdum í Reykjavík. Þess vegna líður Morgunblaðinu og íhaldinu sérstaklega illa um þessar mundir. M. Bíla og búvélasalan Símar 23136. MWWWWWWWMWWWMWW WMMMWMtMMMMw ' Lprgunblaðið birti f fyrradag ítarlega frásögn af fundi Siálfstæðisflokksins um borgarstjórnarkosningarnar, er haldinn var s. 1. mánudag. Frá- sögn blaðsins sýnir, að allir ræðumenn á fundinum hafa ráðizt haírammlega á Fram- sóknarmenn og kommúnista en hins vegar liefur enginn þeirra ráðizt gegn Alþýðuflókknum. Þetta cr eðlilegt. Alþýðuflokk- urinn hefur átt frumkvæðið að ýmsum mikilvægum hagsmuna- málum Reykvíkinga og flokkur- inn gengur nú til kosninga und- ir svo góðri stefnuskrá, að Sjálf stæðisflokkurinn treystir sér ekki til þess að ráðast gegn henni. ímisa furðaði á því, er það kom í ljós, að Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræðl skip'aði 9. sæti Sjálfstæðis- flokksins á lista flokksins f Reykjavík. Sjálfstæðisfiokkur- inn telur sjálfur 9. sætið vera baráttusætið og þess vegna hefðu menn búizt við, að ein- hver, sem meira hefði komið við sögu stjórnmálanna skipaði þetta sæti. Þórir Kr. Þórðarson er ágætis maður og vel lærður í guðfræði en ekki verður séð hvaða erindi guðfræðiprófessor- inn á inn í borgarstiórn Reykja- víkur. En í Morgunblaðinu í fyrradag kom skýringin. Blaðið sagði, að Þórir hefði varað við því á fundi Sjálfstæðisflokksins, að gengið væri of langt í áttina til veiferðarríkisins. Þórir Kr. Þórðarson virðist því eiga að berjast gegn velferðarríkinu í borgarstjórn Reykjavíkur. —. Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinilega eignazt nýjan bar- áttumann! 4 11. maí 1962 - ALÞÝðUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.