Alþýðublaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 2
HÍtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
iBjörgvin Guömundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
1J906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Ilverfisgötu
8—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Tíðindi að norðan
ÞAU TÍDINDI hafa gerzt á Akureyri og í Húsa-
vík, að 'verkalýðsfélög undir stjórn kommúnista
(hafa auglýst kauptaxta í stað þess að reyna til
iþrautar samningaleið, eins og venja hefur verið.
Er þá komin til framkvæmda sú stefnubreyting,
sem forseti Alþýðusambandsíns boðaði 1 útvarps-
-ræðu sinni 1. maí.
Nokkur atriði vekja sérstaka athygli í sambandi
við þetta mál:
1) Kauphækkanir þær, sem hinir auglýstu taxtar
gera ráð fyrir, eru hóflegar í samanburði við
kröfur, sem menn eiga að venjast frá kommún
istum. Er rétt að minnast þess, að samið hefur
verið áður um 4% hækkun eftir fáar vikur, og
ríkisstjórnin hefur látið í ljós þá skoðun, að
kaup hinna lægst launuðu þurfi að hækka. Var
þess vegna sérstök ástæða til að fara venju-
lega samningaleið nú.
32) Kommúnistar virðast velja stað og stund fyrir
þessa nýju sókn eingöngu frá pólitísku sjónar
miði. Þeir hef ja aðgerðina 12 dögum fyrir kosn
ingar og ráðast á staði, þar sem samvinnufélög
in eru ráðandi atvinnurekandi. Var sýnilega
ætlunin að knýja Framsóknarmenn til að fall-
ast á taxtana og nota málið síðan í kosningabar
i áttunni.
3) Til að ná þessum tilgangi hafa kommúnistar
. gripið til bardagaaðferðar — að auglýsa kaup-
taxta — sem getur reynzt verkalýðshreyfing-
unni stórhættuleg. Þegar mikil atvinna er í
landinu, virðist þetta óhætt. En atvinnurekend
ur gætu hæglega notað þessa sömu aðferð til
að knýja kaup niður, ef atvinna væri minni og
hætta á atvinnuleysi. Þar að auki er margvís-
legum réttindum, sem unnizt hafa með langri
baráttu í samningum, stefnt í hættu. Þess
vegna er hin nýja starfsaðferð kommúnista
glæfraspil, og atvinnuöryggi alþýðunnar er
teflt í óþarfa hættu.
*
< Alþýðublaðið telur, að eftir yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar um kauphækkanir fyrir hina lægst
launuðu hefði sannarlega átt að reyna til þraut-
ar samningaleiðina. Það er furðulegt ábyrgðar
fleysi að kanna ekki einu sinni, hvað hægt er að
komast eftir venjulegum leiðum, en tefla samn-
ingaréttinum, sem er hornsteinn allra réttinda
vinnandi fólks, í tvísýnu með því að auglýsa texta.
i Það er gamalkunn staðreynd, að kommúnistar á
líta kjarabráttu íslenzks verkalýðs aðeins sem lið
i „stéttabaráttuilni“ — en það nafn gefa þeir sinni
eigin valdabaráttu. Að þessu sinni skjóta þeir yfir
piarkið með því að reyna ekki samningaleið, þeg-
ár ástæða var til að vænta árangurs á þann hátt —
Jaeldur taka upp nýja aðferð, sem getur stórskað-
&ð sjálfa verkalýðshreyfinguna.
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
er ný kominn heim og síðastliðið
sunnudagskyöld flutti útvarpið sam
tal við hann, en spyrjandinn var
Jón Magnússon forstjóri fréttastof-
unnar. Það var gaman að þessu
samtali og margt kom fram í því
fróðlegt og skemmtilegt. Annars er
Halldór enginn mælskumaður
nema með pennan, enda gerir
hann víst ekki kröfur til þess að
þannig sé á hann litið. Mig grunar
að honum sé meinilla við spurn
ingar, nema þær, sem hann Jeggur
sjálfur fyrir sjálfan sig — og svar
ar svo í einrúmi.
ÁSTÆÐAN TIL ÞESS að ég geri
þetta samtal að umtalsefni, er sú
fullyrðing Halldórs: að dagar hinn-
ar þjóðfélagslegu skáldssögu séu
taldir. Hún hafi lifað góðu lífi um
og upp úr 1930, en nú séu höfundar
hættir að sinna henni, aðrir tímar
séu uppr'unnir með nýjum viðfangs
efnum, nýjum sjónarmiðum þeirra
sjálfra og alls almennings. Ég vil
taka það fram, að orð skáldsins
voru ekki nákvæmlega svona, en
þannig var meining þess, sem hann
sagði.
NÆR ALLAR skáldsögur Hall-
dórs Kiljans Laxness hafa verið
þjóðfélagslegar skáldsögur, sósíal
ar. Þó hefur nokkuð brugðið út af
og bækurnar eru misjafnar að
þessu leyti, en meginspenna þeirra
allra hefur verið fólgin í aldar-
anda og ásigkomulagi þeirra tíma,
sem þær hafa átt að spegla. Menn
greinir oft á um það hvar takmörk
in séu milli þjóðfélagslegrar skáld
sögu og hinnar sérhæfðu sálfráeði
legu skáldsögu. Stundum er líka
erfitt að finna mörkin. En þegar
meginuppistaðan í atburðum og at
höfnum persónanna grundvallast
á þjóðfélagslegu ásigkomulagi, þá
er um að ræða hreina sósíala skáld
sögu.
HALLDÓR SEGIST vera horfinn
frá skáldsagnagerð. Hann segir
það, en honum skjátlast. Hann upp
götvar það seinna, að hann verður
að halda áfram að skrifa skáldsög
ur. Mönnum finnst þetta ef til vill
einkennileg fullyrðing þar sem
skáldið hefur sjálft látið þessi orð
falla, en bíðum seinni tíma og
sjáum viðbrögð þessa ágæta skálds.
Halldór mun hverfa aftur til sagna
smíðanna af innri þörf ef honum
endist aldur til — og í því efni
mun það ekki skifta máli, hvort
liann vinnur fullan sigur með leik
ritasmíð sinni cða ekki. Mér kæmi
ekki á óvart þó að hann muni
vinna mikla sigra í leikritagerð,
en þrátt fyrir það mun hann aftur
hefja sagnagerð.
ÉG ÞYKIST SKILJA það til
fulls, að hann snýr nú baki við
skáldsögunni um hríð. Það er í
raun og veru eðlileg þróun hans:
afleiðing af bókmenntaafrekum
hans og sigrum í heimi listanna.
Það er alveg óþarfi fyrir hann að
lýsa um leið yfir að saga hinnar
þjóðfélagslegu skáldsögu sé öll.
Það skýrir alls ekki sérstöðu hans
um tíma — og meira að segja þykir
mér mjög miður að hann skuii
láta hafa þetta eftir sér.
SAGA HINNAR sósíölu skálds-
sögu er ekki öll. Það munu tímarn
ir sýna. Það er rétt, að höfundar
sem gátu ekki 'fyrir 15-30 árum
hugsað sér að skrifa annað en sósí
ala skáldsögu, hafa nú ýmsir gert
hlé á. Og hver er ástæðan? Sama
ástæðan og hefur alltaf verið fyrir
breytingum á viðfangsefnum höf-
unda, aldur þeirra sjálfra og breyt
ingar á þjóðfélaginu. Núna er ekki
hægt að skrifa Sölku Völku, heldur
ekki Bjart í Sumarhúsum. Sögurn
ar af þessum fulltrúum stríðandi
fólks tilheyra liðnum tima. En þar
með er ekki sagt, að annað stríð-
andi fólk sé ekki við dyr okkar í
dag.
HÖFUNDAR GETA VAXIÐ frá
samtíð sinni, vegna þess að rætur
þeirra standa í gömlum jarðvegi,
en fólkið sem lifir í dag er sjálf
samtíðin. Þess vegna eru straum-
arnir alltaf stríðir í þjóðfélaginu og
viðfangsefnin alltaf mögnuð. Þess
vegna lifir hin þjóðfélagslega
skáldsaga og mun lifa. Þess vegna
munu alltaf rísa upp höfundar sem
skrifa sósíalar sögur
ÞAÐ MUN EKKI líða mörg ár
þar til upp rísa rithöfundar og
skáld, sem skrifa sósíalar skáldsög
ur um þá tíma, sem við lifum á —
og það fólk, sem nú stritar ag
stríðir. Lífsbaráttan er eilíf. Hetju
lund og eða uppgjafarandi á sér
alltaf stað. Allt þetta mun reynast
saga eins og það hefur alltaf verið
undirstaðan í öllu því besta, sem
skrifað hefur verið. Þetta er hið
frjóa líf. Og það er hið eilífa sögu
efni.
Ilannes á horninu.
AÐVÖRUN
um stöövun atvinnurekstrar
vegna vanskila á söluskatti.
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lög
um nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyr
irtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt I. árs
fjórðungs 1962, svo og söluskatt og útflutningssjóðsgjald
eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum
vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og
kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera
full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoll.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. maí 1962. ■1j
SIGURJÓN SIGURÐSSON. \
Gaboon Teak Krossviður
16—19—22 og 25 m/m 2“ Furu
Nýkomið 4—5—10 og 12 m/m
Hjálmar Þorsteinsson €r CO. hf.
Klapparstíg 28 — Sími 11956
2f 17. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ