Alþýðublaðið - 17.05.1962, Blaðsíða 7
— Hvað á ég að hafa á næstu
kvennasíðu, spurði ég unga frú,
sem var nýbúin að 'baka skyrköku
og marengsköku og var hreykin
af.
— Spurðu hana frú Thorson,
konu ameríska sendikennarans,
hvað hún hafi getað bakað úr
skyri, sagði bakarameistarinn.
★
— Skömmu síðar tók ég upp
símtólið og hringdi til Thorsons.
Það er alltaf dálítið erfitt að biðja
fólk um viðtal og þá sérstaklega
fólk, sem ekki býst við neinu
slíku. Það var því með dálitlum
kvíða, sem ég snéri skífunni og
hóf máls við frú Thorson.
Þessi formáli að stuttu viðtali
er á allan hátt óþarfur nema til
þess eins að koma því strax að, að
frú Thorson tók mér sérstaklega
alúðlega. Það er dálítið athyglis
vert, að erlendar konur virðast
miklum mun frjálslegri
en margar okkar íslenzku
kynsystra þeirra. íslenzkar konur
þurfa alltaf að hafa svo mikinn
viðbúnað, og þegar þær eru beðn
ar um blaðaviðtal er sjaldnast að
viðtalið fáist næsta dag hvað þá
sama daginn. Það er svo ótal
margt, sem hin íslenzka kona
þarf að gera, — að henni sjálfri
finnst, áður en hún tekur á móti
blaðamanni með Ijósmyndara.
Hún þarf að þvo allt hátt og lágt,
baka kynstur af kökum og síðast
en ekki sízt fara í hárlagningu
og tensa sig alla til, svo aðThynd
in verði nú góð.
Frú Thorson þurfti af einhverj
um ástæðum ekki að gera neitt
af þessu. Hún sagði þegar í stað
„you are wellcome", — þér eruð
velkomnar, — og stundu síðar
hittumst við í dyrunum að Rauða
læk 22, þar sem Mr. Thorson,
sendikennari við Háskóla ís-
lands, hefur haft vetursetu með
konu sinni og fimm börnum.
Andartaki síðar var rjúkandi
kaffi komið á borðið í bjartri vist
legri stofu og bömin léku sér
óhindruð á gólfinu, meðan yið
töluðum saman.
— HVAÐ hafið þér getað bak
að úr skyri?
— Ég hef t.d. bakað Skyr Pie,
eða skyrköku, sem á að borða
heita eða volga í eftir-
rétt. Uppskriftina hef ég hér við
hendina, því að ég var einmitt
nýbúin að skrifa hana upp fyrir
konu.
SKYR PIE:
1/2 kg. skyr
1 bolli sykur
% líter rjómi
1 tsk. kartöflumjöl
3 egg
hýðið af einni sítrónu
i/2 bolli rúsínur.
Þeytið skyrið með rjómanum,
bætið sykrinum við, söxuðum sítr
ónuberkinum, oggjarauðunum, —
sem eru þeyttar sérstaklega, þá
er sett í kartöflumjölið og þeytt
ar eggjahvíturnar. Bætið rúsín
um í. Látið í form, sem klætt er
heilhveititvíbökumylsnu og bak-
izt í ofni við um 150 stiga hita á
Celsius í um 1 Vz klst. — Með
þessu má bera beyttan rjóma.
Heilhveiti-tvíbökumylsnan:
Vz bolli heilhveititvíböku-
mylsna
14 bolli púðursykur
6 tsk. brætt smjör
Þessu er þrýst að botni og hlið
um formsins
— Hafið þér búið til fleiri nýj-
ungar úr skyri?
— Já, ég hef stundum búið til
annan eftirrétt úr skyri. Ég læt
einhverja ávexti, banana, epli,
appelsínur, eða eitthvað því
um líkt í ávaxtahlaup, —
sem fæst í verzlununum í sams
konar nökkum og búðingsduft.
Ég iæt hlaupið kólna og stífna.
Síðan smyr ég skyri ofan á, nokk
uð þvkku lagi og loks set ég þeytt
an rjóma yfir. Þetta þykir okkur
ágætt.
— Hvernig finnst yður að
kaupa í matinn á íslandi?
— Auðvitað burfti ég að venj-
ast því og læra hitt og þetta
fyrst, þcgar ég fór í búðir hér,
en það gekk vel. Okkur finnst
fiskurinn afbragðsgóður og það
er gott fyrir barnafjölskyldur,
hvað mjólkin og brauðin og aðrar
nauðsynjar eru ódýrar.
— Finnst yður maturinn dýr
hér á íslandi?
— Nei, mér finnst. venjulegur
matur ekki dýr. Með venjulegum
mat á ég við, það sem við notum
í matinn hversdags svo sem mjólk
brauð, fiskur og kartöflur. En
það, sem eitthvað er sérstakt, er
nokkuð dýrt.
— Hefur yður tekizt að halda
amerískum matarvenjum hér á
Tslandi?
— Ja, hvað viðkemur matmáls
tímum hefur það ekki tekizt, því
að fyrst í stað höfðum við sama
háttinn á og heima að borða aðal
máltíðina klukkan 5-6, en smátt
og smátt seinkaði matnum hjá
mér og núna hef ég kvöldmatinn
Frú Thorson með tvær dætra sinna
um líkt leyti og ísleznkar húsmæð
ur, þ.e. 7-8. En ég hef getað búið
til svipaðan mat og heima í Minn
eapolis.
— Yður hefur ekki vantað neitt
i ma.tinn, sem þar er á boðstóln
um en hér ekki?
— Nei, ég hef ekki orðið vör
við það.
— Amerisk kona, sem er bú-
sett á íslandi, hefur nýlega skrif
að bók um land og þjóð. Margt,
sem hún segird bókinni, kann að
kom íslenzkum lesendum spánskt
fyrir sjónir, — þótt ýmislegt hafi
hún komið auga á, sem við höfum
kannski ekki veitt athygli, — en
glöggt er gestaugað. Hún segir
m.a. í bókinni, að ísland sé lr
karlmannanna, þar sem konur
taka lítinn þátt í opinberu lífi,
áhugamálum manna sinna, við-
ræðum þeirra á mannamótum og
láti yfirleitt lítið að sér kveða,
en sitji heima yfir börnum og búi
og 'sjóndeildarhringurinn nái
naumast út fyrir eldhúsið. Hvað
finnst yður?
— Ég er ekki á sömu skoðun.
Mér virðast íslenzkar konur íylgj
ast vel með því, sem er að gerast
'í opinberu lífi og á sviði lista og
mennta hafa íslendingar átt marg
ar gegnar konur.
— Ameríska frúin segir enn-
fremur, að þegar hún kom íil ís-
lands hafi henni ofboðið þreytu
svipurinn á andliti íslenzkra hús
mæðra og útgangurinn í klæða-
burði. Hún segist hafa einsett sér
það, að hætta ekki að lakka negl
urnar, þótt barnahópurinn stækk
aði, hætta ekki að ganga á háum
hælum og heilum sokkum með
velsnýrt hár. Nú segist hún líta
á sjálfa sig í speglinum eftir
rúmlega tíu ára dvöl á íslandi og
við henni blasir þreytulegt andlit
barnakonunnar, sem gengur með
ólakkaðar stuttar neglur á lághæl
uðum skóm og lykkjuföll á sokk
unum. — Hún segir enn, að þegar
hún komi i heimsókn til Ameríku
dáist hún alltaf að því, hvað am-
erískar konur séu vel klæddai.
Hvað 'innst yður um klæðaburð
islenzkra kvenna?
— (Frú Thorson hló við um
leið og hún sagði.) Ég hef fengið
algjörlega öndverða hugmynd um
íslenzku konurnar og þessi amer-
íska kona. Mér íinnst íslenzkar
konur áberandi vel klæddar og
raunar miklu uppábúnari hvers
dags en amerískar konur. Síðustu
árin hafa síðbuxur rutt sér ákaf
lega mikið til rúms í Ameríku
og fjölmargar amerískar
konur og flestar hinna
yngri ganga á síðbuxum
hversdags og þannig koma þær í
mjólkurbúðirnar. íslenzkar konur
koma á háhæluðum skóm, með
málaðar varir og hatta í mjólkur
búðir. Ég hef aldrei séð ameríska
konu með hatt í mjólkurbúð.
Þegar við höfum farið á manna
mót hef ég einmitt veitt
því sérstaka athygli, hvað íslenzk
ar konur eru vel klæddar, í fötum
úr vönduðu efnum, með nýtízku
legum sniðum og með fallegt hár.
Á hinn bóginn var ég dálítið
hissa, að sjá, hvað fáar gengu á
síðbuxum hverdags og þegar ég
fór í fyrstunni í kjól og kápu út
í mjólkurbúð, fannst mér ég dá-
lítið gamaldags.
— Finnst yður erfiðara að vera
með mörg börn hér en úti í Amer
íku?
— Nei, þau geta leikið ré’-
meira úti hér, þótt þar séu að vísu
garðar að baki húsanna og eins
gæzluvellir
— Er auðvelt að koma börnum
á gæzluvelli þar, og er það dýrt?
— Það er íiltölulega auðvelt,
en það er líklega dýrara en-hér
cr,
— Setja margar konur börn
sín á barnaheimili íil þess að
geta unnið úti?
— Það er ákaflega upp og ofan
Sumar vilja heldur vera heirqa
og fylgjast með börnunum meðan
þu vaxa upp, en fara þá heldur
að vinna úti einhvern hluta úr
deginum, þegar börnin eru kom
in í skóla. Þetta er því ekki aðai-
lega spurning um peninga held-
ur miklu fremur hvort konan vijl
heldur vinna úti eða vera híá
börnunum sínum.
— En hvernig gengur að ko*a
ast út á kvöldin, þegar börnin
eru íimm?
— Það gengur ágætlega. Nem
endur mannsins míns gættuþeirra
oft, þegar við vorum úti og
svo eru ailtaf einhverjar stórar
stúlkur í nágrenninu eða í vina
hópnum, sem gera það, ef mikið
liggur við. í Ameríku er einnig
unnt að fá barnagæzlukonur frá
'sérstökum stofnunum, en ég hef
lítið þurft á því að halda.
— Það eru margar konur, Eem
kvarta undan þvi, að þær séu
bundnar yfir börnunum?
— Já, þær eru alls staðar
hér og í Ameríku og um allan
heim. Þær kvarta undan bví að
vera yfir litlu börnunum sínurp,
— en samt sem áður eru þaér
ósköp ánægðar yfir að eiga lítil
börn.
— Finnst yður dýrara að búa
hér en í Ameríku?
— Ég veit ekki hvað ég á að
segja um það. Sumt er dýrara, —
sumt er ódýrara. Maturinn er p-
dýrari eins og ég sagði áðan, dn
fötin eru aftur á móti dýrari hér.
Við höfum þess vegna ekki keypt
mikið af "ötum hér.
— Ameríska konan, sem ég
gat um áðan, segir í bók sinni, að
Framh. á 12. síðu
EINKUM FYRIR KVENFÓLKia
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1962 17. tpaí J