Alþýðublaðið - 20.05.1962, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 20.05.1962, Qupperneq 8
R e u t e r . Þær eru ekki fáar fréttirnar í blöðunum, sem byrja á þessu orði — eða: fréttastofa Reuters tilkynnir. Nýlega sáum við grein í dönsku blaði - um manninn, sem stofnaði þetta ágæta fyrirtæki. Fer hún hér á eft- ir, litið eitt stytt. Julius Reuter byrjaði árið 1849 að senda kauphaliarfrétt ir með bréfdúfum frá Briiss- el til Aachen. Fréttirnar voru skrifaðar á næfurþunnan silkipappír, sem festur var undir . vængi dúfnanna. Dúf- umar voru sjö til átta klukku stundum á undan járnbraut- arlestum, sem vanalega fluttu póstinn með þessum upplýs- ingum. Tveim árum síðar flutti Reuter svo til London og stofnaði þar Reuter símskeyta félagið. Tólf ára drengur var eini starfsmaðurinn utan Reuters sjálfs. I dag starfa um tvö þúsund manns hjá fyrirtækinu, þar af fimm hundruð í London. Fyrirtækið er nú í eign brezkra dagblaða og dreifir fréttum til dagblaða um all- an heim. Julius Reuter dó árið 1899, þá var fyrirtæki hans orðið geysistórt, og honum hafði hlotnast ýmis heiður. Hraði, áreiðanleiki og hlut leysi voru kjörorð Reuters. Þegar Abraham Lincoln var myrtur í Washington árið 1865, þá var fréttastofa Reu- ters fyrst með fréttina í Ev- rópu, 14 dögum eftir að það skeði. Þetta var áður en sæ- síminn kom til sögunnar, nú er hægt að senda fréttir út um allan heim á örfáum mínútum. Mörgum árum síðar var fréttastofa Reuters fyrst með fréttir af því, þegar annar frægur var myrtur. Það var árið 1949, þegar Gandhi var myrtur. Fréttastofa Reuters var einnig fyrst til að senda fréttir af því, þegar sveitir bandamanna gengu á land í Normandí. Einhver allra þýðingar- mesta frétt, sem Reuter var fyrstur með, og óhætt er að segja að hafi haft áhrif á gang heimsmálanna, var þeg- ar Reuter tilkyryiti, að Himmler . og Bernadotte greifi hefðu sameiginlega rætt um uppgjöf Þýzkalands. Þýzka áróðursmálaráðuneyt- ið heyrði þessa Reutersfrétt í útvarpi og var tilkynning um hana þegar í stað send til Hitlers. Sumir vilja halda því fram, að þegar Hitler fékk þessar fréttir hafi hon- um skilizt að nú væri úti um allt og hefði hann þá fram- ið sjálfmorð, en að sjálf- sögðu veit enginn hversu mikið satt er í því. Fréttastofa Reuters hefur alla tíð verið þekkt fyrir á- reiðanleika, fréttir þaðan eru ætíð eins nákvæmar eins og unnt er. Það er haft eftir fyrrver- andi yfirmanni fréttastofunn ar, að þeir seldu fréttir, en ekki áróður og hlutleysi hef ur alltaf verið aðalsmerki Reuters. „Munurinn á frétt- um og áróðri er,“ sagði hann, „að þegar um fréttir er að ræða, þá borgar móttakand- inn, en sé um áróður að {ræða, þá borgar sá, :þm', sendir hann frá sér.“ Haltu þér saman New York (Upi). Fyrir skömmu skeði það í borginni Des Moins í Iowa fylki, að maður nokkur var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að gorta af því, að hann hefði mútað dómara. Það var dómarinn, sem hann sagðist hafa mút- að, sem dæmdi hann til fangelsisvistarinnar, og lét hann þau orð fylgja, er hann kvað upp dóminn, að þetta ætti að kenna honum að halda sér saman, og segja ekki nema það sem satt væri. New York. Það hefur nú verið endanlega ákveðið, að Ben- ny Goodman fari með hljóm- sveit sína til Rússlands. Alls mun ferðalagið taka sex vik- ur og mun hljómsveitin leika í öllum stærstu borgum í Sovétrikjunum. Ýmsir bandarískir tónlist- armenn eru ekki sem ánægð- astir yfir því, að hljómsveit Benny Goodman skuli hafa verið valin til þessarar far- ar. Segja þeir, að sú tegund tónlistár, er Benny Goodman leiki sé orðin gamaldags og nær hefði verið að senda ein hverja hljómsveit er léki ný tízkulegri jazz. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur leikur Ben- ny Goodman fær hjá almenn ingi í Rússlandi. Fram til þessa hefur Rússum jafnan verið bannað að hlusta á „vestræna tónlist”, en þessi ferð hljómsveitarinnar mun þáttur í listamannaskiptum Bandaríkjamanna og Rússa. TIL HAMING í dag er mæðradagurinn. Allir góðir synir og góðar dætur ættu að vera móður sinni til gleði alla daga ársins, en þrátt fyrir góðan ásetning, fer stundum svo, að þau ^ryggja hana einhvern tíma, sumir sjaldan en sumir in, sem gerði sér svo toj£ um framtíð barnsins, s í faðmi hennar í fyrstla ur stundum þurft að brostnum vonum, og tár JÆJA, nú er senn hver síffastur aS klófesta þessi tæki. Þið kanni tækin, sem eru verðlaunagripirnir í getraun AlþýSu blaðsins um úrsl eru frá Radíóstofu Þorsteins & Viíbergs viS Laugaveg. — Keppnisi FylliS einfaldlega út seSilinn hérna fyrir endanum og reyniS eftir be UNA, sem flokkarnir fá í borgarstjórnarkosningunum. ÞaS er allur gald ar á AlþýðublaSinu og merkið umslagið: Alþýðublað ið, Reykjavík, Ko: einasta íslendingi er heimil þátttaka og hver 'einn og einasti má sýnist. Þátttakandi þarf hreint ekki að hafa kosningarétt heldur. — í VERK! ÞAÐ KOSTAR ÞIG EKKI EYRI, EN ÞÚ GETUR ORÐID ÖTVARPS - P. S. Ef margir spá rétt fyrir um úrslitin, verður dregið um verð *W*MWWWWIWIWWWWWIIWWIWWWW*A>MWWWW 1—Miw»aa—■—wb 8 20. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.