Alþýðublaðið - 20.05.1962, Síða 13

Alþýðublaðið - 20.05.1962, Síða 13
ÆOECSfí) k, u L*J s K E oss n AÐALFUNDUR AÐALFUNDUR Félags löggiltra rafvirkjameistara í Reykjavík var baldinn í Þjóöleikhúskjallaranum 10. þ. m. Úr stjórn og varastjórn áttu að ganga: Vilberg Guðmundsson og Sig- uroddur Magnússon, en voru báð- ir endurkjörnir. Stjórn og varastjórn skipa nú: Árni Brynjólfsson, form., Vilberg Guðmundsson, ritari, Johann Rön- ning, gjaldkeri, Finnur B. Krist- jánsson, Ólafur Jenssen og Sigur- oddur Magnússon. KVENFÉLAG Alþýðuflokksins á ísafirði hélt fund í veitingasal' Alþýðuhússins nýlega. Á fundinum voru rædd ýmiss félagsmál, m.a. var kosin nefnd til að hafa með höndum, ásamt með nefndum frá hinum flokks félögunum í bænum, undirbúning vegna bæjarstjórnarkosninganna. Björgvin Sighvatsson, kennari, sem skipar 5. sætið á H-listanum, sem borinn er fram af Alþýðu- flokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, ræddi um bæjarmál og bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Gamla bíó: Uppreisnin um borð — bandarísk mynd um sannan at- burði. Hafnarbíó: Hættuleg sendiför — bandarísk mynd — aðalleik- ari og framleiðandi: Ricliard Wid mark. Mjög sæmilega gerð. UPPREISN um borð er alltaf v vinsælt efni fyrir æsingaþyrsta áhorfendur. Mynd sú er Gamla bíó sýnir nú er sögð byggð á sönnum atburðum, sem gerðust ekki alls fyrir löngu. Tveir sam vizku lausir bófar lögðu á ráðin um að myrða heila skipshöfn, fremja skemmdarverk á skipinu og sigla 4>ví svo til hafnar í þeim tilgangi að heimta eina milljón dala í björgunarlaun. Frá þessum atburðum segir myndin — eða svo er sagt. James Mason fer með hlutverk skipstjórans, sem _ tekst að yfir buga glæpamennina að síðustu, sæmilega unnið hlutverk. Dorothy Dandridge skýtur þarna upp í heldur ólíldegu hlut verki og er ekki til neinnar prýði né gildisaukningar. Broderick Crawford leikur höfuðpaur bófanna og sýnir góð an leik eins og við mátti búast. Öll er myndin sjáanlega gerð með það helzt fyrir augum að vekja spenning og ógn, en ristir heldur grunnt. — H.E. ALASTAIR MacLean er einn þeirra höfunda, sem er gæddur þeim eigindum að geta haldið les endum sagna sinna föngnum meðan bókin er lesin. Richard Widmark „prófessor“ hefur nú tekið eina sögu hans upp á sína arma og gert kvikmynd eftir henni. Ságan er um mann, sem fer frá Vín til Budapest í þeim til gangi að ná þýðingarmikilli per sónu út úr landinu, í slagtogi með honum er dóttir mannsins. Auðvitað tekst þeim verkið og þljóta sjálfsagt börn og buru að launum. Óhætt er að segja, að myndia er æðislega spennandi, hún er einnig mjög sæmilega gerð. Samt bregður þeim senum fyr- ir, að myndin verður blátt áfram I kjánaleg, einkum þegar „kaldi Ameríkaninn“ er að tala við aum- ingja ungversku kommúnistana I og sýnir þeim „stórkostlega and- | lega yfirburði sína.“ Sá hlátur, sem slíkar senur vekja getur ver- ið skolli ívíeggjaður. Widmark er góður leikari, en sýnir það varla í þessari mynd að marki. Sonja Ziemann er fal- leg, en um leikhæfni hennar verð ur ekki dæmt af þessari mynd. Ýmis aukahlutverk eru betur unn in. H.E. ALÞÝÐU8LAÐ1Ð - 1962 20. maí 13

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.