Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 2
JUtstjprar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoöarritstjóri: BJörjvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu I—10. — Áskriftargjald Kr. 55,00 á mánuði. í iausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. 1 ÚRSLITIN i. BÆJA- og sveitastjórnákosningunum er lokið ■og úrslit liggja fyrir. Virðast blöðin ekki á eitt sátt um túlkun úrslita, og leggur hvert þeirra á- Iherzlu á sína ihlið talnanna. Stafar mismunandi á herzla eftir því, hvaða fyrri kosningar miðað er við. ii Vérður útkoma flokkanna ekki hin sama eftir því, hvort miðað er við síðustu bæjarstjómakosningar | ■eða við aðra hvora Alþingiskosninguna, sem fram fóru 1959. Alþýðublaðinu hefur þótt eðlilegast að líta fyrst á samanburð við síðustu bæjarstjórnarkosningar, sern voru 1958. í kauptúnahreppum eru listar mjög blandaðir og erfitt að bera saman. í kaupstöðum er jþetta auðveldara, og þar verður atkvæðasaman- burður eins og hér fer á eftir. Er fylgt þeirri reglu ©ð skipta atkvæðum sameiginlegra lista jafnt á miili flokka, þótt það kunni að vera umdeilan- legt: ■{ 1958 1962 Sj^lfstæðisflokkur...... 28.131 27.390 -e- 741 Alþýðubandalag ........ 11.155 10.568 587 Framsóknarflokkur ...... -6938 9.788 + 2850 Alþýðuflokkur .......... 6.796 7.907 + 1111 Sterk tilhneiging er til að draga af bæjarstjórnar kosningum ályktanir um landsmál, sem eðlilegt er. .Sáinkvæmt því mundi ofangreint yfirlit sína, að ■annar stjómarandstöðuflokkurinn hefði tapað en hih unnið á, annar stjórnarflokkurinn tapað en ! hinn unnið á. Væri tekinn samanburður við kosn- ingarnar til þings vor eða haust 1959, mundi það 1 stjómarandstöðunni sízt hagstæðara. Það væri eng in raunsæi að telja að Framsóknarflokkurinn hefði ekki töluvert hagnazt á stjómarandstöðu •sinni í kosningunum, eins og til dæmis Akur- eyri sýnir. Hins vegar er ekki um að ræða stórfelld motmæli kjósenda gegn ríkisstjórn, eins og telja vehður, að bæjarstjómarkosningarnar 1958 hafi verið. Alþýðuflokkurinn hlaut í þessum kosningum sár í ^afnarfirði, Keflavík og á Akranesi, og mun lak arl kosningu í Reykjavík en 'vænzt var. Hins veg- anfékk flokkurinn góða útkomu í Kópavogi, Vest mánnaeyjum, Sandgerði, Neskaupstað og á Seyðis firði, og víðar. Heildarmyndin er Alþýðuflokks- mönnum vonbrigði, af því að þeir störfuðu vel og 'varu vongóðir, en miðað við þá staðreynd, að Al- þ^ðuflokknum hefur gengið verr að ná góðum ár arágri í sveitastjórna- en þingkosningum, er heild ar|njmdin langt frá því að vera slæm. ^Jþýðuflokksmenn una því, sem unnizt hefur, en týgja sig til nýrrar sóknar fyrir stefnu sína og flftkk. VITANLEGA URÐU úrslit kosn- inganna mér vonbrigði. Ég hafði haldið að við mundum hér í Reykja vík fá 600-1000 atkvæðum fleira. Ég miðaði að mestu við úrslit al- þingiskosninganna, en ekki borgar- stjórnarkosninganna 1958. Ég bar iika of mikið traust til dómgreindar Ég hef gert það áður í sambandi við kosningar. En sé þó ekki eftir því. Það verður undarleg barátta, sem ekki ber traust til hennar. SAMT SÉR MAÐUR það svart á hvítu, að þeir, sem ekki gera það, vinna á. Sá, sem er í stjórnarand- stöðu vinnur alltaf á, sá ábyrgðar- lausi safnar um sig fylgi — og tapar því svo þegar hann tekur á sig ábyrgðina. Þetta er ekki gott uppeldismeðal fyrir stjórnmála- menn og stjórnmálaflokka. Það er hins vegar uppeldisaðferð kjósend- anna — og þeir um það. ÞRÁTT FYRIR ÞETTA vil ég hvorki breyta um stefnu né bar- áttuaðferðir. Málefnin eru aðalat- riðin, ekki atkvæðatölur á kjör- degi. Baráttuaðferð Alþýðuflokks- ins og stefna hans hafa fært al- þýðustéttunum svo að segja öll bestu umbótamálin, kjarabæturnar. Alþýðuflokkurinn reisti alþyðuna á hnén og hefur síðan hún reis upp stutt hana og styrkt á þann hátt, Framhald á 14. síðu. PHSLÖ sjónvarpstæki með gefa allt að 50°Jo skarpari mynd ★ Einn eða tveir hátalar ★ Mismunandi viðartegundir ★ Mismunandi stærðir ★ Þér getið valið þá gerð sem bezt hentar í stofu yðar. ★ Verð frá kr. 15.100.— ★ Athugið sérstaklega að Philco verksmiðjurnar bjóða nú eigendum Philco-sjónvarpstækja lítið áhald sem tengt er inn í tækin, og er þá hægt með einu haridtaki að stilla tækin til móttöku á sjónvarpssending- um hvort sem er frá stöðvum með: AMERÍKUKERFI eða EVRÓPUKERFI Hagkvæmir greiðsluskilmálar Raftækjadeild Sími 24000 Hafnarstræti 1 2 Í9. maí 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.