Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 16
I MIKIL deila er nú koniin upp á ■ Sauðarkróki milli I-listans (Al- þýðuflokkurinn, Alþýðubandalag og Frjálslyndir) og D-listans (Sjálfstæðismenn) vegna tveggja atkvæða, sem yfirkjörstjórnin þár úrskurðaði ógild, en öruggar sann anir liggja fyrir að áttu að flokk- ast undir I-listann. Eins og kunnugt er munaðil/6 hluta úr atkvæði, að Sjálfstæðis- flokkurinn fékk meirihluta á Sauðárkróki, en sá meirihluti MMMMMMMHHMMMMMWW Húasvík 27. maí. M.B. VER frá Húsavík strandaði í Bakkakrók á Tjörnesi aðfaranótt laugar- dags. — Eigandi bátsins, Hjálmar Tlieodórsson, út- gerðarmaður. var einn á bátn um og var að koma úr róðri. Báturinn náðist á flot I gærkvöldi og er hann ekki mikið brotinn. Sjópróf hafa ekki farið fram, svo ekki er vitað mcð vissu hvernig strandið liefur borið að. — Jón. hefði tapazt, ef tvö fyrrnefnd at- kvæði- hefðu verið tekin gild. Þessi tvö atkvæði voru utankjör staðaatkvæði, og voru þau merkt A, og leikur enginn vafi á hvaða flokk þau tilheyrðu. Þessi rugl- ingur mun stafa af því, að þegar merkt var á atkvæðaseðlana, var ekki vitað um bókstafi listanna á staðnum, og talið víst að atkvæðin kæmu til skila, væru þau merkt með A — þeim bókstaf sem Al- þýðuflokkurinn hefur ávallt haft. Þó voru þessi atkvæði úrskurð- uð frá, ekki tekin til greina, með þeim afleiðingum, að Sjálfstæðig- menn fengu meirihluta. Þess skal getið, að fyrrnefnd listasamsteypa á Sauðárkróki var merkt með A í kosningahandbók Fjölvís og á talningarblaði, sem Alþýðublaðið gaf út fyrir kosning- ar var listinn einnig merktur með A. FOLK HÆTT KOMID RIÐUFALLS SKRIÐA féll úr Laugarvatnsfjalli á laugardagskvöldið síðasta. Nærri lá að' skriðan kæmi á bústaði skóla kennara og tjald, þar sem ferða- menn höfðu aðsetur sitt, en voru iekki í tjaidinu þegar skriðan kom. Dr. Haraldi Matthíassyni fórust orð á þessa leið í símtali við Al- feýðublaðið í gær: t»að var um klukkan 9,30 á laug- ardagskvöldið, að ég sat við skrift ép-4 efri hæð húss míns, sem stend «r undir Laugarvatnsfjalli. Heyri ég þá feikilegan gný, sem ég £ j Æyfst-unni hélt að væri frá þrýsti- ] loftsflugvél, en brátt komst ég að þeirri niðurstöðu, að svo gæti ekki verið, þar eð gnýrinn varð hærri en verið gæti frá slíkri vél. Ég gekk út að glugganum og sá hvers kyns var. Þoka var við fjallsbrún- WWWWWWWWWWWW DREGIÐ 7. JÚN Í HAB HAB ina en út úr þokunni sá ég aur- skriðu koma niður fjallið. Skrið- an breikkaði óðum á niðurleið- inni. Tjald ferðamanna stóð nokkru innar á vallendisflöt hér skammt frá húsinu. Ég hljóp til og greip til tjaldsins, en þar voru þá engir menn inni. Gil, sem nefnist Vatnslekagil er hér í fjallinu. — Einn aðalstraumur skriðunnar beindist niður gilið og fyllti það að gilbörmunum, en það er úin 1,0— 20 m. að dýpt. Skriðan stefndi beint á bústað nemenda, sem kall-! aður er Björk, en þegar neðar kom varð fyrir dálítil nibba, sem breytti straumnum þannig, að hann beind ist beint á hús mitt og fjölskyldu minnar. Við stóðum og biðum þess sem verða vildi, en þegar skriðan átti eftir svo sem 25 metra að hús- inu lenti hún á vegi, sem dró úr hraðanum og breytti farveginum þannig að hús okkar slapp. Við þeirri mildi bjuggumst við ekki, þegar við sáum hana koma. Haraldur mældi breidd skrið- unnar lauslega laugardagskvöldið og mældist honum hún um 280 mctrar að breidd. Skriðan fél-1 í nokkrar minni kvíslar á láglend- inu, og þar eru nú vinjar á milli kvislanna. Skógarkjarrið í hlíð- inni marðist undir aurþunganum og sést ekki á hríslurnar uiidir skriðunni. Á sunnudaginn fór Jlaraldur að skoða upptökin. Hann sá þá, að skriðan hefur átt upptök sín skammt frá vörðu, sem stendur uppi á fjallinu í um 500 m. hæð yfir sjó. Sá hann þá, að skriðan hefur ekki verið nema um 15 m. á breidd efst en breikkað svo mjög þegar neðar dró. Um orsakir er ekki annað að ætla en það, að stórrigningar hafi átt sökina, en um hádegisbilið á laugardaginn rigndi eins og hellt væri úr fötu á Laugarvatni og allan daginn hafði eitthvað rignt. Sumir héldu, að skriðan hefði átt upptök sín annað hvort á klöpp eða klaka, en við athugun kom í Ijós, að um slíkt var ekki að ræða. Aurinn hef ur aðeins ekki þolað vatnsagann. Haraldur sagði að lokum, að hann hefði ekki heyrt um að slík skriða sem þessi hefði fallið úr Laugarvatnsfjalli, en hann sagði, að fyrsta árið, sem hann var þar, 1951—’52, hefði komið snjóskriða úr fjallinu á öðrum stað. HINGAÐ eru komnir rússnesku listamennirnir Boris Kunyev og arfélaga Tónlistarfélagsins í kvöld Igor Chernyshov. Boris er fiðlu- og annað kvöld kl. 7 í Austurbæj- leikari, en Igor leikur á píanó. — aibíói. Myndin er af fiðluleikir- Þeir halda tónleika fyrir styrkt- aiium Boris Kunyev. DRUKKINN SKIPSTJÓRI STRANDAÐI BÁT SÍNUM LÍTILL vélbátur strandaði sl. sunnudagsmorgun milli Geld- inganess og Viðeyjar. Loftskeyta stöðinni í Reykjavík barst kall frá bátnum, og var beðið um að hafnarbáturinn yrði sendur til hjálpar. Skjótt var brugðið við og hafn arbáturinn sendur af stað. Fóru nokkrir lögregluþjónar með. Er út úr höfninni kom, var stefna tekin bcint á strandstaðinn. Ekki var þó björgunarbáturinn kom- inn langt, er liann mætti „hinu strandaða skipi”. Ilafði skip- stjóranum tekizt að losa það. Þrjár manneskjur voru um borð í bátnum. Karlmaður, sem sagðist vera skipstjórinn, og karl maður og kvopmaður, er hann hafði boðið með í skemmtisigl- ingu. Öll „áhöfnin” var undir á- hrifum áfengis. Sá, sem gaf sig fram scm skip- stjóri, var tekinn í vörzlu lög- rcglunnar, tekin af honum blóð- prufa, og hann síð'an settur inn. Ekkert fékkst hann til að segja um ferðir sinar eða hvernig hann hafði fengið bátinn. Var nú eiganda „skemmti- snekkjunnar” gert viðvart. Kom þá í Ijós að' skipstjórinn var hinn raunverulegi skipstjóri á bátnum, og hafði tekið við honum fyrir nokkrum dögum. Þess ber að geta að' líkar reglur gilda um ölvun við akstur og við „sigl- ingu” — hvort tveggja refsi- vert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.