Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 5
Alþýðu- flokkur vann 1000 Framhald af 1. síðu. hefði Alþýðuflokkurinn bætt að- stöðu sína svo sem í Sandgerði, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur nú endurheimt meirihluta sinn. — Emil sagði að lokum, að enda þótt hann hefði búizt við nokkru meiva fylgi Alþýðuflokksins við kosn- fngarnar mætti Alþýðuflokkurinn þó eftir atvikum vel við una. Ölafur Jóhannesson varaformað ur Framsóknarflokksins sagði, að I úrslitin sýndu að Framsóknarflokk urinn væri í sókn og kjósendur hefðu veitt ríkisstjórninni viðvör- un. Ilannibal Valdimarsson talaði af hálfu Alþýðuhandalagsins. — Hann sagði, að Alþýðubandalagið mætti vel við una varðandi úr- slitin. Að vísu hefði flokkurinn ekki haldið fylgi sínu á Faxaflóa- svæðinu en bætt við sig nyrðra. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði, að hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sýndi að fengizt hefði staðfesting á fyrra trausti til Sjálf stæðisflokksins í liöfuðborginni. Ilann sagði, að ekki væri unnt að miða við kosningarnar 1958 varð- andi fylgið í Reykjavík heldur yrði að' miða við 1959. Gils Guð- mundsson varaformaöur Þjóðvarn arflokksins kvað úrslitin sýna það að „orustan væri töpuð“. Kjósend- ur yrðu að taka þeim afleiðing- um, að flokkur hins óhefta kapítal- isma fengi mestu ráðið í þjóðmál- um áfram sem hingað til. aö fella RIKISSTJORNIN hefur ákveðið að hætta rekstri flugumsjónar- deildar og flugvirkjadeildar flug- málastjórnarinnar á Keflavíkur- flugvelli frá og með 1. júní 1962, og fela jafnframt Lotfleiðum fram kvæmd þeirrar þjónustu, sem þess ar deildir hafa annast, frá sama tíma. Utanríkisráðuneytið mun, sem áður, annast rekstur flugvallarinsj að öðru leyti. Loftleiðir hafa, í samningi þeim’, sem gerður hefur verið um þessá starfsemi, tjáð sig fúsa til að rá2a í sína þjónustu þá starfsmenn, sem nú starfa í þessum deildum á veg- um ríkisins. Samuingur utanríkisráffuneytis- ins og Loftleiða, er gerður til 5 ára. ALÞÝÐUFLOKKINN vantaSi aöeins 116 atkvæði í Reykjavík til þess að fella þriðja borgarfulltrúa kommúnista cg fá tvo menn kjörna, eins og almennt var búizt við. Kommúnistar fengu 6114 atkvæði. Þá reiknast þriðja manni þeirra 2038 atkvæði. Alþýðuflokkurinn fékk 3961, og hefur því annar maður A-listans 1980 atkvæði. Hefði flokkurinn fengið 116 atkvæðum meira, hefði þriðji maður kommúnista falfið. en annar maður Alþýðuflokksins komizt í bæjarstjórn. Þetta er umhugsunarefni fyrir alla þá. sem vilja vinna gegn kommúnistum og draga úr áhrifum þeirra. Er ekki eftirsjón að þessu tækifæri til að fella kommúnista og gera Alþýðuflokkinn, Alþýðu- bandalagið og Framsókn jöfn með tvo borgarfulltrúa hvert? Sjósta n ga veiði mótið hefst á fimmtud.: 25 ERLENDIR ÞÁTTTAKENDUR Vestfirðingarnir vilja ísafjörður, 27. maí. ALÞÝÐUSAMBAND Vestfjarða hefur skrifað Vinnuveitendasam- bandi Vestf jarð'a bréf, þar sem fav- ið er fram á að verkamenn innan iAlþýðusambandsins fái launa- RETKTO EKKI í RÚMINO! hækkun frá 1. jiiní n. k. líkt oí um hefur samizt við Vinnumá'.a- samband Samvinnufélaganna og Vinnuveitendasamband íslands ann ars staðar. Ef Vinnuveitendasamband Vest- fjayða vill ekki fallast á þessa mála leitan cr farið fram á samnings- viðræður um kaupgjaldsmálin, en þær viðræður skulu ekki fara fram síðar en nú um mánaðamótin. Kosningar gengu fyrir sig með venjulegum hætti á ísafirði á sunnudaginn. Þó var áberandi, að kjörsókn var mjög dræm framan af deginum og að lokum höfðu að- eins 88,8% kosið, en það er með lélegri kjörsókn, sem þekkzt hcf- ur á ísafirði. — B.S. Húseigendafélag Reykjavíkur 40 m @ stig Eskifirði, 27. maí. HÉR var um helgina bezta veður, sem menn muna í lengri tíma. Á laugardagsmorguninn mældist 18 stiga hiti í forsælu og um hádag- inn var 40 stiga hiti á móti sól. Á sunnudaginn var veðrið enn gott og hlýtt en ekki eins mikill hiti nema þá í kosningunum, sem þó var af öðrum rótum runninn. A. J. SJOSTANGAVEIÐUMOTIÐ hefst V Vestmannaeyjum n. k. fimmtudag. Þátttakendur verða um 50, þar af 25 erlendir. Mótið stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag. Upphaflega var áætlað að veiði- mennirnir færu með Esju til Eyja, en skipið hefur nú verið tekið' til flutninga til hafna úti á landi, og fara þátttakendur fljúgandi og með Herjólfi til Eyja. Eins og komið hefur fram í fréttum, áttu veiðimennirnir að fara með Esju til Eyja, og var ætl- unin að skipið yrði þar meðan á mótinu stæði, þannig að menn gæti búið um borð og fengið þar allan viðurgjörning. Ekkert verður nú af þessu, þar eð skipið hefur ver ið tekið til mjög nauðsynlegra flutninga, m. a. með varning til síldarbræðslanna á Norðurlandi. Þátttakendur fara í þess stað fljúgandi, og með Herjólfi á mið- vikudagskvöldið. Þá verður búið á Hótel HB, og á laugardagskvöld að mótinu loknu fer fram verðlauna- afhending í Eyjum. Við þetta lækk ar kostnaðurinn og verður hann nú um 2000 krónur á mann. Keppt verður um marga glæsi- lega verðlaunagripi, og gull- og silf urverðlaun, sem Alþjóðasamband sjóstangaveiðimanna hefur gefið. Djakarta, 28. maí (NTB-AFP) INDÓNESÍUSTJÓRN mun hafa fallizt á, að „Bunker-áætlunin’” svonefnda skuli vera grundvöllur viöræðna um lausn Vestur Nýju-Guineu. Ægir í sildar- rannsóknum VARÐSKIPIÐ Ægir hóf síldar rannsóknir á Iaugardaginn, og verður við þær í allt sumar. Þeim stjórnar dr. Jakob Jakobsson. Ægir verður við rannsóknirnar vandamáls fyrir vestan land, norðvestan og norðan, eftir ástæðum. VORUSKIPTAJOFNUÐURINN fyrsta ársfjórðung 1962 var hag- stæður um 147,7 milljónir kr„ en á sama tírna í fyrra var hann hag- stæður um 27,1 milljón kr. Vöruskiptajöfnuðurinn í april- mánuði s. 1. var óhagstæður um 44,2 milljónir kr., en í april í fyrra var hann óhagstæður um 54,2 mill- jónir kr. Á tímabilinu janúar til apríl s.l. var alls flutt út fyrir 1.137 millj. kr. Inn var flutt fyrir 980.2 millj. króna. Á sama tíma í fyrra var alls flutt út fyrir 880 milljón kr. Inn var flutt fyrir kr. 853 milljónir kr. í apríl s. 1. var flutt út fyrir kr. 274 milljónir og inn fyrir kr. 318 milljónir. hagstæð millj. kr. í apríl í fyrra var flutt út fyrir kr. 190,8 milj. kr„ en inn vanflutt alls fyrir 245 milljónir. Svipuð útkoma Framhald af 1. síðu. hluta í Reykjavík með 9 fulltrúum og yfir 19000 atkvæðum, bó minna en 1958. Þeir töpuðu annars 3 fulltrúum, en unnu 1. í Reykja- vík töpuðu þeir frá 1958 alls 807 atkvæðum, 207 á Akureyri og 118 í Vestmannaeyjum, en unnu nokk- uð á í Hafnarfirði og Kópavogi. — Þeir töpuðu hreinum meirihluta.í Keflavík,” Stykkishólmi, ífvera- gerði og víðar, en héldu á broti úr atkvæði á Sauðárkróki og í Vest- mannaeyjum. ALÞÝOUBLAÐIÐ - 29. maí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.