Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 5
I Slys og ölvun XJMFERÐARSLYS varð á mót- um Sigtúns og Gullteigs um kl. fjögur í gærdag. Varð árekstur milli bifreiðar og skellinöðru. Pilt- urinn, sem ók skellinöðrunni, mun hafa meiðst nokkuð og var fluttur á Slysavarðstofuna. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var mjög mikið um ölvun í bænum í gærdag og gærkvöldi. Frá því klukkan sex í gærmorg- un og þangað til klukkan átta í gærkveldi, hafði lögreglan alls af- skipti af tuttugu og einum manni vegna ölvunar. 4584 sjóliðar koma í land: MIKIÍ SÖKN 4. JÚN BANDARÍSK NATO-flotadeild kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 4. júní n. k. í deild- "í«Ls FRÁ1. JÚNÍ YEITUM YIÐ 25°/o A FARGJÖLDUM MILLI REYKJAVÍKUR AKUREYRAR OG EGILSSTAÐA DRÝGÍÐ SUMARLEYFIÐ OG PENINGANA ÞEKKIST SUMARBOÐ FLUGFÉLAGSINS ÞEYSIÐ ÞÆGILEGA MEÐ rrFÖXUNÚMrr MESTIFERDAFJÖLDIMESTIFERÐAHRAÐI YtW/eMtf JS/a/tud/f.f: lCtMMM/fl inni eru 9 skip, þar af 1 stórt flug- vélamóðurskip, USS WASP, og er áhöfn allra skipanna samtals 4584 menn. Flotaforinginn er Paul D. Buie, aðmíráll, og flaggskip hans er USS WASP. Heimsóknin stendur yfir dag- ana 4., 5. og 6. júní, og verður landvistarleyfi sjóliðanna takmark að við 200 í einu 3—4 tíma í senn auk þeirra, sem fara í skipulagðar landkynningarferðir eða taka þátt í íþróttakeppnum. Flotaforinginn Buie mun heim- sækja utanríkisráðherra, lögreglu- stjóra, borgarstjóra, forstjóra Land helgisgæzlunnar, hafnarstjóra og skrifstofu forseta íslands. Hljóm- sveit flotadeildarinnar heldur tvo útihljómleika í Reykjavík, á Aust- urvelli og við Hrafnistu. Utan- rikisráðuneytið býður nokkrum sjóliðum og sjóliðsforingjum í Þingvallaferð og til Hveragerðis, mánudaginn 4., en auk þess hafa margar ferðir um landið verið skipulagðar, og íþróttafélög skip- anna munu keppa við íslenzk í- þróttafélög. My Fair Lady Uppselt á 40 sýningar SÖNGLEIKURINN My Fair Lady hefur nú verið sýndur 40 sinnum fyrir troðfullu húsi og við mikil fagnaðarlæti áhorf- enda. Sýningar munu halda áfram fram eftir júní mánuði, en sýningin verður ekki tekin upp aftur næsta haust eins og margir hafa spurt um. Rétt er að benda leikhúsgestum á það að ráðlegt er að tryggja sér aðgöngumiða á sýningar nú á næstunni því venj- an er að oft er mjög erfitt að fá miða á síðustu sýningar. Myndin er af Ævari Kvaran í hlutverki sínu í leiknum. Opel- eigend- ur óánægðir Á FUNDI, er 50 eigendur Opel- bifreiða héldu nýlega, koin fram sterk gagnrýni á Samband ísl. sam- vinnufélaga, en það hei'ur á hendi umboð fyrir þessar bifreiðar. Var það einróma álit fundar- manna, að ábótavant væri allri þjónustu umboðsins við cigendnr Opel-bifreiða, varahlutaumboðið væri ekki eins gott og skyldi, og viðgerðir ekki nógu góðar. Kusu Ifundarmenn nefnd til að stuðla |að bættri þjónustu umboðsins og jvar kosinn íormaður hennar, Árni .Brynjólfsson. KRABBINN f HRÖÐUM VEXTI DUNGAL FÆR 50 ÞÚS. Framhald af 16. síðu. ir kemur hingað maður frá háskól anum í Illinois til að vinna í sam- ráði við Ðungal 'og Julíus. Heitir sá Warwiok Armstrong, og hefur hann áhuga á sambandinu milli landshátta og sjúkdóma. Mun hann taka sýnishorn af jarðvegi, drykkjarvatni og athuga geisla- virkni á ýmsum stöðum á land- inu, en rannsóknarstöðvar í Urb- ana í Illinois munu gera ýmsar rannsóknir á sýnishornum héðan. Þess skal getið, að ísland er það land heimsins þar sem maga- krabbi er hvað algengastur, og hafa kenningar Dungals um sam- band milli mataræðis (þ. e. át á reyktum mat) og magakrabba vak- ið mikla athygli erlendis. Framhald af 1. síðn. I skýrslu, sem Níels Dungal flutti á aðalfundi Krabbameinsfé- lags íslands, sem var haldinn sl. mánudag,. segir m. a.: 12 ár eru Iiðin síðan fyrst var minnst á rcykingahættuna í Fréttabréfi krabbameinsfélags- ins og jafnframt verið hamrað á [ því síðan. Sl. vetur höfum við sent ungan lækni í flesta unglingaskó)a í Reykjavík til að útskýra þessa hættu fyrir nemendum, og hefur hann stuðst við litmyndir, sem ameríska krabbameinsfélagið hef- ur látið útbúa í þessum tilgangi. En til þess að fræðsla þessi beri tilætlaðan árangur, þarf hún að komast inn í barnaskólana, þann- ig að börhin viti um hættuna áður en þau byrja að reykja. Slík fræðslustarfsemi kostar mikið fé. Varðandi þetta mál skrifaði próf. Dungal landlækni bréf, þar sem hann fer fram á að 25 aura skatt- my sem rynni til krabbameinsfé- lagsins, skyldi lagður á hvern sí- garettupakka. Myndi slíkur skatt ur nema kr. 2,5 millj. á ári og mætti gera mikið fyrir þá peninga. Krabbameinsfélög íslands og Reykjavíkur hafa nú í sameiningu fest kaup á húsnæði við Suður- götu 22. Húsnæðisskortur var orð- inn mjög tilfinnanlcgur hjá félag- inu, og háði starfseminni mjög, en frá 1954 höfðu fálögin aðeins eina skrifstofu í Blóðbankanum. Leitarstöð félagsins hefur verið rekin með sama hætti og áður. Ekk ert krabbamein fannst þar á s.I. árí, Rekstrarhalli varð á stöðinni um- 100 þús. krónur. í stjórn Krabbameinsfélags ís- lands eru nú: Níels Dungal form., Hjörtur Hjartarson, gjaldk., Bjarná Bjarnasón, ritari. Glæsilegt Sjó- mannadagsblað SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ken» ur út að venju í tilcfni sjómanna- dagsins sem er á sunnudag, og- verður afgreiðsla á blaðinu o» merkjum sjómannadagsins víðsveg ar um bæinn á laugardag cg sunnu- dag. Útgefandi Sjómannadagsblaðsins er Sjómannaráð. Blaðið kemur nv« út í 25. sinn og er óvenju glæsi- legt. í blaðinu, sem er tæpar 100 blSK og prýtt fjölda mynda, eru margar fróðlegar greinar og frásagnir. •— Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, ritar grein um 29 ára afmæli sjómannadagsins oif-- sagt er frá sjómannadeginum útk- um land og í Reykjavík. Margt annað fróðlegt efni er að- finna í blaðinu. Ritstjórar og á- byrgðarmenn þess eru Halldór Jónsson og Guðmundur H. OddS' son..:. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. maí 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.