Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 15
[> i> 0 ð fra sovét
leysi var sverðið ryðgað í slíðr-
unum og andlegar varnir Bonds
ekki í sem beztu lagi.
Morgunverður var uppáhalds-
máltíð Bonds. Þegar hann var
staddur í London, var hún alltaf
eins. Tveir stórir bollar af
sterku, svörtu kaffi og sykur-
lausu, eitt egg, soðið í þrjár og
hálfa minútu. Tvær þykkar sneið
ar af steiktu heilhveitibrauði, —
mikið smjör og þrenns konar
sulta og hunang.
Þennan morgun lauk Bond
morgunverðinum með hunángi
og gekk jáfnframt úr skugga
um hina beinu orsök deyfðar
sinnar og drunga. í fyrsta lagi
hafði Tiifany Case, sem hann
hafði elskað svo marga mánuði,
yfirgefið hann, og hafði siglt til
Bandaríkjanna í lok júli. Harm
saknaði hennar mikið og þcldi
enn illa að hugsa um hana. Og
nú var kominn ágúst og það var
heitt og loftlaust í London. —
Hann átti inni leyfi, en hann
hafði engan kraft eða löngun
til að fara neitt einn, eða reyna
að finna einhvern bráðabirgða
staðgengil fyrir Tiffany til að
fara með. Svo að hann hafði orð
ið um kyrrt í hálftómum aðal-
stöðvum leyniþjónustunnar, —
bægslaðist í sínum venjulegu
störfum, skammaði einkaritara '
sinn og stríddi starfsfélögum
sínum.
Jafnvel M. hafði að lokum
orðið óþolinmóður við hið inni-
byrgða tígrisdýr á hæðinni fyrir
neðan, og á mánudag í þessari
sömu viku háfði hann sent Bond
harðort bréf og skipað hann í
rannsóknárnefnd undir forsæti
Troops höfuðsmanns. í orðsend-
ingunni sagði, að tími væri til
kominn, að Bond, sem einn af
elztu starfsmönnum þjónustunn-
ar, tælci þátt í meiri háttar fram
kvæmdastörfum. Annars væri
heldur ekki um neinn annan að
ræða. Mannafæð væri í aðal-
stöðvunilm og deild OO hefði
hvort sem væri ekkert sérstakt
verkefni. Bond ætti því vinsam-
legast að koma síðdegis þennan
dag kl. 2,30 í herbergi 412.
Það var Troop, hugsaði Bond,
um leið og hann kveikti sér í
fyrstu sígarettu dagsins, sem
var helzta orsök óánægju hans.
í öllum stórum fyrirtækjum er
cinn maður, sem er harðstjóri
skrifstofunnar og sem öllum er
innilega illa við. Ósjálfrátt gegn
ir sá einstaklingur veigamiklu
hlutverki með því að vera eins
konar eldingavari fyrir venju-
legan ótta og hatur á skrifstol-
um. Hann dregur raunverulega
lir illum áhrifum þeirra með því
að gerast hinn sameiginlegi skot
spónn. Maðurinn er venjulega
framkvæmdastjórinn eða skrif-
stofustjórinn. Hann er sá ómiss-
andi maður, sem vakir yfir öllúm
smáatriðum. í leyniþjónusturmi
var þessi maður Troop, kapteinn
úr flokknum og skrifstofustjóri,
sá, sem sjálfur lýsti yfir, að verk
sitt væri að „sjá um, að ailt
væri í lagi.”
Það var óhjákvæmilegt, að
skyldustörf Troops yrðu til bess
að hann lenti í andstöðu við
flesta menn í þjónustunni, en
það var sérlega óheppilegt, að M.
skyldi ekki geta látið sér detta
neinn annan mann í hug sem
formann einmitt þessarar nefnd-
ar.
Því að þetta var enn ein af
þessum rannsóknarnefndum, sem
fjalla áttu um hin margslungnu
vandamál í sambandi við Bur-
gess og Maclean-málið og þá lær-
dóma, sem af því mætti draga.
M. hafði dottið þessi nefnd í hug
fimm árum eftir að hann 'sjálfur
hafði lokið sinni skýrslugerð um
málið, eingöngu til að friða rann
sóknarnefnd þá, sem forsætisráð-
herrann hafði skipað árið 1955.
Bond hafði þegar í stað lent
í mestu stælum við Troop um
störf „menntamanna" í leyni-
þjónustunni.
Af kvikindiskap og vegna
þess að hann vissi, að hinn
mundi reiðast, hafði Bond sett
fram þá kenningu, að ættu MI5
og leyniþjónustan að fást af al-
vöru við hinn „menntaða njósn-
ara“ atómaldar, þá yrðu þær
stofnanir að hafa á að skipa
nokkrum menntamönnum til að
tefla gegn þeim. „Afdankaðir
liðsforingjar í Indlandsher,” —
hafði Bond sagt, „geta með engu
móti skilið hugsanagang ein-
hvers Burgess eða Macleans. Þeir
vita ekki einu sinni til þess, að
slíkir menn séu til — hvað þá
að þeir geti umgengizt þeirra
klíkur, kynnzt vinum þeirra eða
komizt að leyndarmálum þeirra.
Úr því að Burgess og Maclean
voru komnir til Bússlands var
sú ein leið til að ná sambandi
við þá aftur, og ef til vill gera
þá að gagnnjósnamönnum, þegar
þeir væru orðnir þreyttir á
Rússum, að senda nánustu vini
þeirra til Moskva, Prag eða Buda
pest með skipunum um að bíða,
þar til þessir. náungar skriðu út
úr bælum sínum og gerðu vart
við sig. Og annarhvor þeirra, —
sennilega Burgess, hefði, vegna
einmanakenndar sinnar og löng-
unar til að segja einhverjum
sögu sína, neyðst til að gera vart
við sig. (Þetta er skrifað í marz
1956. I. F.). En þeir mundu
vissulega ekki hætta á að gefa
sig fram við einhvern mann í
úlpu, með riddara-yfirskegg og
lélegan haus.”
„Nei, heyrðu nú,” hafði Troop
sagt ískaldur. „Þú vilt þá, að við
fyllum þjónustuna af síðhærðum
kynvillingum. Þetta er mjög
frumleg hugmynd. Ég hélt,
að við værum allir sammála uvn,
að kynvillingar væru verstu
menn frá sjónarmiði örvggis,
sem hægt væri að hugsa sér. Eg
fæ ekki séð, að Bandaríkjamenn
fengjust til að afhenda mikið af
atómleyndarmálum hommum
holdvotum af ilmvatni.”
„Allir menntamenn eru ekki
kynvillmgar. Og margir þeirra
eru sköllóttir. Það, sem ég er .að
segja, er aðeins og þannig
hafði rifrildið haldið áfram með
hvíldum alla þrjá dagana, sem
rannsóknin hafði staðið, og hin-
ir meðlimir nefndarinnar höfðu
yfirleitt reynst vera á bandi
Troops. í dag áttu þeir svo að
semja nefndarálitið, og Bond var
að velta því fyrir sér, hvort
hann ætti að gera þá óvins.ælu
ráðstöfun, að leggja fram minni
lilutaálit.
Hvað var þetta allt saman hon
um mikið hjartansmál, hugsaði
Bond, er hann gekk kl. níu út
út íbúð sinni og að bílnum? Var
hann aðeins smásmugulegur og
þrár? Hafði hann gert sjálfan
sig aðeins manns stjórnarand-
stöðu eingöngu til að fá eitthvað
til að bíta í? Var hann svo leið-
ur á öllu, að hann gæti ekki fur.d
ið sér neitt betra til að gera en
vera til leiðinda í sinni eigin
stofnun? Bond gat ekki ákveðið
sig. Hann var eirðarlaus og óá-
kveðinn, og að baki öllu þer.su
var einhver nagandi óróleiki.
sem hann gat ekki gert sér íulla
grein fyrir.
Þegar hann ræsti bílinn, skaut
blandaðri setningu upp í huga
honum: „Þá, sem guðirnir
hyggjast eyðileggja, gera þeir
fyrst leiða.”
12. kafli.
KÖKUBITI.
Þegar öllu var á botninn
hvolft kom aldrei til þess, að
Bond þyrfti að taka ákvörðun
um lokaskýrslu nefndarinnar.
Hann hafði slegið einkaritara
sínum gullhamra vegna nýs
sumarkjóls og var kominn hálfa
leið gegnum bunkann af pósti,
sem borizt hafði um nóttina, —
þegar rauði síminn, sem aðeins
gat táknað M. eða nánasta að-
stoðarmann hans, suðaði.
Bond tók upp símann. „007.”
„Géturðu komið upp?” Það
var aðstoðarmaðurinn.
„M.?”
„Já. Og það getur orðið lang-
iiíir
ur fundur. Eg er búinn að ^eg.ja
Troop, að þú komizt ekki á £und
inn.”
„Nokkra hugmynd um hvað
þetta er?”
Aðstoðarmaðurinn hló. „Ja
satt að segja veit ég það. Enjþað
er bezt að þú heyrir það frá hon-
um. Þú fyllist áreiðanlega áhuga.
Það er heilmikið um að yera
núna.” ;j
Þegar Bond fór í jakkann og
gekk út úr dyrunum, hafði hann
það á tilfinningunni, að hjeypt
hefði verið af startbyssunnk og
hundadögunum væri lokiði Á
leiðinni upp í lyftunni og á
hinni stuttu göngu eftir gang-
inum að skrifsttoíudyrum . M.,
fann Bond til þess æsings,.sem
hringingin í rauða símánum
hafði vakið með honum í þetta
sinn, eins og svo oft áður* —
Og í augum ungfrú Moneypeimy,
einkaritara M.s„ var þessi æsing
og leynivissa, þegar hún brosti
við honum og sagði í skrifstofu-
símann.
„007 er kominn.”
„Sendið hann inn,” heyrðist
í tækinu og jafnframt kviknaði
rauða ljósið yfir dyrunum, sem
táknaði, að ekki skyldi truflað.
Bond gekk inn um dymar og
lokaði þeim hljóðlega á eftir
sér. Herbergið var svalt, eða
voru það kannski rimlatjöldin,
sem gerðu það að verkum, að
svalt virtist vera? Þau vörpuðu
ljós og skuggarákum á grænt
gólfteppið, allt að hlið stóra skrif
borðsins. Þar lauk sólskininu,
Nýkomfn
frönsk og ítölsk sumarkjóla-
efni. .
Einnig blúndusokkar.
Lítið í gluggana.
Verzlunin Snót
Vesturgötu 17.
eftir lan Fleming
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
SÖLUBÖRN:
MERKIASALA KRABBA
MEINSFÉLAGSINS
fer fram í Reykjavík og Hafnarfirði á morgun föstudaginn
1. júní.
Afgreiðslustaðir í Reykjavík:
Laugavegi 7, Skátabúðin, Verzlun Réttarholt, Verzlunin
Straumnes, Verzlunin Steinnes Seltjarnarnesi, og skrifstofu fé-
lagsins Suðurgötu 22.
L Kópavogi:
Félagsheimilinu.
í Hafnarfirði:
í Símstöð.'nni og Verzluninni Föidur og Sport, Vitastíg 10.
S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
*
s
s
s
s
■sa/usuuYM ia ■ xaer ;-vi ,h-
ALÞÝOUBLAÐIÐ - 31. maí 1962 JAJ