Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 1
SEGIR
DUNGAL
í YFIRLITI, sem samiS hefur ver-
ið yfir krabbameinsskráningu á s. !.
5 árum, sést að 1773 krabbameinstil
felli hafa verið skráð, 885 í karimönn
um og 888 í konuni. Lungna- og maga
krabbi hefur færst mjög í vöxt á s.
I. árum, og í því sambandi má benda
á, að fyrir 30 árum voru skráð 1-2
lungnakrabbatilfelli á ári, en s. I. ár
voru þau 24.
Þessar upplýsingar fengu blaða-
menn á fundi í gær me3 próf. Ní-
els Dungal og fleirum úr stjórn
Krabbameinsfélags íslands. Dun-
gal sagði, að nú mætti búast við
mikilli bylgju af lungnakrabba á
SÝNINGUM á My Fair Lady
lýkur í New York 7. júlí næst
komandi. Söngleikurinn bef-
ur þá sett allskyns heimsmet.
Dæmi: Sýningarnar verða
orðnar 2.621 talsins, sýning-
argestir verða orðnir hálf
fjórða milljón og tekjur af
söngleiknum munu nema ná-
lega 800 milljónum króna!
næstu árum, þar eð nú væru lið-
inn sá tími, sem krabbinnufæri að
segja til sín eftir að reykingar
fóru að hefjast hér fyrir alvöru á
árunum 1940—’45.
Sagði Dungal jafnframt, að nú
þyrfti að gera róttækar ráðstaf-
anir til að koma á almennri fræðslu
um skaðsemi reykinga, og þá sér-
staklega meðal barna og unglinga.
Þá þyrfti að leggja meira fé til
lækninga á þessum ægilega sjúk-
dómi, en reiknað er með að aðeins
25% krabbameinssjúklinga fái
varanlega lækningu með uppskurð
um.
Af fyrrnefndum 1773 krabba-
meinstilfellum er næstum helm-
ingurinn í meltingarfærum eða
730. Karlmenn eru þar í miklum
meirihluta, með 447 á móti 283
hjá konum. Ræður magakrabba-
meinið þar mestu um. Hins vegar
er krabbamein í brjóstum og kyn
færum miklu algengara hjá kon-
um: 338 á móti 88 hjá karlmönn-
um. Það kemur fram að maga-
krabbamein er algengara í sveit-
um en í kaupstöðum.
Framh. á 5. síðu
Somtöl v/ð Stalín
ALÞÝÐUBLAÐIÐ byrjar í dag a9 birta greinaflokk um bók Milovans
Djilasar, fyrrum varaforseta Júgóslavíu: SAMTÖL VID STALÍN. Eins
og kunnugt er af fréttum, var Djilas hnepptur í fangelsi fyrir þessa
bók sína. Á9ur höfffu flokksbræöur hans og félagar reyndar dæmt
hann í níu ára fangelsi fyrir a9ra bók: HIN NÝJA STÉTT. Alþý9ublað
i9 hvetur lesendur sína til að lesa greinaflokkinn um Djilas og sam
töl hans viö einræðisherrann. FYRSTA GREIN ER Á 4. SÍÐU.
ALÞYÐU
BLAÐIÐ
KREFST.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Al-
þýðublaðsins sagði ritstjórunum
þau tíðindi í gær, að lijá sér
lægju 35 umsóknir um sendi-
sveinastöður og um 80 umsóknir
um störf barna við að bera út
blöð.
Viff höfum oft skrifað um at-
vinnuvandamál unglinga á
þessu vori, þar á meðal nokkrar
greinar í kosningaliríðinni. En
úr því að ásóknin í störf er
svona mikil hjá tiltölulega litlu
fyrirtæki, eins og blaðinu okk-
ar, hvernig skyldi þá vera hjá
stærri fyrirtækjum, sem hafa
meiri fjölda í starfi?
Fjölgun hefur verið ör og
barnadauði lítill á íslandi síð-
ustu áratugi, svo að íiinir upp-
vaxandi árgangar eru fiölmenn-
ir. Þannig eru ungiingar í
Reykjavík einni á aldrinum 12
—15 ára fleiri en allir íbúar
Keflavíkur, og 14 ára börnin
ein fleiri en allir íbúar Sauð-
árkróks, svo annað iæmi sé
nefnt.
Samkvæmt upplýsingum, sem
blaðið fékk I gær, var fjöldi
unglinga í skólunum i Reykja-
vík í nóvember síðastliðnun.
sem hér segir-:
12 ára ... 1394
13 ára . . . 1381
14 ára . . . 1344
15 ára . . . 1036
Samtals 5155
(Framhald í leiðara).