Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 9
laðið mun sykjavík að t austur í Þannig, að a lesið það ti þar. fur unnið dirbúnings- til þess að bæði ís- skáta um þess,- Hafa ig bæklir.g- ■ og prent-- ít um allar ýtnar fyrir- lótsnefndin Þessa mynd tók Helgi heitinn Tómasson, fyrrverandi skáta- höfðingi. Hún er tekin árið 1913, og mun þetta vera ein fyrsta i t. d. bréf um hvort að komast aut. Margir matseðilinn spurt hvað v'ona mætti s verði um • á mótinu. air munu og Noregi. . koma 86 og stúlkur. í koma ná- stúlkur. :javík verð- svo verður adi. Senni- .’ö þúsund en ekki er skátaferðin, sem efnt var til. þó hægt að ségja endanlega fyrir um þá tölu strax. Á mótið munu koma allir skátahöfðingjar Norðurlanda og munu þeir halda fund og ræða málefni hreyfingarinn- ar. Dvelja þeir á mótinu 1 — 2 daga. Laugardaginn 4. ágúst, mun forseti íslands heim- sækja mótið — ásamt fleira stórmenni. Sunnudaginn 5. ágúst verð- ur svo almennur heimsóknar- dagur. Þann dag geta for- eldrar skátanna og aðrir að- standendur komið í heimsókn og skoðað mótssvæðið og séð hv?ð þar fer fram. Að morgni sunnudagsins munu skátarn- r tekin á flokksforingjanámskeiði sem efndi til I Vaglaskógi í fyrrahaust. ir hlýða á messu, biskup ís- lands mun rriessa fyrir mót- mælendur, en sérstök messa verður fyrir kaþólska. Ein af mörgum nýjungum í sambandi við þetta mót er að þar verður sérstakt svæði, sem kallað er fjölskyldutjald- búð. Þar geta eldri skátar dvalið ásamt fjölskyldum sin- um, yfir allan mótstímann ef vill, annars eftir því sem hver og einn æskir. í þessari búð verður allt með nokkuð frjálsara móti, en í hinum eiginlegu tjaldbúðum á mót- inu. Mótsnefndin hefur nýlega sent frá sér bækling, sem fjallar um þessar búðir og segir þar, að þessi háttur sé. hafður á, vegna þess, að reynslan sé sú, að nft hafi eldri skátar komið og tjald- að í nágrenni móta, og dval- ið þar nokkra daga ásamt fjölskyldum sínum. Móts- nefndir hafi verið þessum gestakomum óviðbúnar og því ekki getað veitt þessum ágætu gestum þann beina sem skyldi. Ekki er að éfa það, að gamlir skátar muni kunna að meta þetta, bæði Reykvíking- ar og skátar utan af landi. Þarna gefst ágætis tækifæri til að verða ungur í annað sinn, ef svo mætti segja, og rifja upp gamlar minningar með gömlum félögum. Umsóknareyðublöð um vist í fjölskyldubúðunum fást hjá öllum skátafélögum og þurfa að hafa borizt til mótsnefndar fyrir 28. júní næstk. Á mótinu er fyrirhugað að koma upp eins konar yfirlits sýningu um skátastarf á ís- landi. Þar mún hvert skáta- félag á landinu hafa nokkurt pláss til umráða og sýna þar atriði úr sögu sinni og starfi. Mótsnefndin liefur ráðið sérstakan framkvæmdastjóra til að annast ýmislegt varð- andi undirbúning mótsins. — Því starfi gegnir Magnús Stephensen, en hann hefur starfað mikið í Skátafélagi Reykjavíkur, m. a. átt sæti í stjórn þess um nokkurt skeið. Þeir munu margir skátarn- ir, bæði piltar og stúlkur, sem farnir eru að lilakka til móts ins í sumar. Sumir hafa verið að spara fyrir mótsgjaldinu í allan vet- ur, keypt sérstök sparimerki, sem mótsnefndin hefur látið gera, og límt þau inn í þar til gerðar bækur. Núna eru tæpir tveir mán- uðir þangað til mótið hefst. Alþýðublaðið mun flytja frétt ir af undirbúningi mótsins, eftir megni, og af mótinu sjálfu, þegar það er byrjað. Um mánaðamótin júlí-ág- úst munu hamragjár og klettaveggir Þingvalla berg- mála af gleði og fagnaði hraustrar æsku, þá verður gaman að .koma á Þingvöll. E. G. Félags- útilega S.F.R. í ; helgina Viðey um Núna um helgina efnir Skátafélag Reykjavíkur til félagsútilegu í Viðey. Eigandi eyjunnar hef- ur verið svo vingjarnlegur að leyfa skátunum afnot af eyjunni um þessa helgi. Allt lítur út fyrir, að þetta verði einhver fjöl- mennasta útilega, sem fé- lagið hefur efnt til. Gera má ráð fyrir að minnsta kosti tvö hundruð skátar taki þátt í þessari útilegu. A eynni mun hver skátasveit velja sér tjald- svæði, og tjalda þar. Allt í allt verða því sennilega um tuttugu tjaldbúðir víðs vegar um eyna. Farið verður með vélbát um út í eyna, lagt verður af stað héðan úr höfn- inni klukkan 2 e. h. á laugardag. Eiga skátarn- ir að mæta á þeim tíma við Hafnarbúðir. Komið verður til baka síðdegis á sunnudag. Fargjaldi verður stillt í hóf eins og unnt er. Samvinnuskólinn Bifröst Inntökupróf í Samvinnuskólann verður haldið að-venju 1 Reykjavík síðari hluía september næstkomandi. jUmsókiH ir um skólann berist Samvinnuskólanum, Bifröst, Borgar- firði, eða Bifröst fræðsludeild, Sambandshúsinu, Reykja- vík fyrir 1. september. Skólastjóri. Tilkynmng Þeir, sem hafa hugsað sér að sækja um leyíi til veitinga- sölu í sérstökum skálum eða tjöldum í sambándi við há- tíðasvæðið 17. júní, vitji umsóknareyðublaða í skrifstofu bæjarverkfræðings (hjá Jóhannesi Magnússyni) Skúla- túni 2. Skylt er að koma með tjöldin til skoðunar í Áhaldahúa Reykjavikurbæjar 15. og 16. júní kl. 2—5. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 6. júní n.k. Kappreiðar Hestmannafélagið Sörli í Hafnarfirði efnir til kappreiða á Sörlavelli við Kaldárselsyeg laug ardaginn 2. júní n.k. kl. 16. Bílf erðir á völlinn frá Álfafelli í Hafnarfirði. Stjórnin. Próf í pípulögnum Pípulagningameistarar, sem ætla að láta nemendur sína ganga undir verklegt próf í október 1962, sendi skriflega • umsókn til formanns prófnefndar, Benónýs Kristjánsson- ar, Heiðagerði 74, fyrir 8. júní 1962. — Umsókninni skal fylgja: 1. Námssamningur 2. Fæðingar- og skýrnarvottorð nemandans. 3. Vottorð frá meistara um, að nemandi hafi lokið nárns- tíma. 4. Burtfararskírteini úr Iðnskóla. 5. Prófgjald kr. 900.00. Prófnefndin. Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906 * ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. maí 1962 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.