Alþýðublaðið - 16.06.1962, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 16.06.1962, Qupperneq 2
1 \ .* •. •' JSLitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoöarritstjöri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasínli £14 906. — Aðsetur: Alþýðuhtísið. Prentcmiðja Alþýðublaðsins, líverfisgötu ■8—10, — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuöi. í laúsasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannescon. Al þýðusambandíö s NÆSTA haust iverður háð þing Alþýðusambands íslands. Kommúnistar hafa stjórnað sarnbandinu sl. 8 ár en undanfarið hafa þeir tapað fylgi í verka lýðsfélögunum og það getur því orðið mjög tví- sýnt hvort þeim tekst enn að ná meirihluta og halda völdum eða ekki. Segja má, að kommúnist ar haldi nú völdum í Alþýðusambandinu af tveim ur ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess, að framsókn armenn á þingum ASÍ hafa kosið með kommúnist um og í öðru lagi vegna þess, að stórum hópi, sem rétt á til veru í ASÍ er haldið utan við samtökin, þ. e. Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna. Vit- að er að meðal óbreyttra framsóknarmanna ríkir mikil óánægja með þá stefnu forustumanna Fram sóknar að styðja kommúnista í iverkalýðshreyfing unni. Þegar Alþýðusambandið náðist úr höndum kommúnista 1948 tóku framsóknarmenn þátt í því ásamt öðrum lýðræðissinnum í verkalýðshreyfing unni að hnekkja valdi kommúnista í .verkalýðs samtökunum. Ástæðan fyrir stefnubreytingu for- ustumanna Framsóknar í þessu efni er sú, að þeir eru argir yfir því að vera ekki í ríkisstjórn. Þeir telja að meiri líkindi séu til þess að unnt verði að fella ríkisstjórnina með því að styðja skemmdar verk kommúnista í þjóðfélaginu. Þess vegna hef- ur Framsókn stutt kommúnista til valda í verka lýðsfélögunum undanfarið og staðið með þeim að framkvæmd verkfallsstefnu. Þessi tækifærisstefna framsóknarmanna getur orðið þjóðfélaginu dýr og framsóknarmenn sjá það þó síðar verði, að hér hafa þeir gengið feti of langt. Þess varð vart í stjórnarkjörinu í Iðju í vetur, að allmargir framsóknarmenn neituðu að hlýða forustumönnum flokksins. Sú staðreynd veit á gott og vera má að einhverjir framsóknarmenn fáist til þess á næsta þingi ASÍ að taka þátt í því með lýð- ræðissinnum að fella kommúnista úr stjórn sam- bandsins. Kommúnistar hafa misnotað svo mjög Alþýðusambandið þau 8 ár, sem þeir hafa verið við völd þar, að engin dæmi eru um slíka misnotkun á verkalýðssamtökunum fyrr. Þeir hafa látið ASI stofna stjómmálasamtök fyrir kommúnista, látið verkalýðsfélögin hajda að sér hönáum í kjaramál um meðan kommúnistar sátu sjálfir í stjórn en stofnað til verkfalla um leið og þeir höfðu oltið út úr ríkisstjórn. Þannig hefur öll stefna kommún- ista í Alþýðusambandinu miðast við það eitt að þjóna hagsmunum Sósialistaflokksins en hagsmun ir verkalýðshreyfingarþnlar hafa verið látnir víkja. Það er vissulega kominn tími tii þess að leysa æfintýramennina í stjórn ASI frá völdum. ANNES Á HORNINU k Var það árás á bindind- menn? k Hver varð árangurinn af framboði H-listans? k Sveinbjörn Jónsson svarar Jóhanni. þess að benda bindindismönnum á að „konstrúera" nýtt brot Áfengis verzluparinnar? Og því þá að koma upp um aðeins hana, þegar vitað er að áfengis búlurnar og leynivín salarnir selja einnig unglingum áfengi? En veit ekki Jóhann þinn, og þú líka, að löggæzlustarfið í Reykjavík tilheyrir lögreglustjóra borgarinnar? Er ekki hans að gæta áfengislaganna sem annars laga? Bindindismenn hafa ótal mörg önn ur verkefni í áfengismálum. stjóra: Sem allra fæst atkvæði á bindindismenn. A-A-maður var lát- inn skrifa langa grein og sjálfstæð istemplarar mergjaða pistla. ALLT FÓR ÞETTA af stað eftir útvarpsumræðurnar og á síðustu stundu til að eyða þeim samhug, sem bindindisfólkið vakti með ræð um sínum. Þótt Jóhanni þínum hafi fundist þær „blautt þvaður'* og „um ekki neitt“ lítur ekki út fyrir að Sjálfstæðismönnum liafi þótt það. Að sjálfsögðu ætti Jó- hann að snúa sér beint til yfir- manns löggæzlunnar í landinu með lögbrot Áfengisvefzlunarinnar og þá einnig lögbrot annarra áfengis sala, ef liann af heilum hug vill klekkja á slíkum lögbrjótum, og forða æsku landsins frá áfengis kaupum." SVEINBJORN JONSSON for- stjóri skrifar: „Iíamies minn! Nú fimist mér að þér vera farið að fiirlast. Því tekurðu í pistla þína annað eins bréf og það frá Jóhanni um áfengiskaup unglinga sl. mið vikuÖEg. Ef gjálífir unglingar lcsa þig, mun þeim finnast bréfið fyrir taks kennsla og örvun til áfengis kaupa. Sé Jóhaijn þinn einlægur áfengisandsæðingur hefði hann átt að nota ritmennskuna á lieppilegri háít. EN ALLT BENDIR TIL að hann hafi fyrst og fremst yiljað ná til bindismanna. „Bindindismenn ættu í staðinn fyrir þvöglulegar ræður um ekki neitt að koma UPP um „svona framferði." Því gerir sá rnikli maður það ekki sjálfur í stað TÓKSTU EFTIR ÞVI hvernig „þvoglulegar ræður“ bindindis- fólks í útvarpinu um daginn verk uðu á Sjálfstæðismenn? Þeir urðu svo hræddir um að tapa meiri- hluta í borgarstjórninni að sjálfur forsætisráðherrann fór á stað í stærsta samkomusal landsins og spurði: „Hvert mundu Sjálfstæðis- ,menn þá stefna reiði sinni? Og eina jráðið til að afstýra hættunni: - 'að atkvæðin sem H-listinn fær verði svo fá að .... “ Svo kom há- punktur ræðunnar, sem auðvitað var líka birtur í MorgunbL: „Við Sjálfstæðismenn crum auðvitað dá lítið hreyknir af afrekum fortíðar innar .... “ Sjálfsagt í áfengismál um sem öllu öðru. „Þvögluræðurn ar“ framkölluðu einnig samskonar áskorun í Morgunblaðinu frá bind indis-alþingismanni og banka- ÉG HRINGDI TIL JÓHANNS og fékk liann að sjá þetta bréf. Hann ! hafði þetta að segja: „Þó að for- stjórinn vilji láta líta svo út sera ég hafi átt við ræður fulltrúa bind indislistans í borgarstjórnarkosn- ingunum, þá átti ég alls ekki við þær, síst þær, því að þar gengu bindindismenn þó í eitt skipti fram til baráttu. Ég átti fyrst og fremst við Templarana, sem maður sér ekki, að geri nokkurn skapaðan hlut annað en að hlusta á sömu ræð urnar áratug eftir áratug á stúku- fundum. MEÐ BRÉFI MÍNU var ég að hvetja il baráttu gegn áfengisböl- inu, raunverulegrar baráttu, en ekki lokuðu klúbbstarfi. Það hefði verið til framdráttar þessum mál Framhald á 15. síðu. 2 16. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.