Alþýðublaðið - 16.06.1962, Síða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1962, Síða 5
LJÓSMYNDIRNAR TÓK ODDURÓLAFSSON \ hvítar húfur og þeim, sem setja upp svarta á morgun. Nýslegnu stúdentunum í dag finnst þeir, sem halda upp á 25 ára stúdentsafmæli ósköp gamlir, — en eftir 25 ár hafa þeir komizt að raun um, að unglingsárin hafa hækkað gífurlega! í ALÞINGISHÚSS- GARÐINUM sitja stúdentar með sælubros á vör fyrir framan alla ljósmynd- arana og alla aðstandenduma og forvitna fólkið, sem klifrar upp á garðvegginn. Þau brosa og brosa, enda eru þau öll ákaflega ánægð með lífið og tilveruna. — Framtíðin bíður svo óendanlcga óörugg og spennandi. Stúlkurn- ar eru sumar í hvítum drögtum, en aðrar í svörtum drögtum með nýtízkulegri vídd í pilsinu eða kjóliegt snið á jakkanum. Þann- ig breytir tízkan svolitlu í svip stúdentanna, — þótt gleði þeirra sé söm í dag og hún var í hjört- um þeirra, sem urðu stúdentar fyrir mörgum árum og sungu: Sjung om studentens lyckliga dag ... Þorkell Helgason var hæstur þeirra, sem nú tóku. stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykja- vík á þessu vori. — Varst þú í stærðfræðideild? — Já. — Og hvað ætlastu fyrir í fram tíðinni? — Ég hef hugsað mér að leggja stund á stærðfræði. — Við' hváða skóla? — Við háskóla í Boston. — Hvað fékkstu í aðaleink- unn? Ilalldóra Halldórsdóttir Baldur Símonarson Þorkell Ilelgason. Á SAL stóðu „nýslegnu” (eins og forset- inn sagði) stúdentarnir, og stúd- ínurnar tvístigu dálítið af ó- þreyju. Háhælaðir skór með mjó- um tám eru ekki beinlínis ætl- aöir til langrar stöðu. Og kenn- ararnir sátu upp á klæddir og alþýðlegir á svipinn. Kennarar verða alltaf alþýðlegir á svipinn eftir próf. Jubilantarnir töluðu hverjir af öðrum og færðu skól- anum kveðjur, þakkir og gjafir. Það var eins skrifað utan á um- slögin í höndum nýstúdentanna í gær og mnslög stúdentanna, sem þarna stóðu í fyrra með hvít- ar húfur og rós eða nellikku í hnappagatinu, — en nú eru þeir stúdentar komnir með svartar húfur. Það er eins og einn ræðu- mannanna sagði: í dag er mikill munur á þeim, sem ganga með Jóhanna Líndal, Tómas Zoega. - 9,31. — Þú hefur ekki slegið slöku við í vetur? — Ég veit ekki, hvað á að segja um það, — ég hef hraðfallið frá landsprófi, — þá fékk ég 9,51. — Held ’rðu, að þú saknir menntaskólans? — Ég veit ekki. Það er gaman að' leggja út á nýjar brautir. — Já, og svo færðu auðvitað stóra styrkinn í nesti? — Ég veit það ekki, — það er ekki nitt að ákveða það, —, en ég geri mér ískyggilega mik’.ar vonir í þá átt ... — Til liamingju. HalLdóra , Ilalldórsdóttir var ein þeirra ungu síúdína, sem tók við stúdentsskírteininu á hvítri dragt mcð vídd í pilsinu a la Dicr. — Varst þú í máladeild? - Já. - hvað ætlar þú að' gera í framtíðinni? — Ég veit ekki, — taka fýluna I vetur og sjá svo til. — Er ekki sérstaklega gaman að lifa í dag? — Jú, dásámlegt. — Heldurðu, að þú saknir ekki skólans? — Jú, og bó! Það er gaman að byrja á einhverju nýju. — Til hamingju. Baldur Símonarson varð næst hæstur á stúdentsprófi í Mennta- skólanum í Reykjavík í ár. Ilann hlaut einkunnina 9,10. í vetur, þegar spurningakeppn in milli skólanna fór fram í út- varpinu, var Baldur í liði Mennta skólans og stóð sig þar með mikl- um ágætum. Enda bar lið' skólans sigur af hólmi í keppninni. — Hvað um framtíðina Bald- ur? — Framtíðin plumaði sig vel í vetur, sagði þá Þorkell Helgason, sem kom þarna aðvífandi til að sæltja verðlaunabunkann sinn, sem lá á borði þarna skammt frá. (Til skýringar skal því skotið inn í. að FramtíSin er málfundafélag menntaskólanema). — Já, það má með sanni segja, sagði Baldur. — Hvað hyggstu fyrir í sumai? — Ætli ég reyni ekki að aiá mér í einhverja þægilega skuií- stofuvinnu. — Og hvað tekur svo við? > — Það er ekki gott að segja. Annað hvort ætla ég að leg§,ja stund á læknisfræði eða lífefna- fræði. En annars er þetta allt ó- ákvcðið og bezt að segja sem minnst, því að blaðamenn snúa öllu við. J Framh. á 12. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júní 1962 £

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.