Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 3
rVV imUUMMMMUMHUUmMMHMHttMUUMHHWMUmiUmHMMWUHIHMIHHMIHMHIMHMtM'IHMHMMMMmMHHMUMVMMHUHUMmUHW VAÐ VAR AÐGERA KUBU? MAGNUS Kjartansson, rit- stjóri Þjóðviljans, hefur dvalizt á Kúbu seinni hluta sumars. Er Magnús vanur að fara langa ferð austur fyrir tjald á kostnað erlendra kommúnistaflokka hvert ár, en að þessu sinni lief ur hann verið sendur til Kúbu. Hver skyldi vera tiigangurinn með dvöl Magnúsar á Kúbu í stað þess að fara austur fyrir tjald? Skyldi það standa í sam bandi við þá viðburði, sem gerzt hafa þar syðra einmitt þessar vikur, sem Magnús hefur dval izt þar, er Sovétríkin liafa sent þangað um 4000 hermenn og sérfræðinga og komið sér þar fyrir með eldflaugar, önnur vopn og tæknilega yfirstjórn? Kommúnistar gera ekki slíka hluti út í bláinn. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því, að þeir ákveða úti í löndum að kosta dvöl Magnúsar Kjartanssonar suður á Kúbu. Skyldu þeir telja að ein eyþjóðin í Atlantshafi geti lært af annarri? Ætli þeir geri sér vonir um, að þróun mála á íslandi verði eitthvað svipuð og á Kúbu? Er Magnús ætlað að flytja íslenzkum komm únistum lærdóma frá þeirri ut- anríkispólitík, sem fest hefur Kúbu í net kommúnistaríkj-- anna? Alþýðublaðið hefur um langt árabil haldið fram, að tilgangur íslenzkra kommúnista sé tví- þættur: Fyrst ætli þeir með hlut leysisbaráttu sinni og samtaka hernámsandstæðinga að losa ís land úr tengslum við nágranna- ríkin. Síðan ætli þeir að tengja landið sem nánustu böndum við kommúnistaríkin í Austur- Evrópu og tryggja Sovétríkjun um andstöðu hér á landi í bar- áttu sinni fyrir heimsyfirráð- ura kommúnismans. Ýmsum hefur fundizt þetta ótrúleg tilgáta hjá Alþýðublað- inu og talið, að blaðið léti í- myndunaraflið hlaupa með sig í gönur í baráttunni gegn komm únistum. En hvað sýnir reynsl an á Kúbu, sem Magnús Kjart- anssson hefur verið kostaður til að skoða og segja félögum sín- um frá? Þegar Castro var að berjast fyrir völdum með þjóð sinni, hélt hann. afdráttarlaust fram að hann væri lýðræðissinni og lofaði fólkinu kosningum skömmu eftir að hann næði völdum. Hann þóttist vera rót- tækur umbótamáður, sem vildi kollvarpa illræmdri einræðis- stjórn. Þessi loforð hefur Castro öll svikið. Hann hefur sett upp aðra einræðisstjórn í stað þeirr ar, sem hann kollvarpaði, og svikið loforðin um kosningar. Hann hefur reynzt vera hreinn kommúnisti, sem tók upp náið samband við Sovétríkin og ör>n ur járntjaldslönd. Hann byrjaði á að auka viðskíptin í austur- vegi stórkostlega (eins og ísl. kommúnistar vilja gera) og í kjölfar viðskiptanna kom fjöldi tékkneskra og rússneskra „sér fræðinga“. Síðan kom næsta skrefið, sem stigið var einmitt meðan Magnús Kjartansson var á Kúbu. Castro óskaði eftir rússnesku herliði og vopnum, og hann hefur nú fengið það. Það cru um 4000 hermenn og sérfræðingar komnir til Kúbu. Við Marielflóa, skammt frá Havana, er búið að reisa 4 m. háan múr umhverfis hafnar- hverfið, þar sem rússnesk her- gögn eru geymd, bændur hafa verið reknir af jörðum sínum i Las ViIIas-héraði, skammt frá bæjunum Sagua da Grande og Porto Isabella. Hið sama hefur gerzt umhverfis San-Julian flug völlinn. Samtímis hefur eftirlit með erlendum fréttamönnum verið Iiert stórlega og ferða frelsi skert. í Moskvu virðist Krjústov vera harla ánægður með þann árangur, sem hann hefur náð á Kúbu. Hann hefur sagt að meðan Che Guevara dvaldist í Moskvu nýlega hafi stjórn kú- banska lýðveldisins óskað eftir hjálp með vopnum og sérfræð- ingum Samkomulag hefur náðst „Svo lengi sem árásarþyrstir heimsvaldasinnar halda áfram að ógna Kúbu“, sagði Krjústjov „er fyllilega réttlætanlegt af lýðveldinu að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt... og allir sannir vinir Kúbu hafa fullan rétt til að verða við þeim óskum.“ Þannig gekk það fyrir sig Gæti þetta sama ekki gerzt á ís- landi, ef kommúnistar kæmust hér til valda? Dettur raunar nokkrum hugsandi manni í hug, að þetti mundin EKKI gerast eins hér, ef kommúnistar fengju aðstöðu til? Fyrsta skrefið til að undirbúa valdatöku kommúnista er auð vitað að losa ísland úr Atlants- hafsbandalaginu, gera það varn arlaust, og hindra að það hafi nokkur tengsl við Efnahags- bandalagið. Síðan gæti komið til dæmis samstjórn kommúnista og framsóknarmanna, ef að- stæður leyfðu. Þá mundu fyrst verða stóraukin viðskipti við Austur-Evrópu og tekin stór- lán í Rússlandi, en Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson voru tilbúnir að taka slík lán þegar í vinstri stjórninni og hefðu gert, ef Alþýðuflokkur- inn hefði ekki hindrað það. Lán unum mundi fylgja rússneskir sérfræðingar í stórhópum. Svo væri hægt að setja í gang nýtt landlielgismál eða einhverja slíka deilu við nágrannaríki okkar, og nota hana til að leita eftir frekari hjálp Rússa. Síðan mundi Krústjov geta sagt í Moskvu: Þegar Lúðvík Jósefsson og Einar Olgeirsson voru hér á ferð, óskaði ríkis- stjórn lýðveldisins íslands eftir aðstoð. Meðan árásarhneygðir heimsveldissinnar halda áfram að ógna íslandi, var sjálfsagt að óska eftir hjálp og hinum sönnu vinum íslands bar skylda til að veita hana. Þetta eru atburðir, sem GÆTU GERZT. Þetta eru at- burðir, sem kommúnistar óska eftir að gerist. Þess vegna var , Magnús Kjartansson sendur til Kúbu til að læra af Castro og j sjá, hvernig þetta fer fram — hvernig þjóðinni er sagt frá þessu í einhliða áróðri lieima fyrir. Þetta hefur allt gerzt á Kúbu. íslenzkir komúnistar hafa sér- stakan áhuga á, hvernig þetta gerðist þar. Gæti það ekki gerzt líka á íslandi? Senor Magnús WAIMMMV:.VW.^MMM%M%MMMM%%M%MMMMMMMMMM%MVMM%MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM%MMM4iVVL****^*****< Laus staða Staða fulltrúa liér við embættið (í skrifstofu almannatrygg- inga) er laus til umsóknar nú þegar. Laun samkv. VII. fl. launalaga. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. okt. n.k. Bæjarfógetinn á ísafirði 14. sept. 1962. atráðskona og starfsstúlka óskast ®ð vistheimilinu að Arnarholti. Upplýsingar í síma 22400. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Síldarstúlknahappdrættinu lokið ÞÆR SIGRUÐU í ÁR ALÞÝÐUBLAÐIÐ sendir Hörpu í Höfðakaupstað, Halldóru á Ólafsfirði og Frið- riku í Dalvík kveðju sína og óskar þeim til hamingju með unninn sigur í síldarstúlkna- happdrætti blaðsins. Nöfn þeirra komu upp þegar við drógum núna um helgina, og hlaut Harpa hæsta vinninginn (3.000 krónur), en starfssystur hennar sínar þúsund krónurnar livor. Hér eru nöfnin: Harpa Friðjónsdóttir, Lækj- arhvammr, Höfðakaupstað. Hún saltaði í sumar á söltunarstöð- inni Kast. Halldóra Gestsdóttir, Kirkju- vegi 6, Ólafsfirði. Hún saltaði hjá Auðbirni hf. Friðrika Jónsdóttir, Hafnar- braut 12, Dalvík. Hún saltaði. hjá Söltunarstöð Dalvíkur. ; Alþýðublaðið þakkar þeim, og öllum hinum síldarstúlkn- um, sem tóku þátt í síldarhapp- drætti okkar í ár, og biður sig-r urvegarana vel. að njóta kaup-f uppbótarinnar. !i i: ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. sept. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.