Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 2
ÆEemöHKStO) Ritstjórar: Gísli J Ástþórsron (áb) og Benedikt Gröndal,—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 -- 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 55.00 é mánuði. í lausósölu kr. 3 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Fram- kvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Dagsbrún bíður svars FYRIR NOKKRUM DÖGUM lögðum við fyrir íkommúnista allmargar spurningar varðandi af- <stöðu þeirra til málefna verkalýðssamtakanna. Svo virðist sem Þjóðviljinn eigi erfitt með að svara, því enn hefur aðeins birzt í því blaði útúrsnúningur úr einni spurningunni. Hinum hefur blaðið ekki treyst sér til að svara einu orði. Kommúnistar telja sig hafa háð „sigursæla varn arbaráttu“ fyrir iverkalýðinn. Við spurðum, hvort að það teldist vera sigursæl varnarbarátta, að Dags brúnarmenn skuli hafa fengið mun minni hækkun en aðrar stéttir á sama tíma, sem ríkisstjórnin hef ur lýst þeirri skoðun sinni, að hinir lægst launuðu eigi að fá meira en aðrir. Þessu fást kommúnistar ekki til að svara afdrátt arlaust, og er því rétt að krefja þá svars. Alþýðu- blaðið hefur ekki skrifað gegn neinum þeim hækk unum, sem önnur félög hafa fengið, og er gagn- spurning kommúnista því út í hött. Hins vegar tel •ur blaðið, að ríkisstjómin hafi haft fullkomlega rétt fyrir sér um það, að hinir lægst launuðu ættu, eins og nú standa sakir, að fá mestar hækkanir. Eru (kommúnistar sammála því eða ekki? Það er athyglisvert fyrir Dagsbrúnarmenn, hvaða hlutverk kommúnistar hafa ætlað félagi þeirra. Þeir eru allaf látnir ríða á vaðið, þegar taka þarf upp baráttu fyrir hækkunum. Oft verða þeir að leggja hart að sér í löngum verkföllum, en svo (koma launahærri stéttirnar á eftir og fá án fórna sömu hækkanir — og oftast meiri. Þetta kerfi þjónar sannarlega ekki hagsmunum verkamanna, en það virðist þjóna pólitískum hags- amunum kommúnista- Með stjórn sinni á Dagsbrún nota þeir aðstöðu sína, þegar þeim þóknast og eins og þeim þóknast. Væri æskilegt, að einhverjir aðr- ir en Dagsbrúnarmenn beri í framtíðinni þungann af baráttu, sem allir njóta góðs af síðar. Ósigur kommúnista FYRIR FÁUM ÁRUM réðu kommúnistar lögum og lofum í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykja- tvík. Virtist það vera eitt sterkasta vígi þeirra í verkalýðshreyfingunni og fóru þeir með fjármuni og eignir félagsins eftir eigin höfði, sýnilega í trausti þess, að þar mundu ekki aðrir fjalla um. Eftir að lýðræðissinnum tókst að vinna félagið af kommúnistum, er allt þetta breytt. Félagsstarfið er annað og frjálsara, og kjarabaráttan hefur borið meiri árangur en undir stjórn kommúnista. Smárn saman hefur verksmiðjufólkið skilið, hversu illa kommúnistar héldu á málum þess. Nú er fylgi kommúnista í félaginu orðið svo lítið, áð þeir treysta sér ekki til að bjóða fram til Alþýðusam- bandsþings. Þetta er einn mesti ósigur þeirra í yerkalýðshreyfingunni. ' BEN GURION, vitmaðurinn og göfugmennið, leiðtogi ísraels- nianna, hefur dvalið á íslandi og kvatt. Ég vil endurtaka þau orð mín fyrir nokkru, að þetta er merkasta gestkoma okkar íslend- inga. Mér er kunnugt um það, að lieimsóknin tókst með miklum á- gætum. Það er ekki sízt að þakka glæsilegri og hlýrri en léttri fram komu forsætisráðherra, enda mun hann fljótt hafa fundið að gestur inn og kona hans urðu snertin af þeirri glaðværð og hlýju, sem ein kennir Ólaf Thors þegar hann er ekki í herklæðum og stendur ekki í vígaferlum. FORSÆTISRÁÐHERRARNIR voru ekki aðeiris gestur og gest- gjafi. Þeir urðu vinir. Það er þýð ingarmikið fyrir þjóðirnar báðar, ekki sízt okkur íslendinga. Það er óvíst að Ben-Gurion hefði komið hingað til lands, hefði hann ekki áður verið búinn að fá nákvæmar fregnir af íslendingum og orðið var við einlæga hrifningu utanrík isráðherra síns Goldu Meir, en hún dvaldi hér í lieimsókn og átti, eftir heimkomuna, ekki orð yfir hinar ágætu móttökur, sem hún hafði fengið hér. Þetta mun Ben-Gurion beinlínis hafa sagt meðan hann "var hér. og hugsjónamaður. Hann fer ekki í öllum atriðum troðna slóð dipló- mata. Þess vegna getur maður ráð. ið nokkuð skoðanir hans á þjóð- inni af nokkrum ummælum hans meðan hann dvaldi hér. IIANN MÆTTI á fundi nokkurra Alþýðuflokksmanna. Hann ræddi þar mjög um þann hugsjónaeld, sem logar svo skært í hjörtum ísraelsmanna. Hann lagði megin- áherzlu á hugsjónirnar, hugsjónir heilla þjóða og stefna, meðal ann ars jafnaðarstefnunnar, sem hann fylgir. Hann lék á als oddi, hafði þau orð um, að í sál hvers axanus væri rík þörf fyrir samhjálp og fórnfýsi. EINN AF RITSTJÓRUM Morg- I unblaðsins ræddi við hann. í lok viðtalsins segir ritstjórinn að hann hafi sagt, að íslendingar hefðu heitt hjarta, en höfuðið væri fullt af ís .. . Ég vil ekki bera brigður á að ummælin séu rétt eftir höfð. Meginefnið mun vera rétt. Ben Gurion hefur fundist, að hin ís- köldu efnahagsmál væru ofarlega í hugum íslendinga, að velgengnin í efnahagsmálunum stigi okkur um of iil höíuðfe. HANN HEFUR SÉÐ RÉTT, en vert er líka að leggja sér það á minnið, að ekki er ólíklegt að sum um ísraelsmönnum þyki spámaður þeirra og leiðtogi stundum um of lítið raunsær í cfnahagsmálunum. Það er líka skiljanlegt. En það er um þetta eins og annað: Sjáendurn ir, hugsjónamennirnir, finna leiðir, vekja til framtaks og dáða, en aðr ir þurfa oft að reikna út sporin. Hannes á horninu. Berlitz-skólinn tilkynnir EN HVERNIG líta erlend stór- menni á þjóð okkar eftir heim- sókn og náin, og þó stutt, kynni? Það er aðalatriðið. Gestir ræða ekki mikið um slíkt, meðan þeir njóta gistivináttu og almenn um- mæli í blöðum eða útvarpi, skála- ræður og tækifæris, eru fyrst og fremst kurteisi og sjálfsagðir lilut- ir. Menn taka slík ummæli eins og þau eru töluð á hátíðlegri stund. Ben-Gurion er opinskár maður — Tungumálanámskeiðin hefjast í lok mánaðarins og innritun er hafin, .Enska, þýzka, ítalska, franska. 8 manna flokkar og einkaflokkar. Innritun daglega frá kl. 2—7. BERLITZ-SKÓLINN Brautarholti 22. — Sími 1-29-46. SÝNING á Taylorix-bókhaldsvélum og vör- um tilheyrandi bókhaldi verður haldin í Sýningarskálanum, Kirkjustræti 10, daga-na 18. — 23. þ. m. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 — 12 og 13.30 — 19. 2 18. sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.