Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 8
FJÖLSKYLDAN hefur alltaf verið og er undirstaða þjóðfélags- ins. Rfluð byggir skipulag sitt, reisir stofnanir sínar, semur lög sín og áætlanir fram í tímann allt út frá velferð, stöðugleika og ham ingju fjölskyldunnar. Fjölskylda eru foreldrar og börn, án bama er hún ekki sem skyldi. Börn, er njóta alúðar og ástríkis foreldra sinna, eru mesta jarðnesk eign þeirra og augna- yndi. En aðeins bam, sem er vel upp alið, velheppnað og velkomið í heiminn, getur fært hamingju. Tvær manneskjur sem giftast á aldrinum 20-25 ára, geta alið 10-15 börn saman á 25 ára tíma- bili, ef þau eru heilbrigð og sam- líf þeirra er eðlilegt. Það myndi samræmast eðli náttúrunnar, en mundi það samræmast þörfum þjóðfélagsins og óskum foreldr- anna sjálfra? Því það er ekki nóg að ala börn, það verður líka að fæða þau, klæða og mennta þau, og allt það er miklu erfiðara. Nútíma maður vill halda fersk- leika og nautn kynlífsins ásamt vörnum gegn afleiðingum þess, þegar þær eru óæskilegar. Það verður að fullnægja þess- ari miklu eðlishvöt, kynhvötinni. Það, sem um er að ræða, er að breyta hreinni líkamlegri ástríðu í varanlega ást, gagnkvæma ást- úð, sem skapast með börnunum, því að vona og verða fyrir sam- eiginlegum vonbrigðum og vinna saman í þágu fjölskyldunnar. — Stórar fjölskyldur er helzt að finna, en þó ekki alltaf, þegar hjón eiga í hlut, sem í einfeldni eru ánægð í fátækt sinni, eða hafa ekki miklar áhyggjur út af framtið barna sinna, og láta þjóð félaginu eftir þá skyldu, að sjá fyrir þeim. Oftast ramba stórar fjölskyld- ur á barmi fátæktarinnar, meðal ómenntaðs og lægra fólks, þar sem um vangefið fólk er að ræða eða drykkjusjúklinga. Hættulegustu þegnar þjóðfé- lagsins koma einmitt frá slíkum fjölskyldum. Vegna þess, að gáf- aðri foreldrar, sem líta alvarleg- um augum á stöðu þeirra og barn anna í þjóðfélaginu, vilja tak- marka barneignir sínar, hafa fóst- ureyðingar aukist mjög í Pól- landi og öðrum ríkjum eftir stríð- ið. Foreldrarnir, sem ekki hafa getað gefið börnum sínum betra uppeldi en þau sjálf fengu í æsku, hafa gripið til fóstureyðing- ar, aðferð, sem brýtur í bága við þeirra siðfræði, sem er algjör- lega heiðarleg. Þó að erfiðleikamir séu mikl- ir í ofstórum fjölskyldum, er einnig nauðsynlegt, að veita at- hvg;j tilvilianabundnum erfiðleik- um minni fjö’skyldna. Veikindi konunnar, báðir for- eldrar stunda nám, eða venjuleg vandræði nýstofnaðrar fjölskyldu, alit getur þetta mætt hjón, sem ættu að ala fjölda bama, en slá því á frest þar til aðstæðurnar batna. Það eru einnig til hjón, sem vilja. eignast börn, en eru ekki fær um það. 10-15% allra fjöl- skyldna eru þannig stödd. Þjóð- félagið á að koma þeim til hjálp- ar. Læknisfræðin hefur yfir,<fjölda ráðum að búa, sem geta hjálp- að í slíkum tilfellum. Svo er kynferðislíf, sem er rétti lega álitið mjög náið samband karls og konu, en ætti þrátt fyr- ! g 18. sept. 1962 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.