Alþýðublaðið - 18.09.1962, Blaðsíða 7
Tilkynning til húsbyggjenda og
byggingameistara í Kópavogi
Að marggefnu tilefni tilkynnist hér með öllum, sem hlut
eiga að máli, að frá birtingu þessarar auglýsingar er ó-
heimilt að hefja nýbyggingar eða breytingar og viðbætur
á eldri húsum án samþykkis bygingarnefndar Kópavogs-
bæjar.
Sömuleiðis er óheimilt að hefja byggingaframkvæmdir inn
án Kópavogskaupstaðar, ef múrarameistari og trésmíða-
meistari hafa ekki skrifað á afrit uppdráttar á skrifstofu
byggingafulltrúa.
Það skal ennfremur tekið fram, að með öllu er óheimilt að
víkja frá samþykktum uppdráttum án leyfis byggingar-
nefndar.
Húsbyggjendum ber að skila sérteikningum af húsum skv.
bráðabirgðaákvæðum, er bæjarverkfræðingur hefur sett og
fást á skrifstofu byggingafulltrúa frá 20. þ. m. og taka um
leið gildi.
Athygli skal ennfremur vakin á því, að skrifstofu bygginga
fulltrúa skal gert kunnugt um, er úttekt fer fram á grunni,
rakavarnarlögnum, frárennslislögnum, öllum járnalögnum
og þökum.
Brot eða vanræksla á ofangreindum atriðum svo og öðrum
ákvæðum gildandi byggingarsamþykktar varðar fébótum
niðurrifsskyldu og réttindamissi byggingameistara í sam-
ræmi við ákvæði í 38. og 39. grein byggingarsamþykktarinn
ar.
Kópavogi, 17. sept 1962.
Byggingafulltrúinn í Kópavogi.
FRAMTÍÐARSTARF
SKRIFST OFUMENN
Viljum ráða menn til bókhalds og almennra skrif-
stofustarfa hjá kaupfélögum úti á landi.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald
SÍS, Sambandshúsinu.
Viljum ráða mann strax til bókhalds og endur-
skoðunarstarfa. Starfið er fjölbreytt og útheimt-
ir nokkur ferðalög.
Nánari upplýsingar gefur Starfsmannahald
SÍS, Sambandshúsinu.
STARFSMAN NAHALD
7 % launahækkun fyrir
opinbera starfsmenn
UNDANFARIÐ hafa staðið
yfir viðræður milli samninga-
nefndar af hálfu fjármálaráð-
herra annars vegar og kjararáðs
starfsmanna ríkis og bæja hins
vegar um launabætur til handa
starfsmönnum ríkisins til sam-
ræmis við þær launahækkanir,
sem orðið hafa hjá öðrum stétt-
um á undanförnum mánuðum. I
bráðabirgðaákvæði við Iög nr.
55 1962 um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna, er gert
ráð fyrir, að Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja geti kraf-
izt launahækkana ríkisstarfs-
manna, ef almennar og veruleg-
ar kauphækkanir verða þar til
kjaraákvæði samkvæmt lögun-
um koma til framkvæmda.
Með bréfi, dagsettu 27. júní
s. 1. gerði bandalagið kröfu um
launabætur samkvæmt fyrr-
nefndu lagaákvæði.
Á laugardaginn var undirrit-
aður samningur af f jármálaráð-
herra og kjararáði um að ríkis-
starfsmenn fái 7% launahækk-
un, auk þeirrar 49c hækkunar,
sem þeir fengu 1. júní s. 1.
Launahækkun þessi gildir frá
1. júní s. I. og verður greidd
með októberlaunum. Hækkun
þessi greiðist einnig á yfir
vinnu.
Kjarasamningur þessi er
hinn fyrsti, sem gerður er milli
ríkissjóðs og Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja samkvæmt
hinum nýju Iögum.
Myndin er tekin að lokinni
undirskrift kjarasamninga B. S.
R. B. og ríkisins. Til vinstri við
fjármálaráðherra sést kjararáð
B. S. R. B. , en til hægri samn-
inganefnd ríkisins. Á myndinni
eru talið frá vinstri:
Haraldur Steinþórsson, starfs
maður kjararáðs. FIosi Hrafn
Sigurðsson, Teitur Þorleifsson,
Páll Hafstað, Inga Jóhannes-
dóttir, Kristján Thorlacius,
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, Sigtryggur Klemenz-
son, Gunnlaugur E. Briem, Jón
Þorsteinsson, Jón E. Þorláks-
son, starfsmaður samninga
nefndar ríkisins.
Kjörstjórn vísaði kæru kommún-
ista frá.
, í ASB urðu úrslitin þau, að listi
! kommúnista hlaut 110 atkv. en
! listi iýðræðissinna 70. Við fulltrúa-
kjörið 1960 hlutu kommúnistar 93
] en lýðræðissinnar 74. Ekki var
| nein kosning við stjórnarkjörið í
1 vetur. — ASB fær 3 fulltrúa á
þing ASÍ.
í félagi járniðnaðarmanna hluta
kommúnistar 201 atkv. en lýðræðis
sinnar 87. En síðast hlutu kommar
213 en lýðræðissinnar 97. Járn-
iðnaðarmenn fá 5 fulltrúa á þing
ASÍ.
Kommar
W
i
Múr-
arafélaginu
KOSNINGAR til Alþýðusam-1 kjörið í vetur hlutu lýðræðissinnar
bandsþings í þremur verkalýðs- 114 en kommúnistar 74. Fulltrúar
félögum, sem fram fóru um helg-1 múrara á þingi ASÍ verða: Eggert
ina breyta engu um hlutföll á
næsta þingi ASÍ, þar eð úrslit
urðu óbreytt miðað við síðasta
fulltrúakjör. Lýðræðissinnar héldu
Múrarafélaginu, en kommúnistar
Félagi járniðnaðarmanna og ASB.
Lýðræðissinnar bættu aðstöðu
sína í múrarafélaginu. Listi lýð-
ræðissinna hlaut þar 114 atkv.
en listi komma 53. Við stjórnar-
G. Þorsteinsson, Einar Jónsson og
Hilmar Guðlaugsson.
Kommúnistar munu hafa orðið
fyrir miklum vonbrigðum með úr-
slitin í Múrarafélaginu, þar eð:
þeir misstu algerlega stjórn á sér j
og hafa nú kært kosninguna í fé-
laginu. Telja kommúnistar í Múr-
arafélaginu að kosnir séu of marg-
ir fulltrúar í félaginu á þing ASÍ.
Reknetaveiði i Miðnessjó
UNDANFARIÐ hafa tveir Hafnar-
fjarðarbátar verið á síldveiðum
hér sunnanlands. Bátarnir munu
hafa verið við veiðarnar í rúma
viku og eru með reknet. Þeir hafa
lagt í Miðnessjó og munu hafa
aflað sæmilega.
Sunnanbátar eru nú flestir, ef
ekki allir, komnir að norðan, en
síidveiðar hér sunnanlands munu
tæplega hefjast að marki fyrr en
^ eftir mánaðamót. Bæði er það að
bátarnir þurfa allir í slipp eftir
sumarið, og eins mun áhöfnum
I ekki vanþörf á hvíldinni þar sem
'landlegur hafa sjaldan eða aldrei
á sumarvertíð verið jafn fáar og á
liðnu sumri.
Ekkert hefur enn verið ákveðið
með síldarleit hér sunnanlands í
haust. Ægir er nýkominn að norð-
an, en hann þarf nú að fara í vél-
arhreinsun eftir langa útivist. —
Fanney og Pétur Thorsteinsson
munu koma um miðja vikuna. —
Talið er víst að Fanney muni
þurfa að fara í vélarhreinsun, en
Pétur var aðeins leigður til síld-
arleitar í sumar.
í fyrra hófst veiði hér sunnan-
lands ekki fyrr en seinnipartinn í
október.
Sukarno
fær fyrir
ferðina
Belgrad, 17. sept.
(NTB—Reuter)
ALÞJÓÐAFRJÁLSÍÞRÓTTA
RÁÐID veitti í dag íþrótta-
sambandi Indónesíu áminn-
ingu fyrir að hafa útilokað
ísraei og kf«verska þjóðern-
issinna á Formósv frá þátt-
töku i „Asíuleikunum“ í
Djakarta. Ráðið samþykkti
einnig, að mótið skyldi svipt
nafnir.u „Asáumetsíiaramót*
ið“.
s
MMMmMtUMHMMMWWi
ALÞÝ^UBLAÐIÐ - 18. sept. 1962
I