Alþýðublaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.09.1962, Blaðsíða 5
Murtuveiðin í Þing- vallavatni að hefjast NÚ CM helgina hefst murtuveið- in í Þingvaliavatni. Veiðin stendur venjulega í um það bil tvær vikur. ])að er eins með murtuna og síld- ina að veiðin er ákaflega misjöfn frá ári til árs. Síðastliðin þrjú ár hefur þó aflast vel. í ár mun veiðin verða stunduð frá 10 bæjum í Þingvallasveit og nokkrum bæjum í Grafningi. Það eru áraskipti að veiðinni, og að sjálfsögðu hefur veðráttan þann tíma, sem veiðin er stunduð sitt að segja. Veiði í net í Þingvallavatni hef- ur verið svipuð og vant er. Veiði í Þingvallavatni er ákaf- lega misjöfn og er víst lítt vitað hvernig á því stendur, enda hafa lifnaðarhættir murtunnar ekki ver- ið kannaðir að marki. Murtuveiðin í vatninu stendur í um það bil hálfan mánuð eins og áður er sagt. Á þessum tíma árs, kemur murtan upp á grynningar í vatninu til þess að hrygna. Að austan er murtan flutt hing- að suður og soðin niður hjá nið- ursuðuverksmiðjunni ORA í Kópavogi. Murtan er flutt út, einkum til Vestur-Þýzkalands. Ameríku og Frakklands og þykir þar hið mesta lostæti, sem og hér heima. þús. gestir heim- sóttu Árbæjarsafn NÚ ER hver að verða síðastur að skoða Árbæjarsafn, því safninuj verður lokað á sunnudagskvöld. Safnið var opnað 19. júní í sumar. Gestir, sem greitt hafa aðgangs-j eyri hafa orðið um 12 þúsund, en sé reiknað með börnum, sem kom- ið hafa í fylgd með fullorðnum, og því ekki þurft að greiða aðgangs- eyri, verður heildartalan um ' 18 þúsund. Það er um 70% aukning frá því í fyrra. Kaffisalan í Dillonshúsi hefur verið mjög vinsæl. Nú hefur ver- ið gerð útbygging við húsið, sem var á því áður, og verður eldhúsið þar, og rýmkast því um veitingar inni í húsinu. í Dillonhúsi er minningarher- bergi um Jónas Hallgrímsson, en hann bjó í húsinu veturinn 1841 — 1842. Þar sem ekki hefur náðst í húsgögn og aðeins fáa muni frá; skáldinu sjálfu, verður leitast viðj að búa herbergið húsbúnaði og j minningargripum frá öðrum skáld- j um. Nú er þar sófi séra Matthías-j ar Jocliumssonar frá Odda, rúm Gríms Thomsen frá Bessastöðum, náttlampi Jóns Trausta og skrif- borð frá Birni Jónssyni, ritstjóra. í sumar var lokið við íbúðarhús safnvarðar á staðnum, en því starfi gegnir Skúli Helgason. Að undanförnu hefur verið unnið við að endurhlaða torfvegg- ina utan um Væringjaskálann. — Ætlunin er að gera skálann, sem líkastan skálahugmynd séra Frið- riks Friðrikssonar. Þar verður einnig minjasafn skáta í Reykja- vík. Þótt safninu hafi nú verið lok- að, mun verða hægt að sýna mest- an hluta þess þátttakendum í hóp- ferðum, ef lótið er vita með nægi- legum fyrirvara, í síma 18000 Bikarkeppnin í DAG verður bikarkeppninni haldið áfram. Leika Týr og Fram B á Melavelli kl. 14.00. Er þetta leikur um sæti í aðalkeppninni, en þá koma liðin úr 1. deild inn í keppnina. Handagangur í tunnunum - þegar síldin kom ... SÆNSK blöð segja frá því, að um þessar mundir séu jól síldarfólks- ins í Svíþjóð. Með síldarfólki er átt við þá, sem þykja síldin af ís- landsmiðum herramannsmatur, en þeir eru margir þar í landi, ef trúa má opinberum tölum þar að lút- andi. Þar segir nefnilega, að Svíar eti mest af síld allra þjóða á hnettinum eða eftir því, sem næst er komizt 12 milljón kíló á ári. 14. september síðast liðinn birtu eænsku blöðin Dagens Nyheter og Stockholms Tidningen myndir og frásagnir af komu fyrsta síldar- farmsins frá íslandi í ár. Fjall- foss kom með 7290 tunnur til Gautaborgar og þá segja blöðin, að hafi byrjað nokkurs konar að- fangadagskvöld hjá síldarsælker- um. Allir síldarsérfræðingar í Gautaborg voru staddir á bryggj- unni og lok var slegið af 10 tunn- um. Að þeim réðust Svíarnir með vatnið í munninum og reyndu gæði síldarinnar með næmum og vel- æfðum bragðlaukum. Eftir svipn- um á síldarsérfræðingunum að dæma smakkaðist síldin bráðvel, segja blöðin. Búist er við sex skip- um með síldarfarm til Gautaborgar næstu daga, svo að þar verður nóg að gera. En ekki veitir af, segja Svíarnir. Og þeir segja,, að ýmis konar áróðursherferðir séu áform- aðar til að fá unga fólkið til að borða síld, miðaldra og gamalt fólk þurfi ekki að hvetja. Fjórir [sænskir togarar hafa verið á síld-j veiðum við ísland í sumar. FORMÆLANDI júgóslavneska stjórnarinnar fordæmdi harðlega í dag ruddalegar árásir kínverskra blaða á Tito forseta Júgóslavj. Hafa illan. Framhald af 1. síðu. blaðinu ,,Jyllands-Posten“ Jeið ari, þar sem höfundi þyk:r lít- ið koma til þessa brö'ts SAS, en er Loftleiðum mjög velviij- aður. Hér á eftir fer úvrlráttur úr leiðaranum: „Yfirmenn kíama og íara njá SAS, sífelldar endurskipulagn- ingar eiga sér stað og Skandi- navisku löndin þrjú þurfa af og til að létta pyngju sína fyrir félagið. En aldrei komast fast- ar skorður á hlutina, og þetta norræna flugfélag á erfttt með að láta endana ná saman. í Noregi er vaxandi óánægja með félagið, og útgerðarmaðurinn Ludvig Braathen hefuv' skarað í glæðunum með því að leggja til að Noregur gangi breinlega úr samsteypunni“. „Þetta íslenzka flugfélng or annars orðinn mikill keppinaut ur SAS á leiðinni yfir Atlants- liafið, og SAS er nú að undir- búa bardaga við þennan keppi- naut á sögueyjunni". „Berlinske Tidende segir þær fréttir frá Stokknó’mi, að SAS óski nú eftir því, að samkeppnismöguleikar Loft- léiða verði að engu geröir ‘. Þá vísar leiðarahöfundur í grein Berlinske Tidende,,þar sem seg ir að Loftleiðir hafi sótt margar milljónir á ári hverju á Skandi- naviska mark^ðinn. Hann heldur áfram: „Að BUDAPEST, 19. sept. (NTB-AFN). Ungverska knattspyrnuliðið Arasas sigraði í kvöld norska lið- ið Fredrikstad með 7:0. í liálf- leik stóðu Ieikar 5:0. Leikurinn var hluti af Evrópubikarkeppni og er Vasas þar með komið í 2. umferð. MMMHWMtMMHWMMMHU lét ekki sjá sig! TIL stóð að draga til verð- launaafhendingar úr skýrsl- um þeim, sem bifreiðastjórar gáfu í umferðakönnun þeirri, sem er nýafstaðin í Reykja- vík og nágrenni. í gær voru fréttamenn boðaðir til að vera viðstaddir verðlaunaaf- hendinguna og dráttinn, Lög reglustjórinn í Reykjavík, formaður FÍB og fleiri stór- menni var mætt í Hagaskól- anum með hóp fréttamanna til að liorfa á athöfnina. Af þeim hátíðleik varð þó ekki, þar eð fulltrúi borgardóm- ara, sem stjórna átti athöfn- inni lét ekki sjá sig, og þeg- ar hans hafði verið beðið í fulla klukkustund gáfust for-! ráðamenn fyrirtækisins upp og sendu hvern og einn fund armann til síns heima. Eng- in skýring fékkst á því, hvers vegna fulltrúinn Iét ekki sjá sig. mMmMWMMHWMWMtH fleiri og fleiri fljúga með Loft- leíðum, er mjög skilianiegt. Loftleiðir bjóða ódýrari far- gjöld. Þeir nota skrúfuvéiar og eru lengur á leiðinni en SAS, með sínar þottir. En fljiigi- maður með Loftleiðum getur maður grætt nokkur hundruð' krónur aðeins með því, að fiija „When FLYING... Lofleiðum hefur borizt mik ill fjöldi vinsamlegra bréfa frá fólki, sem ferðast hefur með flugvélum þess' og seg- ist jafnvel munu fljúga með því áfram, þó að SAS bjóði lægri fargjöld á þessari leið. Til gamans birtum við hér vísu, sem einn farþeginn sendi félaginu: When flying the Atlantic, wanting service surpreme. Try flying Icelandic, it’s a passangers dream. Þetta þýðir eitthvað á þessa leið: Þegar þú flýgur yfir Atlantshafið og vilt fá fullkomna þjónustu, þá .reyndu Loftleiðir, það er uppfylling draiuna farþeg vvMwwwwiwwwwvaw■ og sofa. Það skiptir ekki olia máli hvort það tekur sjö klukku stundir, eða heltningi lengri tíma, að komast til New York." Síðan ræðir greinarhöfundur nokkuð um IATA fargjaldaskrá samtakanna, kostinn og ókost- inn víð að vera í þessum heild- arsamtökum ílugfélaganna Hann segir síðan í lok leiðar- ans: „Hin þrjú skandinavisku lönd ættu að fara varlega cg hugsa sig tvisvar um, áður en þau ljá SAS hönd við að ryðja íslendingum út af flugleið ’þar er átt við fargjöld og þjónustu milli Evrópu og Ameríkui, sera hefur unúið sér marga „áharig- endur“ og viðskiptavini, bæði í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. í staðinn væri kannski ástæða til að læra eitthvað af hjriu norræna bróðurfélagi, sem flýg ur jú hægar, — en ekki sva’ lítið ódýrar, — og að því er bezt er vitað eftir fyllslu kröf-: um um öryggi". 60 tunnur i tveim lögnumí VÉLBÁTURINN Vonarstjarnan stundar nú reknetaveiðar frá, HafnarfirSi. Ilafa netin verið lögði tvisvar sinnum og hafa aflast rúm- lega 60 tunnur. Annar bátury, Reykjanesið, er að búa sig undir reknetaveiðar. i- Fimm bátar róa nú frá Hafnar- firði með fiskitroll, og tveir tih viðbótar eru að búa sig undir veið-i. j ar með fiskitrc laflað sæmilega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. sept. 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.