Alþýðublaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 1
Brezkur togari missir út mi Bað um fli vél til Skipstjóri á brezkum togara, Galilaean, hafði samband við Loft- skeytastöðina í Reykjavik rétt fjr ir kl. þrjú sl. nótt, og bað að vél yrði send að togaranum, var þá 15 sjómilur norð-austur af Homi, til að reyna að finna sjó- mann, sem fallið hafði útbyrðis. Loftskeytastöðin hafði þegar sam band við Slysavamafélagið og Landhelgisgæzluna, en það var tal ið tilgangslaust, að verða við þess ari beiðni, þar eð svo langt var að fara. Verið var að drbga inn vörpuna, þegar sjómaðurinn féll útbyrðis. Veður var gott, og taldi skipstjórinn að hann gæti kannski haldið sér á floti einhvarn tíma, sem þó hefði ekki verið meira en klukkustund vegna kuldans í sjón um. Voru settar út ljósbaujur og hélt togarinn sig á því svæði, þar sem maðurinn hafði fallið út. Öll leit var þó árangurslaus, og flug- vél ekki komið að neinu gagni sökum þess hve lengi hún hefði verið á leiðinni. Síðustu fréttir Frá Argentínu Samkvæmt nýjustu fréttum, eiga uppreisnarmenn og stjórnarlier- mennimir í bardögum á götum Buenos Aires. Skriðdrekasveit upp reisnarmanna hefur hertekið stjórnarbygginguna, og umferö í borginni hefur lamast. Flotinn kennir Guido forseta um neyðarástandiö og krefst þess að hann segi af sér cg mynduö verði byltingarstjórn þriggja foringja heraflans. Sjá frétt á 3. síðu. Vísindamaðurinn á mynd- inni er að prófa tækl til varnar gegn hákörlum. Hann fór á smákænu út á tjöra, sem hafði að geyma 10 feta langan mannætuhákarl. Að- ur en maðurinn haföi tima til að beita tækinu, var ha- karlinn búinn að læst yjaft- inum í kænuna. Tækið, sem er einhvers konar rafeinda- dæla, var samstundis sett í gang en þá hvarf hákarliim í djúpið. ÞRÍR bílar lentu í árekstri vlð Ægissiðu 96 um fjögur leytið i gær og skemmdust allir. Engin slys urðu á mönnum. Málsatvik voru þau, að stór bandarísk station bifreið var að draga fjögurra manna Fiat eftir Ægissiðuunt þegar fólksbifreið kom í miklum hraða eftir því sem líkur benda til og lenti aftan á Fiatnum, sem rann áfram og á þann fremsta. Fí- atinn skemmdist bæði að framan og aftan,4 en fremsti biUinn til- tölulega miunst. Tjón er talio all mikið. Bíll á hverja 6,5 Reykvíkinga YFIR 50 BÍLAR í LÁNUM ALLA DAGA ÍSLENDINGAR áttu um síðustu áramót 23.300 bíla, en síðan hefur þeim fjölgað um nær 2Ó00, þann- ig að bílar á landinu eru nú eitt- hvað yfir 25 þúsund. 1. desember sl. var íbúatalan 180 þús. og lætur því nærri að nú sé hér einn bíll á hverja 7.2 íbúa. í Reykjavík voru 10.215 bílar um áramótin, en síðan hafa verið skráðir í Reykjavík rúmlega 1000 nýir bílar. í Reykjavík bjuggu 73.388 um áramótin. Hér er því einn bíll fyrir hverja 6.5 íbúa. Sumum mun ugglaust þykja nóg um þennan gífurlega bíla- : ' . MAIFÓR í GÖNG- URNAR y.xWéi:l'i 1i :■ :1 Kvikmyndaleikkonan Mai Zetterling fór með fríðu föru neyti norður fjöll í síðustu viku og ætlaði sér í réttir Norðanlands. Leikkonan cg fylgdarlið liennar komust þó aldrei til að kvikmynda drátt í norðlenzkum réttum, lét sér nægja að taka kvikmynd af því, þegar safnið kom nið ur af heiðinni niður í Auð- kúlurétt í Svínadal. Guðmundur Jósafatsson frá Austurhlíð var Ieiðsögu- maður í ferðinni norðuv fjöll Hann komst sjálfur í Stafns rétt, sem haldin var miðviku- dag og fimmtudag í siðustu viku. Sagði liann, að sér hefði virzt, að bæði hrossa og fjár fjöldi hefði verið þar meirí en undanfarin ár. Kvikmyndaleikkonan liélt suður til Reykjavíkur á þriðjudag en Þorgeir Þor- geirsson kvikmyndatökumað- ur tók fyrir hana kvikmyndir þær, sem teknar voru af fé og gangnamönnum. fjölda, og áætla að nú væru ís- lendingar mettir hvað bílum við- víkur. En það er ekki. Bílainn- flutningurinn er enn í fullum gangi, og má búast við, að hann aukist fremur en hitt eftir að sjómennirnir eru komnir heim af síldinni, margir með fulla vasa af peningum. Þó að í Reykiavík sé ein bif- reið fyrir hverja 6.5 íbúa, þá blómstra hér fyrirtæki, sem leigja bila. Þessar bílaleigur hafa þotið upp eins og gorkúlur á tveim síðustu árum, og eru nú orðnar sjö í Reykjavík, ein í Hafnarfiröi og tvær á Akureyryi. Þessi fyrirtæki ráða yfir rúm- lega 50 bifreiðum, og ber þar mest : Volkswagen. Þá leigja þau einn- ig stærri bíla, eins og t. d. Ford- Consul og jeppa. Leigutaki greið ir rúmlega 500 kr. á sólarhring fyrir minni bílana og er 150 km- akstur þá innifalinn. Stærri bíl- Framh. á 15. síðn TEFLT ÁTÆPT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.