Alþýðublaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 12
w
FRÚ Anna Stína Blanck í Uppsýlum í Sví-
þjóó', sem er 32 ára og gilft 2!9 ára gömlum list-
málara, eignaðist fjórbura síðastliðinn miðviku
eiga eitt ibarn fyrir, sex ára dreng.
Börnunum heilsast ágætlega, sem og móður
inni, en fæðingin tók þrjá klukkutíma. Hjónin
eiga eitt barn fyrir, sex ra dreng.
Þetta er fyrsta fjórburafæðingin í Sviþjóð
síðan 1945. Þá eignaðist kona trésmíðameist-
ara líka þrjú stúikubörn og eitt sveinbarn, en
ein telpnanna lifð'i þó aðeins nokkra daga.
Flugvélin sveigir af áætlunarleið sinni og
býst til að lenda.
Þarna eru vinirnir og láta ekki á sér
standa frekar en fyrri daginn. Þá er bara að
reyna að komast niður.
Þarna ætlar hann að lenda.
Tja, ætli það ekki. Hann er dugnaðar-
strákur.
FYRIR LfTLA FðLKIÐ
Persneskt ævintýri
LAMPASTÆÐIÐ
alltaf að nýju inn í hið gullna lampastæði. Og
kóngssonurinn gaf Samamber hring, sem vott um
ást sína.
Svo bar það til eina nóttina, að ambátt, sem var
á ferli heyroi einhverjar raddir úr herbergi kóngs-
sonar. Hún gægðist í gegn um skráargatið og sá
kóngssoninn og Samamber. Næsta dag sagði hún
fra þvi, hvað hún hafði séð. Og sagan fékk byr und
ir báða vængi og gekk frá manni til manns. Og að
lokum barst hún til eyrna frænku kóngssonarinn,
sem fyrir íöngu hafði verið ákveðið að hann ætti að
giftast.
Frænkan sendi nú ambáttina aftur af stað og
sagði henni að hún yrði að komast að hvaðan þessi
dularfulla stúlka kæmi. Um nóttina var ambáttin á
verði. Um miðnæítið sá hún Samamber koma út úr
gullna lampastæðinu og fara ekki inn í það fyrr en
að morgni. Hún sagði nú frænku kóngssonar hvað
hún hafði séð, en frænkan ákvað að bíða átekta unz
kóngssonur væri farinn á veiðar. Þá skipaði hún
svo fyrir, að gullna lampastæðið skyldi flutt yfir í
sitt herbergi. Hún kveikti á fjörutíu kertum og
setti þau á lampastæðið, sem sífellt varð heitara
og heitara af öllum þessum ljósum. Að síðustu þoldi.
vesaling Samamber ekki við lerigur. Rauð og þrút-
in af hitanum hentist hún út úr lampastæðinu og
féll meðvitundarlaus á gólfið.
Frænka kóngssonarins hélt að hún væri dáin-
Hún skipaði þrælum sínum að taka hinn líflausa
Iíkama Samamber og kasta honum í fljótið.
Unglingasagan:
BARN LANÐA
MÆRANNA
„Eg veit hvað þú hugsar,
en það er ekki satt.“
„Aha,” sagði kona hans,
„en þú hefur ekki brosað
síðan Richardo yfirgaf okk-
ur !“
„Og því heldur þú þetta?“
sagði eiginmaöur hennar. —
Hann leit á hana og brosti.
En hann virti konu sína eins
og hann liefði virí hana, frá
að hann sá hana fyrst standa
hávaxna og beinvaxna á korn
akrinum með kornbindi í
annarri hendinni og sigð í
hinni. Þannig sá hann hana
alltaf fyrir sér og þannig
myndi hann alltaf sjá hana
þrátt fyrir allar hennar
hrukkur og gráu hár, því ást
in er lífsins lind.
Og Antonio leit á hana
með virðingu og hann heyrði
hana segja:
„Þín orð eru sannleikur-
inn.“
„Já,” sagði hann. „Og
þetta vil ég segja þér. Frá
Unglingasagan ID.
því að þið heyrðum barns-
rödd á tröppunum fyrir sex
tán árum síðan og sáum gull
ið hár Ricardo vissi ég að
hann var fjársjóður okkur
falinn. Ef til vill minnist þú
þess að ég neitaöi að senda
hann á munaðarleysingja-
heimili eins og þú vil<lir“.
„Guð fyrirgefi mér“, sagði
konan. „Ég var heimsk en ég
var hrædd. Við vorum fá-
tækari þá en ég vissi að
himinninn hafði sent okkur
drenginn til að við yrðum
rík. Og við erum rík. Er það
ekki satt að sama dag og
hann kom til okkar fékk ég
samning til sex mánaða og
að gróðinn hafi nægt til að
klæða okkur öll, faVða okk-
ur og leggja gull fyrir?“
Hún kinkaði kolli. Slíkir
tímar voru til að minnast
þeirra.
„Og alltaf síðan hefur okk
ur liðið vel. Ekkert barna
okkar hefur veikst. Við höf
um aldrei greitt læknisreikn
ing og aldrei sótt prest.
Konan signdi sig.
„Er nú“, sagði heimilisfaö
irinn, „nú er Ricardo far-
inn og ég óttast að hamingja
okkar fylgi honum“.
„Nei, nei,“ svaraði hún.
„Hann hefur farið til að
verða ríkur. Við fáum gull
frá honum“.
„Getur verið“, svaraði
Antonio, „en réttu mér vín-
flöskuna. Ég þarfnast víns
því tilhugsunin ein hefur
kælt hjarta mitt“.
í meira en mánuð reynd-
ist hann falsspámaður. Allt
gekk ve! þó liann væri svo
áhyggjufullur að kona hans
segði við hann: „Sprunginn
gluggi brotnar gjarnan".
Og svo hófst óhamingj-
an. Juan veiktist. Ilann fékk
12 23- sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ