Alþýðublaðið - 23.09.1962, Blaðsíða 4
Lögmaðurmn
ræðir pólitík:
5. Færeyjagrein
LÖGMAÐUR Færeyinga,
Peter Mohr Dam, býr í stóru,
rauðu húsi á Tinganesi í Þórs
höfn. Kvöld nokkurt, þegar
fyrstu skuggafingur júlíkvölds-
ins voru að teygja sig yfir bæ-
itni, fórum við þangað niður
eftir í kaffi. Lögmaðurinn tal-
aði um pólitík.
—o—
i»að lyktar af pólitík í Fær-
eyjum. Þar eru fjölmargir sér
trúarflokkar, hvítasunnumenn,
lijálpræðishermenn, babtistar
og pólitíkusar! Og pólitíkus-
arnir skiptast í fjölmarga sér-
flokka eins og kristnu menn-
irnir skiptast I marga sértrú-
arsöfnuði. „Klandurpólitíkin"
eða hreppapólitíkin veður uppi,
og það þarf ekki næmt eyra
til að heyra fljótt á hvaða Iínu,
hver dansar.
Stjórnmálamenn í Færeyjum
eiga ekki sjö dagana sæla —
fremur en stjórnmálamenn á
íslandi. Á stúdentakabarettin-
um á Ólafsvökunni var auð-
heyrt, að þar er óhætt að gera
grín að valdhöfunum rétt eins
og hér, en hvorki grínið eða
gagnrýnin þurfa mikið að segja
um stjórnina. Þrátt fyrir í-
trekaðar tilraunir í þá átt að
reyna að komast að kjarna
málsins í „klandurspólitik-
inni,“ urðum við frá að hverfa
— engu nær. í þessum efnum
er hver höndin upp á móti
annarri, og þeir hafa sama
háttinn á og íslendingar, — að
nota stór orð um andstæð-
inga. Og þar — eins og liér
— eru orðin lygari, stórþjófur
og svikari í munni stjórnmála-
manna aðeins eins og saklaust
tyggigúmmí, sem misst hefur
hragðið. Yináttan og náunga-
kærleikurinn blómstrar þrátt
fyrir allt.
—o—
Peter Mohr Dam er jafnað-
armaður og eldheitur áhuga-
maður um pólitík. „Áhuga-
maður' er þó varla rétta orð-
ið, því, að hann er „professi-
onel“ eða atvinnupólitíkus af
allri sálu og öllu hjarta.
Og þetta segir hann um
stjórnmálin í Færeyjum, sam-
bandið við Dani og svo fram-
vegis :
„Laust eftir 1940 voru mikl-
ir flokkadrættir í Færeyjum.
Fjöldi þjóðfélagslegra vanda-
mála biðu úrlausnar. Þá lögðu
jafnaðarmenn fram stefnuskrá
í þjóðmálunum, en sú stefnu-
skrá var næstum óbreytt lögð
til grundvallar, þegar samning
urinn 1948 var gerður við Dani
um stöðu Færeyja í ríkinu og
lögþingið fékk löggjafarvald
og sjálfsákvörðunarrétt eins
og alþingið íslenzka 1918.
Danir og Færeyingar eru
sammála um það, að Færeying-
ar fái sjálfstæði, jafnskjótt og
þeir sjálfir óska. Sjálfstæðis-
baráttan er því að fullu unnin.
Nú er fullur vinskapur á milli
milli Færeyinga og Dana. Dan-
ir viðurkenna, að við erum sér-
stök þjóð, sem hefur sína eigin
siði og venju, en vegna smæðar
okkar stöndum við betur að
vígi með því að slíta ekki að
fullu sambandið við Danmörku.
Við höfum til dæmis ekki
sömu vandamál og þið í sam-
bandi við fall krónunnar. —
Okkar króna stendur fyrir sínu
bæði hér og erlendis. Við get-
um ferðazt vítt um veröldina
fyrir okkar eigin peninga. Og
við skiljum, að það getur verið
meira sjálfstæði í því fólgið,
að halda höndum saman, en
að standa einir.
Þið eruð haldnir minnimátt-
arkennd. Þið verðið að vera
f r j á 1 s i r ! En stjörnin
hefur enga löngun til að kúga.
Við gerum okkur öllu fremur
ljóst, að sameinaðir stöndum
vér, sundraðir föllum vér.
Kommúnistarnir segja að það
séu komnir Ameríkanar inn í
landið gegn vilja Færeyinga
og að þeir byggi radarstöð á
fjallinu fyrir ofan bæinn.
— Það er kommúnistískur
áróður. Færeyjar geta ekki
skorazt undan, þótt við séum
fáir. Meirihluti verkamann-
anna uppi á f jallinu eru dansk-
ir, aðrir færeyskir og örfáir
amerískir. Radarstöðin er til
leiðbeiningar skipum og flug-
vélum, sem fljúga hér yfir.
Sagnirnar um kafbátana og
morðtólin eru draugasögur
kommúnistanna.
— Hver er afstaða Færey-
inga til Efnahagsbandalags
Evrópu?
— Danmörk er í Fríverzl-
unarbandalagi Evrópu. Færey-
ingar munu ekki ganga í Efna-
liagsbandalagið, nema sam-
þykki Iögþingsins komi til, en
flestir eru þeirrar skoðunar,
að erfitt verði að komast hjá
því, ef England gengur í Efna-
hagsbandalagið. Aðalmarkaðir
okkar eru í Danmörku, Bret-
landi, Ítalíu og í Grikklandi.
Það eru því líkur á, að Fær-
eyjar gangi í bandalagið.
27. apríl 1963 fáum við 12
mílna Iandhelgi eins og þið
við ísland. Englendingar hafa
enn sérsamning, sem heimilar
þeim að fiska inn að sex míl-
um eins og Danir og Færey-
ingar, en þegar Englendingarn
ir fara héðan úr landhelginni
munu Færeyingarnir einnig
fiska utan við hana.
— Er nóg atvinna'í Færcyj-
um nú?
— Fyrr var skortur á skip-
um, en nú er fjöldi fiskiskipa
í byggingu og þá verður fólks
ekla. Þeir, sem fara á íslenzku
skipin, eru byggðamenn, sem
hafa lftið við að vera heima
og vilja þá heldur sækja at-
vinnu til íslands en til Þórs-
hafnar, en þar vantar nú fólk
Frh. á 5. síðu.
Arngrímur Fr. Bjarnason
Minningarorð
Á morgun íer fram á ísaf. útför
Arngríms Fr. Bjarnasonar, kaup
manns er lézt 17. þ.m. tæplega 76
ára að aldri.
Hann var gáfaður og íjölhæfur
tnáöur, sem á langri ævi lagöi
gjörfa hönd á mörg' verkefni, og
vajr falinn margskonar trúnaður á
sviði sv.eitarstjórnar og félagsmáia
/Lrngrímur Friðrik Bjarnason
eins og hann hét fullu nafni, var
fæddur 2. október 1886 að Hafra
felli í, Skutulsfirði, en svo heitir
fjörður sá, sem ísafjarðarkaup-
slaður stendur við, og þar, og
annars staðar á Vestfjörðum dvaldi
Þann fengst ævinnar. Foreldrar
lians voru Bjarni Helgason, sjóm.,
IMikkelína Friðriksdóttir
Á árunum 1903-1906 lærði hann
firentiðn, og þó hann léti síðar á
ævjnni önnur störf meira til sí.n
taka en iðngrein sína, var honum
alla tíð mjög annt um málefni rðn
aðarmanna, og í mörg ár var hanr.
formaður iðnráðs ísafjarðar.
L'ngur að árum fékk Arngrímur
•^ieitinn áhuga fyrir málefnum
■ungmennahreyfingarinnar og mun
hann hafa verið meðal iyrstu sturf
andi félaga í þeirri hreyfingu hér
á landi. Hann var á yngri árum
efnilegur íþróttamaður, sem m.a.
átti Vestfjarðamet í nokkrum
greinum frjálsíþrótta. Hann var
einnig alla tíð áhugasamur góð
templari, og leysti af liendi ýms
trúnaðarstörf fyrir Templararegl-
una.
Arngrímur var kvæntur. Eign-
aðist hann 19 börn og eru 16
þeirra á lífi, öll uppkomin. Fyrri
kona hans var Guðríður Jónsdóttir
frá Stóra-Laugardal á Skógar-
strönd. Hún lézt 1921, 41 árs að
aldri, eftir að hafa alið manni sin
um átta börn. Þrjú þeirra eru nú
látin, eitt dó á fyrsta ári cn hin
náðu íullorðinsaldri.
Síðari kona Arngríms er Ásta
Eggertsdóttir Fjeldsted frá Skála
vík. Þeirra börn eru 11.
Það ræður að líkum að mikið
átak hefur þurft til þess að koma
upp svo stórum barnahópi og vissu
lega hefur reynt á hæfileika heim-
ilisföðursins við að sjá fjölskylrt-
unni farborða, en fjölhæfni hans
birtist einnig í brauðstritinu. Arn-
grímur lieitinn var um skeið m.a.
prentari, póstafgreiðslumaður, rit-
stjóri og kaupmaður, og þó öil
þessi störf voru tímafrek, gaf hann
sér samt jafnframt tíma til að
sinna félagslegum áhugamálum
sínum, sem einnig voru mörg.
Þannig var hann frá 1918-1958
forseti fjórðiíngsdeildar Fiskifé-
lags Vestfjarða. Sótti hann fjölda
Fiskiþinga og var varaforseti
Fiskifélags íslands 1922-30. Hann
var bæjarfulltrúi á ísafirði 1912-17
og síðar 1933-1942 og á þeim árum
var hann einnig ritstjóri blaðsins
Vesturland, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn gefur út á ísafirði.
Hann átti sæti í stjórnum margra
félaga á ísafirði, oft sem formaður
í fjölda ára starfaði hann í Slysa-
varnarfélagi í slands og í Búnaðar
sambandi Vestfjarða.
Ritstörf og fræðimennska voru
honum alla tíð hugleikin, þó tím
inn værn naumur frá önnum dags
ins til slíkra hluta, og má meðal
rita hans nefna Vestfirzkar þjóð-
sögur og sagnir, Gullkistuna og
fjöldafjölda greina í blöðum og
tímaritum. Einnig flutti hann oft
erindi í útvarpið.
Leiðir okkar Arngríms lágu sam
an í Útvegsmannafélagi safjarðar
og í stjórnum nokkurra fyrirtækja
sem vélbótaútgerðin hefir komið á
fót, en þau eru Vélsmiðjan Þór
h.f., Fiskimjöl h.f. og Olíusamlag
Útvegsmanna.
í þessu samstarfi kynntist ég vel
félagslyndi Arngríms heitins,
þekkingu hans á atvinnulífinu og
áhuga fyrir almennum samtökum
til myndarlegra átaka í uppbygg-
ingu atvinnulífsins. í þeim efnum
fór hann sínar eigin leiðir, þó þær
féllu ekki saman við kennisetning
ar þess flokks, sem hann fylgdi að
mólum almennt.
Birgir Finnsson.
Nýtf félags-
heimili byggt
á Húsavík
Húsavík
FVRIR skömmu var fyrsta skóflu-
stungan fyrir nýju félagsheimili
stungin hér á Húsavík. Formaður
undirbúningsnefndar og bygging-
arfélagsins er Sigurjón Jóhannes-
son skólastjóri.
Viðstaddir voru fulltrúar frá
öllum félögunum, sem að bygg-
ingunni standa, en það eru tíu fé-
lög hér í bænum. Kostnaðinum er
þannig skipt á milli, að bæjarfé-
lagið greiðir 40% af áætluðum
kostnaöi, félögin 20%, en félags-
heimilasjóður 40%.
Formaður bygginganefndar er
Einar Fr. Jóhannesson, en bæjar-
stjórinri Áskell Einarsson stakk
fyrstu skóflustunguna fyrir nýja
félagsheimilinu.
A
r.F) i tlKin iivjtm mtí “1
r
21 sept. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐID
Chí)