Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 2
Bitstjórar: Gísli J Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarritstjóri Björgvin Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903 Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Proiitsmiðja Albýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. Co.OO á máiiuði. í lausasöíu kr. 4.00 eint; Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. -- Frám- kvæmdastjórí: Ásgeir Jóhannesson. Það gerðisf í Ólafsvík ' kOSNING fulltrúa á Alþýðusambandsþing í Verkalýðsfélaginu Jökli í Ólafsvík var að mörgu Ifyti athyglisverð og lærdómsrík. í félaginu eru þróttmiklir og heilbrigðir forustumenn, sem hafa iagt sig fram um að sameina krafta félagsmanna til starfs og hindra sundrung og flokkadeilur innan félagsins. ' Aðeins einn aðili hefur ekki viljað una því, að starfað væri í þessum anda. Það eru kommúnistar. Þeir hafa hvað efir annað gert klofningstilraunir og sent agenta frá Reykjavík til >að róa undir. Þetta gerðist í síðastliðinni viku, og munu kommúnistar hafa talið góðan jarðveg fyrir sína venjulegu iðju. En félagsmenn í Jökli hlýddu þeim ekki. Þeir héldu félagsfund, ræddu faglega um mál éfni sín, samþykktu mótmæli gegn gerðardómnum og neikvæðum afskiptum ríkisvalds af kjaramálum — og gengu síðan til allsherjaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir fylktu sér um lista stjórnar og trúnaðar- mannaráðs félagsins. Kommúnistar fengu verstu útreið, sem þeir hafa fengið þar vestra. Skatta- og tollamál NÚVERANDI ríkisstjórn hefur gert umfangs- miklar breytingar á skatta og tollalöggjöf lands- ihs. Munu þeir menn vandfundnir, sem ekki viður benna, að þessar breytingar hafi verið til mikilla bóta og hafi alveg sérstaklega sett þessa löggjöf á réttlátari grunn. Hefur löggjöfin fundið vaxandi hljómgrunn í huga almennings með þeim afleið ingum, að skattsvik hafa minnkað til muna og smygl hefur einnig stórminnkað á vissum vöru flokkum. Fjármálaráðherra Gunnar Thoroddsen hefur skýrt svo frá í blaðagrein, (að löggiltum endurskoð endum og starfsfólki á skattstofum beri saman um að mikil breyting hafi orðið til batnaðar á fram- tölum. Þá greinir hann svo frá, að tollalækkanir, sém leiddu til 13—39% lækkunar á verði á ýmsum vörutegundum, hafi dregið svo úr smygli, að tekjur ríkissjóðs hafi, þrátt fyrir lækkunina, orðið 17,7 milljónum meiri fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. Hér er um mjög ánægjulega þróun að ræða. Samt sem áður mun ríkisstjómin ekki láta hér staðar numið, heldur hugsa til frekari breytinga, þegar reynsla fæst af þeirri löggjöf, sem hún hefur geng izt fyrir, og heildarendurskoðun tollskrár er enn ógerð. Þáð var rík þörf á breytingum á sviði skatta og tollamála eftir að ihald og naglaskapur framsókn armanna höfðu svifið yfir þeim vötnum árum sam an. Þjóðin styður ríkisstjómina tvímælalaust í frek ari umbótum á þessu sviði. ★ Óþolandi HANNES A HORNINU jkosti staðreynd, að ástandið er orð ! ið alveg óþolandi. OFT ER KVARTAÐ yfir því, að strætisvagnarnir séu aðgangsfrekir ástand við í umferðinni. Ég skal játa, að stund um hefur mér líka fundist það. En þess ber að gæta, að þeim eru sett ar fastar reglur um ferðir. og þeir gegna mjög þýðingarmildu hlut- verki í samgöngum bæjarins. Þeir einir flytja eins mikið af fólki og allir aðrir bílar í bænum. Stjórn- endur strætisvagnanna verða atS gæta allrar varúðar, en mér finnst að menn eigi heldur að sýna stræt isvögnunum tilhliðrunarsemi. Svo bezt tekst okkur að vinna saman, á hvaða sviði sem er, að við lærum að taka tillit hver til annars. Ilannes á horninu. Hljóðeinangrunarplötur - Spónn Nýkomið: höfnina. ★ Alger umferðar stöðv- un. k Samvinna lögreglu og hafnarstjórnar. ★ Strætisvagnarnir í um- ferðinni. ÞRENGSLIN VIÐ HÖFNINA eru að verða óbæriieg-. En sérstak lega er það slæmt, að engir skuli gera tilraun til að st.iórna umferð inni þegar mesti annatírninn er. Kunningi ininn hringdi til mín í gær og lýsti ástandinu fyrir mér á mánudagini um líkt leyii og Hekla kom úr utanlandsferð sinni. Þá var mikið að gera við liöfnina ekki eingötigu vegna þess að þetta skip var að koina. ÞEGAR KL. VAR um 2 var hafn arbakkinn framundan Hafnarhús- inu troðfullur af bifreiðum, stór- um vöruflutningabifreiðum venju- legum vörubifreiðum og allslags fólksbifreiðu’.n. Þarna voru fjaU háar flutningabifreiðir frá ísafirði, norðan úr Strandasýslu, frá Óiafs- vik og víðar að, enn fremur stórar farþegabifreiðar, sem maður vissi hins vegar ekki voru að gera þarra og loks fólksbifreiðar í tugataii. Hafnarbakkinn var svo fullur af bifreiðum, að hvorki varð komist aftur á bak eða áfram, og þannig var líka í öllum hliðargötum. ÞARNA SAT kunr.ingi minn í þrjú kortór og gat sig hvergi hreyft. Stórar bifreiðar stóðu fyrir framan tollskýlið og beint á móti við hina gangstéttina aðrar, öriít ið sund var á milli og þar var al- ger stöðvun. Það er ef til viil ekki tiitökumál þó að þröng sé við höfn ina, en það er alveg óþolandi, að þarna skuli engin lögregla sjást til þess að reyna að greiða úr flækj- unum, en kunningi minu sagði, að enginn lögregluþjónn lieíði sést þar í þessi þrjú kortér. ÞAÐ ER MlKIL NAUÐSYN að þetta sé tekið til rækilegrar athug- unar. Hvernig væri að ráðnir væru fjórir menn til þess að hafa oin- göngu eftirlit á hafnarbökkunum og færa sig til eftir því, sem þröng in er á hverjum stað og hverjum tíma? Er ekki möguleiki á því að iögregiustjóri og hafná-í'tjóri ræði þessi mál og taki hönóum saman um að leysa þau. Það er að minnsta ★ Innheimtur ★ Lögfræðistörf. ★ Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. Lögfræðiskrifstofa Fasteignasala Skiólbraút 1, Kóþavogi. Síml 10031 kl. 2-7. Heima 51245. Hljóðeinangrunarplötur, 12x12“, kr. 6,30 stk. Teakspónn. 1. flokkur Eikarspónn. 1. flokkur Álmspónn. 1. flokkur. Gaboonplötur 16-19-22 mm. Teak-olía. 1 1. og 25 1. br. Heildverzlun. Iíallveigarstíg 10. SENDISVEINN ÓSKÁST Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2. VOLKSWAGEN fyrir allt - fyrir alla Volkswagen-útiitið er alltaf eins, þótt um endurbætur og nýjungar sé að ræða. — Volkswagen er: ★ Lipur í akstri. ★ Ódýr í rekstri. ★ Loftkæld vél. ★ Nægar varahlutabirgðir. . Alltaf fjölgar Volkswagen Heildverzlunin HEKLA HF. Hverfisgötu 102. Sími 11275. 2 4. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐK)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.