Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 3
RÐASAGAN HJÁ SGHIRRA FYRSÍU SINFÚNlU- HUÚMLEIKAMR DAGBÓK geimfarans Walter Schirra var sem hér segir (Skakk- að getur um 15 mínútur). Kl. 2.15:: Schirra fer um borð í geimfarið. Kl. 0,05: Ákveðið hvort ferðin skuli farin eða ekki. Kl. 0.05: Atlas-flugskeytið hefst á loft. — Tveim mínútum síðar, losnar þrep flugskeytisins. Hraði 11.200 km. á klst. Hæð 62.4 kmJ Fjarlægð 83.2 km. j Kl. 0.05 Geimfarið losnar frá Atlas-flugskeytinu á 1.000 km. hraða á klst. í 160 km. hæð og í 814.4 km. fjarlægð (skammt frá Bermuda). Kl. 0.05: Hlustunarstöð í Mu- chea í Ástralíu segir honum að hafa gát á blysum, sem skotið er frá Woomera, Ástralíu. KI. 0.58: Hann sér blysin. KI. 1.40: Hann lýkur fyrstu liringferðinni yfir Kanaveralhöfða og geimfarið er látið velta hægt um þyngdarpunkt sinn. KI. 2.20: Geimfarinn réttir geim farið í beina stöðu með hjálp stjarnanna. Kl. 3.14: Hann snæðir í fyrsta sinn yfir Bermúda í þriðju hring- ferðinni. Kl. 4.34: Hann tekur myndir af suðausturhlutum Bandaríkjanna. | KI. 5.15: í fjórðu hringferðinni: lokar hann augunum og handleik- ur ýmis tæki í geimhylkinu til þess að reyna fimi sína í myrkri og þyngdarlausu ástandi. KI. 6.10: Hann tekur myndir af skýjamyndunum eftir að hafa flog- ið yfir Indónesíu í fyrsta sinn. — Myndirnar verða notaðar við smíði nýs bandarísks veðurgervi- hnattar, Nimbus. Kl. 7.30: Er hann hefur farið yfir Suður-Afríku og Filippseyjar í fimmtu hringférðinni hefur liann samband við hlustunarstöð og ger- ir skeytasambandstilraun í fimmtu liringferðinni og tekur síðan myndir af fjöllum og dölum í Suður-Ameríku. Kl, 8.22: í sjöttu hringferðinni hefur hann gát á þriggja milljón- kerta ljósgeislum frá Durban, Suð ur-Afríku. Kl. 8.27: Hann prófar geimhylk- ið til undirbúnings ferðinni inn í gufuhvolf jarðar, gerir síðan aðra tilraun til að handleika stjórn- tækin með augu lokuð. Kl. 8.35: Er hann flýgur yfir Thailand og Vietnam kemur hann öllu lauslegu fyrir á vísum stað svo að hlutirnir verði ekki á hreyf ingu í geimhylkinu á leiðinni inn í gnfuhvolfið. 8.50: Hann hefur' „niðurtaln- inguna” áður en hann skýtur hemla-flugskeytunum til þess að minnka hraða geimfarsins og gera það að verkum, að það fari af spor braut. 8.51: Hann gengur úr skugga um hvort trjóna geimfarsins sé í lá- réttri stöðu um leið og hemla- flugskeytunum er skotið og hita- hlífin tekur að glóa vegna mikils hita, er stafar af núningnum, sem skapazt þegar geimfarið kemur 5nn í gufuhvolfið. Kl. 8.55: Hann fær síðustu upp- H-singar um lendingu 6g björgun, m. a. hvar og hvenær lendingin á að eiga sér stað og hvernig veðrið er á sjónum þar sem hann á að I"nda. Kl. 9.00: Hann losnar úr þyngd- arlausu ástandi eftir níu klukku- stundir. 9.05: Hann losar litla fallhlif í 12 þús. metra hæð til þess að draga frekar úr hraða geimfars- ins og stöðva mikinn velting. KI 9.07: Hann losar aðra fall- hlíf, sem er 18.9 m. í þvermál, til þess að minnka hraðann á flugi hans niðúr á Kyrrahaf, um 440 km. norðaustur af Midway-eyju. KI. 9.11: Schirra geimfari Iend- ir í geimfari sínu. Flugvélum og skipum er beint til staðarins til þess að ná í hann. SINFONIUHLJOMSVEIT Is- lands, heldur fyrstu tónleika sína áþessu hausti, fimmtudaginn, 11. október næstkomandi. Aðalstjórn- andi hljómsveitarinnar I vetur verður Amerikumaðurinn Williaai Strickland, sem hefur margra ára reynslu í hljómsveitarstjórn bæði í Ameríku, Evrópu og Asíu. Rögn- valdur Sigurjónsson leikur einleik á píanó á þessum tónleikum. Rögnvaldur leikur einleik í Kon- sert fyrir píanó og hljómsveit í g- moll, op. 33 eftir Antonin Dvorak. Önnur verk á efnisskránni að þessu sinni eru Forleikur að ópe- runni Euryanth eftir C. M. We- ber og Sinfónía nr. 7, í a-dúr op. 92 eftir L. v. Beethoven. Rögnvald ur dvaldist síðastliðinn vetur í Vínarborg. Hann sagði við frétta- menn í gær, að hann hefði notað tímann til að æfa sig og lilusta á tónlist, en hann hefði ekki leikið opinberlega í vetur. WiIIiam Strickland kemur hing- að frá New York, en áður starfaði hann í Þýzkalandi, í Austurlönd- um og þar áður í Austurríki. Hann FOR SEX H hóf þó feril sinn sem hljómsveit- arstjóri í Ameríku og stofnaði þar hljómsveit. Herra Strickland kom hingað fyrst í júni síðastliðnum og hafði þá tvær æfingar með sin- fóníuhljómsveitinni. Hann mun dveljast hér meiri hluta vetrarins, en skreppur þó í stuttar ferðir tíl Þýzkalands og Ameriku, þar sem hans bíða verkefni. Aðspurður um það, hvernig hon- um félli nútímatónlist sagðist hann hafa mikinn áhuga á henni. Aðspurður um það, hvort hann hefði sjálfur fengizt við tónsmíð- ar, sagði hann, að það hefði hann gert, þegar hann var ungur, og raunar væru flestir hljómsveitar- stjórar uppgjafatónsmiðir. Aðspurður um það, hvernig hann hefði hugsað til fararinnar til íslands eða hvort hann hefði fyrr vitað nokkuð um land og þjóð, sagði hann, að hann hefði ekkert velt vöngum yfir því áður. hvern- ig ísland væri, en þegar til þess kom, að hann skyldi fara hingað, hefði sér verið sagt, að á einu myndi hann furða sig. Það var hvað sinfóníuhljómsveitin léki vel. Sá spádómur hefði rætzt. Hallgrímur Helgason mun í ve)t ur eins og í fyrravetur kynna hverja tónleika í útvarpinu á þriðjudagskvöldum hálfsmánaðar- lega. NYJU DEHLI: Stjórnirnar í Kína og Indlandi, hafa enn skipzt á mótmælaorðsendingum vegna átaka á landamærunum. Þær eru dagsettar 21. og 25. sept. OXFORD, Missisippi: Hermenu uröu að skerast í leikinn, til þess að dreifa hóp stúdenta, sem brenndu í gær mynd af negra- stúdentinum James Meredith íyr- ir utan stúdentaherbergi hans í Oxford. Aðeins 4 af 257 mönnum, er handteknir voru í kynþáttaó- eirðunum, sitja enn í faugelsi. Walker, hershöfðingi er á fang- elsissjúkrahúsinu í Springfield. Hann á að fara í geðrannsókn. Framh. af 1. síðu ist hann vera í góðu skapi og líða vel. Hann tilkynnti stöðinni í Kano í Nígeríu að allt væri í lagi, hon- um liði betur en í fyrstu hringferð inni. Þegar hann kom yfir Kyrrahaf á ný var sjálfstýrisbúnaður geim- farsins settur í samband til þess að koma í veg fyrir velting. Nokkr um mínútum síðar var hann yflr stöðinni á Point Arguello í Kali- forniu. Þar var geimfarinn John Glenn og tilkynnti hann Schirra himinglaður, að allt gengi að ósk- um og hann gæti haldið áfram í þriðju hringferðina. Schirra svaraði: „Ég hef góðar fréttir að færa þér, John. Ég hef séð eldflugurnar (Schirra átti hér við hinar dularfullu lýsandi smá- agnir, sem flestir geimfaranna hafa séð í geimnum. Vísindamenn telja þó, að eldfluguáhrifin hafi stafað af því, að málningarflygsur flögnuðust frá geimfarinu). Því var veitt eftirtekt, að ekki hafði gengið óeðlilega mikið á eldsneytisbirgðirnar og Schirra átti nóg eftir af þeim. Er hér var komið sögu hafði Schirra aðeins notað tíunda hluta alls eldsneyt- isins. Schirra reyndi að borða dálítið og jafnframt að ganga úr skugga um hvort hann gæti stýrt geimfar- inu með lokuð augu. Schirra varði miklum tíma ann- arrar umferðarinnar til „rek- flugs’ og lét geimskipið vagga hægt er það þaut áfram í geimn- um þetta var gert til þess að spara eldsneyti og til að hafa stjórn á stöðu geimfarsins. Kennedy forseti sat allan tím- ann við sjónvarpstæki sitt, og sér- stöku símasamhandi var komið á milli Hvíta hússins og Kanaveral- höfða þannig að hæg.t væri að skýra forsetanum frá því sem gerð ist jafnóðum. Kona Schirra, sem einnig fylgdist með geimsKotinu og ferðinni af miklum spenningi, sagði skömmu eftir geimskotið, að hún væri ánægð og hamingjusöm. Ásamt hinum mikla fjölda tæknifræðinga og vísindamanna á Kanaveralhöfða fylgdust geimfar- ar, sem seinna fá að fara í geim- ferðir, vel með Schirra á ferð hans. Laust fyrir kl. 17.00 eftir ísl. tíma lauk Schirra þriðju hring- ferð sinni og var skipað að halda áfram í fjórðu hringferðina. — Skömmu síðar fékk hann opinhera tilkynningu frá Kanaveralhöfða þess efnis, að hann ætti að fara sex hringferðir. í APF-fregn frá Moskvu segir, að Sovétstjórnin hafi skýrt banda- rísku stjórninni svo frá í dag, að hún mundi sjá til þess, að ekkert bað yrði aðhafst, sem hindrað gæti e*a skaðað geimferð Schirra. í Moskvu-útvarpinu, sem skýrði frá þessu, var sagt, að sovétstjórnin "skaði Schirra góðrar ferðar. Þegar Schirra barst tilkynning- >n um, að hann ætti að fara sex hringferðir, heyrðu starfsmenn- 5rn>'r á Kanaveralhöfða „hallelúja” hr^nað frá geimfarinu. Frá athugunarstöð í skipi nokkru á Indlandshafi gátu menn séð Sigma sjö með berum augum. Þetta er fyrsta sinn, sem banda- rískt geimfar sést án aðstoöar sjónauka. Powers ofursti á Kanaveralhöfða skýrði svo frá kl. 16.05, að flug- hraði geimfarsins væri 28.000 kíló- metrar á klukkustund. Mesta hæð þess var 282 km. yfir Ástralíu. Þá tók ein hringferð 88,5 mínútur. Kl. 17.30 eftir ísl. tíma fór geim farið yfir Suður-Afríku. Skömmu áður hafði Schirra tilkynnt Don- ald Slayton, varamanni sínum: „Mér fellur vel við þetta og ég skemmti mér.” Tilkynnt var, að Schirra væri við beztu heilsu, æða slátturinn hefði aukizt lítilsháttar1 en ekki óeðlilega mikið. — Þeg- ar hann fór yfir Woomera-tilrauna svæðið í Ástralíu sá hann fjölda ljósa. Kl. 18.30 eftir ísl. tíma lióf Schirra fimmtu hringferðina. Þá hafði hann farið 224.000 km. Schir- ra tók sjálfur við stjórn geimfars- ins er það hafði verið á „rekflugi” í ca. hálftíma, og borðaði síðan mat, sem hann hafði meðferðis. Hann kvað geimskipið láta mjög vel að stjórn. Kl. 20.00 hóf Schirra sjöttu og síðustu hringferðina. Sambandið milli Sigma sjö og stöðva á jörðu niðri var tekið upp að nýju þegar geimfarið nálgaðist Hawaii og hélt á fullri ferð til vesturstrandar Ameríku í síðasta sinu. Þegar Schirra fór yfir Ástralíu skaut hann hemlaflugskeytunum til þess að hefja flugið niður að lendingarstaðnum á Kyrrahafi. — Carpenter geimfari hafði samband við Schirra frá jörðu og bað hann að loka ekki andlitshlíf geim- hjálmsins fyrr en lendingin hæf- ist. Hann kvaðst vona að hitta hann bráðlega. Schirra kvað fjat- skiptasambandið vera ágætt. Schirra bárust nú leiðbeiningar frá athugunarstöðvum víðsvegar í heiminum um það, hvað hann ætti að gera fyrir lendinguna. — Schirra var beðinn um að stilla ur sitt vel. 4ra ára drengur týndist f Reykjavík í gær. Hann far.nst nokkru síðar í Keflavik. Hafði sá stutti komizt upp í áætlunarhíl og hrugðið sér í skemmtiför til Keflavíkur. IMHMHUMUMWMMHIMW dagar HAB- dags AD£ IN$ 5000 NÚMEIR / ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 4. október 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.