Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 13
Engin Framhald af X. siða. t. d. að örfa sparifjármyndvinina. . Ráðherrann sagði, að rikisstjórn- in hefði gert sér ljóst, að viðreisn- 1 arráðstafanirnar mundu skerða' lifskjörin og þess vegna hefði Al- ‘ þýðufiokkurinn lagt áherzlu á það,! að eitthvað kæmi á móti til þe?s að bæta kjaraskerðinguna upp. Og það var tvenht, er Alþýðuflokkur- inn lagði áherzlu á í því skyni, sagði Gylfi, þ. e. 1) að stórauka almannatryggingar og 2) að lækka fceina skatta. Og hvort tveggja náði fram að ganga. Næst vék Gylfi að því í ræðu sinni, hvort ráðstafanir stjómar- innar í efnahagsmálum hefðu náð tilætluðum árangri. Ráðherrann sagði, að svo sannarlega hefði tek- izt að binda endi á hallanu á greiðsluviðskiptunum við útlönd. Gjaldeyrisbankarnir hefðu verið í skuld, er ráðstafanir stjómarifciar hefðu verið gerðar, en ekki hefði aðeins tekizt að greiða þá skuld heldur hefði einnig verið safnað gjaldeyrisvarasjóði, sem nú væri yfir 800 millj. kr. Þá sagði Gyifi, að sparnaður hefði stóraukizt. Og heilt ár til þess að styrkja efna- hagskerfið, gjaldeyrisstaðan hefði batnað og sparifjármyndun enn aukizt. 2) Árið 1962 yrði sérstak- lega hagstætt hvað sjávarafla snerti og mundi framleiðsluaukn- ingin verða mikil. 3) Verðlag á út- flutningsafurðum okkar hefði hækkað á árinu. En Gýlfi sagði, að því aðeins mundi þetta álit sitt fá -staðizt, að ekki yrði enn um almennar kaup- hækkanir að ræða. Gylfi sagði, að árin 1960, 1961 og 1962 yrði heildarkauphækkun- in rúm 30%, en vísitalan mundi hækka á sama tímabili um 27 stig eða 27%. Eftir yrðu 3—5%, sem værl hin raunvemlega kauphækk- un. Það væri því rangt er Þjóð- viljinn og Tíminn halda fram, áð lífskjörin hefðu versnað, þau hefðu batnað, sem þessu næmi. Sagði ráð herrann, að það sýndi vel, að ekki hefði verið nauðsynlegt að hækka kaupið í krónutölu svo mjög sem gert hefði verið til þess að fá kaup máttaraukningu er orðið hefði, en það væri önnur saga. Auk þessarar raunvemlegu kjara bótar hefði þjóðin greitt erlendar lausaskuldir sínar og eignazt 800 millj. kr. gjaldeyrisvarasjóð og jafnframt væri sparifé þjóðarinn- ar meira en nokkm sinni áður í sögu þjóðarinnar. Eggert Þorsteinsson, alþingis- maður ræddi nokkuð um væntan- legt þing ASÍ, Hann sagði m. a. að lýðræðissinnar hefðu unnið á í fulltrúakjöri, sem nú fer fram í hinum ýmsu félögum um land allt. Hvergi hefði orðið atkvæða- tap hjá lýðræðissinnum frá því fyrir síðasta þing ASÍ. Segir Imam á lífi Þá tóku til máls þeir Benedikt Gröndal, Svavar Guðjónsson og Óskar Hallgrímsson. Snerust umræður aðallega um efnahagsmálin og aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í þeim efnum. Þá var rætt um verkalýðsmál og væntanlegt þing Alþýðusambands Austurvegur... Framh. af 16. SÍSu í Hann kvað algert bann vera við því, aS fara burtu frá Jemen. ítalinn Amadeo Gaillet, er eina undantekningrin. Hann var sendi- herra ftalíu í Jemen, en fékk Ieyfi tíl þess, aS fara úr landi á fimmtudaginn, er hann hufði ver- ið skipaSur í nýtt embætti. Whitton, fluestjóri ,kvað Norð- mann, Jakob Lindö að nafni, hafa verið neyddan til að flytja vopn og skotfæri fyrir uþpreisnarmcnn- ina. Lindö þessi er frá Haugasundi og hefur stundað flugmtnnsku í ýmsum löndum. Samkvæmt útvarpinu í Sanaa hefur foringi uppreisnarmanna, Sallal, ofursti gert erlendum stjórnarerindrekum grein fyrir or- sökum bylttngarinnar og fyrirætl-, unum stjómarinnar. Stjórn hans fyrirskipaði í dag, að allar eignir konungs skyldu gerðar upptækar. Á ýmsum stöðum hafa verið skipaðar nefndir, sem eiga að hafa eftirlit með því, að eignir konungs séu gerðar upptækar og stjómin fái þær í hendur. Sallal hefur ennfremur fyrir- skipað A. Baidanie, varafnrsætis- j ráðherra, að fara þess á ieit við Arabíska sambandslýðveidið, að senda til Jemen, flugvél þá frá Saudi-Arabíu, sem kom til Kaíró I á þriðjudag með vopn og skotfæri, er ætluð voru gagnbyltingarmönn ! um. ! Flugmaðurinn getur vænzt þess, að vel verði tekið á móti honum í Jemen, og vopnin verði notuð baráttu Jemen gegn Saud kon- ungi, sagði Sanaa-útvarpið. í dag mnn ein flugvél frá Satidi- Arabiu, sem sennilega mun áafa átt að flytja vopn til konungssinna í Jemen, hafa lent í Arabíska sam- bandslýðveldinu. í Kaíró er tilkynnt, að Jemen muni kæra áfskipti Saudi-Arabíu af innanrílcismálum Jemen fyrir Arabábandalaglhu. Byltingarráðið í Jemen tilkyunti í dag að landvama- og samvinnu- samningur Jemen og Arabfska sambándslýðveldisins væri geng- inn í giidi á ný. GYLFI Þ. GISLASON þjóðin ætti í dag meira sparifé eri nokkru sinni fyrr eða samtais uín 3 milljarða ísl. króna. ■Viðskiptamálaráðherra sagði, að öðru aðalmarkmiði ríkisstjórnar- innar, þ. e. því að stöðva greiðslu- hallann við útlöndnd, hefði alger- lega verið náð, en sömu sögu væri því miður ekki að segja um hið síðarnefnda, það að stöðva að fUllu verðbólguþróunina. Það hefði ekki tekizt að tiyggja algerlega verðgildi peninganna, eins og ríkisstjórnin hefði vonað. Væri að- alástæðan sú„ að kaupgjald hefði. liækkað mun meira en aukningu þjóðarframleiðslunnar næmi. Ráð lierrann sagði, að árið 1961 hefði kaupgjald hækkað um að meðal- tgli 15%, en árið 1962 væri meðal- tals kauphækkunin um 12%. Gylfi sagði. að mjög sjaldgæft væri er- lendis að þjóðarframleiðslan ykist um meira en 5%. í Svíþjóð hefði þjóðarframleiðslan t. d. aukizt um 4—5% 1961. Og raunveruleg kaup- hækkun yrði að byggjast á fram- leiðsluaukningu. Gylfi sagði, að kauphækkunin 1961 hefði verið mun meiri en unnt hefði verið að rísa undir og því hefði Seðlabank inn og ríkisstjórnin talið nauðsyn legt að fella gengið til þess að hinn góði árangur viðreisnarinnar hefði ekki verið eyðilagður. Hins vegar sagði Gylfi, að hann teldi ekki þörf á gengislækkun nú vegna kauphækkananna á þessu ári. Á- stæðurnar fyrir þeirri skBðun sinni taldi láann vera þrjár eða þessar: 1) Eftir gengisfellinguna á sl. ári hefði viðreisnin enn fengið Framh. af 4. síðu minntist á, að það væru ekki marg- ir áratugir síðan landið hefði ver- ið alveg vega- og brúalaust, og hér hefðu sannarlega verið unnin stórvirki á þessu sviði, þótt svo, að talað væri um að hér væru verstu vegir í heimi, þá lægi ekki alltaf mikill skilningur bak við slíkar staðhæfingar Ráðherrann sagði að vonandi yrði hægt að byrja á að steypa þennan veg innan fárra ára. Þetta væri næst f jölfarnasti vegur á land inu og um hann færi mikið flutn- ingamagn. Ráðherrann greindi einnig frá þvi að í haust mundi milliþinganefnd í vegamálum skila áliti og þá mundi vænianlega mörg nýmæli koma í ljós og þá mundi verða brotið blað í vega og samgöngúmálum. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, hélt einnig stutta ræðu. Hann færði þakkir frá borgarbúúm og lýsti yfir ánægju yfir að þessum áfanga skuli nú hafa verið náð. Hann tók í sama streng og sam- göngumálaráðherra, sem sagði að Voruhappdrcctti SIBS 12000 vmningar ó dri Hæsti vinningur í hverjum flokki 1/2 milljón krónur Dregið 5. hvers mánaðar nú yrðu minni erfiðleikar á flutn- ingum mjólkur til höfuðborgar- innar, þegar snjóþungt væri. Hann bar að lokum upp þá ósk, að þeir sem um þennan veg færu mættu heilir komast á leiðarenda. 7 METRA AKBRAUT Á Austurvegi hinum nýja verð- ! ur akbrautin 7 metra breið og ut- an við hana verða hálfs annars metra breiðir bekkir sitt hvoru megin. j Þessi nýja leið er einkar falleg, og hafa án efa fáir farið þessar Slóðir — að minnsta kosti ekki I margir Reykvíkingar. Útsýni er I mjög fagurt þegar komið er fram I á heiðarbrúnina. Við blasa ósar Ölfusár og undirlendi Suðurlands. Ekki sakar að geta þess að stutt er frá veginum í Raufarhólshelli og vefða án efa margir til að skoða hann nú, þegar hægt er að aka langleiðina að hellismunnanum. — Hér er miklum áfanga náð í sam- göngumálum Sunnlendinga og ber að fagna því og þakka þeim, serti þar hafa að unnið. Stúlkur óskast til eldhússtarfa í KjötbúSin BORG Aðstoöarstúlkur óskast í eldhús í GLAUMBÆ Sniðanámskeið Nýtt námskeið, sem er opið öllum, ■ byrjar mánudaginn 8. okt. Dagtímar ogr kvöldtímar. Innritun í Verziuninni Pfaff, Skólavörðustíg 1. Símar: 13725 og 15054. SENDISVEINN ÓSKAST A MYNDINNI eru talið frá vinstri, Eiður Sveinsson, Markús Guðmundsson, Björn Jóhannsson og Kristján Jó- hannsson. Þeir hafa allir ver ið verkstjórar við Þrengsla- veginn. Árið 1959 var Jóhann Iljörleifsson verkstjóri við veginn. IIann:er nú látinn. Ás geir Markússon, verkfræð- ingur hefur haft umsjón með framkvæmdum við veginn síðan árið 1958. helzt allan daginn. Bæjarútgerð Reykjavíkur iWWWWWWmWWWWWtWWHMWtWMMWMWWIi ALÞÝÐUBLAÐH) - 4. október 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.