Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.10.1962, Blaðsíða 4
> * } l bílum á leiS ai -tijkshöfn; Styttir nýi' ■ -liia suður að mun i AUSTURVEGURINN nýi, um rengslin, er nú þegar kominn i )tkun. því í gær, þegar frétta- lenn vorn á leið austur í boði1 lamálastjórnarinnar, mættu ’’*>fieir bílum á leið austur úr Þor- : vegurinn leið- fyrir Þorláks- tiafnarbúa. ' Gestum var í gær boðið austur í ítiefni þess að þá um morguninn tiofóu vegendarnir náð saman, og vérður því í vetur hægt að hleypa vijnferð á hinn nýja veg, þegar enjóþungt eða ófært verður yfir -f£ellisheiði eftir gamla veginum. |Meðal gesta í gær voru Ingólfur Jönsson samgöngumálaráðherra, aar Thoroddsen, fjármálaráð- fíírra, Geir Hallgrímsson, borgar- jórl, þingmenn og sýslumenn af Btið urlandsundirlendi. Þótt þessum merka áfanga hafi Hiiý verið náð, er þó langt í land að v ‘gurinn sé fullgerður. Eftir á að ' f?3ekka veginn víða, laga kanta og o lvíða á eftir að sprengja smá -tt.apparhöft í burtu, og eins er eftir að bera ofan í veginn að -•tniklu leyti, og að lokum að steypa fiann. . 'i SAGA VEGAGERÐAR UM ÞRENGSLI Sigurður Jóhannsson, vegamála- ersjóri, rakti við þetta tækifæri e.'jgu þessarar vegagerðar. Sagði 'iiann meðal annars, að árið 1926 •ftefðu verið samþykkt á alþingi "fög um að leggja skyldi járnbraut y€ir Hellisheiði, að Þjórsá. Úr því varð þó eigi, því ástæður félags- ths, sem annast skyldi lagningu og rekstur járnbrautarinnar breytt- u$t mjög til hins verra, skömmu eftir að lögin voru samþykkt. 'Árið 1932 voru samþykkt á al- pingi lög um nýjan veg austur yfir fjáll um Þrengslin austur í Ölf- us. Úr framkvæmdum varð þó elcki, en í stað þess var byrjað á láaningu Krýsuvíkurvegar. Á alþingi árið 1946 voru sam- þykkt lög um Austurveg og var þá ákveðið að vegurinn skyldi liggja um Þrengsli um Lambafells og Eldborgarhraun og ofan við Hjalla niður í Ölfus hjá Þurá um Ölfus- mýrar að Selfossi. Var ríkisstjórn inni heimilað að taka 20 milljón króna lán til þessa verks. Heildar- kostnaður við veginn var áætlað- ur 22,2 millj. kr. Úr frámkvæmd- um varð þó ekki því fé var ekki veitt til vegarins á fjárlögum og lántökuheimildin var ekki notuð. Haustið 1954 fékk vegamála- stjóri heimild til að láta ýta upp 1 km vegarkafla í hrauninu í Þrengslum til að vita hvort vinna mætti verkið með stórum jarðýt- um. Reyndist það vel vinnanlegt, en úr frekari framkvæmdum var ekki að sinni. Tveim árum síðar var samþykkt 20 aura hækkun á hverjum benzín- lítra, og rann töluvert af því fé, sem þar fékkst til Austurvegar. — Sama ár var byrjað á lagningu veg arins í Svínahrauni og unnið fyrir um 400 þús. krónur. Síðan hefur verið unnið þarna á hverju.sumri. Haustið 1958 var fyrsti vegarkaflinn tekinn í notk- un. Hann var 4,5 km. á lengd, og hafði þá einnig verið lagður 2 km. langur afleggjari upp að Skíða- skálanum í Hveradölum. Sá hluti vegarins hefur reynzt mjög vel og aldrei hefur þurft að moka snjó af honum þann tíma sem hann hefur verið í notkun, en áður var mjög snjóþungt á gamla veginum í Svínahrauni. Frá afleggjáranum af Hveradöl- um og suður fyrir Þrengsli liggur vegurinn á bnmahrauni, sem hægt var að undirbyggja með jarðýtum að mestu leyti, en þaðan og alvqg niður á Ölfusveg hjá Vindheim- um liggur vegurinn á gömlu hellu hrauui, sem víða er nokkuð mosa- vaxið og hefur þar orðið að flytja allt fyllingarefni í veginn að á bíl- um. Þessi kafli er alls 1414 km. á lengd og hefur það verið mikið verk að koma undirbyggingunni í það horf sem nú er. Fram til þessa nema framlög af . benzínskatti til vegarins alls |9,85 -millj. kr. Fjárveiting til veg- arins í ár var uppnotuð um miðj- an ágúst sl., en þá heimilaði ráðu- MYNÐIRNAR: Kortið sýnir nýja og gamla veginn austur yfir fjall. PUnktalínan sýnir hvernig nýi vegurinn átti upphaflega að koiha á Selvogsveginn. Efri þriggjadálka myndin sýnir Þrengslin, sem vegurinn liggur í gegnum. Bílstjórarnir á neöri myndinni eru allir frá Selíossi' og liafa þeir unnið í AusturveginUm í fjögur sumur. Þeir heita- (frá vinstri) Stefán' Jónsson, Steindór ' Sigursteinsson, Skúli Guðjónsson og Árni Sigifrsteibsson. Eindálka myndin er afT Sigurði Jóliannes- syni vegamálastjóra. 4 4. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ neytið að unnið yrðl fyrir allt að 2 milljónir króna af fjórveitingu næsta árs, til þess að unnt yrði að hleypa umferð á veginn í vetur. Heildarkostnaður við veginn verð- ur væntanlega um 12 milljónir, þegar vinna hættir í næsta mán- uði. ^ í lögunum um Austurveg er gert ráð fyrir að vegurinn kæmi niður í Ölfusið hjá Þurrá, en þessu var breytt síðastliðið haust með sam- þykki ráðuneytisins, þar sem með því sparaðist um 6 km. af vegi, þar sem annar vegurinn hefði legið uppi á hjallanum, en hinn niðri í Ölfusi. Jafnframt var með þessu móti hægt ag losna við um 3,6 km. langan" afleggjara af Austurvegi niður á Selvogsveg vegna Þorláks hafnar. Hins vegar verður lengri samfelld brekka úr Ölfusinu upp á fjallið. Leiðin sem aka verður í vetur um Þrengsli verður frá Reykjavík að Selfossi um 69 km., þar sem aka verður Selvogsveg al- veg upp að Hveragerði. Hins veg- ar mun leiðin milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar styttast úr 68 km. í 55 km. Ekki er enn fyllilega ráðið hve framtíðarvegurinn verði langur, þar sem endurskoða þarf vandlega legu vegarins um Ölfus vegna mýranna. SLITLAG VANTAR Vegna þess live slitlag vantar enn sem komið er alveg á hinn nýja veg, og ekki síður vegna þess, að aka verður 12 km. kafla eftir Selvogsvegi, sem hvergi nærri er nógu breiður til að geta annað um- ferðinni um Suðurlandsveg, þá vefður ekki unnt að hafa Þrengsla veginn opinn nema yfir blávetrar- mánuðina. Með því móti verður unnt að spara mikið fé við snjómokstur, því kostnaður við mokstur á Hell- isheiði hefur oft numið 500 þús- undum yfir veturinn og stundum jafnvel farið upp í eina milljón króna. Liggur það því í augum uppi að mikill sparnaður mun hljót ast af því að geta notað nýja veg- inn. Má því segja.að ríkulegir vext ir fáist af fénu, sem lagt hefur verið í veginn. Vegamálastjóri gat þess að lok- um að margir hefðu lagt hönd á plóginn við þetta verk. Þakkaði liann þeirn öllum, bæði verka- | mönnum, bifreiðastjórum, véla- mönnum og ráðherrum. RÆÐUR GESTA I Þegar vegamálastjóri hafði lokið máli sínu ver setzt að rausnarlegu I kaffiborði í matarvagni vega- I manna. Síðan tók Ingólfur Jónsson, sam- göngumálaráðherra til máls. Hann sagði að hér væri ekki um neina Framh. á 13. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.