Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 3
RFERÐ HAFIN OE GAULLE PARIS 10. okt. (NTB-Reutcr). Franski jafnaðarmannaforinginn Guy Mollet réðist í dag á þær fyrir ætlanir De Gaulle að hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um breytingaí á stjórnarskránni. Þessi atkvæðagreiðsla sker úr um það, hvort forseti Frakklands skuli í framtíðinni kosinn af þjóð- inni sjálfri. Mollet kom með ásak- anir sínar gegn De Gaulle á blaða mannafundi, sem andstæðingar De Gaulle héldu seinnipartinn í dag, eftir að forsetinn hafði tilkynnt, að kosningarnar til þingsins skyldu fara fram dagana 18. og 2á nóv- ember. Mollet sagði, að ef forsetinn gerði alvöru úr þeirri hótun sinni, að fara frá væri það aðeins nýtt brot á stjórnarskránni. Hann sagði auk þess, að þessi stjórnarskrá- breyting væri einungis tilraun for setans til að fá neitunarvald. Fyrir ætlanir De Gaulle fælu í sér hættu á einræði og borgarastyrjöld, hins vegar hefðu andstæðingar hans aðeins eina köllun og hún væri að vernda lýðræðið og friðinn i land- inu. Ákvörðun De Gaulle hefur skipt frönsku þjóðinni í tvær and stæðar fylkingar og ég skil ekki þá ákvörðun forsetans að hafa þjó? aratkvæðagreiðslu um stjórnar- skrárbreytinguna, sagð) Mollet að lokum. í haldsforinsrinn Paul Reynaud sem stjórnaði blaðamannafundin- um, tók í sama streng og átaldi stjórnina fyrir að nota útvarp og sjónvarp rikisins til áróðurs. Hann mun þar hafa átt við ræðu Christ- ian Fouchet sem kom í útvarpi og sjónvarpi í gærkvöldi. Margir fleiri andstæðingar De Gaullc tóku til máls á fundinum og voru mjög harðorðir í garð forsetans Socialradikalinn Mauris Faui’e sagði t.d. að menntamálaráð- herrann gegndi nú hlutverki harð soðins áróðursmálaráðherra. Blaðamannafundurinn í dag e; liður í herferð sem andstæðingar De Gaulle eru að hefja gegn þjóðar atkvæðagreiðslunni. 3 Rússar hand feknir í Jemen INDVERJAR SÆKJA GEGN KlNVERJUM Peking, 10. október. NTB-Reuter. Ike gogn- rýnir JFK ADEN og AMMAN, 10. okt. (NTB-Reuter). Útvarpið í Amman hélt því fram í dag, að þrír sovézkir Iiðs- foringjar hefðu verið handteknir ásamt setuliði uppreisnarmanna, þegar hersveitir hliðhollar kon- ungi náðu virkinu Maarab á sitt vald fyrr dag. Samtímis hélt útvarp ný.ju stjórnarinnar í höfuðborginni Sanaa því fram, að þrír liðsfor- ingjar frá Suður-arabíska ríkja- sambandinu hefðu flúið til Jemen frá Aden. í Kairó herma fréttir, að bylt- ingarráðið Jemen hafi afnum.ð réttindi bandarískra olíufélaga. Hér er um hefnarráðstöfun að ræða, þar eð bandaríska stjórnin liefur enn ekki viðurkennt nýju stjórnina. í Amman gaf sendiráð Jemens, sem enn heldur tryggð við gömlu konungsættina, út yfirlýsingu , í dag. Þar er þeirri staðhæfingu valdhafanna í Sanaa neitað, aö hersveitir hins nýja konungs, Hassans, sem eiga í höggi við upp reisnarmenn N.-Jemen, séu und ir stjórn Saudi-Arabíumanna. i Aðeins Jemenskar hersveitir . berjast í norðurhéruðunum, og j lmam , Hassan leggst eindregið Igegn erlendum afskiptum ,.í land- l inu, í hvaða mynd sem þau birt- I ast, sagði í yfirlýsingunni. Síðari fréttir frá Jemen lierma. að stjórn uppreisnarmanna hafi j sent sovézku liðsforingjana til I Maarab ásamt herdeild nokkurri, sem leysa átti virkið úr umsátri. Einn liðsforingjanna stjóvnaði þyrlu, sem hersveitir hollar kon- ungi eyðilögðu, að því er fréttir þessar herma. PERÓNIST- UM SLEPPT Buenos Aires, 10. -:okt. NTB-AFP. Yfirvöld Argentínu. slepptu í dag úr haldi nokkrum pólitísk- uin föngum, þar á meðal fjórnm foringjum Perónistaflokksins, sem er bannaður. Þetta var haft eftir góðum heimildum í dag. Þetta er í samræmi við yfirlýs- ingu hins nýja innanrikisráðherra, Rodolgo Martines, er hann gaf þegar hann var skipaður ráðherra nýlega, að hann mundi beita sér fyrir því, að eðlilegt ástand kom- izt á Argentínu að nýju. . | Indverjar halda því fram, að I MacMahon línan séu hin hqfð- Indverskar hersveitir lögöu bimdnu landamæri Kína og Ihd- til atlögu gegn vígstöðvum Kín- lands og Kinverjar hafi sótt inn verja í Suður-Tíbet í dag. Ellefu á indverskt yfirráðasvæði. Kínverjar féUu eða særðust. Fiá þessu segir í frétt frá fréttastof- txnni Nýja-Kína. Samtímis þessu var skýrt svo frá í Nýju Delhi, að indverska stjórnin hefði bannað ejntak af sérstöku fréttablaði kínverska sendiráðsins vegna greina um landamæradeilu Kínverja og Ind- verja. j í opinberri frétt um bannið seg- ir, að greinunum sé þannig íiall að um landamæradeiluna, að það geti skaðað öryggishagsmuni landsins. Kínverjar segjá, að skothríð Ind verja hafi byrjað kl. 9 eftir stað- artíma í dag, og haldið áfram all- an daginn. Að sögn þeirra sóttu Indverjar inn í Chedong-hérað norðan Mac- Mahon-línunnar svonefnd'u — og austan landamæri Kína og Ind- lands. Indverjarnir hafi farið yfir Kechilang-ána og komið upp víg- stöðvum norðaustan árinnar, við Schitung. Varsjá. (NTB-Reuter). 28 manns létu lífið í járnbraut- arslysi í Lobz-héraðinu fyrir helg- ina. Lestin frá Búdapest, Sofia og Belgrad varð að skipta um spor vegna bilaðra járnbrautarteina, en rakst þá á Chopin hraðlestina, er var að koma frá Varsjá á leið til Vínar og Prag. Moskva, (NTH-Reuter). Bandarikin hafa liarðlega mót mælt handtöku sendifulltrúans Raymonds Smith á miðvikudag og meðferðinni, sem hann fékk. Sov- étríkin hafa nú vísað mótmælun- um algerlega á bug og halda því fram, að sekt fulltrúans sé alger- lega sönnuð. FRÖNSK VOPN TBL KONGO? Kórea skipar ambassador hér Ríkisstjórn Kóreu hefur-ákveðið að skipa ambassador -á næstunni fyrir ísland með búsetu í Londor;,, en af íslands hálfu er ekki gert ráð fyrir því að skipa ambassador hjá Kóreustjórn. (Fréttatilkynning frá Utanríkis- ráðuneytinu.) PARIS, 10. okt. (NTB-Reuter). Góðar heimildir i París hermdu í dag, að Frakkar hefðu ekki sent flugskeyti til Katanga. Yfirmaður SÞ í Kongó, Robert Gardiner, sagði í skýrslu til U- Thant, aðalritara, á þriðjudag, að stjórn Tshombes ætti frönsk flug skeyti. í París er ekki vitað hvern ig Katangastjórn hafi getað korn- izt yfir þessi flugskeyti. Á þriðjudag bar Tshombe fram þau mótmæli við Belgi og Banda- ríkjamenn vegna sendinga vopna flugvéla og herflutningabifreiða til Kongóhers. Þessar upplýsingar Tshombes eru hafðar eftir góðum heimildum, hermir Reuter. Tshombe heldur því fram, að vopnasendingar þessar brjóti í bága við áætlun U Thants 'im ; sameiningu Katanga og Kongo, sem Bandaríkjamenn og Belgar styðja. Þetta fái Katangamenn til að efast um vilja þeirra á frið samlegri lausn Kongó málsins. j Tshombe sagði í dag, að vopna sendingar Bandarikjamanna gætu réttlætt beina aðstoð austantjalds ríkja við Kongó. | íhlutun Bandaríkjamanna getur íeit.t til styrjaldar og Bandarikin mundu bera ábyrgðina, sagði Tshombe. Boise, 10. okt. (NTB-Réuter). Eisenhower, fyrrum forseti, réð- ist í dag heiftarlega á stjórn Ken- nedys í ræðu, er hann hélt á kosn- ingafundi í Idaho. Hann sagði, að stefna Kennedys forseta einkenndist af ungæðis- hætti og væri nánast dagdrauma- rugl. Fjögur þúsund og fimrn hundruð manns hlýddu á ræðu forsetans fyrrverandi. sem sagði á fundinum, að sá ár ;öur Demo- krata sem viðhafður væri að hann liefði á sínum forse'.aferli ekki gert neitt gagn, og væri hlægileg- ur. Hins vegar væri stjórn Kenn- edys mest óreyndir unglingar, er létu ráð eldri og reyndari manna sem vind um eyrun þjóta. Ræðísmannsskrifstofu Rússa í Shanghai lokað PEKING, 10. okt. NTB-Reuter. Ræðismannsskrifstofa Rússa ' í Shanghai, stærstu borg Kína og mikilvægustu hafnarb. lands- I ins hefur verið lokuð síðan 28. sept. að sögn stjórnarerindreka, sem komu til Peking frá Shang- hai í dag. Blöð í Shanghai hafa skýrt frá þessu í tilkynningu, sem hljóðar upp á tvær línur. Áskrifendur blaða í öðrum hlutum Kína vita ekkert um ákvörðun Rússa um, að loka ræðisinannsskrifstofunni. Ennfremur var skýrt frá því, að rússncskir verzlunar og sigl- ingamálafulltrúar í Shanghai haldi störfum sínum áfram, en starfsmenn ræðismannsskrifstof- unnar búist sem óðast til heim- ferðar. Talið er, að öðrum ræðismanns skrifstofum Rússa í Kína hafi og verið lokað. í Peking hefur verið imprað á því upp á síðkastið, að ræðismannsskrifstofunni verði lokað af fjárhagsástæðum. Hlaut dóm Alþýðublaðið skýrði frá því í júní í sumar, að ráðizt hefði verið á íslenzkan sjó- mann í Gautaborg og hann barinn og peningum stolið frá honum. í gær barst okkur svohl.ióð- andi skeyti frá Haraldi Ólafs syni fréttaritara okkar í Sví- þjóð: Danskur sjómaður var í gær dæmdur í 18 mánaða; fangelsi, og mun síðan gerð- ur brottrækur frá Svíþjóð x 6 ár fyrir að hafa barið og, rænt íslending í Gautaborg í jum í sumar. ;í HMMtHMMMMMMUHMMH’ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11. október 1962,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.