Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 8
 S3ÚKDÓMAR hafa verið tU frá aida öðli. Menningarþjóðir forn- aldar: Egyptar, Grikkir og Róm- verjar áttu í stríði við gróðursjúk- dóma og þeirra er getið í biblíunni o. fl. æva fomum ritum. Mest er lætt og ritað um sjúkdóma í rækt- uðum jurtum. En villigróðurinn sleppur heldur ekki við kvillana. 'Grasmaðkurinn herjar bæði á lé- leg tún og óræktað vallendi. Skóg- armaðkamir naga bjarkarlauf og Viði bæði í skóglendi og görðum. Leggjast líka stundum á fjaildrapa og berjalyng. Flestir hafa séð Tautt, sveppasjúkt bláberjalyng og igrasblöð brúnflekkótt af ryðsvepp, •eöa svartan sólsvepp í blómaxi iþursaskeggs og ýmissa starateg- unda úti um engi og haga. ' Sumar ræktaðar jurtir virðast sérlega kvillagjarnar og er það í rauninni ofur eðlilegt. Við knýj- um þær til aukins vaxtar, 'með á- iburði o. fl. aðgerðum. Jurt, sem er Tekin áfram til að vaxa sem örast og gefa mikla uppskeru, þarf líka sérlega nákvæmni í umönnun og vernd, ef vel á að fara. (Sbr. t. d. hánytja mjólkurkýr). — Svo er annað atriði. Flestar ræktarjurtir eru aðfluttar, sumar langt sunnan úr löndum, þar sem vaxtarskilyrði em mjög á annan veg en hér. Em ýmsar þeirra ræktaðar í gróður- húsum hér á landi, t. d. gúrkur, tómatar og fjölmörg blóm. Reynt er að hlúa sem mest að mörgum öðrum úti í görðum, en oft er samt erfiðleikum bundið að veita þeim rétt kjör. En réttilega og vel þarf að búa að gróðrinum umfram allt. Án þess koma lyf og sjúkdómavam ir að litlu gagni. En ef ræktunin er í góðu lagi, getur skynsamleg notk un plöntulyfja og ýmsar varúðar- ráðstafanir stuðlað mjög að því að tryggja uppskemna og afstýra vanhöldum. Saga gróðursjúkdóma og plöntu- lyfja er stutt ennþá á íslandi. Sennilega hafa grasmaðkar og skógarmaðkar herjað öðra hvoru allt frá landnámstíð og verið í iandinu, er það byggðist. Sömu- leiðis xyðsveppar o. fl. gróður- kvillar úti á víðavangi. Allt frá landnámstíð hafa jurtir verið flutt- ar inn í landið til ræktunar, þótt mest hafi kveðið að slíku á síðustu áratugum. Hafa sjúkdómar fylgt flestum ræktuðu jurtuniun fyrr eða síðar. — Meðan samgöngur- vora litlar og aðallega ræktaðar kartöflur og rófur í dreifðum smá- görðum, bar sáralítið á sjúkdóm- um. Gróður sjúkdómar færast jafn an í aukana með vaxandi ræktun og auknum samgöngum. Árið 1852 er fyrst getið um kart- öflumyglu í Reykjavík. Um 1890 er myglan orðin landlæg við Faxa- fióa og allt austur á Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðasta aldarfjórð- unginn hefur hún fundist í öllum iandshlutum. En veraiegt tjón gerir hún aðeins í hlýjustu og rök- ustu hlutum landsins, þ. e. í lág- GRÓÐURSJÚKPÓMAR og varnir gegn þeim heitir ný bök, sem samin er af Ingólfi PavíSssyni og gefin út af Atvinnu- deild háskoíans. Hér birtíst inngangur bókarinnar, fróMeg grein um grógursjúkdóma og sögu þeirra fiér á landi. sveitum á sunnanverðu landinu. Voru t. d. árin 1918, 1919, 1929, 1926, 1933, 1939, 1941, 1944, 1945, 1947 og 1953 mikil mygluskemmda ár. En vart hefur orðið við kart- öflumyglu öll árin 1936—1961 sunnanlands, þótt ekki hafi hún valdið veralegum skaða, nema sum ár, af veðurfarslegum ástæðum. Sumrin 1920 og 1921 voru kartöflu garðar á Stokkseyri úðaðir með • Bordeauvökva til vamar myglunni með góðum árangri. Hefst þar saga mygluvarnarlyfja og (plöntulyfja yfirleitt) á íslandi. Jókst lyfjanotk- unin nokkuð eftir hið alræmda mygluár 1933, en þó hægt. — Um 1930 barst kálmaðkurinn til lands- ins, sennilega með innfluttum róf- um, drap kál í stóram stíl og eyði- lagði rófur. Reyndist brátt nauð- synlegt að grípa til lyfjavama. Varð það eitt af fyrstu verkefnum undirritaðs, eftir að Atvinnudeild Háskólans var stofnuð 1937, að rannsaka varptíma o. fl. lifnaðar- haetti kálflugunnar og reyna ýms lyf og varnaðaraðgerðir. Reyndist brátt' fært að verja kállð með lyfj- um og sáðskiptum. Var jafnóðum skýrt frá reynslunni og gefnar ráð- leggingar í útvarpi, blöðum og tímaritum. — Eftir stríðið hefur fjöldi nýrra plöntulyfja komið á markaðinn og hafa allmörg verið reynd hér á landi. Varð kálmaðk- urinn raunverulega orsök þess, að notkun plöntulyfja varð algeng í matjurtagörðum, ásamt sáðskipt- um o. fl. ráðstöfunum. Ekki mun hafa verið mikið um notkun lyfja til að eyða blaðlúsum, skógarmöðk um o. fl. óþrifum í trjágörðum hér á landi fyrr en á áranum 1930—1940, er Skógrækt ríkisins tók að nota plöntulyf svo um mun- aði. Hefur lyfjanotkun í trjágörð- um aukizt stórkostlega síðasta ára- tuginn, einkum í Reykjavík og hin- um stærri kaupstöðum. Gróðurhúsin era sérstæður „gróðurheimur” með röku og hlýju, suðrænu loftslagi. Hefur . hópur jurtasjúkdóma borizt þang- að með innfluttum gróðri allt frá því fyrstu gróðurhúsin voru reist árið 1924. Þrífast margir hínna „suðrænu sjúkdóma” aðeins á gróðri í gróðurhúsum og stofum og í heitri.jörð utanhúss. t. d. tómata- hnúðormar o. fl„ o. fl. Garðyrkju- skólinn hefur vitanlepa allt frá stofnun hans árið 1939, stuðlað mjög að notkun vmissa gróður- húsalyfja. Allmarsir erlendir, eink um danskir, garðvrkinmenn hafa frá hyrjum starfað hér í gróður- húsum og flutt me* sér hagnýta þekkingu á jurtasiúkdómum og varnarlyfjum, og margir íslenzk- ir garðyrkjumenn hafa aflað sér slíkrar þekkingar bæði heima og erlendis. Hafa viðbo'-fin breytzt mjög síðasta aldarfiórðunginn. Haustið 1953 fundust kartöflu- hnúðormar í garði í Reykjavík. Hafá gróðursjúkdómasérfræðing- ar Atvinnudeildar Háskólans (Bún- aðardeildar) ög aðstoðarmenn þeirra síðan á hverju sumri m. a. unnið-að rannsóknum á útbreiðslu hnúðbrmanna og ferðast í því skyni um land allt. Hafa kartöflu- hnúðormar fundizt allvíða, eink- um sunnanlands, og hafa senni- borizt tii landsins á stríðsárunum. Matjurtagarðar hafa nú verið rann sakaðir um iand allt og hefur feng izt gott yfirlit yfir heilbrigðis- ástand í þeim. Kartöfluhnúðormar hafa fimdizt í gömlum görðum. Eru sáðskápti auðsýnilega heppi- leg ráðstöfun bæði frá heilbrigðis- og ræktunarsjónarmiði. Nauðsyn- legt er að skoða garðana öðru hvoru, einkum gamla garða og garða á jarðhitasvæðunum. Gulrótamaðkur fannst í Reykja- vík haustið 1960. Verður að við- hafa svipaðar vamaðaraðgerðir gegn honum og kálmaðkinum. Sam göngur era nú orðnar svo örar að búast má við að nýir jurtasjúkdóm- ár kunni að berast til landsins, þrátt fyrir ýmsar varúðarráðstaf- anir. En bezt er að vera laus við þá sem lengst. Plöntulyf verða stöð- ugt öflugri og varnartækni tekur framföram. Heilbrigðisskoðun fer nú víða fram erlendis á ökram og í görðum, áður en leyft er að flytja þaðan afurðir; og hellbrigðisvott- orð skal fylgja grænmeti, rótar- ávöxtum og öðram lifandi plöntum og plöntuhlutum, sem send eru milli landa. Dregur þetta mikið úr sjúkdómshættunni Oft geta liðið nokkur ár áður en vart verður við innfluttan sjúk- dóm, sbr. hnúðormana. 1960 og 1961 sáust veralegar skemmdir á sitkagreni af völdum sitka-blað- lúsar, sem eflaust hefur verið búin að búa um sig hér á landi a. m. k. nokkur ár. g 11. október 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.