Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.10.1962, Blaðsíða 15
r 1 ) 15 ii Baum . og situr þar þrjá tima í renn- votum klæðum. Stund og stund er hægt að gleyma sér við mynd- irnar á hvítu tjaldinu. Svo kem- ur lokamarzinn. Aftur út í rign- inguna. Óþolandi sultarkennd. Bak við súlu í kaffihúsi las hún auglýsingar, þessar tvíræðu á- bendingar á öftustu síðu, sem lofa ráðum og hjálp við hverju sem er. Hún drekkur glas af lík- jör og telur peninga sína. Hún er þegar búin að eyða 50 mörk- um, og enginn árangur. Hún sit- ur þarna þangað til lokamarzinn er leikinn, þá sækir hún ferða- tösku sína á járnbrautarstöðina og skjögrar inn í lítið, ódýrt gistihús alveð útkeyrð. Sofa, sofa Það rigndi stöðugt meðan Helena fór að leita fyrir sér næsta morg- un samkvæmt bendingunum úr blaðinu. Frú Win(,er ljósmóðjr var ekki heima. Ungfrú Morholm sem hún heimsótti næst, var stillt og ákveðin stúlka af sömu gerð og Helena sjálf. Þær áttu langt samtal. En hún fékkst ekki heldur við þess konar mál og færði sömu rök fyrir máli sínu og- frú Gropins. Heimskuleg lög — svíyirðilegt ástand, en upp með höfuðið og sjáumst aftur. Sinnepsplástur gat verið góður, annars var það vist ólöglegt nú. Frú Friðriks, fyrrum ijósmóðir, eins og stóð á nafnskildinum, var mögur og bar eldhússvuntu. Hún leiddi Helenu inn í stofu með þykkum gluggatjöld- um, fjölda glermynda og máluð gluggatjöld. Hin fyrrverandi ljós móðir, hvers vegna fyrrverandi. birtist aftur. Hún hefur skipt á svuntunni og uppskurðarslopp, sem vafalaust hefur áhrif á þjón ustustúlkurnar, er leita hjálpar hennar. Helena er nú farin að venjast þessu. Jú, frú Friðriks ætlar að hjálpa, gera það af einskærum brjóstgæðum og skvaldrara eitt- hvað um reynsluleysi, glapstigu og ólgandi æskublóð. Helenu býður við þessu, en þetta er þó í áttina. Hún borgar 100 mörk og fær herbergi hjá yfirsetukon unni. Næsta morgun skal þessi smáaðgerð framin. Helena er ein í herberginu og sezt á rúmstokkinn. Það er svo andstyggileg lykt í herberginu, pg af einhverri ástæðu er ómögu legt að opna gluggann. Sængur- klæðin eru nýþvegin og ekki orð in þurr. Á veggnum ofan við rúmið var veggteppi er sýndi grænt ljón vera að rífa sundur rauðan kálf. Það var allt eins og Jjótur draumur. En þá var bara að bíta á jaxlinn. Eftir tvo daga yrði öllu lokið. — Hún hugsar til Gullvarar, saknar hennar, kytr unnar heima, tilraunastofunnar, já jafnvel „bara Meiers", en Firilei, hún hafði næstum því gleymt honum. Það versta við herbergið er veggirnir. Gegnum þá berst allt, bæði lykt og hljóð. Hún heyrir lága stunu. Það er einhver, sem kveinar lágt af þolinmæði og þróttlítið. Bak við þessa veggi er veriö að pína einhvern og kvelja, eitthvað er að gerast, með an hún situr þarna á rúmstokkn um og borar fingrunum niður í rúmteppið. Frú Friðriks færir henni kaffisopa. Hún reyndi að sýnast róleg og vekja traust, en áhrifin urðu þó gagnstæð. „Hvað er að þarna inni? Er einhver að aia þar barn?“ spyr Helena. i Frúin svarar ekki beint. Henni líður ekki vel vesalingnum, en það verður allt annað með yður, þér eruð ung og hraust. Svo laumast hún burtu. Hurð lok- ast, það er hvíslað, lágar stunur, þróttlausar sem orka á Helenu eins og hún sjái hið rauða blóð streyma burt. Hún þolir þetta ekki lengur og læðist út í gang- inn. Hijóðin verða greinilegri. „Hvað eruð þér að gera hér? Allt í einu birtist frú Friðriks. Liggið þér á hleri?“ spyr hún óttaslegin og hátt. „Ég verð að fara á brautar- stöðina og sækja ferðatöskuna mína. Haldið þér að þetta standi lengi enn?“ Hún leit biðjandi á frúna og benti á einar dyrnar. „Drottinn minn, hvað þér er- uð í miklu uppnámi. Það er nú heldur meiri hávaði sem fylgir þessu að jafnaði". Helena hvarf hljóðlega út í kvöldrökkrið. Það var enn sama látlausa rigningin. Hún borgar reikninginn og telur enn peninga sína. Niðurstaðan er ekki upp- örfandi. Hún hafði orðið að borga frú Friðriks 100 mörk fyrirfram, og önnur 100 þegar búið væri. Framan við hús frú Friðriks bíður bíll, og nokkrar konur hafa hópast saman í útidyrun- um. Það er hvíslað og pískrað í öllum krókum og kimum. Hel- ena verður snögglega skelfingu gripin, og henni verður skyndi- lega ljóst, hve glæpsamlegt þetta er allt. Skyldi hún enn vera að stynja þarna uppi? hugsaði liún, meðan hún gengur síðustu skref in. Maður, sem hún hefur ekki séð áður opnar dyrnar. „Við hvern ætlið þér að tala?“ spyr hann og horfir rannsakandi á hana og ferðatöskuna. „Nei ‘— ekki ennþá —svar ar Helena eins og ósjálfrátt. „Þá vil ég ráðleggja yður að hraða yður burt eins fljótt og þér getið. Ég er læknir — nafn mitt er doktor Hartmann. Hér í hús- inu hefur gerzt mjög alvarlegur atburður. Lögreglan kemur á næstu mínútu, og ég tel enga nauðsyn að blanda fleirum í þetta mál en þörf krefur. „Eigið þér einhverja muni hér í íbúð- inni? — Þá er allt í lagi og þakk ið Guði fyrir að sleppa héðan heilu og höldnu. Góða nótt“. Dyrnar lokast. Gatslitin dyra- þrep, lykt af káli, forvitin augu í öllum gættum. Helenu finnst hún ætla að hníga niður. Svo þríf ur hún töskuna og flýr. 0-0 Sá skelfingar atburður, sem Ambrósíus hafði lengi fundið á sér dundi yfir. Hann gerist ein mitt svo regndaginn sem Hél- ena lagði af stað í sína laumuför til Frankfurt. Það kom enginn jarðskjálfti, það var ekki heldur að gasleiðslan spyrngi í loft upp, ekki einu sinni að tilraunastofan flygi út í loftið. Atburðurinn var bréf, skrifað á gráan pappír og afhent heima hjá honum. Bréfið var frá konu hans og hljóðaði svo: Kæri vinur! Ég hefi lofað að vera hreinskilin við þig, og það er því kominn tími til að hreinsa andrúmsloftið milli okkar. Þú hlýtur fyrir löngu að hafa séð, að hjónaband okkur byggðist á mistökum, og ég bið þig því að hefja skilnaðarmál. Ég yfirgaf hús þitt snemma í morg- un, því ég vildi ekki sjá þig í spor um hins táldregna eiginmanns. Ég hefi aldrei verið þín eign, og nú tilheyri ég öðrum, þar með er öllu lokið okkar á milli. Ég er kona og hlýt að fylgja lög um míns duldá eðlis. Nóg um það. Ég flyt þér þakkir og kveðj- ur. Sjálf fer ég burt, en Max Kalding mun láta mig víta, hvað þú gerir. Það hryggir mig að hafa valdið þér sorg, en þú ert karlmenni og hefur þitt starf. Ég mun halda áfram að vera vinur þinn, og ef til vill getur þú síðar meir orðið vinur minn. Vertu sæll þangað til. Yvonne. Þegar Ambrósíus hafði lesið bréfið og skilið það tók hann hið stóra steinker með stærsta pálma vetrargarðsins, hóf það á loft og fleygði því í gólfið. Að eðlisfari var Afhbrosíus á- stríðuríkur og óstýrilátur, og varð hamslaus við sársauka eins og villidýr í búri. Hann beit sig í hendurnar, tætfi sundur nótna- blöðin á flyglinum, raúk inn í svefnherbergi konu sinnar spark- aði í rúmið, reif sundur föt henn- ar og mölbraut með einu hnefa- höggi spegilinn og nam ekki stað ar fyrr en blóðið lagaði úr hendi hans, og hann var orðinn bull- andi sveittur. Þetta var bardagi, sem hann háði á sinn hátt, losaði sig þannig við ósýnilegan and- stæðing. Húsið leit út eins og orustuvöllur, þegar hann þaut af stað til May Kolding með af- skræmt andlit og dynjandi hjart- slátt. Stofuþeman elti hann með regnfrakkann. Hann fleygði hon- um á handlegg sér og þaut á- fram berhöfðaður. „Hvar er kona min?” öskraði hann til May Kolding, sem varð dauðskelkuð. „Bróðir yðar hefur numið hana brott. Ég kref yður ábyrgðar. Bróðir yðar er svívirði- legur þorpari, óþokki. — Ég drep hann — ég skýt hann eins og hund”. — Þegar Ambrosíus hafði létt á sér, sýndi May Kolding honum skilning og hluttekningu. Hún var hlutlaus, en reiðubúin að koma skilaboðum, en hún neit- aði að gefa neinar upplýsingar. Sjálfri þótti henni litið koma til bróður síns og fannst Ambrosíus þessi frægi og ósýriláti risi miklu eftirsóknarverðari. Hún gekk svo langt að klappa honum með litlu vel snyrtu hendinni sinni. Ambrosíus var svo eyði- lagður, að þessi létta hlýlega snerting, kom honum til að há- gráta. Svo rauk hann upp aftur, skellti hurðinni og þaut út. Skyndilega hugkvæmdist honum að fara til járnbrautarstöðvar- innar. Hraðlestin til Frankfurt var farin, og meðan hann beið næstu lestar, æddi harin fram og aftur um brautarpallinn eins og villidýr í búri. Hægfara lestin var eilífðar- tíma að komast til Frankfurt. Hún var alltaf að stanza, og á hverri stöð sást hin rauða húfa stöðvarstjórans vagga meðfram lestinni. Ambrosíus var að verða hamslaus af að bíða. Hann hafði líka gleymt úrinu sínu heima. Meðan á stríðinu stóð, hafði hann eitt sinn verið fluttur frá vesturvígstöðvunum til Karpata- fjalla. Það hafði honum fundizt taka miklu skemmri tíma. Loks kom þó lestin til Frankfurt, og ef til vill hefur hin hæga ferð eitthvað sefað ólguna í blóðinu. Það sem hann gerði, sýndi, að hann var þó farinn að hugsa eitt- hvað af viti. Hann fer þegar í síma og hringir til doktors Kol- ling. Mjóróma stúlka svarar, að hann sé ekki við látinn og óvíst sé, hvenær hann komi, en hann sé ófarinn úr borginni. Honum kemur í hug að spyrja, hvort nokkur kona sé stödd hjá Kol- ding; en hann gerir það ekki, get ur ekki stunið því upp. Það situr fast í hálsinum. Framan við brautarstöðina veit hann í fyrstu ekki, hvað gera skal. Svo setur hann höfuðið und- ir sig og leggur af stað með dýrs- legri baráttuhvöt og lætur kjálk- ana og eðlisávisun ráða. Hann sér andllt sitt speglast í rúðu, þekkir það ekki og nemur staðar. Á nautaati hefur hann séð naut koma brunandi á sama hátt; ' hnakkinn breiður, höfuðið fram- stætt og ægilegt. Hann skelfist líkinguna. Ég hef líka horn, finnst svo neistandi grimmd, að hann honum talað innra með sér af grípur ásjálfrátt um ennið. Fám húslengdum frá nemur , hann aftur staðar. Hann stað- næmist við vopnabúð, sem orðið hefur á leið hans. Hann hefur ekki gert neina áætlun heldur er hann rekinn af ákafci löngun til að berjast, útrýma, ef nauðsyn krefur. Hann gengur inn og vel- ur sér góða skammbyssu og læt- ur hlaða Kana —, til allrar ham- ingju er seðlaveski í ferðafötiun hans — hann stinguí- skamm- byssunni í bakvasann. Hann kemst alla leið að húsi Koldings og á í þjarki við herbergisþern una veiklaða og lítilsiglda per- • sónu, sem stamar út úr sér ósann indunum eftir getu, en verður alveg ráðalaus gagnvart hinni mikilúðlegu berhöfðuðu persónu í regnfrakkanum. Ambrósíus hef- ur loks náð í eitthvað til að fara eftir. Þegar hann hefur neytt hina ráðlausu stúlku til að segja sér heimilisfang þess listmálara, sem líklegast er að Kolding sé staddur hjá, yfirgefur hann þenn an bæjarhluta fullur óþolin- mæði. í þetta sinn fær hann sér bíl og keyrir bílstjórann með áköf- um eftirrekstri til að aka þvert í gegn um borgina alveg út í úú 4 jaða¥,'"hennar, þar sem Harry- man Samson hefur komið sér i upp málarastofu í bráð í litlum i trékumbalda. Ungur Ijósklædd- ur þjónn Iýkur upp. „Húsbónd- inn er að vinna”, segir hann, en Ambrosíusi verður ekki mikið fyrir að yfirbuga þessa þjónustu ræfla og komast inn í forstofuna. ALÞÝÐUBLAÐtÐ - 11. október 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.