Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 4
Wvwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww** Louis í afmæli EINN fegursti skemmtistaður veraldar, Xívolí í Kaupmanuaiiöfn átti 150 ára afmæli fyrir skemmstu Louis Armstrong, trompetleikar- inn heimsfrægi, var meðal gesta á afmælishátíðinni. Hér hafið þið' hann — og hefur sett upp ein- kennishúfu hinna skrautklæddu „Tívolídáta.“ AND- SVAR í Alþýðublaðinu 16. okl. sl. las ég grein eftir vin minn Gísla Sig- urbjörnsson í Ási, þar sem hann ritar greinarkorn, sem ber .nafnið: Kirkjan og Kleppur. Tekur hann þar upp tölur úr fjárlögunum og ber saman .framlög ríkisins til líirkna og Kleppsspítalans. Fram- larg til þessarar starfsemi, til kirkj unnar og til þeirra sálsjúku, er gista þurfa „Klepp, er .nálega hið sáma, eða tæpar .16 milljónir kr. Telur nafni minn að þarna sé ó- jafnt skipt og að hlutur kirkjunn ar sé.fyrir borð borinn, þetta þurfi að laga og nái ekki nokkurri átt að leggja ekki meira að hálfu ríklsins til kirkjanna en til Kleppsspítal- ans. .Gísli telur í grein sinni, að at- hygli sín hafi vaknað og svo muni íara fyrir fleirum en honum. Ég er Gísla sammála að þessu leyti, að það munu margir verða hissa, þegar þeir sjá þessar tölur, ekki vegna þess að kirkjan hafi ekki stærra framlag en Kleppsspítaimn heldur að Kleppsspít.alinn skuli ekki hafa riflegra framlag heldur en kirkjan. f>að er bezt að segja það strax að þama kom Gísli Sigurbjömsson mér mjög á óvart svo margt höfum við spjállað saman um og bað um ýms mál sem mega vera sjúkum til hjálpar, að ég átti ekki vod á þessu úr þessari átt. Gísli segir orðrétt í grein sinni: „Aukin sálgæzla, öflugc og jákvætt starf kirkjunnar myndt bókstaf- lega verða til þess að sáisjúkt fólk yrði ekki svo maigt, aukið starf kirkjunnar og presta hennar Framh. á 7. síðu 4 19. október 1%2 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Guðni Guðmundsson skrifar erlend tíðindi: BREZKl íhaldsflokkurinn hélt flokksþing sitt í Llandudno í Wales í sl. viku. Það merkileg- asta, sem þar gerðist var, að þingfulltrúar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta stuðn- ing við stefnu ríkisstjórnarinn- ar í markaðsmálunum. Þar með er svo að sjá, sem stuðningur og andstaða við aðild að Efna- hagsbandalagi Evrópu í Bret- landi sé örðin hrein pólitísk: íhaldsmenn vilja aðild, en jafn- aðarmenn séu á móti hcnni. Það var engan veginn svo í Llandudno, að allir væru sam- mála. Það hefur lengi verið vit- að að andstaða við aðild hefur verið mikil innan íhaldsflokks- ins. Hins vegar gerðist það, að fjöldi manns virðist liafa látið sannfærast af málflutningi isfljóiíiarinnar, og svo kemur hitt lika til, að sú ákvörðuu Gaitskells að leggjast gegn að- ild hefur orðið til þess að þjappa íhaldsflokknum meira saman. tíminn styttist til kosninga og nauðsynlegt, að einhver áhrif aðildar verði farin að sjást, áður en til þeirra kemur. Helztu talsmenn stjórnarinn- ar í málinu voru þeir Butler, innanríkisráðherra, og Heath aðalsamningamaður Breta í Briissel. Þeir lögðu höfuðá- herzlu á nauðsyn þess aí stækka þann heimamarkað, sem Bretar ættu aðgang að. Nútíma- iðnaður krefðist stærri markaða Þá skýrði Butler frá því að þó að verðlag afurða í Bret- landi mundi hækka við aðild að EEC, þá mætti alltaf lagfæra slíkt með breytingum á skött- um til þess að bæta það upp hinum bágstöddustu. Hanu .benti jeinnig á að það væri hvort sem er víst, að ekki yrði unnt Eins og fyrr getur, virðist stuðningur og andstaða við Efna hagsbandalagið nú fara í stór- um dráttum eftir pólitískum líu um. Lengi vel tóku jafnaðar- menn ekki afstöðu með eða móti aðild, þó að Gaitskell léti á sínnm tíma í Ijós andstöðu við hina pólitísku hlið aðildar á fundi sínum með öðrum jafn- aðarmönnum í Briissel í sumar Eftir samveldisráðstefnuna færðist Gaitskell þó til harðari afstöðu til málsins og loks má segja, að jafnaðarmenn hafi raunverulega Iagzt gegn aðild á flokksþingi sínu um daginn. Þetta hefur vafalausi átt sinn þátt í að þjappa íhaldsmönnum meira saman, og það svo. að ungir íhaldstnenn, sem voru yfirleitt taldir andvígir aðild, hafa nú fallizt á hana og mæltu þeir ræðumenn úr þelrra hópi, sem til máls tóku á flokksþing- inu, með því að „hætta að draga á eftir sér fæturna." Það er þó engan veginn svo, að allur ótti sé úr íhaldsmónn- um I sambandi við aðild, en hann beinist nú fremur að hinni pólitísku hllð hennar en fcinni viðskiptalegu. Vlrðist svo sem ráðherrafundur samveldisins hafi haft þau áhrif að draga úr ótta manna í sambandi vtð við- skiptalega aðUd og .ekki síður í sambandi vlð framtíð sam- veldisins. Eftir þessa útkomu á flokks- þinginu virðist ekkert því til fyrirstöðu að brezka stjórnin haldi áfram samningaumleitun- um sínum. Raunverulega má búast vlð, að hún leggi nú meiri áherzlu á skjóta og góða út- komu úr viðræðunum, þvl að KIRKJUÞINGIÐ, sem um þessar mundir situr í Róm, má vafalaust teljast einn mcrkasti kirkjusögulegur viðburður síð- ari ára. Ýmsar skoðanir eru uppi um það, hver sé raunveru lega tilgangurinn með kirkju- þinginu, sem boðað var til þcgar nokknun vikum eftir að ,Tó- hannes páfi tók við embætti sínu. Ýmsir itelja, .aö tilgangur- inn sé að undirbúa sameiningu hinna kristnu kirkna, og vafa- laust á þingað eftir að reynast stórt skref í J>á átt, en fyrst og fremst er það ætlað sem alis- herjarrannsókn á starfsemi og stjórn kaþólsku kirkjunnar og til að skýra kenningar kristinn- ar kirkju, ef það mættl verða til að hjálpa hinum almenna borg- ara í daglegu lífi hans, ekki sízt með tilliti til hinna nýju við- horfa ú helminum, kjarnorku, aðstoð við vanþróuð lönd o.s.frv. Páfinn sagði sjálfur fyrir nokkrum vikum, að kirkjan vildi með þinginu „færa ljós sann- leikans til allra barna sinna, líka þeirra, sem stæðu utan hennar." í ljósi þessara orða. er þáð skoðun margra, jekki sízt kaþólskra, að eitt aðalverkefni þingsins verði að vera að rann- að halda áfram niðurgreiðslu landbúnaðarafurða áfram í því formi, sem nú væri með öðrum oröum sá varningur mundi alla vega hækka, hvort sem Bretar gengu í EEC eða ekki. Eftir flokksþing stóru flokk- anna tveggja í Bretlandi virðist sem sagt víst, að kosningabar- átta þeirra muni að Iangmestu leyti snúast um þetta mál, í- haldsmenn með aðiíd, jafnaðar- menn á móti. Hvaða áhrif þetta kann að hafa á aðstöðu frjáls- lyndra í kosningunum er erfitt að segja, en óhætt mun að full yrða, að hún verður erfiðari. Kann að fara svo, að þetti mál verði til þess a'ð binda endi á „frjálsíynda ,undrið“, kjósend ur fylki sér um stpru flokkinna. með eða móti EEC. saka þær kenningar kaþólsku kirkjunnar, sem mönnum utau hennar eru mestur þyrnir í aug um. ‘Með öðrum orðum, að raun saka verði gerðir þingsins í Vat íkaninu 1869-70, sem staðfesti enn meira djúp en fyrir var milli kaþólsku kirkjunnar og annarra kirkjudeilda. Meðal þeirra kenninga, sem þá voru -teknar og mestum óróa hafa valdið, var kenningin um óskeik ulleik páfa í málum, er snerta kennisetningar. Annað atriði, sem raunar kom miklu síðar, en olli ekki minni furðu var skil- greining siðasta páfa á upprisu Maríu í holdinu. Á undanförnum árum hafa mikil og merk störf vcrið unnin í þá átt að auka samstarf hinna kristnu kirkna og miklar vonir hafa vaknað um, að klofningur kristinna manna í fjolda trúfé- laga muni bráðlega hverfa. Það er enginn efi á því, að störf kirkjuþingsins í Róm skipta mjög verulegu máli í þessu sambandi og eiga cftir að hafa mjög mikil áhrif á framvindu þessara mála. Það verðnr því ekki síður athyglisvert að fylgj ast með störfum þessa þings en liinum almennu stjórnmálum í heiminum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.