Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 5
Framhald «i <iftu fljótleg-a grun um hvers kyns var. Eitt kvöld kom að húsinu bíll, og voru í honum nokkrir unglingar. Tveir þeirra fóru inn til þessa manns, og voru ]>ar skamma stund. Er þeir voru komnir inn í bílinn aftur, hóf- ust einhver læti og handalóg- mál, og var litlum kassa fleygt út úr bílnum um leið og hann ók af staö. Lítil stúlka, sem þarna var nálægt, fór og tók upp kassann. Reyndist þá vera í honum sprauta og þrjár litlar nálar ásamt sagarblaði - (sjá mynd). Blaðið fékk sprautuna í hendur fyrir skömmu og fór með hana á Atvinnudeild Há- skólans, og vildi láta ranusaka, hvort ekki fyndist eitthvað í henni. Ekki var unnt að gera þá rannsókn hérlendis. Þá ræddi blaðið við nokkra aðila, og bar allt að sama brunni, — fólk þetta taldi sig vita, að maðurinn sjálfur notaði nautnalyf, og jafnvel seldi þau. Þá frétti blaðið um menn (og nöfn þeirra) sem keypt höfðu af honum, og væru jafnvel tilbún- ir að bera vitni. Það verður að játa, að erfitt reynist að fá fólk til að segja nokkuð, þar eð almenningur er hræddur við að verða blandað inn í mál, sem geta orðið við- komandi miður þægrileg. Þeir sem neyta og verzla við nautna- lyfsala, vilja helzt aldrei segja til þeirra af ótta við að missa „eitrið”. Helztu vitnin gætu orðið menn eða konur, sem einhverju sinni hafa neytt þess- ara lyf ja, en væru hætt því. Samkvæmt íslenzkum lögum er ekki hægt að refsa manni fyrir notkun nautnalyfja, og þó að sannist á hann sala þeirra, er refsing hlægilega væg. Ef upp kæmist að eitrið væri smyglað til landsins, og Þá sérstaklega fyrir viðkomandi mann, þá væri einna helzt hægt að dæm.i hann og smyglarana tif strangrar refsingar. Blaðið veit, að lögreglan hefur sérstaklega reynt að komast eftir því, hvaðan maður þessi fengi nautnalyf þau, sem hann er grunaður um sölu á, en það hefur enn ekki tekizt. Sjálfur hefur hann nokkuð oft ferðast til Bandaríkjanna, þó ekki sé hægt að setja það neitt í sam- band við sölumennsku þá, sem hann er grunaður um. Allar þær upplýsingar, sem blaðið hefur fengið og telur að eitthvað sé hægt að byggja á, benda svo eindregið til þess að maðurinn sé eitthvað við þetta riðinn, að ekki verður lengur orða bundizt. Það er staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá, að neyzla alls konar deyfi- og örv- unarlyfja hefur aukizt gífur- lega hér í borg á sl. ári. Leiðir það af sjálfu sér, eins og reynslan hefur sýnt í öðrum löndum, að fólk sem byrjar að neyta veikra deyfi- eða örvun- arlyfja, sækir nær skilyrðis- laust í eitthvað sterkara. Blaðið vill benda viðlíom- andi yfirvöldum á, að brýn nauðsyn er á að stöðva þéssa miklu deyfilyfjanotkun, áður en hún skapar vandamál, sem erfiðari eru viðureignar. Blaðið heitir á alla, sem einhvern grun hafa um nautnalyfjasala og starfsemi hans, að láta þegar vita. Það er skylda borgaranna að reyna með öllu móti að upp ræta slík mein. Alþýðublaðið vill geta þess þegar, að það hefur fleiri upp- lýsingar og gæti sagt mun meira um mál þetta, en vill ekki að svo komnu máli nefna nein nöfn. Eitt dagblaðanna í bænum hefur undanfarna tvo daga minnzt almennt á hina miklu deyfilyfjanotkun. í gær rædfli það við yfirlækni Slysavárö- stofunnar, sem segir aö óhuggu- lega margir komi þangað undir áhrifum deyfilyfja. Hann segir orðrétt í viðtalinu: „Komið hef- ur fyrir, að menn hafi tæpt á því, að þeir hafi fengið þessi lyf hjá manni hér í bæ, sem selji fyrir aðra”. Blaðið hefur rætt við marga menn, bæði hjá rannsóknarlög- reglunni og götulögreglunni, og liafa þeir verið sammála um, að mjög miklar líkur séu fyrir því að nautnalyfjasali sé hér starfandi. Þó ekki sé í þessu tiifelli hægt að sanna neitt, þá eru lík urnar svo sterkar, að ekki verð- ur hægt annað en að krefjast þess að starfsemi og ferill þessa manns vevði rannsakaður gaum- gæfilega með öllum möguleg- um ráðum. Það er ekki aðeins Alþýðu- biaðið, sem grunar manninn um nautnalyfjasölu, heldur eru það tugir manna um ailan bæ. ii iWiWMttMtllVl,t1WiWWWmi^^**M*>4***4****M**>**M*******i***M****M*******M*****M****t*l|*M***,*******,*<**Mt4M**********4^^WtMttMttW>Wltm GYLFI OG TEINN Framhald af. 1. síðu. I 500 milljónum, sem þeir létu skína ætti að draga úr útlánum til fram- *> a® hægt væri að lána út, þótt þe'.r leiðslunnar eða eyða gjaldeyris- hlytu að vita, að það er ekki hægt varasjóðnum - ef hann ætti að «ema draga úr öðrum lánum sem 1 því svarar eða eyða gjaldeyris- forða þjóðarinnar. Eysteinn átti að vonum erfitt með að svara þessu, en þó virtist hann hallast á þá sveifina, að gjaldeyrisvarasjóð- urinn mætti fara og viðskiptahöft- in þá væntanlega koma aftur. Þá hrakti Gylfi þá ítrekuðu full- yröingu framsóknarmanna, að fé landsbyggðarinnar sé í stórum stíl sópað í Seðlabankann og fryst þar. Ilann skýrði svo frá, að þetta fé skiptist sem hér segir: n Gunnar Dal. Bankar og sparisj. í Rvík Útibú utan Rvíkur Sparisjóðir utan Rvíkur Innlánsdcildir kaupfélaga mill). 341,9 74,fl 65,7 6,8 Gylfi Þ. Gíslason. skila þeim hluta af aukningu spari- fjár, sem hann Iiefði. Gylfi benti á, að ekki væri hægt að nota sömu peningana tvisvar sinnum. En framsóknarmenn væru einmitt að veifa framan í þjóðina Þá skýrði hann frá því, að inn- lánsdeildir hefðu gert lang verst skil á því fé, sem þær eiga Iögum samkvæmt aö skila, og skulduðu þar um 12 milljónir króna. Hinsvegar benti Gylfi á, aö Seðlabankinn lánaði til atvinnu- veganna 821 milljón og færi yfir- gnæfandi meirihluti þess út fyrir Reykjavík. Gylfi kvaðst ekki þekkja Eystein fyrir sama mann og hann starfaðl með í ríkisstjórn, eins og Eysteinn talaöi um bankamálin nú, og hefði meðal annars ákvæði um frystingu hluta af sparifé verið sett í lög, þegar Eysteinn var ráðherra. Sárn- aöi Eysteini þetta hvað mest og varði miklum tíma til að sanna, að Sex indversk heimspeki kerfi’ GUNNAR DAL hefur nú sent frá sér sjöttu bókina í flokknum: „Úr sögu heimspekinnar". Heitir þessi bók: „Sex indversk heim- spekikerfi" og f jallar um sex meg- instefnur í braminískri hugsun. Einn kafli er í bókinni um hvert hinna sex kerfa: Nyaya, Vaisesika, Samkhya, Yoga, Mimasma og Ve danta. Þetta mun vera síðasta bókin í flokknum um indverska heimspeki. Áður eru út komnar: „Leitin aö Aditi“, „Tveir heimar'*, „Líf og dauði“, Hinn hvíti Lótus“, og „Yoga Súti-a Patanjalis“. hann væri sami maður og fyrr. ★ Við skýrðum frá því nýlega, að Sverre Strandli hefði sett nýtt norskt met í sleggjukasti, 63,88 m. Þetta er í 18. sinn, sem hann bætir metið. Samkomulag um síldarverð Verðlagsráð Sjávarútvegsins hefur nú náð samkomulagi um síldarverðið. Bræðslusíld lækkar um 3 aura kílóið, en verð á frystri síld hækkar um 5 aura hvert kíló. Verðlækkunin stafar af verðfalli á lýsi og mjöli. Blaðinu barst í gær eftirfarnadi fréttatilkynning "rá Verðlagsráði Sjávarútvegsins. Verðlagsráð sjávarútvegsins * síldardeild Suður- og Vestur- ands), ákvað á fundi sínum í gær, verð á síld fyrir tímabilið 1. okt. 1962 til 28. febrúar 1963, sem hér segir: Síld til heilfrystingar: a) stórsíld (3—6 stk. pr. kg.) Kr. 1,75 pr. kg. b) smásíld (5—10 stk. pr. kg.) Kr. 1,05 pr. kg. Síld til fiökunar: í súr, frystingu, salt eða aðrar verk. unaraðferðir. Kr. 1,20 pr.kg. Síid ísvarin til útflutnings í skip; Kr. 1,57 pr. kg. Síid til söltunar: Kr. 1,60 pr. kg. Síld til bræðslu: Kr. 0,74 pr. kg. Verð þessi eru miðuð við síld- ina, komna á flutningstæki við hlið veiðiskipsins. Á síld er-íer til bræðslu, greiðir kaupandi kr. 0,03 pr. kg. í flutningskostnað frá skips hlið og í verksmiðjuþró. Verð á síld, er fer til hetifryst- ingar, svo og í salt (cutsíld) miðast við nýtingu, en á síld til flökunar og ísvarin til útflutnings í skip, er verðið miðað við síldina upp til hópa. Kirkjub'mg befsí á laugardag KIRKJUÞING þjóðkirkjunnar verður lialdið hér í Reykjavík dag ana 20. október til 4. nóvcmbef, 1 samkomusal Neskirkju. Þingið verður sett í Neskirkju næstkomandi laugardag, 20. okt'ób er, kl. 2 e. h. Sr. Þorgrímur V, Sigurðsson, varaforseti Kirkjuráðs, flytur ræðu. Biskup setur þingið ( Kirkjukór Neskirkju syngur undir ! stjórn Jóns ísleifssonar. AEþýðufEðkksfélag Képavðgs verður í flokksheimilinu, Auðbrekku 50, annað kvöld (laugardagskvpld) — Þrenn verðlaun — Dans. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. v ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. október 1962 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.