Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 3
MÁNANS KLST. KANAVERALHOFÐA, 18. okt- óber. í KVÖLD var eldflaugin Ranger 5 á leiff til tunglsins með nálega 39.000 km. hraða á klukkustund. Ef allt fer eftir áætlun, á geiinfar- ið, sem vegur 342 kíló. að fara liina 400.000 km. vegalengd á 70 klukkustund um. Ranger 5 á að senda sjónvarps- myndir af yfirborði tungl; ins aft ur til jarðar auk margvíslegra upp lýsinga. En allt er undir því kom- ið hvort Ranger 5 he.dur rétlri stefnu. Áður en eldflaugin lendir, á að skjóta geimhylki hlaðið vísinda- tækjum frá henni og lendir það eitt sér á tunglinu. Eiga tækin að veita ýmsar uppiýsingar um yfir- borð tunglsins, m. a. um land- skjálfta, hitastig og geislun. Tack- in verða notuð til þess að skera úr um það, úr hvaða efnum mán- inn raunverulega samanstendur af og hvers konar efni eru á yfirborði hans. Þannig munu menn rannsaka rækilega yfirborð tunglsins og ef tílraunin með Ranger 5 lieppnast ;l De Gaulle hótar enn að fara frá París, 18. okt. (NTB-AFP) í ÚTVARPS- og sjónvarpsræðu til frönsku þjóðarinnar í dag cndur- tók de Gaulle forseti hótun sína um að segja af sér ef tillaga hans um, að forsetar Frakka skuli kosnir almennri kosningu í fram- tíðinni, yrði ekki samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 28. októ- ber n. k. verður hér um mikinn sigur banda rískra vísinda að ræða. Margra ára starf liggur hér að baki. Tveim stundum eftir geimskotið ríkti mikill fögnuður í eftirlits- stöðvunum í Bandaríkjunum. Full trúar geimrannsóknarstofnunar- innar skýrði svo frá, að allt hefði gengið samkvæmt áætlun Einnig var greint frá þvi. að heyrzt hefðu greinileg merki í mörgum stöðvum í Afríku. Ástra- líu og á Atlantshafi. Ekki gátu menn þó staðfest fréttir um, að Ranger 5 rtéldi réttri stefnu. Fyrst verður að rannsaka nýjar upplýs- ingar frá geimskipinu. Fyrstu . myndirnar af ytirborði tunglsins, eru væntan’egar kl. 14:00 og 14:30 eftir ísl. tíma á sunnudaginn. Geimskipið mun sennilega lenda á mánanum kl. 15:00 eftir ísl. tíma á sunnudag. INDVERJAR LÁTA EKKI UNDAN SÍGA ★ WASHINGTON: Bandaríkja- menn gerðu á fimmtudag tilraun með kjarnorkusprengju nálægt Johnstoni eyju á Kyrrahafi. — Sprengjan var ein megalest og sú 30. síðan tilraunirnar hófust að nýju. ★ RÓM: ítalir hafa lagt til að ut- anríkisráðherrar ríkjanna sex í cfnaliagsbandalaginu komi fljót- lega sarnan til fundar. Hann kvaðst einnig mundu segja af sér ef tillagan yrði ekki sam-[ þykkt með nógu miklum meiri- hluta atkvæða og aldrei taka við forsetaembættinu á ný. I Hann vísaði þeim fullyrðingum stjórnarandstæðinga á bug, að tillaga hans bryti í bága við stjóm arskrána. Hann kvaðst styðjast við stjórnarskrána og heimild þá, sem hann hefði til þess að leggja hvers konar tillögu um stjórnarskipuiag fyrir þjóðina. Ef svar ykkar við tillögunni verður neikvætt, eins og gömlu flokkarnir vilja til þess að koma aftur hinu ólánlega stjórnarskipu- lagi sínu á, eða ef meirihluti já- atkvæða er lítill og ótryggur, er það sjálffundið, að hlutverki mínu yrði þá lokið fyrir fullt og allt því að hvað gæti ég síðar gert án hlýlegs trausts þjóðarinnar? sagði forsetinn. Ég er viss um, að þið munið enn einu sinni svara mér játandi og það með miklum meirihluta, og þá mun ég hafa fengið staðfestingu allra á hlutverki mínu. Þá yrði Frakklandi tryggð mikil framlið, sagði hann. Nýju Dehli, 18. okt. (NTB—Reuter) NEHRU forsætisráðherra Ind- lands sagði í kvöld, að Indverjar mundu ekki láta undan árás Kín- verja á landamærunum heldur þvert á móti verja land sitt hvað sem það kostaði og hverjar svo sem afleiðingarnar yrðu. Ef Indverjar hrekja ekki árásarmennina burtu getur það orðið tii þess að þjóðin steypist niður í óþekkt hyldýpi, sagði hann. Nehru, sem talaði í veizlu, er haldin var til heiðurs Dej, forseta Rúmeníu, lagði á það áherzlu, að þessi afstaða merkti ekki, að Ind- verjar mundu hætta við stefnu þá sem leitast við að finna friðsam- lega lausn á alþjóðlegum deilu- málum. Yið erum andvígir hernaðar- bandalögum, sagði Nehru og vilj- um, að allar þjóðir þróist í vel- sæld hlið við hlið í lieimi án vopna og vígbúnaðar. Formælandi indverska utanrik- i isráðuneytisins skýrði frá því í dag, að kínverskar hersveitir hefðu gert árás á tvær varðstöðvar Ind- verja í Dhola-héraði í norðauslur landamærahéruðum Indlands. Indverskar hersveitir svöruðu skothríðinni og ekkert mannfall varð í liði þeirra. Formælandinn kvaðst ekki vita, hvort mannfall hefði orðið í liði Kínverja. Hann vísaði þeim orðsendingum Kínverja á bug, að indverskar flugvélar hefðu flogið í kínverskri lofthelgi. Hann sagði, að indversku flugvélarnar hefðu aðeins flogið yfir landssvæði, sem Kínverjar hafa eignað sér á ólöglegan hátt. í Washington skýrði formælandi landvarnaráðuneytisins svo frá í dag, að Indverjar hefðu gefið í skyn, að þeir hefðu áhuga á að kaupa bandarískár flutningavélar, en Indverjar hefðu ekki beðið formlega um þær. Indverjar hafa heldur ekki beðið formlega um annan herbúnað, sagði formæl- andinn. KRÚSTJOV BÚIZT VIÐ KRÚSTJOV í HEIMSÓKN VESTRA (NTB-Reuter). ÞÓTT á það væri lögð álierzla af opinberri hálfu í Bandaríkjunum í dag, að ekkert lægi fyrir um' fyrirliugaða heimsókn Krústjovs forsætísráðherra til Bandaríkj- anna, hafa áreiðanlegar heimiidir | og blöð í Bandaríkjunum enn mikla trú á því, að Krústjov koiui í heimsókn til SÞ og þar sé ekkert því til fyrirstöðu, að þeir Kennedy og Krústjov haldi fund með sér. I Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum, að Krústjov hafi tjáð Koh- ler, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, að Rússar vilji halda á- fram viðræðunum uin Berlínar- málið. Jafnframt er gefið í skyn, að forsætisráðherrann sé fús t.il 'að breyta kröfum sínum í Berlínar- málinu. Nokkrir túlka þetta þann- ig, að hann hafi gert sér Ijóst, áð vesturveldin séu staðráðin í að ieggjast gegn hugsanleguin brot- um á réttindum sínum í Berlín með valdi. Fulltrúar handarísku stjórnar- innar hafa hvað eftir annað lagt á það áherzlu að undanförnu, að bú- izt sé við nýju hættuástandi í Ber- lín eftir þingkosningamar í Banda ríkjunum. Talið er, að MacmiIIan forsætis- ráðherra Breta haldi til Bandaríkj anna ef Krústjov fer þangað til þess að sitja Allsherjarþing SÞ. ENN FJALLAÐ UM SIGLINGAHÖMLUR Washington, 18. okt. (NTB—Reuter) SALINGER, blaðafulltrúi Kenne- dys forseta sagði í dag, að stjórn- in f jallaði enn um hömlur þær er hún hyggst setja á siglingar skipa. er flytja vöru frá kommúnista- ríkjum til Kúbu, og sennilega yrði ekki gripið til þeirra í þess- ari viku. Ummæli Salingers koma á ó- vænt þar eð ságt var þegar fyrst var skýrt frá fyrirhuguðum höml- um 4. október sl., að gripið yrði til þeirra eftir 10—14 daga. Helzti lögfræðiráðunautur utanríkisráðu- neytisins, Abraham Chayes ræðír í París við bandamenn USA í NATO um lögfræðileg vandamál í sam- bandi við fyrirhugaðar hömlur. Þrenn verðlaun í læknisfræði STOKKHÓLMI, 18. október, (NTB). TVEIR brezkir vísindamtnu og einn bandarískur fengu í dag lækn isverðlaun Nóbels fyrir rannsóknir á gerð kjarnasýru sameindanna. Rannsóknir þeirra hafa leitt í ljós gerð kjarnasýru þessarar og er uppgötvun þessi mikilvæg fyrir læknisfræðivísindi og lífefflisfræði, einkum með tilliti til crfða. , Vísindamennirnir eru Banda- ríkjamaðurinn James Dewey Wát- son, Bretinn Maurice Hugh Fred- erick Wilkins, sem ér 45 ára að aldri og Bretinn Francis Haily Vompton, sem er 46 ára að aldri, Bretarnir hafa báðir numið við há- skólann í Cambridge. Vísindamenn um allan heim, vinna að framhaldsrannsóknum, er þeir byggja á starfi þessara' manna. Er hér um að ræða rann- sóknir á formi og starfi aRs lífs- efnis, hvers vegna ein tegund er öðru vísi en önnur og hvernig standi á mismun einstaklinganna innan tegundanna. vwwvwvwwwvwwwm Happdrætti verkalýðs- málanefndar HAPPDRÆTTIÐ cr í full- um gangi, en það þarf að herða söluna, markmiðið er að allir miðarnir scljist upp. Allir sem hafa undir hönd- um miða frá happdrættinu eru góðfúslega beðnir að gera skU svo fljótt, sem þeim er unnt. Þá eru þeir, sem ekki hafa fengið miða, beðnir alveg • sérstaklega að koma á skrif- stofn Alþýðuflokksins og taka miða ’ eða hringja í sima 16724 — 15020 og við - sendum miða samstundis. Við minnum á hina glæsi- .legu vinninga: Húsgögn kr. 10.000,00 Eldhúsáhötd hr. 5.000,00. ísskápui- kr. 8.425,00 í Rafmagnseldavél kr. 4.750,00. Hrærivél kr. 2.757,00. Miðinn kostar AÐEINS kr. i; 10,00. Dregið 20. desembcr 1962. Verkalýðsmálanefnd Al- ]« þýðuflokksins. VVWMVVWWWWWWWVWVVW ALÞÝDUBLAÐIO - 19. október 1962 $ ';ík: : -• •. í • • •o'.-ú [

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.