Alþýðublaðið - 09.11.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.11.1962, Blaðsíða 4
 málað í spari- fötunum EG HEF ALLTAF MALAÐ í SPARIFOTUNUM, segir Magnús Tómasson. Annars á ég ákaflega listræna lopapeysu. BlaSamaður frá Albýðublað- inu er korainn upp í Bogasal Þjóðminjasafnsins til að spjalla við ungan listmálara, sem bar sýnir nú í fyrsta skiptið. Það er Magnús Tómasson 19 ára garaall menntaskólapiltur. Þegar ég kem inn í bogasal- inn, sé eg að enn er ekki bú:ð að leggja siðustu hönd að upp- stillingu myndanna. Þær hanga í önglum upp á veggjunum, en siunar vantar bæði öngla og spotta og liggja ennþá í gólf- inu. „Komdu sæll Magnús", segi ég, „hverra manna ert þú?“ „Ég er sonur Gerðar Magnús- dóttur og Tómasar Gíslasonar, Bústaðavegi iil“. Það glampar á einbaug a fingri piltsins og ég spyr um samband hans og þýð- ingu. „Hún heitir Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir", svarar Magnús og á heima í Efstasundi. Það er þar, sem ég mála einna mcst. Ég hef ágæta stofu þar í kjallaranum núna, áður málaði - ég heima i herberginu mír.u“. Magnús er á skyitunni og hefur brett upp ermarnar til hálfs. Hann er samt ákaflega viðkunnanlegur ungur maður og ég fæ hann til að stilla sér upp fyrií framan cina af myndunum sínum og síðan er smellí af Ijósmynd. A raeðan virði ég fyrir mér myndirnar hans. Að mínun: dómi eru þær stórkostlegar og ég er ekki í neinum vafa um, að' Magnús á fyrir sér mikiun iiama, ef hann heldur afrain að mála í framtíðinni. Sjálfur segir Magnús að listmálarar hér á iandi séu eins og mý á mykjuskán. Ég spyr Magnús að því, livort ékki sé erfitt að stunda bæði listina og slcólann samtímis. „Ég er órcglulegur nemandi", Segir Magnús, „en það er erfitt samt. Mig langar til að hespa fekólann af, áður en ég byrja fyrir alvöru að stunda listnám- W“. „Ertu ekki liræddur um að skólinn hespi þér af?“ Magnús brosir og segir að það geti svo sem vel verið. „Hvað finnst þér um hlutverk listamannsins, finnst þér að listamaðurinn hafi einhverjar skyldur gagnvart þjóðfélag- inu?“ ,Það mætti náttúrlega alveg eins spyrja, hvort þjóðfélagið hafi ekki einhverjar skyldur gagnvart listamanninum. Ég held ckki að listamaðurinn eigi að velta vöngum yfir því, hvort hann geri þjóðfélagi sínu ein- hvern greiða með því að vera að baksa við að skapa lista verk. Listamenn túlka viðhorf sín og tilfinningar í verkum sínum, ég held ekki að þeim gengi neitt betur, þó að þeir túlkuðu viðhorf almennings og hefðu almenningsálitið að for- slcrift. - „Ert þú kaffihúsamaður, Magnús“, spyr ég. „Nei, en ég hef komið á kaffi hús. Ég kom nokkrum sinnum inn á Mokka í fyrra. Aðallega til að hita mér á tánum. Ég var oftast blankur og mér var líka oft kalt á tánum. Annars er fróðlcgt að koma inn á kaffihús en það er sennilega ekki eins fræðandi og það er fróðlegt“. „Hvað hefur þú á móti kaffi- húsalistamönnum?" „Ekki neitt, ég held bara að þeir tali meira en þeir fram- kvæma, en það má heldur ekki gleyma því, að margir þeirra eru ákaflcga mælskir. Þeir geta talað dögum saman um ekki neitt. Ég er samt alls ekki að drótta að neinum, síður en svo. Eg hef heyrt stórfyndnar samræður á kaffihúsi“. „Ertu lengi að mála hverja mynd? Það er nú kannski ekki rétt að spyrja þannig, en svar- ið er kannski fróðlegt". ,Það er ákaflega misjafnt, ég hcf unnið við t. d. þessa í allt sumar af og til. Annars er það leyndarmál, hve ég er lengi með hverja mynd. Fólki hættir til að reikna út listgildi þeirra eftir Dagsbrúnartaxta“. „Hvað finnst þér sjálfiun um myndirnar þínar? Ertu ánægð- ur með þær?“ „Ef ég væri Alfreð Flóki, mundi ég segja að ég væri séní. En ég er ekki Alfreð Flóki. Ég bara mála. Ég reyni að ná því á léreftið, sem ég sé fallegt eða hrífandi og heldur fyrir mér vöku. Stundum er ég á- nægður, en það er ekki alUaf '- „Hvaðan eru þessar sjávar- myndir, sem hanga hérna?" „Þær eru frá Eyrarbakka. Ég var þar í sumar. Þessar Eyrar- bakkamyndlr eru sáfelld hneykslunarhella sumra kunn- ingja minna. Bæði hafa þeir bent mér á aö húsin séu ekki rétt teiknuð og eins finnst þeim þetta ekki likt Eyrar- bakka. En ég kæri mig koll- óttan. Ég hef aldrei ætlað mér að fara út í samkeppni við Ijós- myndavélina“. „Hvar hefur þú lært myndlist arnám?“ „Ég var í Myndlistarskólan • um fyrir nokkrum árum. Jó- hannes Geir hefur vcrið mér ákaflega hjálplegur og gefið mér góð ráð. Ég hef líka reynt að læra af eigin reynslu". Framhald á 14. síðu. L 4 jS. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Falleg og fræg HÚN fæddist eins og önnur stúlkubörn, óx upp á svipaðan hátt og varð síðan hárgreiðslukona, og hefði verið það til æviloka ef franski leikarinn Jacques Charrier hefði ekki uppgötvað að þarna var efni í stjörnu. Það skipti engum togum, Pascale Petit er orðin ein frægasta stjarna Frakka, því hún var til í „djammið", að láta mynda sig nakta og dilla lærunum framan í kvikmynda- hússgesti. En hvað um það, Pacale Petit er falleg og þar að auki getur hún víst Ieikið þokkalega, og ef einhvern langar til að sannfærast, þá sýnir Bæjarbíó í Hafnarfirði um þessar mundir ágæta mynd, þar sem hún Ieikur aðalástarsenurnar. Málshöfðun vegna uppsagnar Reykjavík, 7. nóv., 1962. Frétt frá Bándalagi starfsmanna ríkis og bæja. Fyrir nokkru síðan barst stjórn Bandalags ríkis og bæja tilkynning ffá Starfsmannafélagi Hafnarfjarð- arbæjar, þar sem skýrt var frá því, að bæjarstjórinn í Hafnarfirði hefði með bréfi dagsettu 21. ágúst s. 1. sagt upp skrifstofustjóra bæj- arins Geir Gunnarssyni, hefur liann gegnt því starfi frá í marz 1954, er hann var ráðinn í það af bæjarstjórn. Stjóm B. S. R. B. skrifaði þá bæjarstjóranum bréf og fór fram á það, að uppsögnin yrði aftur- kölluð, þar sem umræddur starfs- maður hefði á engan hátt brotifi af sér í starfi. Nýlega barst síðan svar við mála- leitan þeirri, og hafði þá bæjar- stjórn Hafnarfjarðar samþykkt vppsögnina, og var því borið við, að staðan skyldi lögð niður. í sam- þykktinni er tekið fram eftirfar andi: „Bæjarráð telur að starfs- svið skrifstofustjóra bæjarsjóðs hafi verið þrengra en nauðsyn- legt megi teljast, til þess að sam- ræming fáist í einstök starfssvið skrifstofunnar. Telur bæjarráð eðlilegra til að ná því takmarki, að ráðinn sé fulltrúi á skrifstof- una, sem sé nánasti starfsmaður bæjarstjóra og hafi heildarsýn yf- ir verkefni skrifstofunnar". Var síðan samþykkt að leggja stöðuna niður, en stofna í þess stað stöðu bæjarritara. Á fundi 6. nóv. samþykkti stjórn B. S. R. B. einróma að taka þátt í kostnaði vegna málshöfðunar vegna fyrrgreindrar uppsagnar og að Egill Sigurgeirsson, hæstarétt- arlögmaður yrði málflytjandi. Einnig gerði stjórn B. S. R. B. einróma svofellda ályktun: „Hinn 21. ágúst 1962 sagði bæjar stjórinn í Hafnarfirði Geir Gunn- arssyni, skrifstofustjóra upp starfi, án þess að tilgreina ástæðu fyrir uppsögninni. Stjórn B. S. R. B. telur, að þær ástæður, sem síðar hafa vet ið fram bornar í ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fyrir uppsögn hans, séu tylliástæður og liggi stjórn- málaleg viðhorf til grundvallar brottreksrinum. I Jafnframt því að lýsa vanþókn- un sinni á þessu skorar stjórn B. S. R. B. á bandalagsfélógirt að ,vera vel á verðii gegn slíkum að- Iferðum". ~

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.