Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 3
Fréttir utan af lancfi Ógæftir, óstillur FRETTARITARAR blaðsins úti um land þóttust fréttafáir í gær. Bátarnir róa, þegar gefur á sjó, en græftir eru slæmar. Sumir hafa gefizt upp. Þeir sem róa afla sæmi lega, þegar þeir komast út. Vega- sambönd eru sæmileg, snjór ekki mikill. IiORN í HORNAFIRÐI í GÆR. í dag er norðangarður, en eng- inn snjór að ráði í byggð. Undan NYTT FRÁ HELGAFELLI BÓKAÚTGÁFAN Helgafell hef- ur brotið upp á mjög merkilegri og lofsverðri nýbreytni, sem miðar að því að kynna börnum og ungling- um listaverk. Ragnar Jónsson for- stjóri skýrði fréttamönnum frá því á fimmtudaginn í sambandi við útkomu Ásgrímsbókarinnar, að for lagið liefði látið sérprenta nokkrar af myndunum úr bókinni, og ætti síðan að selja þær innrammaðar. Einkum kvað Ragnar þessar mynd- ir vera ætlaðar til gjafa handa börnum og unglingum til að prýða herbergisveggi hjá sér „og fá lífs loft inn í barnaherbergin, sem allt Framhald. á 2 síðu. farið hafa verið frost og stillur. Einn bátur, Ólafur Tryggvason, fór héðran i gær með farm til Þýzka lands. Ein trilla rær héðan og hafa þeir aflað sæmilega, þegar gefið hefur á sjó. í gær var hásetahlut- urinn 1500 krónur eftir daginn. Unnið er að því að ljúka við byggingu félagsheimilisins, og til ætlun er, að það verði vígt 1. des. 6 íbúðarhús eru í byggingu hér og kaupfélagið er að byggja yfir sig nýtt hús. KÞÍ. RAUFARHÖFNí GÆR Hér er lítill snjór og allir vegir orðnir færir, þó snjóaði aftur í fyrrinótt. Hér er erindreki frá Slysavarnafélaginu með fræðslu- myndir. — G. Þ. Á. ÓLAFSFJÖRÐUR Óstillt tíðarfar, sæmilegar gæft- ir, færð sæmileg. Ef samningar takazt nú í síldveiðideilunni fara einhverjir héðan á' síld. Héðan rær einn stór bátur og nokkrir smærri. Ætlunin var, að þrír stórir bátar reru héðan, en einn bilaði strax og einn hætti. Nú er komið um 600 m. niður í nýju borholunni, en búizt er við einhverjum árangri á 6-700 métra dýpi. R. M. Kjörin ný stjórn stúd- entafélags jafnaðarm. Norræn menningar- stofnun í Reykjavík Á AÐALFUNDI Norrænu menn- ingarmálanefndarinnar, sem hald- inn var í Kaupmannahöfn dagr- ana 12.-14. þ. m. var samþykkt að legrgja til við ríkisstjórnir Norð- urlanda, að þær láti reisa nor- ræna menningar- og upplýsinga stofnun í Reykjavík. Er stofnun- inni ætlað það hlutverk að vera tengiliður milli íslendinga og annarra Norðurlandaþjóða á sviði menningarmála, miðla menningar- straumum í báðar áttir og liafa með höndum ýinis konar kynning- ar- og upplýsingastarfsemi. Menningarmálanefndin leggur til, að reist verði hús fyrir stofn- unina í nágrenni Háskóla Islands. Er hugmyndin, að í húsinu verði m. a. samkomusalur, bókasafn, skrifstofa, gestaherbergi og íbúð forstöðumanns. Stofnkostnaður er áætlaður rúmlega 10% milljón ís- lenzkra króna, og er lagt til, að ríkisstjórnir Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar greiði hann í sameiningu. Arlegur rekstr arkostnaður er áæílaður um 1.200. -000 íslenzkar krór.ur, og er gert róð fyrir, að hann skiptist milli Norðurlandaríkianna fimm eftir nánara samkomulagi. I tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir, að stofnunin starfi í tveimur deildum, háskóladeild og almennri deild. Ætlast er til, 1 að háskóladeildin verði m. a. starfsvettvangur fyrir noiTænu sendikennarana við Háskóla Is- lands, en í almennu deildinni er Framhald á 14. síffu, NVLEGA var haldinn aðalfund- ur' Stúdentafélags jafnaðarmanna Fór þá fram stjórnarkosning og voru þessi kosnir í stjórn félags- ins (sjá mynd). Talið frá vinstri: Gísli Kolbeinsson stud. jur. Hreinn Pálsson, stud. jur. Óttar Yngva- son, stud jur. formaður félagsins og Eiður Guðnason, stud. phil. Á myndina vantar Valgarð Egilsson, stud. med, sem einnig á sæti í stjórn félagsins. Valið hefur verið 27 manna fulltrúaráð félagsins, og hélt það sinn fyrsta fund 14. þessa mánaðar Hin nýkjörna stjórn félagsins hef ur ýmis nýmæli á prjónunum og hyggst efla starfsemi félagsins mjög. Kjörin hefur verið þriggja manna ritnefnd mun hún ritstýra stúdentablaði jafnaðarmanna, sem koma mun út í vetur með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á fyrsta fundi fulltrúaráðsins var ákveðið að hefja útgáfu fjol ritaðs fréttabréfs, sem koma skal út einu sinni í mánuði. í þessu fréttabréfi, verður að finna ýmsav fréttir af starfsemi félágsins, einr. ig er ætlunin að taka þar til með ferðar ýmis mál, sem eru ofarlega á baugi hverju sinni, bæði hags- munamál stúdenta, þjóðmál og al- þjóðamál, eftir því sem tilefni gefst til. Einnig er markmiðið að þetta fréttabréf verði einskonar tengilið ur milli Stúdentafélags Jafnaðar- manna og annarra félaga ungra jafnaðarmanna í landinu. Verður bréfið sent öllum meðlimum Stú- dentafélags Jafnaðarmanna svo og forystumönnum Jafnaðarstefnunr, ar í landinu. Félagið hefur í hyggju að efna til rabb- og kynningarfunda milli meðlima sinna og þingmanna Al- þýðuflokksins og annarra forystu manna flokksins með nokkurra vikna millibili. Málfundaklúbbur verður starf- ræktur í vetur, og í sambandi við hann verður efnt íil mælskunám skeiðs, einnig mun félagið bciSft sér fyrir því að haldin verði á veg um þess í vetur fræðslunámskeið um þjóðmál. Þegar kosin var hátíðarnefnd fyr ir 1. desember og ritnefnd fyrir Stúdentablaðið, lagði Stúdentafé- lag Jafnaðarmanna til, ásamt fleir um, að dagur og blað yrði helgað F-omb^M » 2. síðu. Ásgrímsbók frá Helgafelli komin Skattar innheimtir jafnóðum af launum Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur svaraffi borgarstjóri fyrirspurn frá Óskari Ilallgríms- syni bogarfulltrúa Alþýðuflokks- ins um það, hvað liði athugun á innheimtufyrirkomulagi persónu- skatta. Borgarstjóri sagði, að fjármála ráðherra hefði fyrir nokkru haf>ð undirbuning á framkvæmd máls- ins. Þá sagði borgarstjóri, að skrif stofustjóri borgarstjóra, Páll Lín- dal hefði kynnt sér þetta mál fyrir Reykjavíkurborg í Osló, í skýrslu Páls um för sína segir m.a.: ] „Fyrri hluta sl. mánaðar dvaldist 'ég um nokkurt skeið í Osló og J kynnti mér þá að beiðni borgar- stjóra innheimtufyrirkomulag það sem þar er á persónusköttum, en það er einmitt hið svonefnda stað ! greiðslukerfi, sem er í því fólgið að skattur hvers persónulegs gjald enda er innheimtur samtímis því, sem laun’hans eru greidd. Vegna líkra aðstæðna í Noregi og ísl'andi 1 tel ég líklegt að norska kerfið henti betur en t.d. kerfi það, er Svíar hafa, þó það megi e.t.v. telja full komnara.“ HELGAFELLSÚTGÁFAN hefur sent frá sér stórglæsilega mál- verkabók með myndum eftir Ás- grím Jónsson. í bókinni er einn- ig æviágrip Ásgríms, sem Tómas Guðmundsson skáld hefur ritað. Bókin er hin vandaðasta í hví- vetna, og gnæfir hátt upp úr bóka flóðinu, sem flæðir yfir landið á þessum tíma árs. Fréttamenn ræddu við Ragnar Jónsson, forstjóra Helgafells í gærdag í tilefni útkomu þessarar merku bókar. Helgafell hefur áður gefið út bók með myndum eftir Asgrím. Sú bók kom út árið 1949, og er nú löngu uppseld. Um sama leyti komu einnig út bækur með mynd- um eftir Kjarval og Jón Stefáns- son. I þessari nýju Asgrímsbók er mikið meira úrval mynda en í hinni fyrri, litmyndir eru fleiri og og stærri, og ná sumar þeirra yf- ir heila opnu í nýju bókinni. Tómas Guðmundsson skáld hef- ur fært æviminningar listamanns- ins í letur og eru þær í bókinni bæði á íslenzku og ensku. Ensku þýðinguna gerði Kenneth Chap- man, prófessor, f norrænu við há- skóla í Kaliforníu. I bókinni eru 45 litmyndir a£ verkum Asgríms. Myndamót öll gerði Prentmót h.f. og virðist það verk vera fullkomlega samkeppn- isfært við það bezta á erlendum vettvangi. Bókin er prentuð í Víkingsr prent og bundin í striga hjá Bók- fell h.f. Er hún vönduð mjög að öllum frágangi. Asgrímsbókin mun kosta kr. 845,00 og er ekki að efa, — að margir munu velja hana til gjaf- ar handa vinum og kunningjum heima og heiman. Káputeikningu og titilblað gerði Tómas Tómasson, sonur Tómasar Guðmundssonar, en hann hefur Framh. á 2. síðu c&'" ■+' - ' ~* • %< ALÞYÐUBLAÐI0 18. nóv. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.