Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 5
Hvíta HENDRIK OTTÓSSON frétta- maSur, hefur tekið saman bók uni „Drengsmálið“ svonefnda, og kall ar hana: „Hvíta stríðið," en það var sá viðburður í Reykjavík, sem bók in fjallar um, einnig nefndur. Hér er um að ræða aðförina að Ólafi Friðrikssyni 18. og 23. nóvember árið 1921. Hendrik var annar aðal- foringinn í þessum átökum af hálfu fylgismanna. Ólafs Friðrikssonar, en fáir atburðir munu hafa haft önnur eins áhrif og sú ákvörðun ríkisstjórnar Jóns Magnússonar að reka kornungan rússneskan dreng úr landi vegna þess að hann gekk með augiíasjúkdóm, sem ailir vita nú að hægur vandi er að lækna Þá neitaði Ólafur að frarnselja drenginn og var þá boðið út miklu liði, sem vopnaðist byssum og bar- eflum. Góðtemplarahúsið og Tðnö voru tekin herskildi af yfirvöldun- vm og þar komið fyrir sjúkrarúm- um, en minna varð úr en áhorfðist Bardagívar háður við húsið nr. 1-’ við Suðurgötu og nokkrir menn voru handteknir og dæmdir. Al- menningur í bænum fordæmdi þessa aðför og því meir, sem frá leið og brátt reyndu nær allir þeir sem þátt tóku í aðförinni að dylja það að þeir hefðu gert það. Hendrilc Ottósson er áróðurs- maður í bókinni eins og hann hef- Ur alltaf verið. Hann segir frá af miklum hraða — og birtir ýmsar skemmtilegar sögur. Hann mun Vilja segja rétt og satt frá, en tek tir það fram, að það sé útilokað að hann gcti -jannatj en túlkað þau sjónarmið er þá réðu afstöðu hans Um réttdæmi hans um menn og málefni skal ekki rætt hér. Mikki refur (Bessi Bjarnason) á veiðum. Marteinn skógarmús vin Halldórsson) gægist fyrir tré. ur fram á skýran og barnslega einlægan hátt. Öllum þessum skilyrðum full- nægir Egner með ágætum. Það er líka vandi að þýða slík leikrlt af frummáli á annað. Það hafa þau að þessu sinni tekið að sér Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Þýðingar Kristjáns á ljóðunum eru yfir- l’eitt léttar og skemmtilega gerð- ar, en að því er mér finnst tæp- lega uppbyggðar af nógu léttum orðum. Um þetta veit_ég þó að hægra er að deila á en úr að bæta. Þýðing Huldu á óbundnu máli er sömuleiðis allgóð, en orðum bregður fyrir, sem gott hefði ver- ið að vera laus við og setningar ýmsar eru ekki nógu liðugar. Klemens Jónsson hefur annast leikstjórn Ipiksins og tekizt það vel. Leikurinn er hraður og hinn mikli grúi leikara nýtur sín yfir- leitt vel á sviðinu. Leiktjöld eru unnin eftir íeikn- ingum Egners sjálfs, margbrotin og afar skemmtileg. Skógurinn verður hreinasti ævintýraskógur, yfir allri sýningunni er líka blær fallega ævintýrisins og er það vel. Ekld er unnt að rekja að marki þátt hvers einstaks leikara í sýn- ingunni, til þess eru þeir of marg ir og hverjum of smátt skammt- að. En nokkurra verðar að geta og ánægjulegt að geta sagt, að það er að góðu einu, eða því sem næst. Ein aðalpersóna leiksins er (Bald- Lilli klifurmús, sem leikin er af Arna Tryggvasyni. Árna er það fellur nefnilega í hans hlut aði prédika um kærleikann og vin-* áttuna fyrir dýrunum og það er erfitt að halda áhuga litilla á* horfenda vakandi undir pródikun- um, þegar þau bíða spennt eftir því, að refurinn birtist í næsta- runna eða Lilli Klifurmús koml syngjandi eftir skógarstí|nun* með gítarinn sinn. Þetta tekst þ(V Baldvin vel og hann gerir í heild hlutverkinu mjög góð skil. Mikki refur verður í höndurrk Bessa Bjarnasonar, harðsnúinrk ævintýrarefur, búinn öllum þeim kostum, sem illan rebba mega prýða. Raddbeitingin er prýöi- leg og sumar hreyfingar hans líkari því. sem refur fari um svið-r ið cn maður. Þó hættir honum til að ofleika er hann stikar um svicf ið með löngum mjúkum skrefúnii Bangsapabba leikur Jón Sigur-r björnsson ágæta vel, einkum errf hreyfingar hans klunnalegar ogr þungar vel viðeigandi og skemmti ' legar. Emilía Jónasdóttir leikur1 i bangsamömmu af alkunnum j skemmtilegheitum og barn þeirra lítið leikúr Kjartan Friðsteinssou skemmtilega. Bakarar tveir eru Ævar Kvar- an og Gísli Alfreðsson og gera stórmikið til að auka á skemmt- anina. Enn mætti lengi telja, en hér mun þó látið nægja, að geta þesa að sýningin í heild var skemmti- (leg og unnin af þeirri leikgleðí í að unun var á að horía. úr RÚnnníi með rennilás Verð kr. 238.00. Pórscafé ÞJÓÐ- LEIKHÚSIÐ: Þjóðieikhúsið: Dýrin í Hálsaskógi. Barnaleikrit eftir Tliorbjörn Egner. Thorbjörn Egner, hinn stór- kostlegi, getur með sanni talizt vinur og velgerðarmaður barn- anna, en ekki getur hann síður talizt velgerðarmaður leikhús- anna, sem fá verk lians til flutn- ings. Leikrit Egners eru örugg kassa stykki — en hvílík kassastykki. Þau eru fulí af fjöri og kátínu, en undir niðri þrungin vizku, studd af siðgæðishugmyndum, sem settar eru fram í þeim til- búningi, að þær verða þúsund sinnum áhrifaríkari en áralang- ar prédikanir skóla og foreldra. Ast Egners til alls, sem lífsanda dregur, skilningur hans á því, hvað verða má mest til skemmt- unar, hugsjónir hans, sem breyta jafnvel ræningjum og óargadýr- um í einlæga vini og trygga föru nauta, allt þetta gerir leikrit hans eins ókjósanleg og unnt er fyrir börn og reyndar fullorðna líka. Leikrit Egners, þau sem hafa verið sýnd : Kardimommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi eru að ytra formi mjög ólík, en bak við þau er boðskapurinn sami: Vinátta meðal allra manna, meðal allra dýra og sú framkoma við aðra, að ekki skyggi á. t Dýrunum í Hálsaskógi hefur refurinn hlutverk, sem er hlið- stætt hlutverki ræningjanna í Kardimommub. Hann vill ekki hlýða lögum skógardýranna og gerir öll þau skammarstrik, sem hann má. Að lokum beygir hann sig þó og í ljós kemur, að hann getur verið hinn bezti félagi og vinur. Þannig leggur Egner áherzlu á þaö, í öllum sé eitthvað gott, og það, sem máli skiptir cr, að laða það fram. Það er mikill vandi að skrifa leikrit fyrir börn, ef til- vill meiri vandi en öll önnur leikritagcrð. Barnaleikrit verða að búa yfir miklu og auðskildu fjöri, á þeim má aldrei verða bláþráður, þau verða að vera byggð upp af hug- arheimi, sem börnunum er kunn- ur, en er að miklu leyti sloppinn úr greipum þeirra, sem leikritin skrifa. Auk þess er æskilegt og raunar sjálfsagt, að þau hafi mannbætandi áhrif — en mórall þeirra verður líka að vera sett- framúrskarandi vel lagið að ná ( því kímilega út úr hlutverkum sínum. Klifurmúsina leikur hann af spriklandi fjöri og leikgleði,: sem er afar skemmtilegt. ' j Martein skógarmús leikur Bald- vin Halldórsson, hlutverkið er erfitt vegna sérstæðis síns. Það Það er gleðilegt að reynt skull að gera eítthvað fyryir börnin, þau eru alls góðs makleg, en allft of lítið er sinnt um þau í reyk- vísku leikhúslífi. En cnn skal haldið áfram að vona, að þaíj breytist til batnaðar. Ilögni Egilssc.n. Pökkunarstúlkur óskast strax. HlraðfrystihýsiS Frost h.fQ Hafnarfirði — Sími 50165. Jólin nálgast Sendið vinum yðar erlendis aðeins úrvals vörur. Eins og áður útbúurn við matarpakka til sendingar. Hangikjötið frá Reykhúsi S.Í.S. er þekkt að gæðum. — Pantið tímanlega. Kjöt & Grænmeti, Kjörbúð SNORRABRAU T. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. ndv. 1862 ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.