Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 13
Áwarp '•amhaid af 4 siöu. hcndur vinna létt verk, því snú um við okkur til þín, ungi mað- ur og nnga kona, og bjóðum þér að taka þátt í hvort sem þú vilt frekar, skemmtistarfi félagsins eða pólitísku starfi þess. Hafir þú áhuga á að spila og tefla, dansa eða æfast í raeðumennsku, þá ertu velkom in(n) í Burst, viljir þú kynnast jafnaðarstefnunnl, þá láttu okkur vita og við munum að- stoða þig eftir beztu getu. Hafir þú áhuga fyrir að stöðva línudans kommúnista innan verkalýðshreyfingarinn- ar, og gera verkalýðshreyfing- una að einhuga baráttutæki íslenzkrar alþýðu fyrir bættum kjörum, þá ertu velkominn til þ'ess að taka þátt í þeirri bar- áttu, sem fram undan er. Þá mun ekki líða á löngu þangað til sá dagur kemur, að íslenzk launþegasamtök rísa sem ein samtakahcild í baráttu fyrir eigin hag, en ekki vegna þess að rússneski kalllúðurinn hljómi. Ungi maður, unga kona, sértu í félaginu, þá taktu til starfa, sértu ekki í félaginu þá skrifaðu þig inn og vertu með í þeirri baráttu, sem fram undan er. Hafir þú áhuga á að fá blað okkar Árráða sent heim þá láttu vita og við munum senda það endurgjaldslaust til þín. Munum, að allir eiga jafn- an rétt á að læra, látum það ekki koma fyrir oftar, að efna litlir iðnaðarmenn eða mennta- menn verði að hætta við að sér- mennta sig vegna fjárskorts. Vinnum að því, að gamla fólkið verði ekki í eilífum fjárskorti vegna lítilla bóta, vinnum að auknum almannatryggingum. TJngi maður og unga kona, gakktu í FUJ og vertu með í þeirri haráttu sem fram und- an er. Mundu, að framtíð þess er framtíð þín og örlög þess eru örlög þín. Jónas S. Ástráðsson. Afmælisnefnd FUJ. Frá vinstri: Elfa Sigvaldadóttir, Eyjólf- ur G. Sigurðsson, Jóhann Þorgeirsson, Jónas Ástráðsson, Krist- ín Guðmundsdóttir og Loftur Steinbergsson. Ályktun S.U. Framh. af 4. siðu því að börnum og unglingum verði gert að skyldu að færa sönnur á aldur sinn á þessum stöðum með nafnskírteini. Þá vill þingið vekja athygli á nauð syn þess að æskufólki verði sköpuð góð aðstaða til hollra og heilbrigðra tómstunda- starfa og skemmtana. Þingið minnir á hversu menning hverrar þjóðar er mikið komið undir skáldum hennar og listamönnum. Þess vegna er það brýn nauðsyn menningarþjóðfélagi, að allir kraftar og hæfileikar á þessu sviði nýtist sem bezt og skorar því þingið á alþingi og ríkis- stjórn að vinna að þvi, að allir ungir og efnilegir listamenn, sem fram kunna að koma í hin- um ýmsu listagreinum, verði styrktir og studdir til náms og frama í list sinni, t. d. með lán um, sem greiddust síðar með listaverkum, birtingarrétti og á annan hátt. Þetta ber þjóð- félaginu að skoða sem höfuð- skyldu sína við listamenningu þjóðarinnar, jafnframt því, sem það styður eflingu Hsta á ann- an hátt. Þingið bendir á nauðsyn byggingar listasafna ríkisins. Þingið telur einnig æskilegt að opinberar byggingar séu skreyttar listaverkum. Þingið skorar á aHa lands- menn. að halda vel vakandi handritamálinu og fagnar þeim áfanga, sem þegar liefur unnizt. Þangið lýsir stuðningi sín- um við allt það, sem verða má vísindum og listum til eflingar og fagnar stofnun Vísindasjóðs og eflingu Lánasjóðs stúdenta og þakkar hæstvirtum mennta- málaráðherra, gifturíka forystu í þeim málum. Þingið vill vekja sérstaka at- hygli á því, hversu þýðingarmik ið kennslutæki sjónvarpið get- ur orðið. Þingið skorar því á alþingi og ríkisstjórn að beita sér taf- arlaust fyrir rekstri sjónvarps á íslandi, sem hafi eflingu ís- lenzkrar menningar að leiðar- ljósi. Finnland getur ekki gerzt aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu eins og málin standa nú. Aukaaðild er heldur ekki hugsanleg sem stendur Aukaaðild að EFTA (Fríverzlunar- bandalaginu) var hugsanleg innan ramma hlutleysistefnunnar, en aukaaðild að EBE mundi reynast erfiðari eins og málin nú standa. Finnski jafnaðarmaðurinn og þingmaðurinn Karl August Fager- holm hélt þessu fram á fundi, sem norsk-finnska félagið og Norræna félagið í Ósló efndu tii í vikunni. ★ TOLLABANDALAG ★ SÉRSTAÐA FINNA Vegna klofnings Norðurlanda varðandi afstöðuna til EBE er það þeim mun mikilvægara, að Hels- ingfors-samningurinn um norræna samvinnu var samþykktur á síðasta fundi Norðurlandaráðs sagði Fager holm. Um sét(stöðu Finnlands kvaið hann Finna verða að lifa í friði við nágrannann í austri. Þetta kæmi þó ekki í veg fyrir verzlun við vestræn ríkn. Þeim mun hörmu- legra yrði fyrir Finna að standa ut an við tollmúra EBE ástæður fyrir klofningnum, sagði hann. Fagerholm kvað finnska jafnaðar menn ætíð hafa haft mikilvægu hlutverki að gegna og eflt lýðræð ið í landinu. Hann hefur verið vöm gegn árásum á lýðræðið. bæði frá hægri og vinstri. Vegna hins sér- staka ástands, sem Finnland býr við og vegna þess hve kommún istaflokkurinn er öflugur er klofn ingurinn beinlinis hættulegur, ekki einungis fyrir verkalýðinn heldur einnig fyrir lýðræðið. ★ EINING Á NÍf Kiofningurinn í flokknum hefur einnig leitt til klofnings innan verkalýðssamtakanna og íþrótta- samtaka verkamanna, sem rík eru af gömlum erfðavenjum Persónu- lega kvaðst Fagerholm telja að ein ingu yrði komið á áný þar eð ein- faldlega væri það nauðsynlegt. Fagerholm kvað Finnland hafa búið við tímabil mikils viðgangs á sviði efnahagsmála á undanförnum iárum. Gerðar hafa verið margar umbætur á sviði félagsmála, m.a. hefur verið komið á ellilaunaskipan og fjögurra vikna orlofi. ÍÞRÓTTIR Framh. af 10. síðn flokki karla. Víkingur vann KR með yfirburðum 8 gegn 3. Komu þau úrslit á óvænt. Loks lék Fram og ÍR. Leikurinn var geysispenn- andi og lauk með sigri ÍR 6 mörk gegn 5. Keppnin í I. flokki er hin skemmtilegasta og hafa öli liðin, sem þar leika, tapað leik. Fagerholm kvaðst harma, að ekk ert hefði orðið af norræna tolla- bandalaginu. Ef það hefði orðið að raunveruleika hefði norræn samvinna sennilega ekki verið í þeim öldudai, sem hún er nú í. Gallinn var sá, að við létum áætlanirnar um tollabandalag vera of lengi í höndum sérfræðinganna. Við hefðum fyrst átt að taka á- kvörðun og síðan láta særfræðing ana athuga hvernig samstarfið .mundi orka. Nú er ástæða til að spyrja, hvort hinir háu herrar í EBE muni sam- þykkja norræna samvinnu, hélt Fagerholm áfram. Gagnvart EBE skipta Norðurlönd ekki svo mjög miklu máli hvert sér. En sameinuð væru norrænu ríkin fulltrúar 20 milljóna manna. Ef EBE gripi tii aðgerða, er gera mundi ríkjum mishátt undir höfði, : mundi slíkt geta orðið til þess, j að kæfa Finna í efnahagsmálum. ! Þess vegna metum við mikils, að nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa ekki gleymt hinni erfiðu að stöðu okkar, sagði Fagerholm. ★ HORMULEGUR KLOFNINGUR Fagerliolm kvaðst liarma mjög klofninginn meðal finnskra jafnað armanna. Hann er þeim mun hörmulegri vegna þess, að hann stafar ekki af djúpstæðum ágrein- ingi um stjórnmál, heldur fyrst og fremst af persónulegum ágreiu- ingi. Það bætir ekki úr skák, að menn hafa reynt að finna ýmsar Framh. af 7. síðu Þróunin í útflutningi hrað- frystrar síldar hefur á undan- förnum árum verið sem hér segir: Síldarútflútningur 1956-1961 í tonmmi: Utflutningur 31. ágúst: frystrar sUdar til 1961 1962 Smál. 10.071 16.300 Þús. kr. 48.151 87.387 Eftir löndum skiptist umræddur útflutningur þannig (í tonnum): Austur-Þýzkai. 3729 Sovétríkin 5000 Rúmenía 1499 Eins og tölur þessar bera með sér hafa Austur-Evrópuþjóðirnar verið aðalkaupendur okkar á hraðfrystri síld, enda síldar- neyzla þar mun meiri en í Vest- ísuð síld Fryst síld ur-Evrópu. — Með liinum nýju 1956 4.409 1961 1962 samningum, sem gerðir hafa 1959 101,9 6.566,6 Tékkóslóvakía 4129 2199 verið í haust, selst þó mun meira 1960 1,286 7,248 Vestur-Þýzkal. 2889 2030 magn til Vestur-Þýzkalands en 1961 6,035 14,456 Pólland 1871 1036 áður eða um 11,500 tonn. ALÞÝÐUBLA0IÐ - 18. nóv. 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.