Alþýðublaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 12
GODTHAAB: Hinn 23 ára gamli Grænlend
ingrur Erik Henriksen frá hinum afskekkta bæ
Agto hefur nýlega verið dæmdur í fimm ára
fangelsi í Godthaab fyrir a'ð hafa drepið bróð-
ur sinn sem var tveim árum yngri. Morðið var
framið fyrir utan heimili þeirra í Agto. Erik
var rannsakaður af lækni, en var úrskurðaður
heill á sönsum. Hann hafði keypt skotin sem í
byssu hans voru, til þess að drepa hund sem
hann átti. Og það merkilega var að hundurinn
féll fyrir sömu kúlu og bróðir hans. Morðið var
með þeim hætti að þeir höfðu verið að drekka
saman bræðurnir ásamt föður sínum og kom upp
einhver misskilningur milli þeirra, sem endaði
með því að Erik skaut bróðir sinn orðalaust.
Hundurinn sem hann hafði ætlað að skjóta stóð
beint fyrir aftan yngri bróðurinn og féll fyrir
sömu kúlu. Erik varð lítið sem ekkert sorgbit-
inn yfir morðinu en sagði samt að sér leiddist að
þetta skyldi allt vera á misskilningi byggt.
DU 6ÁR. FORAN - 06
PRðV NU IKKE PÁ AT
mve Nume !
OM FORíADEiSE - JE6 6ÍEMTS AT MtNOS
016 0Mt AT DEP ER ET H0JT TiJíN NED /
DET ER NOK 8EDST, AT
DU BUVER HER OO
PASSER PÁ y
HVIS JE6 SKAL FoRBÍ
016, MÁ DU TPÆOE
LIDT TIL8A6E...
I>að er víst bezt að þú bíðir liérna og hald
ir vörð.
Þú gengur á undan — og reyndu ekki neina Afsakaðu — ég gleymdi að segja þér að
vitleysu. það eru háar ^röppur niður.
Ef ég á að fara framhjá þér verður þú að
færa þig svolítið aftur á bak.
FYRfK LETLft FÖLKÍÐ
•:r
Rússnesfet ævintýri
eftir D. Namin>Sibiryak
Donni, Hvellur og Jónas
Hvellur lagði af síað, en óð upp að hnjám í vatn
inu, en hann vildi ekki fara lengra, Hann langaði
alls ekki til að drukkna. Hann vildi aðeins fá sér
vænan sopa af hreinu og svalandi vatni og á heit-
um dögum þótti honum gott að svamla í dálitlum
polli, en þegar hann var húinn að þvo þér, flaug
hann aftur heim í hreiður sitt. En hann og Danni
voru samt sem áður miklir vinir og þeir röbbuðu
um heima og geima.
— Verðurðu aldrei leiður á því að busla í vatn-
inu, — spurði Hvellur vin sinn. Þú ert allaf blaut-
ur og hlýtur að eiga vanda fyrir kvefi.
En Danni skildi ekki fremur lifnaðarháttu vin-
ar síns en Hvellur skildi Danna.
— Verðurðu aldrei þreyttur á að fljúga, Hvell-
ur, spurði hann. Það er svo' heitt í sólskininu, ég
skil ekki hvernig þú getur andað. Áin er alltaf svöl,
og þú getur synt, hvert sem þú vilt. Þú sérð líka,
að allir vilja baða sig í ánni á sumrin, en engan
sérðu fljúga upp í hreiðrið þittf
— En þeir gera það samt, Danni, þeir gera það.
Til dæmis kemur sótarinn hann Jónas. Hann er
mikill vinur minn og kemur oft í heimsókn til mín.
Hann er svo góðlyndur hann Jónas. Hann er alltaf
syngjandi. Hann hreinsar sköjrsteinana og raular
lög. Og stundum sezt hann Miðpr til til að hvíla sig
Unglingasagan:
BARN LANÐA-
MÆRANNA
/ >
Þegar ég opnaði augun aft
ur sá ég ekki ncitt fyrst.
Ég hélt að hann væri farinn.
Sva sá ég hann skríða til
mín. Og ég skau': í gegnum
andlitið á honum. Hann vein
aði ekki,“ sagði Ricardo ,.En
hann kipptist til og fsll á
baltið. Hann var dauður. Ég
reyndi að konia iíkinu hing
an en hesturimi minn vildi
ekki fara nálægt honum. Og
mig var farið að svima. Ég
held að það sé ao líða yfir
mig. Getið þið náð í lækni
fyrir mig?“
Andlit konunnar varð ó-
ljóst og rödd drundi í eyr-
um hans: „Veslings barnið“.
Rieardo vaknaði við, að
eldheitt járn snerti sár hans.
Hann opnaði augun og sá
ar.diit yfir sínu.
„Þetta verður í lagi dreng-
ur minn“, sagði læknirinn.
„Hættu þessu brölti“.
Ricardo minntist þess
skyndilega, að liann var
ekki litli drengurinn hans
Antonio Perez, heldur full-
vaxta maður, sem nefndist
Ricardo Mancos. Hann lá
kyrr og nú var búið að
hreinsa sárið og aðeins eftir
að sauma það saman.
„Af hverju bölvarðu
ekki?“ spurði lækuirinn eftir
smá stund.
Ricardo leit framan í
hann og hló. „Þetta er ekk-
ert“, sagði hann. Og hann
meinti hvert orð. Likamlegi
sársaukinn var ekkert, bor-
inn saman við geðshræring-
una, sem hann hafði verið í
og andleg áreynsla hans.
Honum leið vel.
Og læknirinn hélt áfram
starfi sínu. „Ég lield að örið
verði þér ekki til óþæginda“,
sagði hann. „Það sést ekki.
Hárið vex yfir það. Þú er
heppinn drengur“.
„Ég var heppinn að rek-
ast á þig“, sagði Ricardo og
leit beiní í augu læknsins,
sem nú hafði lokið verki
sínu.
„Þú ert fínn náungi strák-
ur“, sagði læknirinn. „Ég
lækna aðeins fína náunga“.
„Það er veski í jakkanum
á stólnum þarna“, sagðl Ri-
cardo. „Taktu veskið og
hirtu laun þín“.
„Ég skal borga honum“,
sagði Lew og þaut að jakk-
anum.
Læknirinn tók um öxl
hans og henti lionum frá.
„Litla skrípamyndin þín",
sagði læknirinn illilega,
„hann sagði MÉR að sækja
veskið“.
„Láttu hann vera Lew“,
sagði Ricardo.
Og Lew hörfaði að veggn-
um illilegur á svip, meðan
læknirinn sótti veskið og
opnaði það.
„Þú ert vellauðugur",
sagði hann.
„Taktu það sem þú vilt
læknir", sagði drengurinn.
12 18. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐI0
' ■'TTTkV'