Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 2
J IXitstjórar: Gisli J. Ástþórssf-r' (áb) og Benedikt Gröndal.—Aðstoðarrltstjóri , Bjc.’gvin Guðmmid.ssrn. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar: 14 900 — 14 902 - 14 903. Auglýsingasími: 14 906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. i j — Prentsmiðja A þýöublaðsins, Hverfisgötu 8-10 — Áskriftargjald kr. 65.00 j ú máriuði. í lausasö’u kr. 4.00 elnt. Otgcfandi: Alþýðuflokkurinn — Fram- fcvæmrias-tjóri: Ásgeir Jóhannesson. Sögufölsun Tímans | TÍMINN hefur ákveðið að túlka fall vinstri . Ktjórnarinnar á nýjan hátt. Aftur og aftur slær blað ið því fram, að ástand efnahagsmála hafi þá verið j mjög gott og telur upp fimm liði því til sönnunar. i Hér er um vísvitandi sögufölsun að ræða. sem , gerð er til þess eins að bæta aðstöðu Framsóknar- Ælokksins. Ritstjórar blaðsins vita, að forystumenn ílokksins gerði þá mestu skyssu í sögu sinni, er . þeir hlupu frá ábyrgð og leiddu framsókn út í póli- tískt bandalag við kommúnista og valdaleysi. Þess vegna er með sífelldum endurtekningum reynt að gera hlut þeirra betri með því að halda fram, að allt Jbafi verið í bezta lagi í efnahagsmálum, og vinstri .stjórnin hafi aðeins fallið vegna aðgerða einhverra : vondra manna úr öðrum flokkum. ) Þessi sögufölsun getur þó ekki tekizt. Það eru trúverðug vitni um þetta mál, sem segja þveröf- ! 'ugt. Helzta ivitnið er sjálfur Hermann Jónasson, ' íorsætisráðherra vinstri stjórnarinnar. Þegar hann ! sagði af sér fyrir síðasta ráðuneyti sitt, sagði hann berum-orðum, að þjóðin væri að fara fram af hengi ■ íluginu og engin samstaða væri innan ríkisstjórn- ! arinnar um lausn efnahagsmálanna. Þjóðin mun um þessa atburðitelja, að orð Her- 1 ananns þá séu betri heímild en skýringar Tímans ■ mú, fjórum árum síðar. En er þetta ekki sláandi ] -dæmi um málflutning Tímans? Tíu atriði f ÞING ALÞÝÐUFLOKKSINS gerði meðal ann j ars athyglisverðar samþykktir um verkalýðsmál, | og er ástæða til að vekja sérstaklega athygli á þess- j tiim atriðum: ! 1) Aukin hagkvæmni í atvinnurekstri. ! 2) Raunhæfar kjarabsetur fyrir aukna framleiðslu. ! 3) íhlutun verkafólks í stjórn stórfyrirtækja. j 4) Ákvæðisvinna, þar sem hún hentar. í 5) 44 stunda vinnuvika án launaskerðingar. ! 6) Hagfræðistofnun launþegasamtakanna. i 7) Kaupuppbót af ágóða fyrirtækja. ! 8) Vaxtalækkun strax og ástæður Ieyfa. ■ 9) Endurskoðun 25 ára vinnulöggjafar. ! 10) Fræðslustarf fyrir launþega. Allt eru þetta hugmyndir, sem Alþýðuflokk- í uirinn telur að gætu bætt kjör launþega og tryggt i’éttlátan hlut þeirra í vaxandi þjóðartekjum. Bezí að auglýsa í Alþýðublaðinu £ *22. nóv. 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ F E V O N þvegið er velþvegið. F E V O N ver hendur yðar. F E V O N ilmar þægilega. F E V O N er frábært fyrir barnafatnað. FEVON íallanþvott. HANNES Á HORNINU ★ Um rangnefni. ★ Varhugaverð árátta. ★ Geta útlendingar rugl- að íslendinga? HARALDUR GUÐNASON bóka vöröur skrifar mér: „Sá ósióur tíökast nú mjög að brengla rétt- nm nöfnum, góðum og gildum, og taka upp ný nöfn þar, sem þau eiga ekki við. Með latmælum og bögumaelum er nú búið að breyta fornum og snjöllum bæjanöfnum í allkyns skrípi. Hver skilur tii aö mynda, livað í felst nafngiftinni Ossabaer? Ég man þá tíð aff því hressilega bæjarnafni Bergþórs- hvoli var breytt í latmælið Bertu‘- hvoll, jafnvel Bertu! Þannig mætti halda áfram. — ÞAÐ HEFUR VERIÐ mikill sið- ur blaða og allskonar fréttaritara nú um sinn, að fræða landslýðinn ó því, að rafstrengurinn frá Sog- inu til Vestmannaeyja hafi verið lagður á sjávarbotn frá Kross- sandi. Þetta er flutning. Hitt er svo annað mál, að til er Kross- sandur, en rafstrengur sá, sem ^ liggur úr Landeyjum til Eyja, og liengdur hefur verið utan í Heimaklett í lítilli þökk Eyja- manna, liggur ekki úr þeim sandi. SAMNEFNI FVRIR þá sanda, sem liggja að hafi fyrir hvort tveggja Landeyjum, er Eyja- sandur; vestasti hlutinn stundum nefndur Rangársandur. í Lýsingu íslands segir próf. Þorvaldur Thoroddsen, að Vestmannaeyjar liggi rúma ,mílu undan Eyja'anr.í. Hann nefnir hvergi Krosssand, ekki heldur í Kalund í Hist. .— tipografisk Beskrivelse af Island (1877—78), en hann getur hins vegar um Eyjasand. Jónas Hall- grímjsson sagði: „voldug reisir Rán á Eyjasandi“ í kvæðinu Gunnarshólmi. Honum hefur víst t ekki dottið í hug Krosssandur. A KORTI, sem gert er samkv- mælingum árið 1906 og endur- skoðað 1930, er Krosssandur kom- inn fyrir öllum Austur-Land- eyjasandi, án þess að sú nafngift eigi sér nokkra stoð, svo em ég hef bent á. í hinni stóru kortabók af Islandi útg. 1944, er Krosssand- ur hafður sem samheiti fyrir A.« Landeyjasand. Þá er Rangársand- ur látinn ná frá Hólsá að Affalli, en Landeyjasandur er þá kominn suður af Þykkvabænum! 1 SAMKVÆMT LÖGUM mun bóndi ekki mega gefa býli sínu nafn nema viss nefnd samþykki, og hef ég ekkert við það að athuga. En svo virðist sem útlendingum og landsmönnum ýmsum, hafi leyfzt átölulaust að brengla mik- inn fjölda ágætra nafna eftir sín- um geðþótta og klína á landakort nöfnum, sem valda ruglingi, sem hver étur eftir öðrum. Þetta þarf að leiðrétta sem fyrst. ÉG SAGÐI FYRR í þessu grein- arkorni að til væri Krosssandur, Eyjasandur austan Affalls heitir, að því er ég bezt veit, níu sér- nöfnum. Fréttamönnum til fróð- leiks skal ég nefna þessi nöfn tal- in vestan frá Affalli: Hallgeirs- eyjarsandur, Keldnapartur eðá fjara, og þá kemur margnefndur Krosssandur, sá útvaldi sandur blaða og útvarps, hvers blessaða nafn mun runnið frá bænuM Framfeald á 13. siffn. BYRJIÐ DAGINN með BOLZANO- rakstri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.