Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 5
SVEIK LIV Framhald af 1. síðu. LÍV hjá skrifstofu ASÍ vegna sam- þykktar þeirrar, er gerð ,var kvöldið áður á þinginu um að kjörbréf fulltrúa LÍV yrðu nú tek in til afgreiðslu á þinginu. Var það í samræmi við það, er gerzt hafði gagnvart öðrum fulltrúum, sem deilt haíði verið um á þing- inu, en þeir höfðu fengið að sitja á þinginu meðan rætt var um kjör bréf þeirra. í upphafi fundar var tekið fyrir álit kjörbréfanefndar á kjörbréf- um fulltrúa LÍV. Fyrstur tók til máls Snorri Jóns son er hafði fram sögu fyrir áliti meirihluta kjör- bréfanefndar. Snorri sagði, að kjörbréfanefnd hefði borizt afrit af félagsskrám : J LÍV svo og afrit af lögum félaganna. Hins vegar sagði Snorri, að nefndin hefði ekki haft aðstöðu eða tíma til þess að fara yfir meðlimaskrárnar. — Sagði Snorri, aðhér væri um svo stór samtök að ræða, að nauðsyn- legt væri að rannsaka meðlima- skrár allra aðildarfélaga LÍV áður en unnt væri að samþykkja kjör- bréfin. Kvað hann meirihlutann því leggja til, að meðlimaskrám og lögum LÍV-félaganna yrði vísað til væntanlegrar miðstjórnar ASÍ og fulltrúum LÍV á þessu þingi að eins veittur réttur til setu á þing- inu með málfrelsi og tillögurétti. SfLDIN Framhald af 1. síðu. björg fór með 450 tunnur til Hafnarfjarðar. Ver landaði 400 tunnum á Akranesi. Jökull kom með 800 tunnur til Rvíkur, og Skarðsvík 800. Jón Oddsson kom með 600 tunnur til Sandgerðis, — Héðinn með svipað magn til Hafn arfjarðar, og Gnýfari mun hafa farið með 250 tunnur til Grund- arfjarðar. Bátarnir fá síldina á allstóru svæði um 100 mílur í Norðvestur frá Akureyjar baujunni. Fyrir flesta bátana er 11-12 tíma sigl- ing á miðin. Síldin veiðist aðal- lega á tímanum frá því um sex á kvöldin og fram til miðnættis. Síldin er bæði stór og góð, vel fallin til söltunar eða frystingar. Blaðið fregnaði í gær, að í und irbúningi væri að allmargir tog- arar hæfu flutninga á síld til Þýzkalands. Ráðgert mun vera að ©eir, Freyr og Úranus fari í síldar flutninga. Þorkell Máni er þegar farinn með síld til Þýzkalands. Mikil eftirspurn er nú eftir síld á Þýzkalandsmarkaðnum og er verð á henni því sérstaklega hátt. Eitthvað af þeirri síld. sem fryst var hér í Reykjavík síðast- liðinn sunnudag, mun eiga að fara þegar með næstu ferð Gull- foss til Hamborgar. Fjöldi sildarbáta hélt úr höfn úr verstöðvum við Faxaflóa í gær dag og fyrrakvöld, og mun bátun- um nú hafa fjölgað mjög á mið- unum. Oskar Hallgríms- son gerði grein fyrir áliti minni- hluta kjörbréfa- nefndar. í upp- hafi ræðu sinnar kvaðst hann vilja vekja athygli á því að mistök hefðu átt sér stað hjá forseta þingsins, er fundur hefði hafizt að nýju! Það hefði: gleymzt að bjóða hin nýju samtök LÍV velkomin í heildarsamtök verkalýðsins. Kvaðst Óskar vilja: bæta úr þessu og bjóða LÍV hjart anlega velkomið í Alþýðusamb. ís- lands. Kvaðst hann þess fullviss, að innganga verzlunarmanna í A S í mundi verða heildarsamtökum alþýðunnar til heilla. Óskar sagði, að samkvæmt með limatölu LÍV hefðu samtökin átt rétt á því að kjósa 33 fulltrúa og hefði það verið gert. En af þeim 33 kjörbréfum hefðu 3 þegar ver- ið samþykkt á þinginu, þ. e. kjör bréf Verzlunarmannafélags Akur eyrar og kjörbréf Verzlunar- mannafélags Siglufjarðar. Óskar sagði, að á síðasta þingi ASÍ hefði legið fyrir inntökubeiðni frá LÍV. Hafði sú beiðni áður ver- ið send miðstjórn ASÍ og hún um hana fjallað. Sendi miðstjórn ASÍ inntökubeiðnina til milliþinga- nefndar í skipulagsmálum og ósk- aði umsagnar hennar. Milliþinga- nefndin hafði klofnað í afstöðu sinni til inntökubeiðninnar og hefðu 3 nefndarmanna mælt með henni en 3 verið á móti. Tók mið stjórn ASÍ síðan upp afstöðu þeirra nefndarmanna er verið höfðu á móti inntöku LÍV og hélt henni fram á þingi ASÍ. Óskar sagði, að á þirigi ASÍ hefðu kom- múnistar lagt til, að umsókn LÍV yrði vísað frá á þeim forsendum, að skipulagsmál ASÍ væru í deigl unni. En minnihluti þingsins lagði til að LÍV yrði veitt innganga í ASÍ með venjulegum skilyrðum varðandi lög og meðlimaskrár. — Óskar sagði, að niðurstaðan á þingi ASÍ hefði orðið sú, að um- sókn LÍV hefði verið vísað frá. Óskar sagði, að um það yrði ekki deilt, að samtök launafólks ver/ilunar- og skrifstofumanna- stétt ættu heima í heildarsamtök- um verkalýðsins. En Óskar sagði, að þegar í ljós hefði komið, að LÍV hefði ekki getað náð rétti sínum á þingi ASÍ, hefðu samtökin ákveðið að leita réttar síns eftir öðrum leiðum og málið hefði verið lagt fyrir Félags dóm. Óskar sagði: Eg er persónu- lcga þeirrar skoðunar, að harma beri, að nauðsynlcgt reyndist að fara þessa leið. Ræðumaður sagði, að réttur verzlunarfólks til aðildar að ASÍ hefði verið viðurkenndur með dómi Félagsdóms og nú hefði sá dómur verið staðfestur af þingi A S í með atkvæðagreiðslu kvöld- ið áður. Það hefur vérið staðfest hér á þinginu, að LÍV er þegar lögmætur aðili að ASÍ, sagði Óskar. Og af þeirri staðreynd hlýt ur meðferð og afgreiðsla kjörbréfa fulllrúa LÍV" að markast, sagði hann. Óskar kvað það eðlilegt, að meirihluti kjörbréfanefndar legði til, að kjörbréfin yrðu felld, þar eð sá hinn sami meirihluti hefði verið andvígur því að hlýta dómi Félagsdóms. Hann sagði, að full-1 trúar LÍV ættu ótvíræðan rétt til! setu á þinginu með fullum rétt- indum og það væri fráleitt að ætla að veita þeim setu á þinginu eins og hverjum öðrum gestum svo sem eins og fulltrúum Stéttar sambands bænda eða öðrum gest- um þingsins. Óskar sagði, að samtök verzlun- arfólks hefðu frá því fyrsta mætt andúð ráðamanna ASÍ. Verzlunar fólk hefði verið að brjótast í því að byggja upp samtök, þ. e. bar- áttutæki vegna þess, að ASÍ hefði vanrækt að stofna félög verzlun- arfólks sem því hefði þó raunar borið skylda til að gera. Hann sagði, að ASÍ ætti að veita LÍV aðstoð og stuðning og bjóða það velkomið í heildarsam- tök verkalýðsins. Félagsdómur hefði komizt að þeirri niðurstöðu að lög og meðlimaskrá LÍV-fé- laganna væru í fullu samræmi við lög og reglur ASÍ og því væri ný rannsókn á þeim gögnum með öllu óþörf. Óskar sagði, að ekki værijlregið í efa, að kjörið á fulltrúum LÍV hefði verið fyllilega lögmætt. — Hann kvað það málamyndaástæðu eina, að nauðsynlegt yrði að rann saka ítarlega meðlimaskrár LÍV að nýju áður en kjörbréf fulltrúa samtakanna yrðu samþykkt. Sagði Óskar, að núverandi ráðamenn A WMWWWWWmMWWMMW Mófmæla dómnum Í lok fundar á þingi ASÍ í nótt báru kommúnistar fram tillögu um að mótmæla afþkiptum dómsvaldsirjl af málum verkalýðssamtakanna Var tillagan samþykkt með 183:102 atkv. enda margir lýð ræðissinnar þá farnir af fundi. IWWMMMMWMWMWMMMM S í hefðu ekki alltaf verið jafn formfastir í því efni. Er Iðja, fé- lag verksmiðjufólks í Reykjavík hefði verið tekið inn ASÍ 1954, eftir að félagið, hefði verið um skeið utan Alþýðusambandsins, hefði engin rannsókn á meðlima- skrá félagsins farið fram, enda Björn Bjarnason neitað að afhenda slíkar skrár fyrr en á sjálfu þing- inu. Og kommúnistar, sem þá hefðu haft meirihluta á þingi ASÍ hefðu látið það gott heita. Óskar sagði, að núverandi ráða menn ASÍ hefðu áður haft nægan tíma til þess að kynna sér með- limaskrár félaga RÍV. Meðlima- skrárnar hefðu verið sendar mið- stjórn ASÍ fyrir Alþýðusambands- þing 1960 og síðan hefðu þær ver- ið sendar ASÍ öðru sinni í sept. síðastliðnum. Hefði miðstjóm A S í þá enn fengið að athuga þær I í mánaðartíma og engar athuga- | semdir gert. Þó miðstjórn ASÍ j fengi nú meðlimaskrárnar til at- hugunar einu sinni enn, mundi I henni áreiðanlega ekki nægja heilt kjörtímabil til þess að at- 1 huga þær, enda væri það tylli- ástæða ein, að nokkur nauðsyn væri á slíkri athugun. í lok ræðu sinnar lagði Óskar fram -tillögu um það, að hinir 33 fulltrúar LÍV yrðu samþykktir með fullum réttindum. Fram kom svohljóðandi tillaga frá kommúnistum og framsóknar- mönnum: „Þar sem kjörbréfanefnd hefur ekki fyrr en í morgun Iiaft tæki- færi til þess að rannsaka þau gögn, er kjörbréf fulltrúa LÍV eru byggð á, svo sem meðlima- skrár LÍV, lög sambandsfélaga, né heldur haft neina aðstöðu til að kanna lögmæti fulltrúakjörsins aðj öðru leyti og slík rannsókn mundi taka langan tíma og útilokað að henni yrði Iokið á þessu þingi, vísar þingið þessum gögnum til væntanlegrar sambaudsstjórnar til rannsóknar og samþykkir að veita fulltrúuni LÍV þingsetu með mál- frelsi og tillögurétti. Kristinn B. Gíslason, Eðvarð Sigurðsson, Jón Snorri Þor- Icifsson, Guðmundur Björnsson og Jón Bjarnason.“ Jón Sigurðsson tók næst til máls Hann sagði, að :?:> Hannibal og þeim j félögum hans | hefði gengið illa á þinginu að farall eftir því kjörorði, er Hannibal hefði | sjálfur gefið þingl inu í upphafi, þ.e.: Gjör rétt, þol eigi órétt. Jón sagði, að Hannibal væri sjálfur uppvís að því að hafa ætlað að fella kjörbréf fulltrúa, er liefðu átt jafnmikinn rétt íil þing setu og aðrir fulltrúar, aðeins vegna þess að þeir voru annarrar pólitískar skoðunar en ráðamenn ASÍ. Þannig hefði Hannibal hringt í formann Verkalýðsfélagsins ?ram á Sauðárkróki og tjáð hon- un, að ítgangslaust væri fyrir íann að fara suður til þings, þar eð kjörbréf hans yrði fellt. En þing ið hefði eigi að síður samþykkt það. Hafði Fram ekki gert sig sekt um annað brot en að halda að alfund ekki á réttum tíma en svo væri vissulega um fleiri félög, sagði Jón. Jón sagði, að verzlunarfólk ætti vissulega heima í Alþýðusamband inu, það væri láglaunað og meðal hinna lægst launuðu. Fyrir all- löngu hefði starfað í Reykjavík félag verzlunarfólks og hefði það verið í ASÍ. Síðan hafði það féla dáið út. En svo sannarlega ættí| VR nú jafn mikinn rétt til þess að' vera í ASÍ og hið gamla félag verzl^ unarfólks. Jón sagði, að hin raunverulega á- stæða íyrir hinni miklu andstöðu við setu fulltrúa LÍV á þinginu væri sú, að ráðamenn ASÍ óttuð- ust um völd sín þar. En Jón sagði,, þessi ótti væri ástæðulaus. Komni únistar og framsóknarmenn væru, í meiríhluta á þinginu enda þótt LÍV fulltrúarnir fengju full rétt indi og þess vegna gætu ráðamennT ASÍ fallist á að kjörbréf LÍV fulL trúanna án þess að missa völdin. í ASÍ. Jón sagði, að það yrði verka lýðshreyfingunni til skammar, e£ þing hennar felldi að veita LÍV full réttindi á þinginu eftir aff Félagsdómur hefði komizt að þeirri niðurstöðu að verzlunarfólk ætlii fullan rétt á því að vera í Alþýðu-. sambandínu. Hannibal Valdimarsson talaði næst ur. Hann sagði. að LÍV hefði átt að senda inntökubeiðni til ASÍ_ sem síðan liefði verið afgreidti' með eðlilegum hætti. Hann sagði,* að stiórn ASÍ gæti ekki fagnað full- trúum LÍV á þinginu eftir að LÍV hefði farið þá leið að láta dæma sig inn í Alþýðusambandið. Hanni bal sagði ennfremur, að neitun síðasta þincs ASÍ hefði ekki verið endanleg. Hefði umsókn LÍV að- eins verið neitað vegna þess að. skipulagsmál ASÍ væru í deiglunni. og ekki væri unnt að taka inn ný stórsamtök áður en þau mál hefðtí verið afgreidd. Eggert Þorsteins son sagði að LÍV hefði verið búið að reyna hina fé lagslegu leið með því að senda síð- asta þingi ASÍ umsókn en henni hefði verið hafn- „ að og ný umsókn Jk um upptöku hefði áreiðanlega feng- ið sömu afgreiðslu. Þess vegnai hefði LÍV ekki átt annars úrkostar en að lcita aðstoðar Félagsdóma til þess að ná rétti sínum. Eggert" sagði, að Alþýðusambandið hefði eitt sinn' vísað Verkakvennafélag inu Framsókn úr samtökum siiv um og væri það mikill blettur á Alþýðusambandinu að slíkt skyldi koma fyrir. En Eggert sagði, að e£ ASÍ ætlaði nú að neita LÍV um full réttindi á þingi alþýðusamtak anna eftir að dómur hefði veriO kveðinn upp um það, að LIV ættl heima í ASÍ yrði það nýr blettus á verkalýðshreyfingunni. Skoraði Iiann á þingfulltrúa að koma í veg fyrir að slík smán mundi henda al~ ; þýðusamtökin nú. Færð þyngist um f jallvegi eystra SAMKVÆMT upplýsingum Vegagerðar ríkisins var færð að þyngjast á fjallvegum á Aust- urlandi í gær. Um Oddskarð og Fjarðarheiði var jeppum þó tal- ið vera sæmilega fært. Færð á Héraði mun hafa verið góð, en Möðrudalsöræfin eru ófær. Vegagerðin liafði lítið frétt af vegum á Vesturlandi frá því um helgina og var því talið að á- stand þar væri óbreytt frá því sem var. Héðan úr Reykjavik ev fært vestur í Reykhólasv ít. —- Þorskafjarðarheiði og : Þing- mannaheiði eru báðar lokaðar. Nýi Vestfjarðavegurinn mim fær af Barðaströndinni og 1 Arn- arfjörð, að MjólkárvirkjuninnL En þaðan er aftur ófært >tfir tii Þingeyrar. Undanfarið hefur verið fært til Ólafsfjarðar, en Siglufjarðar- skarð er enn lokað. > ALÞYÐUBLAÐIÐ 22. nóv. 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.