Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 3
STRÍDSÁSTAND í AN60LA Enn fréttir um hardaga Vopnahléstilboð athuguð VOPNAHLÉÐ, sem Kínverjar lýstu yfir í landamærastríðinu við Indverja á þriðjudag átti að ganga í gildi kl. 3 á miðvikudag, en sex stundum síðar liöfðu engar fréttir borizt, er bentu til þess, að Kín-' verjar hefðu hætt bardögum. Indverjum barst formlega tilboð Kínverja xun vopnahléð einni og hálfri klukkustund eftir að það átti að ganga í gildi, en enn er óljóst, hvort stjórn Nehrus forsætisráðherra muni fallast á þau skil- yrði, scm Peking-stjórnin setur. Fregnir frá vígstöðvunum hermdu á miðvikudagskvöld að her- sveitir Kínverja hefðu brotist í gegn um varnarlínur Indverja suður af Romdili og sæktu í átt til sléttunnar Assam í suðri og er borgin Tezpuri talin í hættu. Haldið er áfram að flytja burtu fólk þaðan. Kínverjar virðast hafa stöðvast við frumskóg skammt frá Assam- sléttunni. , ; j | ■ Nehru forsætisráðherra sagði á miðvikudag, að Indverjar mundu bíða og atliuga sitt mál en ekki láta veiða sig í gildru falsks vopna hlés. Endanleg ákvörðun varðandi vopnaliléstilboð Kínverja yrði tek in að lokinni nákvæmri athugun á tillögunni. Indverskir formælendur láta svo um mælt, að enn sé of snemmt að segja nokkuð um það, hvað Kin- verjar hyggist fyrir með vopnahlés tilboði sínu. ÁFRAMHALDANDI SÓKN Skömmu áður en vopnahléð átti að ganga í gildi — á miðnætti á miðvikudag kl. 15 eftir ísl. tíma — sagði indverska landvarnaráðu neytið ,að sókn Kínverja héldi á- fram. Formælandi ráðuneytisins sagði að stórar kínverskar hersveitir liéldu áfram sókn sinni frá Bomdila og að þær nálguðust þorpið Foot- hills á norðaustur-landamærasvæð inu. Hersveitir Indverja hcfðu orð ið að láta undan síga og hörfa nið ur hlíðarnar til Assam. Ekkert virtist benda til þess, að Kínverjar hefðu stöðvað sókn sína, en þorpið Foothills er við þjóðveg inn, sem liggur til Bomdila. Frá Bomdila til bæjarins Tezpur eru um 80 km. Austar á Iandamærunum, nálægt Burma hafa indverskar hersveitir enn hrundið hörðum áhlaupum Kínverja. Jafnframt hefur verið tilkynnt, að bardagarnir í Ladákh lialdi áfram. Þar er barizt náláegt bænum Chusul, en þótt Indverjar liafi misst margar stöðvar nálægt bænum er borgin sjálf og flugvöll urinn við hann cnn á valdi Ind- verja. ÓBREYTT STEFNA í umræðum indvcrska bingsins í dag tilkynnti Nehru forsætifcráð- herra, að indverska stjórnin hefði enn ekki fengið tillögu Kínverja um vopnahlé og undanhald her- sveita. Forsætisráðherrann lýsti því yf- I ir að tillögurnar yrðu íhugaðar vandlega, þegar þær lægju fyrir. Nehru forsætisráðlierra lýsti því |ennfremur yfir, að afstaða Indverja væri óbreytt. Þeir héldu fast við fyrri tillögur sínar. Kínverjar yrðu að hörfa í burtu til stöðva er þeir höfðu fyrir september í ár áð ur en sezt yrði að samningaborði. Hann lýsti ennfremur yfir því, að Indverjar mundu halda áfram að leita eftir aðstoð vinveittra ríkja til þess að efla landvarnir Ind- lands og efnahagskerfið. Margir ræðumenn vöruðu Nehru við að ganga í gildru, sem þeir töldu að Kínverjar hefu sett Ind verjum með tillögunni um vopna hlé. BANDARÍSK SENDINEFND — OG AÐSTOÐ Jafnframt þessu var tilkynnt, að handarísk nefnd stjórnmálamanna mundi halda til Indlands til a? kynnast viðhorfum Indverja á sviði stjórnmála og hermála. Formaður nefndarinnar er Averell Harriman sérfræðingur í Asíumálum. Auk þess eru í nefnd þessari nokkrir háttsettir stjórnarerindrekar og hermenn, þ.á.m. Paul Adams hers höfðingi, sem er yfirmaður sér- stakrar hersveitar, sem sérhæft hefur sig í að flytja hersveitir bún ar öllum nauðsynlegum hergögnum langar vegalengdir. Talið er að Nehru muni biðja Bandaríkjamenn um aukna hernað araðstoð. í Washington er talið, að hann muni biðja um stórfellda bandaríska hernaðaraðstoð í við- ræðunum við Averell Harriman. Tilkynnt hefur verið í Washing ton, að 12 stórar flutningavélar undir stjórn bandarískra flug- !manna verði sendar til Indlands ; til að hjálpa til við skjótan flutn- I ing indverskra hersveita og vista. Hér er um að ræða flugvélar af gerðinni Hereules-13. BREZK „LOFTBRÚ“. í London var frá því skýrt, að nefnd háttsettra stjórnmálamanna og hermanna yrði send til Nýju Delhi. Skömmu áður hófu Bretar flutning hergagna og vista eftir loftbrú og standa þessir flutningar yfir í fjóra eða fimm daga. í brezku sendinefndinni eru m.a. Richard Hull hershöfðingi, yfir- maður brezka samveldisherráðsins og John Tilney varautanríkisráð- herra. Ástandið í Indlandi var til um- ræðu í Neðri málstofunni í dag. Framhald á 14. síðu, LISSABON, 21. nóv. (NTB-Reut- er). Utainr(ík'^ráðherra Portúgals Alberto Franco Nogueira, kallaði í dag skýrslu SÞ um Angola f jand samlega og hlutdrægnislega. Hann kvað hana ekki byggða á stað- reyndum. SÞ-nefnd fimm manna, sem fyrr í ár ferðaðist um Afríku, lagði i gærkvöldi þessa skýrslu fram, en styrjöld hersveita og uppreisnar- þar segir, að í Angola sé um beina manna og hersveita Porúgala að ræða. í skýrslunni segir, að hér sé um styrjaldarásland að ræða, — hvaða merkingu sem menn leggi í það orð. Nefndin hélt því fram, að á- standið mundi versna ef portú- galska stjórnin mundi eklci taka til lit til hins pólitíska veruleika. Portúgalar yrðu að viðurkenna rétt Angola til sjálfsákvörðunar, stöðva hernaðaraðgerðir gegn upp reisnarmönnum náða pólitíska fanga og hefja viðræður við flokk angólskra þjóðernissinna, Nogueira utanríkisráðherra kvnð vesturveldin ekki lengur fær um Framh. á 14. síðu Hafnbanni á Kúbu aflétt WASHINGTON og MOSKVA, 21. nóv. (NTB-Reuter) Bandaríski flot- inn mun hafa eftirlit með heimsend ingu sovézku sprengjuflugvélanna ! frá Kúbu úr lofti, að því er tilkynnt var opinberlega I Washington í dag. Formælandi flotans sagði, að eft irlitsflugvélar mundu taka myndir af skipum þeim, sem flyttu flugvél- arnar aftur til Sovétríkjanna. Búizt er við að heimsendingin muni taka nokkurn tíma, e.t.v. einn mánuð. Kennedy forseti hefur skipað skipum þeim, er hafa framfylgt hafnbanninu umhverfis Kúbu, að halda til heimahafna sinna eða annarra starfa. Landvarnaráðherra Sovétríkj- anna, Rodio Malinovsky marskálk- ur, hefur fyrirskipað að sovézki heraflinn skuli ekki lengur vera reiðubúinn til orrustu, en hinn 23. október var heraflanum skipað að vera við öllu búinn vegna Kúbu- deilunnar. Samtímis þessu hefur Andreij Gretsjko marskálkur, sem er yfir hershöfðingi hersv. Varsjárbanda lagsins, sent út fyrirskipun, sem kveður á um það að stríðsviðbún aði þeirra, er hafinn var 23. okt. I HMWWWWWVrtWwwww STRÍÐIÐ í fjöllunum: Indverskir hermenn gátu sér mikið frægðarorð í heims styrjöldinni og þeir eru tald ir standa engum að baki í hermennskunni. Nú verða þeir að verja ættjörðina. Myndin sýnir indverska her menn á leið til vigstöðvanna í landamærastríðinu við Kínverja. WMmWWWWMWWXWtW skuli hætt — Þessar skipanir munu m.a. ná til eldflaugasveita, loft- varna- og orrustuflugsveita. Um 63 skip framfylgdu hafnbann inu á Kúbu, en það stóð í einn mánuð, og 25 þús. menn. Talið er að skipin verði farin frá Kúbu fyr ir helgi. i Samkv. fregnum frá Havana skiptust bandarísk eftirlitsflugvél og kúbanskir hermenn á skotum í dag, en bandaríska utanríkisráðu neytið hefur ekki staðfest þetta. Fréttinni um þá ákvörðun Kennedys að leysa Kúbu úr her- kví var slegið upp í blöðum á Kúbu en blaðið E1 Mundo lét í ljós óá- nægju með nokkur atriði í yfir lýsingu Kennedys. Kennedy sagði m.;y., að áfram yrði haldið að grípa til efnahagslegra og póli- tískra ráðstafan til þess að koma í veg fyrir undirróðursstarfsemi Kúbubúa í latnesku Amerlku. Hinn þekkti stjórnmálafréttarit ari Moskvu-blaðsins Isvestija,, N. Poljanov, skrifar í grein á forsíðu, að samningastefnan hafi borið á- vöxt. Hann hvetur til þess, að fljótt verði gerður samningur um, að Kúbu verði ekki framar ógnað með innrás af hálfu Bandaríkjanna eða annarra ríkja í Vesturheimi. 14 þúsund varaliðar úr banda- rískai flughernum, sem kvaddir voru til herþjónustu vegna Kúbu- deilunnar, hafa verið leystit frá herskyldu. Kennedy sagði í gær, að Banda- ríkjamenn krefðust enn eftirlits á Kúbu og tryggingar fyrir þvi, að árásarvopn væru ekki höfð á fíúbu eða flutt þangað í framtiðinni. Könnunarflugi yfir Kúbu yrði því haldið áfram. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. nóv. 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.