Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 13
AUKINN KAUPMÁTTUR Framhald af 4. síðu Flokksþingið fagnar því að unnið er að endurskoðun laga um vernd barna og unglinga nr. 29 frá 1944 og beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjóma í þéttbýli landsins við sunnanverðan Faxa- flóa, að þau bindist samtökum og leiti samstarfs við ríkið um að komið verði upp nú þegar vistheimili fyrir afvegaleiddar stúlkur, svo sem ráð er fyrir gert í 37. gr. fyrrnefndra laga. Flokksþingið telur rétt að öllum sveitarfélögum, sem telja fleiri en 2000 íbúa verði gert að skyldu að hafa sérstakan starfsmann, er •fáist aðallega við mál er snerti vernd barna og unglinga og að starfsfólk barnaverndarefnda verði í framtíðinni, fyrst og fremst fólk, sem fengið hefur sérstaka menntun á sínu sviði, sálfræði eða „social-worker.” Flokksþingið telur að nauðsynlegt sé að sköpuð verði samstaða sveitarfélaga um byggingu félagsheimila, þannig að gætt verði betur j skipulags um staðsetningu þeirra og jafnframt verði gert að skil- j yrði fyrir fjárframlögum hins opinbera til félagsheimila að í þeim verði verulegt lágmarksrými, þar sem unnt sé að hafa raunveru- lega tómstundaiðju og æskulýðsheimili, en ekki eingöngu danshús. Flokksþingið telur og nauðsynlegt að komið verði á fót föstu starfi æskulýðsfulltrúa á vegum ríkisins, sem vinni að því að ungl- ingar noti tómstundir sínar á heilbrigðan hátt og vill og í því sam- bandi vekja athygli á nauðsyn nafnskírteina unglinga. Flokksþingið telur það vott um menningarþroska þjóðar, hvern- in hún býr að þeim mönnum, sem komist hafa í andstöðu við þjóð- félagið og álýtur að verulegra endurbóta sé þörf í fangelsismálum, bæði að því er tekur til húsakosts og gæzlu. Koma þurfi upp stofn- un fyrir unga afbrotamenn þar sem leitast verði við að efla and- legan og líkamlegan þroska þeirra, með kennslu, líkamsæfingum og hentugri útivinnu, og að ekki komi til mála, að ungir afbrota- menn séu hafðir undir sama þaki og gamlir. Flokksþingið telur, að koma þurfi upp stofnun sem sé öryggis- gæzla fyrir geðveika (,,psychopata“). 28. þing Alþýðuflokksins telur að skemmtanaskattur eigi að vera jafn hvar sem er í landinu og felur þingmönnum flokksins að flytja á yfirstandandi alþingi frv. til laga um breytingar á lögum um skemmtanaskatt, sem miði að því að jafna skemmtanaskattinn. Flotahöfn Framh. úr opnu löndin búa sig undir, vegna land- fræðilegrar legu sinnar stendur augliti til auglits við ,,strategi“ vesturveldanna, sem hvílir á her- stöðvum um allan heim. ★ HAFNBANN Á RÚSSLAND. Þetta flotaveldi NATO, sem lít- ill gaumur hefur verið gefinn, kem ur í veg fyrir „heita styrjöld“ og gerir „stöðubreytingar" af hálfu NATO mögulegar í kalda stríðinu éinnig. í sambandi við Berlínardeiluna er ein ráðstöfun, er líklegt er tal- ið að gripið yrði til, ef samgöngur vesturveldanna til Berh'nar yrðu stöðvaðar, sú, að setja hafnbann á i Sovétríkin. Slikt hafnbann yrði ekki ósvip- að hafnbanninu, sem sett var á Kúbu og yrðu helztu sjóleiðirnar til Sovétríkjanna og ríkja Austur- Evrópu lokaðar. Af stöðum þeim þar sem hafnbanninu yrði fram- fylgt má nefna Dardanellasund, sem liggur frá Svartahafi, hafið milli íslands og Færeyja og Skage- rak. ★ EIN AF NOKKRUM Ef slíkt hafnbann yrði sett á, fengju jafnvel ekki skip frá hlut- lausum ríkjum að sigla í gegn. Vægari ráðstöfun mundi verða sú, að leyfa skipum að fara með viss- an farm í gegn eða að „hrjá“ skip' frá austurblökkinni, þ.e. láta skip og flugvélar bandamanna elta þau og stöðva. Þetta er aöeins ein af hugsan- legum gagnráðstöfunum er vest- urveldin kynnu að grípa til, ef nauðsynlegt reyndist, ef Rússar lokuðu samgönguíeiðinni til Ber- línar. Með þessari ráðstöfun og öðrum er reynt að koma í veg fyrir hernaðarátök, m. ö. o. átt er við svipað ástand og var 1948. Kristinn syngur Framh. úr opnu sveina hans, sem samið hefði verk- ið í anda meistarans. Eitt er vist, að ef verkið er eftir Frescobaldi sjálfan, hefur það síðar verið út- sett fyrir hljómsveit, en hvort uppistaðan er hans verk verður eigi fullsannað nema með því að rannsaka öll tónsmíðahandrit hans, og það verð">r pkki gert- fvrir tón- leikana á fimintudaginn Enn verða fluttar tvær nok- túrur eftir Debussy. Um það er það að segja, — eftir upplýsing- um dr. Hallgríms Helgasonar, að Debussy kynntist í París ame- ríkum málara og umgengust þeir mikið tónskáldið og málarinn. De- bussy hefur orðið fyrir áhrifum af náttúrumyndum málarans, og í þessum tveim noktúrnum bregður hann upp mynd af skýjafari næt- urhiminsins og alþýðuhátíð í Bois de Boulogne. Loks er að geta tveggja verka eftir Stravinski, Svitu, sem sam- in er um 1920 og Scherzo a la Russe, sem upphaflega var samið fyrir jazzhljómsveit Paul White- manns. Tónskáldið sjálft útsetti síðar verkin fyiir sirfiníuliljí 10 sveit CLAIROL Kynning á CLAHROL hárlitunarvörum fer fram í Lídó í kvöld kl. 8,30. Þar verður staddur sérfræðingur frá verksmiðjunni, sem mun gefa ýms ar upplýsingar um notkun og meðferð háralits og hársnyrtingu. Einn- ig mun hann sýna tvær kvikmyndir, sem gefa fullnægjandi leiðbeihing- ar um notkun CLAIROL háralits. Auk þess.koma fram sýningarstúlkur úr tízkuskóla Sigríðar Gunnars- dóttur, sem sérfræðmgurinn hefur litað hárið á, og sýna þær einnig ýms- an fatnað frá Markaðnum, Laugavegi 89. Allir sem vilja kynnast CLAIROL h árlitunanvörunum eru velkomnir. Heildverzlun ÁRNA JÓNSSONAR u. Einkaumboðsmenn fyrir . CLAIROL Inc. New York. Tónleikar Framhald af 4 siöu. saman á hörpu og óbó sónötu nr. 1 eftir Georg Friedrich Hándel og Largo sama höfund ar. Flutningurinn tókst mjög- vel á þessum gullfallegu verk um. Þá lék frúin sónötu fyrir hörpu eftir Pascetti af mestu prýði og þá tvö skcmmtileg verk eftir Salzedo. Var leik- ur frúarinnar einstaklega á- nægjulegur og smekklegur. Þá lék Webster tvær af metamorfósum Brittens á- gætlega. Síðasta verkið á efnis skránni var sónata eftir De- bussy, leikin af frú Jude Webster, Averil Williams (flauta) og Einari Sveinbjörns syni (lágfiðla). Verkið var mjög vel flutt og ákaflega skemmtilegt áheyrnar. Það má merkilegt teljast, að menn skuli sitja af sér tæki færi til að heyra verk, sem svo sjaldan eru flutt og á hljóðfæri, sem svo sjaldan heyríst hér sem einleiks- hljóðfæri . G. G. Hannes á horninu Framhald af 2 síðu. Krossi, þar sem lengi hefur verið kirkjustaður. OG NÚ HÖLDUM við áfram og komum næst í Bryggnasand fyrir austan Kross, þá Fitjarfjöru og þarnæst komum við á Kirkjulands fjöru. Enn ligur leið okkar aust- ur, og erum við nú komnir all- langt frá Krosssandi á svokallaða Önundarstaðafjöru, og ætla ég að héðan ekki allsfjarri liggi sá umræddi rafstrengur til Vest- mannaeyja, hvílandi á einskonar Eiríkströnum á kletti og Skanzi. Næst liggur leiðin um Rimakots- fjöru, þá Bakkafjöru, og er þá lokið ferðinni". Hannes á horninu. Verkamenn óskast við byggingu húss Loftleiða á Reykjavíkur- flugvelli. Notaðir bílar /verða til sýnis og sölu í vörugeymslu Raf- magnsveitna ríkisins, við Elliðaárvog 101 £ dag og á morgun. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, M. 2 e. h. mánudaginn 26. þ. m. Innkaupastofnun ríkisins. Síldarsöltunarstúlkur óskast. Söitunarstöö Jóns Gíslasonar Hafnarfirði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. nóv. 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.