Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.11.1962, Blaðsíða 15
eftir Georges Simenon ’ En fimmtíu og tveggja ára að aldri fannst Monsieur Beaupere liann alls ekki vera gamall. í djúpum hjarta síns fannst hon- um jafnvel, þegar hann leyfði sér dagdrauma, að hann væri ennþá barn. Var annað fólk eins og hann? ' Hafði Monsieur Bouvet nokk- urn tíma litið á sjálfan sig sem dreng? Þetta var fremur flókið. Hann aetlaði að hugsa það nánar, þeg- ar hann hefði tíma til. Fyrst yrði hann að finna gömlu piparmey.i- una með fjólurnar, og það var furðulegt hve milcið af gömlum konum bjuggu einar, flestar fá tækar, þarna í hverfinu. Það mátti jafnvel segja, að slika konu væri að finna í hverju húsi, al veg cins og það var húsvörður í hverju húsi, og margar þeirra gengu undir aukanefni; það var talað um sumar þeirra með skiln ingsfullu brosi, svo að menn gætu haldið, að þær væru ekki með fullu viti, um aðrar með sam úð vegna lasleika. Nokkrar þeirra voru hjálpar- vana, komust ekki lengur út úr í- búðum sínum, en svo voru aðr- , ar, alveg. jafngamlar, sem unnu hússtörf fyrir miklu yngra fólk, eða gættu barna. Það mátti líka sjá þær á bekkj um á torgunum að hlýja sér í ' sólinni, á svipinn eins og hugur þeirra væri galtómur. „Segið mér, frú, getur verið, að þér kannizt við gamla pipar- mey, sem . . . “ Hann mundi finna hana, hann var viss um það, ef þeir þá á-. kvæðu ekki að taka málið af hon um. * Splunkunýjar myndir lágu á borði lögreglustjórans, og Mad- ame Áair hafði skoðað þær, án þess að telja nauðsynlegt að láta ífppk »• noesia iHaðKÖln síilð á sér sjá neina geðsliræringu, sem hún fann ekki tiL „Setjið yður í mín spor. Þeg- ar ég sá hann síðast, var hann tuttugu og þriggja ára. Ég var átján ára. Það kemur mér samt á óvart að sjá hve lítið maður breytist á lífsferli sínum. Á þess ari mynd finnst mér til dæmis ég vera að horfa á liann aftur. Og þó mundi ég ekki leyfa mér að vera svona örugg, ef ekki væri vegna örsins.“ Þeir höfðu sýnt henni stækk- aða mynd af nöktum fótleggn- um, þar sem örið sást greinilega. „Hann datt ofan úr tré, þegar hann var fjórtán ára gamall, þeg ar hann var að leika sér við fé- laga sína. Hann rak fótinn £ trjá bút og sárið var ljótt. Það komst illt í það. Ég man, að hann lá í rúminu í næstum tvo mánuði. Mér skildist að sköflungurinn hefði laskazt. Það var mér sagt. Er hægt að kanna það?“ „Sennilega. Ég skal gera ráð- stafanir." „Þér verðið að fyrirgefa, að ég skuli hafa beðið Monsieur Guic hard um að koma með mér, en það er miklu fremur sem vinur en lögfræðingur, sem hann kem ur. Ég bjóst við, að ganga yrði frá einhverjum formsatriðum, og ég kann ekki mikið inn á siíkt.“ Lögreglustjórinn var líka um fimmtugt. Hann var jafnvel örlít ið yngri en Monsieur Beaupere. „Vilduð þér vera svo vinsam legar að segja mér frá fjölskyldu yðar-“ „Hvað viljið þér fá að vita?“ „Allt, sem þér viljið segja mér.“ „Þér hafið heyrt um föður minn, sem stofnaði LaiútJlOt spunaverksmiðjurnar." Hún sá næstum eftir þvi að hafa ekki tekið með sér ijós- myndaaibúmið þar sem hún hefði getað sýnt Désiré Lamblot í diplómatjakka. 'sem var hneppt ur næstum upp í háls, breitt and litið, enn breiðara vcgna yjmga- skeggsins. „Hann átti aðeins tvö börn, bróður minn og mig. Hann- yar harðlyndur maður, eins og'',aÍlir voru á þessum tíma, að minnsta kosti meðal stóru iðnframleið- endanna í Roubaix." „Ég býst við, að hann hafi vilj að, að sonur hans tæki við?" „Annað kom ekki til mála. Og ég held, að það sé svo enn í Roubaix, Tourconing og Lille, að minnsta kosti meðal þeirra, sem fást við ullariðnað." „Eigið þér nokkra syni, Mad- ame Lair?“ „Aðeins dætur, því miður. Einn af tengdasonum mínum stjórnar verksmiðjunum. „Hvað vitið þér um bróður yð ar?“ „Það, sem maður veit venju lega um eldri bróður, það er að segja næstum því ekkert. Hann var langt yfir mig hafinn, í fyrsta lagi vegna þess að hann var eldri en ég, í öðru lagi vegna þess að mér fannst hann laglegri og gáfaðri, ^ en nokkur annar.„í heiminum. í síðasta lagi stóð ég leynilega með honum gegn föð- ur m£num.“ „Kom honum ekki saman við föður yðar?“ „Þeir skildu aldrei hvor ann- an.“ „En þér?“ „Mér fannst faðir minn harð- neskjulegur. Jafnvel heimilislíf okkar háð reglum eins og í verk smiðjunum, og þegar ég var tólf ára var mér bannað að tala við matborðið. Þegar bróðir minn var sautján ára og kom einni mínútu og seint inn , borðstofuna, horfði faðir minn á úrið, án þess að segja orð, og Gaston, sem vissi hvað það þýddi, fór aftur upp til sín og í rúmið, á:n þess að fá mat.“ „Hvernig var skólaganga hans?“ „Hann gekk í menntaskóla. í fyrstu var hann góður námsmað ur, beztur í bekknum. Faðir minn skipaði honum að vera það“. „Skipaði?" „Já. Ég varð líka alltaf að vera efst í mínum bekk. Gaston hlýddi, ef svo má segja, þar til hann var sextán ára. Þá lækkaði hann skyndilega um allmörg sæti og varð að sitja aftur síð- asta árið og rétt skreið upp á lokaprófinu." „Átti hann vinstúlkur?" „Já.“ „Sagði hann yður af ástmál- um rnínum?" „Já. Ég var aðeins lítil telpa, en hann sagði mér allt. Lengi var hann ástfanginn af söng konu í eins konar næturklúbb í Lille nálægt járnbrautarstöðinni. Þeg ar hún fór aftur til Parísar, á- kvað hann að fara með henni og hann var þegar búinn að pakka.“ „Hvað hindraði hann í að fara?“ „Móðir mín kom inn í herbergi hans og sá farangurinn. Hún sagði föður mínum ekkert, því að hún var eins hrædd við hann og við, en Gaston lofaði henni, að hann skyldi verða um kyrrt.“ „Var bróðir yðar ofsafenginn, æstur?“ „Þvert á móti, þegar hann lenti í deilum við pabba — því að undir lokin var liann farinn að svara honum — þá var það hann, sem hafði stjórn á skapl sínu. Það, sem ég man bezt eftir um hann, er hálfbrosið á hon- um, bros, sem ég hef aldrei séð hjá neinum öðrum, annað munn vikið á honum brettist örlítið upp. Hvenær, sem hann brostl þessu brosi, var ég vön að stappa í gólfið af reiði og látá eins og asni.“ „Þótti honum vænt um yður?“ „Ég veit það ekki. Jafnvel þeg ar hann var mjög lítill, virtist hann vera sjálfum sér algjörlega nógur, lifa sínu eigin lífi, utan við okkur og alla aðra. Hann las mikið, bækur, sem faðir minn var vanur að brenna, þegar hann fann þær, svo að Gaston faldi þær stundum í mínu herbergi." „Sögðuð þér mér ekki rétt áð- an, að hann hefði haft yður að trúnaðarmanni?" „Hann sagði mér frá ástamál- um sínum. Samt held ég, að hann hafi ekki raunverulega verið að segja frá þeim; hann fann að- eins til þarfar til að útskýra þau fyrir sjálfum sér til að reka end inn á persónuöpun sína.“ Það var einkennilegt. Síðustu mínúturnar höfðu dauf bros lið ið um andlit þremenninganna, sem þarna ræddust við. Ef til vill voru brosin á vörum mannanna aðeins endurvörp bross gömlu konunnar. Gluggarnir voru enn opnir, en þau voru langt burtu frá París, langt burtu frá þess- um ágústeftirmiðdegi, bæði í tíma og rúmi. Þau voru að hugsa sér, í gráum lit, gamalt steinhús, byggt eins og kastala, skólaleik- völl, þröngar götur á vetrarkvöld um. „Hvað eigið þér við persónu- öpun hans?“ „Ég kann að hafa rangt fyrir mér . . . “ Hún horfði á þá dálítið rugluð á svip. „Ég held . . . Ég býst við, að það sé svo um alla . . . Á viss- um aldri finnst okkur við þurfa að búa okkur ákveðiimi skap- gerð . . . Þegar ég var í klaust- urskólanum . . . “ Hún þagnaði. „Þér skiljið, hvað ég á við. Þau ár, sem ég var samtíða Gas- ton, þekkti ég í honum hverja persónuöpunina á fætur annarri. Um tíma var hann mjög nákvæm ur með útlit sitt og gerði sér upp hegðun lífsleiðs menntamanns.** „Á hvaða aldri?“ „Fimmtán. Svo held ég, á3 hann hafi byrjað að lesa rússn. skáldsögur, og þá neitaði hann að klippa eða hreinsa neglur sín ar, lét hárið vaxa og horfði illsku legu augnaráði á föður okkar.“ „Átti hann nokkra vini?“ i „Aldrei lengi. Aldrei nána. Móðir mín reyndi að ná vinúm hans saman heima hjá okkur, en þegar hún spurði hann hverjum ætti að bjóða þá var hann vaiiur að svara: „Engum!“ „Svo, eftir því hvernig lá á honum, var hann vanur að bæta við: „Þeir eru allir ánamaðkar!'* eða: „Þetta eru brúður . . . “ „Hvað langaði hann til að verða?“ . „Allt.“ „Hvað eigið þér við?“ „Hann vildi verða allt, án þesa að hugurinn beindist að nokkru sérstöku. Eitt var víst: honum datt aldrei í hug að taka við verk smiðjunum, og um föður minn sagði hann: „Hann er þræll! Sem betur fer veit hann það ekki!“ „Hvenær fór hann að heiman?** „Hann fór hingað til Parísar til að halda áfram námi. Faðir minn heimtaði, að hann læsi lög, áður en hann byrjaði að vinna f verksmiðjunum.“ Nýkomið fallegur undir- fatnaður í gjafasettum. Tilvaldar jólagjafir. j Lu> (BUqjmjpm Laugaveg 26. sími 15-18-6 Palli vill ekki trúa því að bíllinn okkar sé vatnsheldur! ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. nóv. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.