Alþýðublaðið - 25.11.1962, Síða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Síða 1
Umgangskvillar herja í bænum . ÝMSIR umgangskvillar herja nú hér í horginni. Fyrir utan kvef- sótt og hálsbólgu, sem tæplega telj ast til tíðinda á þessum tíma árs, hefur undanfarið talsvert borið á ínislingum, skarlatssótt, hettusótt og rauðum hundum. LÉT EKKI KÚGA SIG MEÐAL þeirra átta fram- sóknarmanna, sem stóðu með lýðræðissinnum í L. í. Vr.- málinu, var Ilaraldur Þor- valdsson fré Verkamannafé- lagi Akureyrarkaupstaðar. Hann kvaðst hafa fylgt Fram sóknarfloknum að málum áratugum saman, en aldrei hafa látið kúga sig í neinu máli. Hann kvaðst ek.ki geta séð, að verzlunarfólkið, sem ynni hjá KEA ætti síður að vera í Alþýðusambandinu, heldur en verkafólkið. Har- aldur sagði, að verzlunar- fólk væri láglaunað og ætti eins heima í Alþýðusamband inu með fullum réttiudum eins og verkamenn. Blaðið átti í gær stutt samtal við dr. Jón Sigurðsson, borgar- ' lækni um þessi mál. Sagði hann, að í síðustu viku hefðu borizt tilkynningar um á þriðja hundrað kveftilfelli og á ann að hundrað hálsbólgutilfelli. Þetta væri ekki óvenjulegalega mikið á þessum tíma árs, og væru þetta aðalkvillarnir sem nú gerðu vart við sig hér í bænum. Allt frá því í vor hefðu verið einstök mislinga tilfelli, eitt til fjögur í hverri viku. Síðustu vik- urnar hefði tilfellunum smám saman fjölgað upp í um það bil 40 á viku, og síðustu tvær vikurn ar hefðu mislingatilfellin verið um það bil 60 hvora vikuna. Einnig sagði borgarlæknir að nokkur brögð væru að hettusótt, rauðum hundum, hlaupabólu og skarlatssótt. Af þessum sjúkdóm um væru tilfellin innan við tíu á viku, og þar að auki dreifð, en jengu að síður væri þetta óvenju mikið. Borgarlæknir tók það fram að ekki væri hægt að segja að hér væri um farsóttir að ræða, því | þegar talað væri um farsóttir væri j miðað við að tilfellin tvöfölduð- ust á viku hverri unz hámarki væri náð. Dr. Jón Sigurðsson, borgarlækn ir, sagði að yíirleitt virtust þess- ir sjúkdómar leggjast heldur létt á fólk, og gengi þessi alda senni lega hjá innan skamms. LAGABREYTING AR FELLDAR ÞINGI Alþýðusambands íslands lauk í fyrrinótt um kl. 2:00 Drógu kommúnistar allar tillögur sínar um lagabreytingar til baka, þar eð þeir sáu, að þeir höfðu ekki nægilegt atkvæðamagn til þess að koma þeim fram, en % þarf til að breyta lögunum. Meðal þeirra lagabreytinga, sem kommúnistar vildu gera, var þessj: „Miðstjórn setur með reglu- gerð nánari fyrirmæli uin undir- búning og framkvæmd (allslierjar) atkvæðagreiðslu. Reglugerðin gild ir fyrir öll þau sambandsfélög, sem um getur í 20. grein og hafa 200 félagsmenn eða fleiri, án tillits til þess, hvort þau hafa haft eldri ákvæði um allsherjaratkvæða- greiðslu eða ekki, í lögum sínum. Meðal tillagna kommúnista var einnig tillaga um stórhækkun á skattinum til A. S. í. Var hún dreg in til baka en samþykkt tillaga frá Jóni H. Guðmundssyni um minni hækkun á skattinum. Þinginu lauk um kl. 2:00 í fyrri nótt. Sleit Hannibal þinginu og boðaði um leið fyrsta fundinn í hinni ólöglegu miðstjórn. SUMAR OGSÓL ÞAÐ ER sumar og sól á suðurhveli og á Suður- hafseyjum er alltaf sumar og sól, alltaf 25—30 stíga hiti í sjó og 25—30 stiga hiti í lofti. Það er verið að taka kvikmynd þar í hinni jarð- nesku paradís, og Tamara leikur aðalhlutverkið. Hún sést þarna á myndinni, klædd í sarong, og á bak við er hinn suðræni gróður. Tekur ekki mark á Sjb ★ HÖFÐABORG: Verwoerd forsæt isráðherra sagði í ræðu á laugar- dag, að ekki kæmi til mála að taka mark á tillögum SÞ um ástandið í S.-Afríku, enda væru þær flutt- ar af vanþroska þjóðum. Nú hafa um 300 manns verið handteknir f sambandi við óeirðirnar í Paarl, en átta menn féllu í átökunum. ★ LONDON: Macmillan forsætiS- ráðh. mun hitta Kennedy forseta að máli- skömmu fyrir jóL Áður mun hann ræða við De Gaulle for seta í París 13.-15. desember og sitja ráðherrafund NATO. Fundar staður Macmillans og Kennedys verður á Bermuda. t » j i 1 ALMENN og góð síldveiði var hjá síldveiðiflotanum á föstudags- kvöldið. Fengu mörg skip ágætis afla, allt upp í 1800 tunnur. Síld- ina fengu skipin, þar sem leitar- skipið Guðmundur Péturss. hafði fundið sild á föstudaginn, eða 38 mílur vestur af Jökli. Um kvöldið grynnti síldin vel á sér og áttu sjómenn þá allskostár við hana. Vitað var að eitt skip, Höfrungur II. hafði fengið síld út af Eldey. Upp úr miðnættinu, aðfaranótt laugardagsins, fór að hvessa af suðri, og áttu skipin ekki hægt um að athafna sig eftir það. Þegar leið á nóttina versnaði veðrið enn og áttu mörg skipin í nokkrum erfiðleikum í gær með síldina, sem þau voru með á dekki. Mörg höfðu misst út allt uppí 300 tunnur, og önnur höfðu orðið að hleypa mikilli síld út. Unnið var að því í gær í Reykja- víkurhöfn að lesta fimm togara með síld. Karlsefni, Þorsteinn Ingólfsson og Sigurður tóku síld til viðbótar við afla sinn, um 100 tonn hver. Einnig átti að lesta togarana Frey og Neptúnus meö síld, sem þeir skyldu flytja til Þýzkalands. Áður eru fjögur skip farin með síld á Þýzkalandsmark- að. ' Ráðgert var að vinna fram til miðnættis og eins átti að vinna í dag í hraðfrystihúsum og síld- arverkunarstöðum hér í Reykja- vík. Hér koma nánari aflafréttir: Reykjavík: Til Reykjavíkur var von á eftirtöldum skipum með síld í gær: Halldór Jónsson 1100, Guðmundur Þórðarson 1800, Hall- veig Fróðadóttir 1600, Hafrún 1700, Ólafur Magnússon EA 1300, Helgi Flóventsson 1200, Víðir SU 600, Pétur Sigurðsson 1000, Runólfur 1300, Björn Jónsson 1200, Sigurð- ur Bjamason 700, Gjafar 800, Jón Jónsson 700, Hannes Lóðs 300, Ás- geir 500, Sæfari BA 850, Svanuri 300, Hafþór 500, Arnfirðingur 350, Gnýfari 800, Arnkell 800. Hellissandur: Skarðsvik kom hingað í morgun með 12—1300 mál. Af þeim afla getur skipið losnað' við 2—300 mál hér, en af- ganginn verður að fara með ann- að. Það hefur komið glögglega í Framh. á 14. síðu Blaðið hefur hlerað —■ að í hinum hörðu deQum á þingi A. S. í. um inn- göngu L. í. V. hafi Gunn- ar Jóhannsson ruglazt dá- lítið í ríminu og talað sterklega gegn því að L. í. Ú. fengi inngöngu í Alþýðusambandiö.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.