Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 25.11.1962, Qupperneq 5
tí Hvað er að Albvðusambandinu? É G V A R staddur vestur við Breiðafjörð í haust og var að ræða Alþýðusambandsþingið við ungan verkalýðsfélaga. Þá sagði hann eitthvað á þessa leið: — Auðvitað fer ég suður, þó að þetta sé vita gagnslaust þing! í síðastliðinni viku Ieit ég inn á þingið. Það var glæsilegt að koma í hina miklu KR-hvelf ingu við Kaplaskjólsveg, þar sem um 400 fulltruar verka- lýðsfélaganna í landinu sátu stærsta og umfangsmesta þing, sem haldið er hér á landi. Þarna var myndarlegur hópur fólks úr hinum ýmsu vinnu- stéttum, og ég heyrði snöggar og harðar ræður frá báðum að- ilum. En þegar rætt var við fulltrúa einslega, kom í ljós sama skoðunin, sem ég hafði heyrt vestur við Breiðafjörð. Þingtíminn hafði allur farið í formsatriði og fulltrúarnir höfðu sterka tilfinningu fyrir því, að málefnum hinnar vinn- andi alþýðu mundi ekki þoka langt áfram með þessu móti. — Svo kostar þetta þing milljónir króna, sagði einn fulltrúinn. Reiknaðu út vinnu- tap 400 manns í 1—2 vikur, ferðakostnað og allt annað! Á bak við þessar hugsanir um gagnsleysi þingsins er sú staðreynd, að Alþýðusamband íslands er ekki nema svipur hjá því, sem það áður var og á að vera. Það hefur misst úr höndum sér þá forustu, sem það áður hafði í launþegabar- áttunni. Það mótar ekki stefnu, sem fylgt er um land allt. Það leiðir ekki verkalýðsfélögin, heldur fylgir þeim. Það rekur ekki fræðslustarfsemi fyrir al- þýðuna, það hefur ekki komið upp hagfræðideild, sem allir virðast sammála um, að al- þýðuhreyfingin vcrði að hafa á sínum vegum. Hvað er þá eftir? Af hverju fer fram annað hvort ár svo harkaleg barátta um völdin í Alþýðusambandinu, ef það er ekki meira virði? Svarið er því miður: Pólitík, áróður. Auðvitað getur það haft mikla pólitíska þýðingu að hafa yíirráð í Alþýðusambandinu, en það er fyrst og fremst áróð- ursaðstaðan, sem barizt er um. Þess vegna hefur flokkapóli- tíkin sett svo algeran svip á Al- þýðusambandsþing, sem raun ber vitni, hversu mjög sem sönnum verkalýðssinnum sárnar sú þróun. Áður fyrr, þegar hin póli- tísku átök höfðu ekki heltekið Alþýðusambandið, gegndi það miklu meira hlutverki. Það lagði á ráðin, mótaði stefnuna, setti fram baráttumálin. Það sendi erindreka um allt land til að skipuleggja ný félög og styðja þau, sem fyrir voru. Það var potturinn og pannan í baráttunni. Síðan kommúnistar komust til áhrifa í sambandinu, að ekki sé minnzt á borgaraflokkana tvo, hefur þetta breytzt. Póli- tík og óróður hafa skipað meiri sess, hin faglega barátta minni. Alþýðusambandið fékk slærsta tækifærið á síðustu 20 árum, þegar vinstri stjórnin var mynduð. Þá átti að reyna, Iivort hægara væri að leiða til lykta efnahagsmál þjóðarinn- ar, ef ríkisstjórn og Alþýðu- samband stæðu saman um lausn málanna. Þetta var til- raun, sem varð að gera, og það var næg réttlæting fyrir til- veru vinstri stjórnarinnar, að reyna þetta eitt. En tilraunin mistókst. AI- þýðusambandið gat ekki hald- ið fylkingu verkalýðsfélaganna saman til að hagnýta þetta tækifæri til að fá að móta efna- hagsmálin og þar með kjara- málin. Vinstri stjórnin féll einmitt á þessum' málum, og hún hafði ekki haft meiri vinnufrið en aðrar stjórnir. Nú eru það einstök verka- Iýðsfélög, sem hafa forustuna og ráða málum, en ekki AI- þýðusambandið. Þegar Ólafur Thors forsætisráðherra þarf að kanna viðhorf verkalýðsfélag- anna fyrir hönd ríkisstjórnar- innar dettur honum ekki í hug að tala við Alþýðusambandið, heldur kallar hann til dæmis á Eðvarð Sigurðsson til að heyra, hvað Dagsbrún segir, eða Jón Sigurðsson um afstöðu sjó- manna, og svo framvegis. Það er augljóst mál, að Al- þýðusambandið hefur ekki get- að mótað heildarstefnu fyrir launþega og af þeim sökum hefur kaupgjaldsþróunin vafa- laust orðið óhagstæðari en ella. Opinberir starfsmenn hafa til dæmis byrjað, eftir að þeir fengu samningsrétt, á því að móta heildarstefnu um launa- hlutfall og annað fyrir öll sam- tökin, og eru fyrir bragðið mun sterkari í sínum málum. Hins vegar verður að viður- kenna, að verkalýðsfélögin tMUWtMHtHHUtMWtWnM leika meira eða minna lausum hala, og reyna hvert að hag- nýta baráttu annars fyrir sig. Þannig ríða fátækustu verka- mennirnir oft á vaðið, en önn- ur félög njóta góðs af dýrri baráttu þeirra og bera venju- lega mun meira úr býtum. Þá hefur Alþýðusambandið algerlega brugðizt á sviði fræðslumálanna, sem hafa geysilega ‘ þýðingu í nútima þjóðfélagi og ættu að skapa grundvöll undir heilsteypta og samhenta verkalýðshreyfingu. Einnig hefur lítið áunnizt á sviði hagvísindanna, þar sem samtökin verða að koma upp sínum eigin stofnunum til að geta mætt hinum volduga hóp ríkishagfræðinga, sem allar stjórnir virðast koma sér upp og styðjast við. Af hverju hefur svo óhag- stæð þróun orðið undir stjórn kommúnista á Alþýðusamband- inu? Svarið Iilýtur að vera: pólitík, pólitik og aftur póli- tík. Nú er það fjarri mér að halda fram, að hinir flokkarnir séu saklausir af pólitískum sjónarmiðum í sambandi við verkalýðshreyfinguna. En það eru t. d. pólitískir hagsmunir Alþýðuflokksins að skapa sterka og heilsteypta verkalýðs- hreyfingu, sem fái sem mest fram með friði eins og á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar er það stefna kommúnista að nota völd sín í verkalýðshreyf- ingunni til að auka stéttabar- áttuna í þjóðfélaginu, lialda uppi sem mestum ófriði og á- tökum, magna vandræði efna- hagskerfisins og undirbúa þannig jarðveginn fyrir upp- lausn, er leiði til valdatöku kommúnismans. Leiðin út úr þeim ógöngum, sem kommúnistar hafa vísvit- andi komið Alþýðusambandinu í, virðist- aðeins vera ein. Að gera víðtækar skipulagsbreyt- ingar á samtökunum miðað við faglega nauðsyn þeirra, og styrkja þau þannig til hins raunverulega hlutverks síns. Og síðan verður að þurrka út áhrif kommúnista á þessu sviði, ef tryggja á framtíð og frelsi íslenzlrs þjóðfélags. Rússnesk sýning RÚSSNESK málverkasýn- ing var fyrir skemmstu opn- uð í Kaupmannahöfn, og vakti það athygli í hinum vestræna heimi. Rússar eru ekki gjarnir á að senda sýn- ishorn af verkum listamanna sinna vestur fyrir tjald, og samanburður á list þeirra og list vestanmanna verður því að fara fram í Rússlandi sjálfu. Levitchkin, ambassa- dor Sovétríkjanna í Dan- mörku og Bombolt, mennta málaráðherra Dana voru meðal viðstaddra, þegar Hafnarsýningin var opnuð, og eru þeir hér á myndinni. Hins vegar kunnum við hvorki að nefna málverkið, sem þeir standa andspænis, né höfnund þess. Vönduð, nákvæm, sterkbyggð, fjölbreytt, heimsfræg. LONGINES úr á hvers manns hendi. Fylgist með tímanum! Guðni A. Jónsson úrsmiður. \ Símar 12715 - 14115. Reykjavík. c* .Heiða : Laugavegi 40. Sími 14197. \ NÝKOMIÐ Kjólaefni, einlit og mislit. 1 Barnakjólaefni, fallegt úrval* Plíseruð teryline-dömupils, margir litir. Skyrtublússur, hvítar og mis* litar. Manchettur, slifsi fyrir dömur. J Japanzkir hanzkar, fyrir börn, unglinga, dömur o(S herra. Ódýrir. Amerískir vattfóðraðlr nælonsloppar í verð kr. 570.00. Póstsendum. Verzlunin HEIÐA Laugav. 40» ' ★ Lögfræðistörfo i ★ Innheimtur ? ★ Fasteignasala i' Hermann G. Jónsson, hrlf. * Lögfræðiskrifstcfa , | Fasteignasala j Skjólbraut 1, KópavogL V Sími 10031 kl. 2—7. \ Heima 51245. ENSKA i Löggiltur dómtulkur Qí£ skjalaþýðandi. EIÐUR GUÐNASONó J- Skeggjagötu 19, ’ \ Sími 19148. | j ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. nóv. 1962 ig}

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.